Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPT. 1967 17 Efasemdir um aðgerðir Bandaríkjamanna í Vietnam og óánægja með seinagang stríðsins — einkenna afstöðu almennings í Banda- ríkjunum til styrjaldarinnar í Vietnam ÓHÆTT er að fullyrða, að ekkert mál er jafnmikið rætt manna á meðal í Banda ríkjumum, í blöðum, útvarpi og sjónvarpi og styrjöldin í Víetnam. Stöðugar umræð ur fara fram um allar hlið- ar Víetnamdeilunnar og víst er, að ekki er hægt að leyna fyrir bandarískum almenn- ingi neinu því, sem gerist í Víetnam. Þessar umræð- ur eru glöggt merki þess, hve opið og frjálst hið bandaríska þjóðfélag er. Ég tel mig geta fullyrt, að um- ræður á borð við þær, sem fram fara í Bandaríkjun- um um Víetnam mundu ekki geta orðið hér á landi, hversu alvarlegt vandamál, sem við væri að stríða. Okk ar fámenna þjóðfélag er of lokað, þrúgað af fordómum og einstrengingslegum skoð unum til þess að það gæti orðið — að öðru óbreyttu. Þegar ég kom til Bandaríkj- anna í byrjun júlí var ég þeirr- ar skoðunar, að meirihluti bandarísku þjóðarinnar væri fylgjandi stefnu Johnsons for- seta í Víetnam. Eftir nokkurra vikna ferð um fjölmörg ríki Bandaríkjanna, samtöl við fólk úr ýmsum stéttum, stjórnmála- menn, embættismenn, blaða- menn og hinn almenna borg- ara, unga sem gamla, var óhjákvæmilegt að komast að þeirri niðurstöðu, að mikil og vaxandi andstaða er gegn stefnu forsetans í Víetnam. f sex vikna ferð kringum landið hitti ég aðeins einn mann — lögfræðing í San Fransisco — sem taldi sig fylgjandi stefnu Johnsons í Víetnam. Efasemdir um réttmæti þess, að banda- rískur her sé í Víetnam og óánægja yfir seinagangi styrj- aldarinnar einkenna afstöðu bandarísks almennings til Víetnam. Bandaríkjamenn eiga erfitt með að skilja hvers vegna styrjöldin dregst svo á langin, hvers vegna mesta her- veldi 'heims getur ekki unnið skjótan sigur í þessu fjarlæga Asíulandi. Sprengjuárásirnar á Norður- Víetnam. Það sem mest er um deilt í sambandi við styrjöldina í Víetnam eru sprengjuárásirnar á Norður-Víetnam. Menn eru ekki sammála um gildi þeirra. Þeir, sem þeim eru fylgjandi halda því fram, að sprengju- árásirnar hafi dregið mjög úr flutningi herafila og hergagna til Suður-Víetnam og jafn- framt, að gífurlegur fjöldi fólks, sem annars yrði sendur til vígvallanna í suðri sé bund- inn við viðgerðir á vegum, brúm og öðrurn mannvirkjum, sem eyðileggjast í sprengju- árásunum. Þeir, sem berjast gegn sprengjuárásunum segja, að þær séu alvarlegur þrösk- uldur í vegi fyrir friðarsamn- ingum við Norður-Víetnam. f utanríkisráðuneytmu í Washington D.C. hitti ég að máli starfsmann í svonefndri „Vietnam Working Group“, þeirri deild utanríkisráðuneyt- isins, sem starfar að málum Víetnam. Ég spurði þennan starfsmann þeirrar spurningar, hvernig á því stæði eftir tveggja ára stöðugar sprengju- árásir, að svo virtist, sem ekki hefði dregið úr getu Norður- Víetnam til þess að senda mannafla og hergögn suður á bóginn, ekki sízt þegar haft væri í huga, að sprengju- magnið væri orðið jafnmikið og varpað var á Þýzkaland í heimsstyrjöldinni síðari. Þessi maður sagði, að í fyrsta lagi væri ekki hægt að bera sprengjumagnið saman við það, sem varpað var á Þýzka- land vegna þess, að skotmörk- in væru önnur. í heimsstyrjöld- inni síðari hefði sprengjum verið varpað á borgir en í Norður-Víetnam væru skot- mörkin einungis hernaðarlega mikilvægir staðir, svo sem veg- ir og brýr og önnur mann- virki, sem hefðu hernaðarlega þýðingu. Ennfremur væri á það að líta, að sama brúin væri t.d. sprengd upp aftur og aftur, þar sem við hana væri gert á milli. í öðru lagi sagði hann augljóst, að sprengjuárásirnar hefðu takmarkað mjög herafla- og hergagnafilutninga til Suð- ur-Víetnam og benti á, að þeg- ar hlé hefði orðið á loftárás- um Bandaríkjamanna hefðu þessir flutningar stóraukizt. í Washington D.C. ræddi ég einn- ig við ungan þingmann í full- trúadeildinni, Thomas Foley, sem er demókrati frá Washing- tonríki, og aðstoðarmann hans. Þeir sögðu mér, að Robert Mac- Namara, varnarmálaráðherra, væri eini maðurinn sem kæmi í veg fyrir enn öflugri lofthernað í Norður-Víetnam. Ég bar þessi ummæli undir stjórnmálarit- stjóra St. Louis Post Dispatch í St. Louis, Missouri (sem er eitt virtasta blað þar í landi), og sagði hann, að þessar upp- lýsingar væru hinar sömu og blað hans hefði fengið frá Was'hington D.C. Þetta var svo enn staðfest síðustu dagana í ágústmánuði, þegar bæði Mac- Lyndon Johnson, Bandaríkja- forseti: pólítískir erfiðleikar lieima fyrir vegna styrjaldar- innar í Vietnam. Namara og ýmsir æðstu hers- höfðingjar Bandaríkjanna komu fram fyrir hermálanefnd öldungadeildarinnar. í vitnis- burði þeirra frammi fyrir nefnd þessari kom fram greini legur skoðanamunur. Mac- Namara lét í ljós þá skoðun, að loftárásirnar á Norður-Víet- nam mundu ekki geta bundið endi á styrjöldina en hers- höfðingjarnir leituðust greini- lega við að skapa aukinn þrýsting á forsetann, svo að hann veitti heimild til enn aukinna sprengjuárása. Það var mat fjölmargra blaða í Bandaríkjunum, að forsetinn ihefði gefið fyrir- mæli um hinar auknu loftárás- ir nær landamærum Kína, vegna mjög aukins þrýstings frá ýmsum áhrifamiklum þingmönnum, bæði úr flokki demókrata og repúblikana. í hópi þeirra var Gerald Ford, leiðtogi repúblikana í Fuilltrúa- deildinni, sem hóf mikla sókn fyrir auknum loftárásum með því að segja, að hann gæti ek'ki fallizt á fjölgun banda- rískra hermanna í Suður-Víet- nam um 45.000 meðan hernað- arlega mikilvæg sk'otmörk í Norður-Víetnam væru látin í friði. Bandarískur flugmaður, sem síðari hluta sumars kom heim frá Vietnam eftir að hafa flog- ið árásarferðir til Norður-Víet- na.m um eins árs skeið, gaf dá- lítið aðra mynd af loftárásun- um. Hann sagði, að ein brú hefði verið sprengd í loft upp fjórtán sinnum í einum mán- uði en jafnan byggð aftur. Hann sagði ennfremur, að Norður-Víetnamar væru orðnir sérfræðingar í að endurbyggja brýr, vegi og önnur mannvirki, sem Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum á. Þessi fiyrrv. flug- maður sagði, að mikil sam- keppni væri milli einstakra filugsveita og flugvélamóður- skipa um hve margar árásar- ferðir væru farnar yfir Norður- Vietnam og hve miklu sprengju magni væri varpað. Þessi sam- keppni hefði þær afleiðingar m.a., að flugvélar væru send- ar í árásarferðir, jafnvel þótt veður væri slfkt, að ekki væri hægt að varpa sprengjunum og væri þeim þá vairpað í sjóinn í bakaleiðinni. Tvö meginsjónarmið Eins og fram kemur í upp- hafi þessarar greinar er mikil andstaða í Bandaríkjunum gegn stefnu Johnsons forseta í Víetnam. Það þýðir þó ekki, að meiri hluti Bandaríkjamanna sé þeirrar skoðunar, að Banda- ríkjamönnum beri að kalla her- sveitir sínar heim og hirða ekk- ert um það, sem á eftir mundi koma. Ég ræddi við þrjá öldungar- deildarþingmenn, einn úr hópi demókrata og tvo úr" hópi repúblikana. Eugene McCarthy, öldungardeildarþingmaður frá Minnesota sagði aðspurður, að hann teldi átökin í Víetnam ekki áframhald þeirra átaka, sem urðu í Evrópu að heims- styrjöldinni síðari lokinni og leiddu m.a. til stofnunar Atl- antshafsbandalagsins. Hann virtist vera þeirrar skoðunar, að Bandaríkjamönnum bæri smátt og smátt að draga úr hernaðaraðgerðum sínum í Víetnam, og opna þannig leið- ina til samninga við Norður- Víetnam. Karl Mundt, öldunga- deildarmaður frá South Da- kota, var annarrar skoðunar. Robert, MacNamara, varnar- málaráðherra Bandarikjanna beitir sér gegn enn öflugri Ioft árásum á N-Víetnam. Hann kvaðst líta á átökin í Vietnam, sem lið í útþenslu- stefnu alheimskommúnismans og að Bandaríkin ættu að auka hernaðaraðgerðir sínar í Viet- nam, beita hernaðar.mætti sínum til þess að ljúka styrj- öldinni á sem skjótastan hátt. Flokksbróðir hans, Frank Carlson, öldungadeildarþing- maður frá Kansas, sem var ný- kominn fná S-Víetnam var sömu skoðunar en bætti því við, að hann teldi, að hershöfðingjarn- ir ættu að hafa frjálsar hendur um rekstur stríðsins. Hann sagði, að stjórnmálamenn ættu ekki að stjórna styrjaldar- rekstri heldur þeir menn sem til þess hefðu lært, hershöfð- ingjarnir. Þessi tvö meginsjónarmið komu greinilega fram í við- tölum við hinn almenna borg- ara víða um Bandaríkin. Fóik skiptist yfirleitt í tvennt í af- stöðu sinni til Víetnam. Afstaða þess virtist hvorki fara eftir landsh'lutum, aldri né því hvort það studdi demókrata eða repúblikana. Annar hópurinn segir, að Bandaríkjamenn eigi að fara frá Víetnam, það hafi verið mistök að blanda sér í deilurnar þar í upphafi, og þau mistök séu nú orðin Banda- ríkjunum dýr. Nokkur 'blæ- munur var á skoðunum þessa hóps um það, hvort Bandarík- in ættu þegar í stað að hverfa frá Víetnam og láta sig engu skipta hvað þar gerðist eða hvort þeir ættu smátt og smátt að draga sig til baka og skilja sómasamlega við. I þessum hópi máttá finna bæði frjáls- lynda demó'krata og hægri- sinnaða repúblikana. Afstöðu hins hópsins verður bezt lýst með þeasari setningu, sem ég heyrði aftur og aftur: >rLet’s get in and get it over with“. í þessum orðum felst sú af- staða, að Bandaríkin beiti ekki nægilega þeim hernaðarmætti, sem þau hafa yfiir að ráða, í Víetnam og jafnframt óánægja og óþolinmæði vegna seina- gangs styrjaldarinnar. Yfirleitt taldi þessi hópur ekki, að Bandaríkin ættu að beita kjarnorkuvopnum í Víetnam. Slík sjónarmið heyrðu til al- gjörra undantekninga. Áber- andi var, að foreldrar, sem eiga syni á þeim aldri að taka má þá í herinn, voru mjög andvígir stefnu forsetans í Víetnam. Það var ennfremur talið sjálfsagt, að ungir menn á þessum aldri reyndu að komast hjá her- skyldu en t.d. stúdentar við háskóla, sem náð 'hafa tiltekn- um námsárangri eru undan- þegnir herskyldu. Johnson I vanda Heildarmyndin, sem ég fékk í viðtölum við fiólk víðs vegar um Bandaríkin var því sú, að stefna Johnsons, forseta, nyti takmarkaðs stuðnings í land- inu. S'ú millileið, sem hann hef- ur valið fullnægir engann veg- inn kröfum þeirra, sem telja að ekki sé nóg að gert og alls ekki hinna, sem engin afskipti vilja hafa af málum Víetnam. Forsetinn á þannig við að etja bæði efasemdir um réttmæti aðgerða Bandaríkjanna í Víet- nam og óánægju með það hve hernaðarátökin dragast á lang- inn. Jafnframt liggur hann undir þungum árásum frá áhrifamiklum stjórnmálamönn- um úr báðum flokkum, sem krefjast aukinna aðgerða og manna á borð við Robert Kennédy, sem telja að Banda- ríkjamenn hafi þegar gengið of langt í Víetnam. f þéssu til- viki virðist hinn gullni meðal- vegur ekki til. Það eykur enn hinn pólitíska vanda forsetans heima fyrir, að styrjaldaraðgerðir í Víet- nam kosta nú orðið mikið fé. Talið er, að þær muni á þessu ári kosta milli 22 og 28 milljarða dollara. Þessi mikli kostnaður hefur þegar haft þau áhrif, að dregið hefur verið úr fjárfram- lögum til ýmissa mála heima fyrir, sem forsetinn hefur bar- izt fyrir og jafnframt hefur hann orðið að fara fram á \úð þingið, að skattar verði hækk- aðir um 10%. Allt þetta veldur óánægju heima fyrir og magn- ar andstöðuna gegn stefnu Johnsons í Víetnam. Það er almenn skoðun í Bandaríkjun- um, að verði ástandið í Víet- nam óbreytt að ári liðnu og kynþáttaóeirðir verði á ný í stóriborgum Bandaríkjanna á næsta sumri, sé forsetinn í al- varlegri hættu í kosningunum, sem fram eiga að fara í nóv. 1968. Á það er hins vegar bent, að Bandaríkin hafi aldrei skipt um forseta í miðri styrjöld, og að Johnson muni vafalaust minna kjósendur á þá stað- reynd. Lokaorð Afstaða almennings í Banda- ríkjunum til Víetnam kom mér á óvart og það kom mér einnig óþægilega á óvart hverjir stjórnmálamenn í Bandaríkj- unum eru hlynntir auknum hernaðaraðgerðum og hverjir vilja draga úr þeim. í hópi hinna fyrrnefndu eru ýmsir afturhaldssömustu þingmenn í Bandarí'kjunum og í 'hópi hinna síðarnefndu ýmsir hinna frjálslyndari meðal þeirra. Við mat á afstöðu almenn- ings í Bandaríkjunum til Víet- nam verður þó að gæta þess, að sveiflur í almenningsálitinu eru miklar og þetta sumar var sérstætt um margt. Þann tíma sem ég dvaldi í Bandaríkjun- um hrapaði fylgi forsetans nið- ur úr öllu valdi, kynþátta- óeirðir hristu óþægilega við samvizku Bandaríkjamanna og forsetinn virtist ekkert gera án þess að þola þunga gagnrýni fyrir. Styrmir Gunnarsr^pn. Bandarískir hermenn á vígvöllunum í Suður-Víetnam.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.