Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPT. 1907 Sendisveinn óskast strax að Rannsóknarstofu Háskólans við Baróns- stíg. Uppl. í síma 19506. Hef opnað tannlæknastofu að Hverfisgötu 37, 2. hæð. Sími 10755. Viðtalstímar kl. 1—5. Geymið auglýsinguna. Hrafn G. Johnsen tannlæknir. I sláturtíðinni Höfum til sölu, hvítar vaxbornar matar- öskjur. Öskjumar eru sérstaklega hent- ugar til geymslu á hvers konar matvæl- um, sem geyma á í frosti. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem vera skal. Sími 38383. Kassagerð Reykjavíkur Kleppsvegi 33. KLIMALUX Lofthreinsari — Rakagjafi Klimalux — Super Klimalux — rakagjafi Klimalux - Super er nýtt og endurbætt tæki, sem vinnur á þann hátt, að stofuloftið sogast gegn- um vatnsúða, sem veitir því raka, en hreinsar jafnframt úr því óhreinindi og tóbaksreyk. KLIMALUX — SUPER gefur frá sér mik- inn raka. Afköst má stilla frá 0,2 til 0,7 lítra á klst. Hetta er á rakagjafanum, er stilla má þannig að hið raka loft leiti í ákveðna átt. Mótor þarf ekki að smyrja. Hreinna og heilnœmara loft, aukin vellíðan. Athugið: Þeim, sem eiga eldri gerð af KLIMA-LUX rakagjafa er bent á, að rétt er að smyrja mótorinn lítið eitt. Leiðbein- ingar um smurningu eru fáanlegar í verzlunum okkar Bankastræti 11 og Skúlagötu 30. J. Þorláksson & Morðmann Bankastræti 11, — Skúlagötu Efri hæð þessa húss er framtíðarheimili Skáksambands íslands og Taflfélags Reykjavíkur. Skákmenn fá nýtt húsnæöi Stórbœtt aðstaða til félagslífs skák- manna, segir Cuðmundur Arason, forseti Skáksambands íslands SKÁKSAMBAND íslands og Taflfélag Reykjavíkur hafa ný- lega fest kaup á efri hæð húss- ins að Grensásvegi 46. f tilefni af því sneri blaðið sér til forseta Skáksambands fslands, Guð- mundar Arasonar, og spurði hann um aðdraganda og fram- gang þessa merka áfanga í hús- næðismálum skákhreyfingarinn- ar. Hann sagði, að með þessu væri að rætast gamall draumur forystumanna skáksamtakanna. Taflfélag Reykjavíkur var stofnað árið 1900 og Skáksam- bandið árið 1925, sagði Guð- mundur, og við lestur gamalla fundargerða kemur glögglega í ljós, að oft hefur verið rætt um að hrinda þessu máli í framkvæmd. Meðal annars er til í fórum Skáksamibandsins, frá forsetatíð Sigurðar Jónssonar,, mjög ná- kvæm áætlun um kaup og rekst- ur á húseign í Garðastræti, sem þáverandi stjórn hugðist festa kaup á. Málið hefur þá eins og jafnan áður strandað á fjár- skorti. — Er fjárhagur skáksamtak- anna það ríflegur núna, að ykk- ur sé með góðu móti fært að gera þessi kaup? — Þegar litið ei á það, að kaupverðið er kr. 1.740.000.00, er ástæða til þess að halda það, en svo er ekki, því miður. Það sem gerði okkur þetta kleift, var væg útborgun, &ð mig minn- ir kr. 460 þús., og eftirstöðvar lánaðar til 12 ára. Með því að halda vel á málum, vonumst við til iþess, að geta staðið vel við allar skuldbindingar okkar. Mik ilvægast er, að skáklífið í land- inu verði ekki svelt fjárhagslega vegna kaupanna. Til þess hef- ur þó að minnsta kosti ekki komið enn og fullyrða má, að aldrei hefur Skáksambandið stað ið fyrir fleiri utanferðum skák- manná en á þessu ári, þrátt fyr- ir húsnæðiskaupin. —i Eru utanferðir skákmanna stærsti kostnaðarliðurinn í starf- seminni? — Vissulega. Við búum hér úti í miðju Atlantshafi og ferð- irnar milli landa eru dýrar. >átt- takan í síðasta ólympíuská.kmóti á Kúbu kostaði til dæmis um 200 þús. kr. — Hver eru eignarhlutföllin í húsnæðinu milli Taflfélagsins og Skáksambandsins? — Taflfélagið á tvo þriðju .hluta og Skáksambandið á einn þriðja. Vorið 1966 var skipt um stjórnir bæði í Taflfélagi Reykja víkur og Skáksambandinu. Báð- ar nýj.u stjórnirnar settu sér í upphafi það markmið, án þess þó að hafa um það samráð, að kaupa húsnæði undir starfsemi sína. Þeir Taflfélagsmenn hugs- uðu sér jafnvel að kaupa íbúðar- hæð, en Skáksambandið hafði hug á tveimur skrifstofuher- bergjum — aðalatriðið var að koma þaki yfir höfuðið. Þessi sameiginlegi ásetningur varð til þess, að málið tók þá stefnu, að keypt yrði sameiginlega hús- næði, sem fullnægði sem bezt þörfum aðilanna beggja. Um þetta varð þegar í upphafi góð samvinna. — Hvenær búist þið við að taka húsnæðið í notkun? — Þegar kaupin voru gerð var um helmingur húsnæðisins laus til afnota, en þurfti mikilla lagfæringa við. Hinn helming- urinn er bundinn leigusamningi fram yfir næstu áramót. Við höf- um þegar skipt með okkur hús- næði því, sem laust er. Tafl- félag Reykjavíkur fær um 60 fermetra sal auk skrifstofu, en Skáksambandið fær eitt stórt herbergi og annað minna. Þetta hvorttveggja verður tilbúið nú í þessum mánuði. Undirbúning- ur er hafinn að endanlegri skipu- lagningu alls húsnæðis, en það fer mikið eftir fjárhaginum hvenær þessu verður öllu lokið. Skákin gefur ekki mikið af sér í reiðufé. Hún er aftur á móti mjög þroskandi tómstundaiðja fyrir unga menn og lítil hætta er á því, að ungir skákmenn verði, lubbamennskunni að bráð. — Hver verður helzta breyt- ingin við tilkomu þessa nýja húsnæðis? — í fyrsta lagi er með þessu lagður hornsteinn að fjárhags- legu öryggi og í öðru lagi ger- breytir þetta allri félagslegri að- stöðu. Opið félagsheimili dreg- ur vonandi til sín stórann hóp ungra pilta, sem við þurfum ein- mitt að ná til. Þegar 'húsnæðið er fullgert, mun það geta hýst öll helztu skákmót, sem haldin eru hér. í sfharðnandi samkeppni í skákheiminum er nauðsynlegt fyrir Skáksambandið að hafa að- stöðu til æfinga fyrir kjarna góðra skákmanna, þ.e. landslið, stúdentalandslið og unglinga- landslið. Við höfum hugsað okk- ur að hefja undirbúning að þessu strax í vetur með næsta Ólympíuskákmót í huga, sem haldið verður í Sviss haustið 1968. — Verður þetta húsnæði rekið sem félagsheimili og samkvæmt lögum um félagsiheimilasjóð? — Ég geri ráð fyrir því. Við hö'fum þegar fengið loforð um fyrirgreiðslu frá sjóðn.um. Vel- vilji stjórnar félagsheimilasjóðs er okkur mikill styrbur. — Nú er siður að gefa öllum félagsheimilum nafn. Hefur ekki verið stungið upp á nafni? — Ekki held ég það, ekki í alvöru. Þó þætti mér. eitt nafn TJViumfh á hlq 23 Einbýlishús til sölu Til sölu um 190 ferm. einbýlishús í smíðum á Efri- Flötum í Garðahreppi. Möguleikar á að ráða fyrir- komulagi, ef samið er strax. Húsið selst fokhelt og frágengið að utan. Þeir, sem áhuga hafa, leggi nöfn sín inn á afgreiðslu blaðsins, ásamt upp- lýsingum um greiðslumöguleika, fyrir 20. sept- ember, merkt: „X-190 — 2731.“ EGGERT KRISTJANSSON & CO HF HAFNARSTRÆTI 5 - SiMI H400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.