Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPT. 1967
5
Emil Mosbachr Jr.,
skipstjóri Intrepid
Intrepid og Dame Pittie á siglingu, ásamt nákvæmri eftir líkingu af America, sem sigraö/
í fyrstu keppninni 1870.
kostnað við smíði skútu sinn-
ar í þetta skiptið, og leggja
allt sitt traust á að hún sigri
nú í fyrsta skipti. En allt
bendir til þess að Inrepid ætli
að gera þær vonir að engu,
því að þegar er þremur sigl-
ingum lokið, og hefur banda-
ríska skúta sigrað í þeim öll-
Ástralíumenn lagt í mikinn
kostnað í þetta sinn við smíði
skútunnar og þjálfun áhafn-
arinnar. Sömu sögu er að
segja um Bandaríkjamenn,
því að þeir leggja allt sitt
stolt á að vinna keppnina nú
í 20. sinn. Bandarískir vís-
indamenn á þessu sviði hafa
Bandaríski sérfræðingurinn
í smíði Intrepid segir þá, að
sjólf bygging skútunnar sé
aðeins Vá af öllu umstanginu,
því að seglin og áhöfnin
skipti engu minna máli til að
sigur hljótist í þessu einvígi.
Teiknarar beggja skútanna,
þeir Olin Stephens frá Banda-
Jock Sturrock frá Astralíu,
skipstjóri Dame Pattie
ríkjunum og Warwix Hood
frá Ástralíu, eru báðir nafn-
togaðir á þessu sviði. Skút-
urnar eru um 65 fet að lengd
(20 m) og er 11 manna áhöfn
á þeim. Skipstjórarnir á báð-
um skútunum, þeiir Emil
Mosbacher Jr. frá Bandaríkj-
unum og Jock Sturock frá
Ástralíu, eru hvor um sig tald
ir fremstu skipstjórar í þess-
ari siglingargrein í sínu
heimalandi og hafa með sér
þrautþjálfaða menn. Einskis
er til sparað, því að bikarinn
sem keppt er um, er talinn
ein eftirsóttustu verðlaun i
íþróttaheiminum í dag.
En þegar þetta er ritað, eru
harla litlar líkur á að bikar-
inn muni hverfa úr varð-
veizlu siglingaklúbbsins í
New York, þar sem hann hef-
ur haft aðsetur frá því 1870,
nema að Ástralíumenn taki
verulegan endasprett núna.
Bandaríkjamenn hafa sigrað fyrstu
þrjár umferðirnar af 7
— í Ameriea Cup siglingunum
EINVÍGIÐ milli bandarísku
kappsiglingarskútunnar Intr-
epid og áströlsku skútunnar
Dame Pattie stendur nú sem
hæst. Keppni af þessu tagi
hefur farið fram 19 sinnum og
nefnist The America Cup.
Fyrsta keppnin fór fram 1870
og sigraði þá bandaríska skút-
an America. Hafa Bandaríkja
menn ávallt sigrað síðan, og
þess vegna er þess beðið með
mlikilli efUrvæntingu núna,
hver úrslit verði, þvi að Ástra
líumenn hafa lagt í mikinn
um. Alls fara fram sjö sigl-
ingar í keppninni, og þarf því
sú bandariska aðeins að sigra
eina til viðbótar, svo að hún
fari með sigur af hólmi í
keppninni.
Eins og fyrr segir hafa
lagt mikla vinnu í rannsókn-
ir á því, hvernig skútan geti
náð sem mestum h.raða. Hafa
þeir á 18 mánuðum reynt átta
eftirlíkingar og 35 afbrigði í
þessu skyni, og er kostnað-
urinn við þessar tilraunir orð
inn um 42 þúsund dollarax,
eða tæpl. tvær milljónir ís-
lenzkra króna. Kostnaður
við tilraunir með Dame Patt-
ie mun vera áþekkur að upp-
hæð.
STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN Á
Skyrtuþvotti
VERZLIÐ ÞAR SEM VERÐIO ER HAGKVÆMAST — GÓÐ WÓNUSTA
- LONG REYNSLA —• FUÓT AFGREIÐSLA — SÆKJUM SENDUM -
FYRSTIR MEÐ NÝJUNGARNAR
V BORGARTÚN 3 SÍM110135
EVROPUKEPPIMI
VALtR
Á morgun kl. 16.00
á Laugardalsvelli.
Tekst VAL að SIGRA?
MEISTARALIÐA
LIIXEMBORG
Forsala aðgöngumiða er í tjaldi við
Ú tvegsbankann.
Verð:
Stúka kr. 100.—
Stæði — 75.—
Börn — 25.—