Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 32
INNIHURÐIR
i landsins k
mesta úrvaliiii
SIGURÐUR ELÍASSON HF.
AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI.
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1967
í
UNCÓ
KEFLAVÍK
Kvöldvarzla í
apótekum aukin
KVÖLDVARZLA í apótekum í
Reykjavik breytist þannig frá
BJÖRN JÓHANNSSON FRÉTTA
STJÓRI MORGUNBLAÐSINS
tJTGÁFUSTJÓRN Morgunblaðs-
ins hefur ákveðið að ráða Bjöm
Jóhannsson blaðamann, frétta-
stjóra blaðsins.
Björn, sem er 32 ára a-ð aldri,
hefur starfað við Morgunblaðið
undanfarin fimm ár, en áður var
hann blaðamaður við Alþýðu-
blaðið og ritstjóri dagblaðsins
Myndar. í>á hefur hann einnig
haft umsjón með útvarpsþættin
um Efst á baugi ásamt öðrum,
en sá þáttur nýtur mikilla vin-
sælda.
Björn Jólhannsson er harðdug-
legur og lipur blaðamaður og má
vænta góðs af hinu nýja starfi
hans við blaðið.
og með deginum i dag, að fram-
vegis verður opið til kl. 21 á
laugardögum og sunnudögum í
stað kl. 18 á laugardögum og 16
á sunnudögum.
Laugavagsapótek og Holts-
apótek verða því opin í dag,
laugardag frá kl. 9 ándegis til
kl. 21 síðdegiis og á morgiun fró
kl. 10 árdegis til kl. 21 siðdegis.
Næturvarzlan að Stóiiholti 1
breytist jafnframt þannig að
fhún verðu r öll kvöld frá ki. 21.
varaforseta EBE
— Henrik Sv. Björnsson gekk á fund
Mansholts í Briissel sl. fimmtudag
SENDIHERRA íslands í París,
Henrik Sv. Bjömsson, gekk í
fyrradag á fund dr. Mansholte,
varaforseta Efnahagsbandalags
Evrópu, í höfuðstöðvum banda-
lagsins í Briissel. Mótmælti sendi
herrann þeim tollahækkunum
og kvótatakmörkunum, sem
Efnahagsbandalagið hefur sett á
innflutning isfisks og síldar í
Vestur-Þýzkalandi.
Morguniblaðið átti í gær sim-
tal við Henrilk Srv. Björnsson,
sem þá var kaminn aftiur til Par-
ísar úr Briisselförinni.
Sendiiherrann sagði, að hann
hefði gengið á £und dr. Mans-
holts í skrifstofu hans í höfuð-
stöðvum EBE sl. fimmtudag.
Hefði hann borið fram mótmæli
af íslamds hálfu vegna to'lla'hækk
ananna á isfiski og síld í V-
Þýzikalandi og útskýrit málstað
Okikar.
Sendiherrann kvað dr. Mans-
holt hafa lofa-ð að taka málið
til athugunar þega.r í stað. —
Hvefði fundur þeirra staðið yfiir
í um það bil hálfa klukkustund.
Henrik Sv. Björnsson kvað
V esitur JÞjóðverj a þegar vera
búna að mótmæla fyrrgreindum
ráðstöfumum fyrir sitrt leyti við
stjórn Bfnahagsbandalagsins.
Lokis kvaðst sendiiherrann nú
vera að semja skýrslu um við-
ræður þeinra Mansholts fyrir
utanrikis ráðu neyt ið.
fsland í 7. sæti
símtali við Mbl. í nótt, að ís-
lenzku bridgemennirnir gætu
verið ánægðir með árangurinn
en sveitin hefði náð 60% árangri
gegn þeim löndum, sem urðu
fyrir ofan ísland í úrslitunum.
ísland tapaði fyrir Ítalíu og
Noregi, gerði jafntefli við Eng-
land og Sviss en vann Frakk-
land og Holland.
Staðan eftir 17 umferðir er
þessi:
1. Ítalía 106
2. Frakkland 95
3. ísland 87
4. Noregur 86
5. Bretland 82
Framh. á bls. 31
Fra setningu Verzlunarskolans. 1 ræðustól er dr. Jón Gíslason, skólastjóri.
Vestmannaeyjabœr reynir að örfa línuútgerð:
Verzlunarskóli
ÚRSLIT á Evrópumeistaramót-
inu í bridge, sem háð var í
Dublin á írlandi, urðu þau, að
ftalía sigraði, hlaut 114 stig.
Frakkland hreppti annað sætið,
hlaut 103 stig. fslenzku sveit-
inni gekk mjög illa í tveim síð-
ustu umferðunum og hafnaði í
sjöunda sæti. fsland tapaði fyrir
Póllandi í gær, 1 — 7, og Noreg-
ur vann ísland í síðustu umferð,
6 — 2.
Úrslit urðu þessi: Ítalía 114
stig en hún tapaði fyrir Hollandi
í síðustu umferð 0 — 8. Frakk-
land 103 stig en franska sveitin
tapaði einnig í síðustu umferð.
England 98 stig. Holland og
Noregur hlutu 94 stig hvort.
Sviss 91 stig og ísland 90 stig.
Næst á eftir íslandi kom Svíþjóð
með rúm 80 stig.
Hallur Símonarson sagði í
Ætluðu að
kaupa áfengi
fyrir unglinga
LÖGREGLAN handsamaði í
gær þrjá menn fyrir utan
Áfengisverzlunina á Lindar-
götu er hugðust kaupa áfengi
fyrir pilta undir lögaldri.
Piltarnir hlupust á brott,
þegar þeir séu hvernig kom-
ið var og skyldu 1000 króna
seðil eftir hjá mönnunum, og
hefur lögreglan hann nú
undir höndum. Hún hefur á
hinn bóginn lítinn áhuga á
að sitja uppi með hann til
langframa, og er piltunum því
ráðlagt að snúa sér til hennar
vilji þeir heimta seðilinn aft-
ur.
Greiðir hálfa kauptrygg-
ingu og '/j beituverðs
Bæjarráð Vestmannaeyja hef-
ur samþykkt að greiða helming
af kauptryggingu á línuveiðum á
þessu hausti, ef til kemur, og Vi
hluta af verði þeirrar beitu, sem
nauðsynlegt verður að kaupa
utan staðarins. Er gert ráð fyrir,
að frystihúsaeigendur greiði
þriðjung beituverðsins og út-
vegsbændur þriðjung. Þessar
ráðstafanir eru gerðar til að
örfa línuútgerð og auka atvinnu
í bænum, sem heíur verið frem-
ur lítil vegna aflabrests.
Samþykkt bæjarráðs var gerð
eftir viðræður bæjarstjóra við
frystihúsaeigendur og útvegs-
bændur í Eyjum og er vonast til
að allt að 25 bátar stundi þaðan
línuveiðar í haust, ef íekst að
afla nægrar beitu, sem er af
mjög skornum skammti í Eyj-
um sem annars staðar.
Afli togbáta í Eyjum hefur
verið heldur tregur og togveiðar
hafa verið lítið stundaðar. Þó
hafa bátar fengið 10—15 tonn
etfir 3 daga útivist, en líka niður
í 2 tonn.
Nokkrir bátar eru byrjaðir
iínuveiðar og hafa aflað sæmi-
lega, allt upp í 9 tonn í róðri,
en aflinn hefur nær eingöngu
verið keila og nokkuð af löngu.
Leitað að konu
VÍÐTÆK leit fór fram í fyrri-
nótt að konu, sem saknað var
frá Heilsulhælinu í Hveragerði.
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði
og Hjálparsveit slysavarnadeild-
arinnar á Selfossi tóku þátt í
leitinni ásamt lögreglunni frá
Selfossi. Hófst leitin um klukkan
ellefu í fyrrakvöld og klukkan
tæplega þrjú um ncttina fannst
konan heil á húfi fyrir innan
Hveragerði.
Islands settur
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
var settur af dr. Jón Gíslasyni,
skólastjóra í hátíðarsal skólans
í gær.
Skólastjöri hóf setningarræðu
sína á þessa leið:
— Við þetta tækifæri þykir
mér hlýða að minnast þess, að
stofnun, sem er mjög nátengd
Verzlunarskóla íslands á hálfrar
aldar afmæli um þessar mundir.
Ég á hér að sjálfsögðu við Verzl-
unarráð íslands, sem tók form-
lega við rekstri skólans 1. maí
1922, eða fyrir 45 árum.
Þá sagði skólastjóri, að óhætt
væri að fullyrða að báðum að-
ilum, skólanum og ráðinu hafi
á ýmsan hátt verfð mikill styrk-
Fnamh. á bls. 31
Verð n síldor-
mjöli n innon-
londsmarkoði
lækknr
ÁKVEÐIÐ hefur verið nýtrt verð
á síldarmjöli, kr. 5,340 tonnið.
Hefur það verið lækkað verulega
frá því í fyrra, en þá var það
kr. 6.760 fob. á verksmiðjustað.
Steinn með fornri
dýramyndarristu
finnst í Papey
KRISTJÁN Eldjárn, þjóðminja-
vörður, og Halldór Jónsson, safn
vörður komu til Reykjavikur í
gærkvöldi úr könnunarferð í
Papey. Mbl. hafði samband við
Kristján skömmu eftir heim-
komuna og spurði hann um
árangur ferðarinnar.
Kristján sagði, að þeir Hall-
dór Ihefðiu dvalizt í Papey
nokkra daiga og svipazt um eft-
ir líklegum síöðuim, þar sem
uppgröftur mundi bera einhvem
áranigur. Grófu þeir félagar í
þær tóttir, sem þeim leizt vel á
og í svonefndum Goðiatættum,
sem eru vastarlega á eyjunoni,
fundu þeir stein, um 10 sm.
lanigan. Er steinn þessi spor-
öskjulaigaður, kúptur á aðra hlið
en flatur á hina. Göt eru á báð-
uim endum steinsins og á flöitu
hliðina er rist dýramynd. Siteinn
inn er rauður leirsteinin.
Um aldur steinsins sagði
Kriistján, að hann væri frá fyrri
hluta miðaildar eða jafnvel eldrd
ag af íslenzkum uppruna.
Kristján saigiði, að lilklega hefði
Framh. á bls. 31
Mótmælti tolla-
hækkunum viö