Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPT. 1967
‘T*
i.
IVIAGIMÚSAR
SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190
eftir lokun simi 40381
Hverfisgötn 103.
Simi eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt teigugjald.
Bensín innifalið í leigugjaldi,
Sími 14970
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundlaugaveg 12. Simi 35135,
Eftir lokun 34936 og 36217.
Flest til raflagna:
Raf m agnsvör ur
Heimilstæki
Utvarps- og sjónvarpstæki
Rafmagnsvörubiíðin sf
Suðurlandsbraut 12.
Simi 81670 (næg bílastæði).
Ný íslenzk
skdldsaga
Bókaútgáfan Tvistur
■jf Hávaði í nútíma-
þjóðfélagi
„Hlustaverkur“ skrifar:
„ Heiðraði Velvakandi!
Ég þakka þér fyrir að hafa
birt bréf um bílafant, en það
er eins og enginn hafi vitað
hingað til, að það er bannað
Mér finnst það vera lögregl-
unni að kenna, að hafa ekki
kynnt mönnum þetta betur, t.d.
með því að senda eigin lög-
reglusamþykkt inn á hvert
heimiii. Þetta óþarfa bílaflaut
hér er alveg áþolandi (hvergi
þolað erlendis, þar sem ég
þekki til), og ef allir taka sig
nú saman um að kæra jafn-
óðum, leggst það smám sam-
an niður. Þetta er ekki annað
en óþarfa kækur.
Mér þótti skrítið að lesa í
frétt frá Sameinuðu þjóðunum,
sem prentað var hér í blöðum
líkt og væri það stórfrétt, að
bílhurðaskellir væru bannað-
ir með lögum í Sviss, og lægi
við þeim stórsektir. Eru þeir
ekki lfka bannaðir hér? Ekki
veit ég betur, þótt ekki sé
kannski beinlínis minnst á þá
í umferðarlögum og lögreglu-
samþykkt.
Alls staðar í nútíma þjóð-
félögum er nú reynt að draga
úr þeim hryllilega en því mið-
ur óhjákvæmilega hávaða, sem
rekstri tuttugustu aldar sam-
félags fylgir. Óholl og skað-
vænleg áhrif hávaða á starfs-
getu og sálarlíf borgaranna
eru nú vísindalega sönnuð. All
ir eru sammála um að tempra
vélahávaða nálægt fólki, hvort
sem það er við störf eða í
hvíld heima fyrir. Víða erlend
is hafa verið stofnuð félög, sem
berjast gegn hávaða, eða jafn-
vel stofnsettar nefndir af borg
aryfirvöldum, sem beita sér
gegn auknum hávaða og reyna
að minhka þann, sem fyrir er.
Ég sé ekki betur en full-
komin þörf sé orðin hér fyrir
stofnun slíks félags eða skip-
un slíkrar nefndar. Alltof lít-
ið eftirlit virðist vera haft með
hávaðaframleiðslu bifreiða (að
ekki sé talað um vélhjól) og
staðsetningu hávaðasamra fyr-
irtækja nálægt íbúðahverfum.
í dálkum þínum, heiðraði
Velvakandi, er rekinn áróður
fyrir því, að þotur fái að eiga
samastað á Reykjavíkurflug-
velli. Að vísu birtast stundum
bréf frá mönnum, sem eru á
öðru máli. Þótt umrædd þota
sé e.t.v. hávaðaminni en marg
ar systur hennar, þá finnst mér
ekki koma til mála, að hún fái
að djöflast hér í nánd við hús
okkar. Það heyrist alveg nóg í
henni.
Hlustaverkur."
■+C Boeing 727 og
Reykjavíkurflug-
völlur
Gunnar Sigurðsson skrif
ar:
„Velvakandi góður!
f dálkum þínum þann 29 f.
m. ritar „huldumaður" nokkur,
er kallar sig „Borgarbúa",
greinarkorn um Reykjavíkur-
flugvöll, sem mun ætlað að
vera eins konar „svar“ við upp
lýsingum þeim varðandi Boe-
ing 727 og flugvöllinn, er birt-
ust í dálkum þínum þann 18.
f.m., frá undirrituðum.
Af þeim sex atriðum, sem
snerta þotuna og Reykjavíkur-
flugvöll, er grein mín fjallaði
um, minnist „Borgarbúi“ að-
eins á tvö, þe.. val Flugfélags-
ins á þessari gerð af flugvél og
kostnað við endurbætur á flug
vellinum. Um fyrra atriðið er
það að segja, að Flugfélag ís-
lands, tók ákvörðun um kaup
þotunnar í des. 1965, en skil-
yrði ríkisábyrgðarinnar um út-
gerð“ af Keflavíkurflugvelli
voru ekki kunngerð fyrr en
vorið 1966, þannig að val flug-
vélarinnar var miðað við, að
hún yrði rekin af Reykjavíkur-
flugvelli.
Varðandi síðara atriðið, vil
ég benda á það að „Borgar-
búi“ gerir enga tilraun til þess
að færa rök fyrir fullyrðingu
sinni um tugi milljóna eða öllu
heldur „hundruð milljóna
króna kostnað“, sem þurfi til
þess að þotan geti notað flug-
völlinn. Fullyrðing af þessu
tagi er algerlega óraunhæf og
verður að afsaka þennan „mis-
skilning" greinarhöfundar, sem
er auðsjáanlega byggður á ó-
kunnugleika. Að öðru leyti vil
ég fullvissa „Borgarbúa“ um,
að þotan getur hvenær sem er
notað flugvöllinn sem bæki-
stöð, enda hefir hún nú þegar
athafnað sig hér án allra vand-
kvæða, hafi það farið fram hjá
honum.
Um ummæli Jóhnnesar
Snorrasonar, yfirflugstjóra,
varðandi Reykj avíkurflugvöll
frá árinu 1963, sem greinarhöf-
undur vitnar í, er það að segja,
að líta verður á þau í því sam-
hengi, sem þau eru rituð, þ.e.
a.s. í sambandi við framtíðar-
skipan flugvallarmála Reykja-
vikur og þá sérstaklega nýjan
flugvöll á Álftanesi.
Þó að framtíðarskipan þess-
ara mála sé því miður ekki
ennþá ákveðin, þá eru aðstæð-
ur að ýmsu leyti breyttar frá
því var fyrir rúmlega fjórum
árum, þannig að Flugfélag ís-
lands hefir orðið að miða áætl-
anir sínar við notkun Reykja-
víkurflugvallar áfram, í stað
nýs flugvallar, sem var mjög
á dagskrá á þeim tíma. Þessa
staðreynd hefir Flugfélagið að
sjálfsögðu lagt til grundvallar
við val þotunnar og því eiga
framangreind ummæli ekki við
í þessu sambandi.
Að lokum vil ég benda „Borg
arbúa“ á, að kynna sér um-
mæli Jóhannesai Snorrasonar,
Skúla Magnússonar, flugstjóra,
og Aðalbjarnar Kristbjarnar-
sonar, flugstjóra, um þotuna og
Reýkjavíkurflugvöll, er birtust
í sjónvarpinu 24. júní sl., dag-
blaðinu „Vísi”, þann 17. f. m.
og Morgunblaðinu og Tíman-
um 12. þ.m. og „reyna“ að
draga réttar ályktamir af þeim
„ummælum."
Virðingarfyllst
Gunnar Sigurðsson."
Arabar og Gyðingar
„Víðförull" skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Heldur finnst mér hafa hall-
að á Araba í bréfaskiptum
fólks í dálkum þínum, og sér-
staklega finnst mér ósann-
gjarnt að níða niður þá fáu
Araba, er hér dveljast við störf
þvi að ég veit ekki betur en
þeir hafi reynzt hér nýtir og
ágætir menn. Leiðinda-flökku-
fuglar eru af hvaða þjóðerni
sem er; alls ekki frekar Arab
ar en t.d. Frakkar og Englend-
ingar. Hræddur er ég um, að
samúð almennings með Gyð-
ingum í nýafstaðinni styrjöld
ráði hér einhverju um. Eg hef
víða farið og víða dvalið, og
það verð ég að segja (eigi ég
á annað borð að gera upp á
milli þjóða), að ólíkt finnst
mér Arabar sbemmtilegra fólk
en Gyðingar. Munið þið ekki
eftir vísunni hér á eftir?
Léttur gegnum lífið smaug
’sunn
— líkur Júðonum.
Einu sinni ekki laug ’ann
— enginn trúð’ ’onum.
En meðal annarra orða:
Hver skyldi hafa ort og um
hvern?
Víðförull."
Eru bankarnir o£
margir?
„Hrólfur" skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Hvernig skyldi standa á því,
að margir eru á móti stofnun
nýrra bankaútibúa víðsvegar í
Reyk j avík?
Aldrei koma nein klögumál
fram opinberlega, þegar banka
útibúum er komið á fót úti um
landsbyggðina, enda er þar um
sjálfsagða þjónustu við lands-
lýð að ræða.
Hér í Reykjavík er nákvæm
lega sömu sögu að segja: Ver-
ið er að stofna þörf fyrirtæki í
hinum ýmsu borgarhverfum,
til þess að gera fólki auðveld-
ara og þægilegra að skipta við
þessar bráðnauðsynlegu stofn-
anir. Mér þætti gaman að sjá,
hvernig eitt nútímaþjóðfélag
kæmist af án greiðra banka-
viðskipta. Hér er bæði um tíma
sparnað og sjálfsagða dreifingu
að ræða.
Vilja þessar klögukerlingar
kannskL að allir hrúgist saman
í einum banka i Miðbænumf
alla daga til þess að fá banka-
afgreiðslu? Eitthvað yrði þá iák
lega sagt.
Þótt ég hafi ekki nein stór-
felld bankaviðskipti dags dag-
lega, þykir mér þessi dreifing
bankanna mjög til bóta fró því,
sem áður var, og vegna þess
að ég er orðinn leiður á þessu
nöldri í kringum hvert nýstofn
að bankaútibú, sendi ég þér
þessar línur í von um birtingu.
Hrólfur.“
Línubrengl
Velvakandi biður „Gamlan
vegavinnumann" og lesendur
sína afsökunar á því, hve of-
boðslegt línubrengl var í bréfi
hans í þessum dálkum í gær.
Snjallir lesendur, einkum þeir,
sem vanir eru að ráða kross-
gátur eða leysa ýmsar orða-
þrautir, munu þó vonandi hafa
skilið að lokum, um hvað bréf-
ið fjallaði.
Atvinnurekendur — Forstöðumenn
IBM — sérmenntaður kerfisfræðingur, sem annast
hefur skipulagningu og deildarstjórn IBM-skýrslu-
véladeildar óskar áð breyta um vinnustað.
Þeir sem kynnu að hafa áhuga að ráða hann í þjón-
ustu sín sendi Morgunblaðinu tilboð, ásamt nánari
upplýsingum um launakjör.
Tilboð merkt: „Skipulag, framtíð 2782.“
Garðahreppur
Börn eða unglingar óskast til þess að bera
út Morgunblaðið víðs vegar í Garðahreppi
(Arnarnes, Flatir og fleira). Uppl. í síma
51247.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Jóns Hjaltasonar, hrl., verður land-
spilda í Skógarbringum í landi Laxness í Mosfells-
hreppi, nefnd Furulundur 28 seld á nauðungarupp-
boði, sem háð verður á eigninni sjálfri, mánu-
daginn 18. september 1967, kl. 4 e.h. Uppboð þetta
var auglýst í 66., 67. og 68. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins 1966.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
4