Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPT. 1967 >■ .............................................................—' —............................ Wl -V-Ht >>>>>>; ~ —, Nú fær Sigurður að reyna sig Ekki hvílir minnst á markverði í leiknum við Luxemborgara f LEIKNUM á morgun, er Valur mætir meistaraiiði Lux- Jokobsleikur ú Akureyri í dug HINN árlegi knattspyrnuleik- ur til minningar um Jakob heitinn Jakobsson knatt- spyrnumann fer fram á Ak- ureyri í dag kl. 5 síðdegis. Þá keppa meistaraflokkar íþrótta bandalags Akureyrar og íþróttabandalags Keflavíkur. Ágóðinn af leiknum rennur í minningarsjóð Jakobs. Þetta er í fjórða sinn, sem slíkur minningarleikur er háð ur á Akureyri. Áður hafa KR, íþróttabandalag Akraness og Valur keppt við Akureyringa í þessum leik. Mikill íþróttaáhugi í Hafnarfirði NÚ er að enda íþróttanámskeið Æskulýðsráðs Hafnarfjarðar, en í sumar hafa um fimm hundruð ungmenni frá 6-14 ára aldri, tek- ið þátt í þvi. Börnunum var skipt niður í aldursflokka og var hver flokkur einu sinni á dag í tvo mánuði. Kennt var á þremur völlum vegna fjöldans, og gekk það framar vonum. Mörg íþróttaefni komu fram í dagsljósið eftir námskeiðið, og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. í lok íþróttanámskeiðsins var keppt við börnin af íþróttanám- skeiðinu í Garðahreppi en þar befur áhuginn einnig verið mik- ill. Keppnin fór aðallega fram á Hörðuvöllum í Hafnarfirði, og var keppt í öllum íþróttagrein- um. Mótið stóð yfir í heilan dag og skiptust námskeiðin á sigr- um. í framtiðinni stendur það til að hafa slíka keppni áfram milli þessara tveggja sumar-íþrótta- námskeiða. Nokkrar myndir sjáum við hér af keppninni, og má sjá af svipn- um að mikið er tekið á. Mynd- emborgar í Evrópumeistara- keppni meistaraliða, mæðir ekki sízt á markverði liðsins. En ef að lýkum lætur verður þar ekki komið að veikasta hlekknum í liði Vaismanna. 1 markinu stend- Sigurður Dágsson — maður sem öðrum fremur „bar“ liðið upp til æðstu virðingar ísl. liða í fyrra — og hefur ætið átt sinn stóra þátt í velgengni Vals síð- ustu sumrin. Það sýnir sig af þeim tölum sem borizt hafa um leiki Luxem- borgarmeistaranna í Evrópu- keppnum (þar sem sennilega er blandað saman bæði Evrópu- keppni meistaraliða og hinni milli bikarmeistara) að liðs- menn geta af og til verið á skotspónum. Hafi þeir haft þá með sér hingað til lands reynir ekki hvað sízt á Sigurð. Sigurður hefur lítt fengið að reyna sig í sumar í stórum leikj um. Þó var hann æfingalítill valinn í unglingalandsliðið gegn i Sigurður ver skot belgisks atvinnumanns í Evrópukeppni í fyrrasumar. Norðmönnum og Svíum og stóð sig þar með prýði. Átti hann ekki sízt þátt í því að þá töldu menn vonir vera vaknaðar fyrir því að við værum að eignast landsliðskjarna sem í framtíð- inni gæti staðið bræðraþjóðum okkar á sporði. En Sigurður fékk ekki að vera áfram í markinu. Og var á vara- mannabekkjum og horfði á stóra tapið 2—14 í Kaupmannahöfn. Nú á hann að verja mark Vals í þeirri keppni sem kannski er örlagaríkust fyrir ísl. lið sem þátt taka í Evrópukeppni. Ef við ekki náum langt móti næst minnstu þjóð Evrópu, hvers get- um við. þá ætlast til á móti hin- um stærri? Þetta verður því spennandi leikur á sunnudaginn og ekki sízt að sjá hvernig Sigurði tekst til. Methafi kvenna sögi karlmaiur Hér er Koblukowska (nr. 166) að slita snúruna í boðhlaupi kvenna á OL. í Tokio 1964. — Við hlið hennar er McGuire USA. Hún hefur ekki orð fyrir kynbombuvöxt — en hvað sýnis ykkur móti hinni pólsku. í DAG lýkur úrsliitakeppni um Evrópubikar í frjálsum íþróttum en úrslitin fara fram í Kiev. Keppnin þar fyrri daginn hefur ekki vak- ið mesta athygli, beldur að ein fræknasta „iþróttakona" heims, pólska „stúlkan" Klobu kowska var dæmd frá keppni eftir læknisskoðun, á þeim grundvelli að hún gæti ekki talizt kvenleg vera. Læknisskoðun kvenna við stórmót hófst á EiM í fyrra. Þá mættu ýmsar stúlkur ekki til skoðunar, aðallega þær rússnesku, Klobukowska slapp þá í gegn um læknis- skoðun, enda var skoðunin hálfgert „kák“, að sögn brezkra blaða. Nú var skoðunin fram- kvæmd á þann hátt að tekið var húðsýnishorn og litninga- skoðun gerð. Árum saman hafa menn deilt um vaxtarlag þessarar pólsku hlaupakonu, sem á heimsmet í 100 m. hlaupi kveriha. Deilurnar hafa stað- ið beggja vegna járntjaldsins. Vísindamaður einn sagði: „Börn sem eru milli þess að vera drengir eða stúlkur við fæðingu, eru venjulega skráð sem stúlkur. En þær skortir alla eiginleika kvenna er þær vaxa úr grasi“. Læknirinn sagði ennfremur, að við nú- tíma tækni tæki stutta stund að sjá af húðsýnirhornum hvoru kyninu veran tilheyrði. Meðal hinna örfínu þráða sem ráða erfðaeiginleikunum og nefndir eru litningar, eru ávallt einhverjir, sem sýna greiniiega kyn verunnar". - DANIEL Framh. af bls. 1 sóknarnefnd þessi hafi verið skipuð er eiginkona Daniels, La- rissa, skrifáði sovézkum yfir- völdum og kvartaði yfir því, hvernig farið væri með mann sinn. Hluta bréfsins var komið í hendur erlendum aðilum og það birt í Frakkiandi og Vestur- Þýzkalandi. Juri Daniel var, sem kunnugt er, dæmdur í febrúar 1966 um leið og Andrei Sinjavski. Dómur hans hljóðaði upp á fimm ár í vinnubúðum og er haft fyrir satt, að hann vinni við verk- smiðju í Mordovia, sem framleiði vinnuvettlinga. - DIPLÓMATAR Framh. af bls. 1 hefur farið hríðversnandi síðan kommúnistar gerðu hina mis- heppnuðu byltingartilraun sína í Indónesíu 1965. Þáverandi sendi herra Indónesíu í Peking, Dja- woto, leitaði hælis í Kína eftir byltingartilraunina, og er hann sagður stjórna andstö'ðu Kín- verja gegn indónesísku stjórn- inni. Sendiherra Kína í Indó- nesíu var kvaddur heim þegar starfsemi kommúnista var form- lega bönnuð í Indónesiu í fyrra, og síðan hafa nokkrir diplómat- ar, bæði Kínverjar í Djakarta og Indónesar í Peking, verið kvadd- ir heim eða reknir úr landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.