Morgunblaðið - 19.09.1967, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.09.1967, Qupperneq 14
1 ":! - 14 ■ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPT. 19«7 Perma-Dri — Ken-Dri Þessi sérstaklega endingargóða utanhússmálning er nú til á lager í nokkrum litum, sömuleiðis Ken- Dri (olíuvatnsverji) sem borinn er á steinveggina áður en málað er. Athugið Perma-Dri er mjög heppilegt að nota á hús sem ekki eru múrhúðuð að utan. Kenitex er mjög auðvelt að nota til að fylla með loftholur og eins til að jafna með misfellur á steypu- og pötusamskeyt- um. Sendi hvert á land sem er í póstkröfu HEILDSALA: Sigurður Pálssón, byggingameistari Kambsveg 32 - Símar 34472, 38414 Iðnskófinn í Reykjavík Skóli fyrir aðstoðarfólk á teiknistofum. Teiknaráskólinn, tekur til starfa 9. október 1967, er næg þátttaka fæst. Ráðgert er að hafa tvær deildir starfandi við skólann að þessu sinni, byrjunardeild og fram- haldsdeild. Inntökuskilyrði í byrjunardeild er að umsækjend- ur séu fullra 16 ára og hafi lokið miðskólaprófi. Kennt verður tvisvar í viku í 9 vikur. Kennslu- gjald er kr. 600.—, er greiðist við innritun. Framhaldsdeildin er eingöngu ætluð þeim nem- endum er lokið hafa prófi úr 2. bekk teiknaraskól- ans. Kennt verður að degi til, tvisvar í viku í 27 vikur. Kennslugjald er kr. 1800.— er greiðist við innritun. Innritun fer fram í skrifstofu Iðnskólans á venju- legum skrifstofutíma, og verða þar veittar nánari upplýsingar. Innritunin hefst þriðjudaginn 19. sept. og lýkur 28. sept. Keflavík Keflavík DALE CARIMEGIE námskeiðið Námskeið er að hefjast í Keflavík á mánudags- kvöldum og stendur yfir í 14 vikur. Námskeiðið mun hjálpa þér að: ic Öðlast hugrekki og sjálfstraust. ic Tala af öryggi á fundum. ★ Auka tekjur þínar, með hæfileikum þínum að umgangast fólk. 85% af velgengni þinni, eru kom- in undir því, hvernig þér tekst að umgangast aðra. ic Afla þér vinsælda og áhrifa. ÍT Verða betri sölumaður, hugmynda þinna, þjón- ustu eða vöru. ic Verða áhrifameiri leiðtogi í fyrirtæki eða starfs- grein þinni, vegna mælsku þinnar. ic Bæta minni þitt á nöfn og andlit og staðreyndir. ic Verða betri stjórnandi vegna þekkingar þinnar á fólki. Uppgötva ný áhugamál, ný markmið að stefna að. ic Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. Námskeiðið hófst í Bandaríkjunum átið 1912 og hafa yfir 1.000,000 karla og kvenna tekið þátt í því, um allan heim. Innritun og upplýsingar í dag og næstu daga í síma 82930 og eftir kl. 17:00 í síma 30216. KONKÁÐ ADOLPIISSON, viðskiptafræðingur. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Einars Viðar, hrl., verður efri hæð hús- eignarinnar Nönnustígur 8, Hafnarfirði, þinglesin eign Friðriks Ágústs Helgasonar, seld á nauðungar- uppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri föstu- daginn 22. sept. 1967, kl. 2.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 31., 32. og 33. tölublaði I,ögbirtingab)aðsins 1967. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðun^aruppboð Eftir kröfu bæjargjaldkerans í Hafnarfirði verður húseignin Birkihvammur við Garðaveg, talin eign Sveins O. Sveinssonar seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. sept. 1967, kl. 2.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 14., 16. og 17. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1967. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. 2ja ára ábyrgð. olivetti Eigin viðserðarÞjónusta Skóla- og ferða- ritvélar. G. Helgason og Melsteð h.f. Rauðarárstíg 1 Sími 11644. Bólstrarar Hið vinsæla leðurlíki nieð jerseyundirlagi. OG komið aftur á lager í miklu litaúrvali. Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co hf. sími 24-333. Nýtt frá Moskvich Uetum nú boðið sendiferðabifreið af hinni vinsælu Moskvich gerð. Falleg og traust bifreið er hentar vel fyrir alla smærri flutninga. Verð kr. 131.000.00. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Bifreiðar & landbúnaðarvélar h.f. Suðurlandsbraut 14 — Sími 38600. Rhódesía lýðveldi næsta vor? Glasgow, 13. sept. AP. IAN Smifch, forsætisráðherra Rhodesiu, hefur sagt í blaðavið- tali, að nýlendan, sem sagt hef- ur skilið við Bretland kunni að lýsa yfir lýðveldisstofnun í land inu næsta vor. Sagði Smith þetta í viðtali við „The Glasgow Her- ald“, sem birtist í blaðinu í dag og sagði þar enn fremur, að stjórnarskrárnéfnd um Rhodesiu kynni að koma of seint fram með skýrslu sýna til þess að komast að málamiðlun við Bret- land. Sagði hann, að um það leyti, sem skýrslan kæmi fram, kynni spurningin um, hvort stofna ætti lýðveldi í Rhodesiu að leysast af sjál'fu sér. Smith, sem lýsti yfir sjálfstæði Rhodesiu gagn- vart Bretlandi í nóvember 1965, bætti við: „Eins o,g ég sagði' áð- ur, þá vill Bretland ekki veita okkur viðurkenning'U og ekki vill drottningin viðurkenna okk- ur, svo að mér er spurn, hvað annað eigum við að verða? Okk- ar er valið. Lðun hækka á Spáni San Seb'atian, 16. sept. •— AP — SPÆNSKA stjórnin ákvað í dag að grípa ekki til ráðstafana gegn Gíbraltar eftir hinar al- mennu kosningar þar á sunnu- dag, en þá var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða, að varðveita tengslin við Bretland. Hefur Spánarstjórn ákveðið að hefja viðræður við Bretland um framtíð Gíbraltar eins fljótt og unnt væri. Þá ákvað stjórnin á sama fundi, að, hækka lágmarkskaup á Spáni úr 84 pesetum (tæpar 60 kr. ísl.) í 96 peseta (rúmar 70 kr.) á dag. Verkalýðssam- tökin á Spáni, sem ríkið stjórn- ar, höfðu krafizt launahækkun- ar upp í 125—160 peseta á dag. Launahækkunin kemur til fram kvæmda 1. okt. n.k. Litla Aden lýst hersvæði Aden, 15. sept. NTB. Stjórn Suður-Arabíusambands- ins hefur iýst Litlu Aden her- svæði og tilkynnt, að þjóðernis- sinnum sé bannað að bera þar vopn. Þeir hafa sterkan stuðning meðal íbúanna í Litlu Aden, sem er um 40 km frá Adenborg sjálfri. Sambandsherinn tók fyrír nokkru á sig ábyrgð á því að halda öryggi í Litlu Aden eftir að brezkir hermenn höfðu farið það an brott. Til þess að reyna að nindra átök milli hinna tveggja fylkinga þjóðernissinna, NLF cg FLOSY, hefur herinn skorað á samtökin áð láta vera að draga fána sína að húni á opinberum byggingum, eins og þeir hafa tíð- um gert. Nýlega kom til harðra bardaga milli þjóðernissinna- fylkinganna í héruðunum Sheikh Othman og Mansouna í nýlend- unni. Los Angeles, 12. sept. AP. Ingrid Bergman var mjög vel fagnað af áhorfendum, er hún kom fyrst fram á leiksviði í Bandaríkjunum að nýju eftir 21 ár í dag í Los Angeles. Það vakti ennfremur mikla athygli, að leik rit það, sem hún kom fram í, var síðasta leikritið, sem hinn látni Eugene O’Neill skrifaði, „More Stately Mansions“, en það var fyrst sett á svið í Stokk- hólmi 1962 og þar fylgt fyrir- mælum frá höfundinuim, að öll leikrit hans, sem þá hef&u ekk; verið sviðsett áður, yrðu frum* sýnd í Stokkhólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.