Morgunblaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPT. 1967 MAGIXÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun sími 40381 t>M11-44-44 Só&z&eig.cz, Hverfisgötu 103. Sim) eftir tokun 31100. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 1L Hagstaett teigngjald. Bensin innifali® « leigngjaldt Sími 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. SimJ 35135, Eftir lokun 34936 og 36217. RAUÐARARSTlG 31 SÍMI 22022 Hest til rafiagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki ■ tJtvarps- og sjónvarpstæki Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði). Skoloritvélin BROTHER KR. 2750.- Skóla- og ferðaritvélin BROTHER frá Japan er létt, falleg og sterk. Vélin er öll úr stáli og í léttri leðurlíkistösku. Birgðir takmarkaðar. BORGARFELL H.F. Laugavegi 18 (gengið frá Vegamótastíg). Sími 11372. ★ Spumingar vegna þotunnar og Reykjavíkur- flugvallar „Forvitinn um flugmál“ skrifar: „Herra Velvakandi! Það er fróðlegt að lesa það í því hefti brezka fktgmála- tímaritsins Flight Internatio- nal, sem út toom 26. nóvember 1964, að sérfræðingar þess telja, að Boeing 727 C þurfti 7320 feta langa braut til flug- taks, og að styrkur flugbraut- arinnar þurfi að vera L C N (Load Classification Number) 56. í grein, sem Sigurður Jóns- son, yfirmaður loftferðaeftir- litsins, ritaði fyrir nokknu í Morgunblaðið í sambandi við Akureyrarílug vélar af þessari tegund, krafðist hann þess, að hið opimbera legði spil á borð- ið í sambandi við ákvörðun- ina um að láta þotuna nota Keflavíkurfl'ugvöll, og er það út aif fyrir sig ágætt. En áður væri ekki úr vegi, að Sigurður sýndi okkur sín eigin Reykja- víkurspil í ljósi staðreynd- anna, sem Flight vakti á at- hygli, og svaraði etftirgreind- um spurningum- 1. Hver er ler.gd flugbraufa Reykjavíkurflugvallar ? 2. Hver er styrkur flugbraut- anna? 3. Hefir flugvallarstjóri ekki látið fara fram hiávaðamæl- ingar við Reykj avíkurtflug- völl? Hávaði er mældur í „decibel“-einingum. Er ekki hægt að fá gefið upp, hve mikill hávaði er í Boeing 727 og t. d. til samanburðar Douglas DC-6B? 4. Er brunalið Reykjavíkur- flugvallar búið þeim tækj- um, sem krefjast verður fyrir flugvél af þessari teg- und? — Forvitinn um flugmál". Hegðun æskufólks „Gvendólína“ skrifar: „Velvakandi minn: Sízt skal ég þreyta þig é skammalestri um blessað æsku fólkið, enda er ég vitaskuld sammála öllum um það, að aldrei hafi hraustara eða mennilegra æskufólk verið uppi á þessu landi allt frá landinámsöld. Og sé einhverju ábótavant hjá krökkunum, „sem eiga að erfa landið“, eins og í tízku er að segja, þá er það auðvitað fullorðna fólkinu að kenna, sem hefur alls konar vonda hegðun í frammi og krakkaskinnin apa eftir. Samt get ég ekki orða bund- izt nú. Ég ferðast daglega með strætisvögnum allan ársins hring, og á hverju hausti bregður mér jafn-illilega við eftir rólegheit sumarsins, þegar skólaæskan kemur í bæ- inn og fyllir vagnana. Hún virðist óvenju snemma á ferð að þessu sinni. Nú er enginn friður lengur, hávaðasamir og ófcurteisir krakkar og ungling- ar ryðjast um vagnana með frekjulátum og dónalegu orð- bragði, bölva og klæmast. — Já auðvitað er þetta ungt og leikur sér; hraustir unglingar eru otft ærslaíullir og óstýri- látir; en þeir þurfa ekki að vera ruddalegir. Vanrækt uppeldis- atriði í skólum Mér finnst, (og er ekki ein um þá skoðun), að skól- arnir haíi vanrækt ákaflega mikilvægt atriði í uppeldinu. Það er að kenna börnunum al- mennar umgeaignisvenjur, mannasiði, prúða framkomu og efla sjálfsvirðingu þeirra. Sumir læra þetta á heimilum sínum, aðrir ekki, og skólarn- ir þurfa að kenna hinum síð- artöldu, áður en þeir ná að spilla hinum, eins og hið fræga rotna epli í dæmisögunni. Ég held, að flestir kennarar hljóti að. vera mér sammála, en hvaða skóli vill nú ríða á vaðið? Það er staðreynd, sem allir gamlir Reykvíkingar hafa tekið eftir, að prúðmannleg framkoma æskutfólks er því miður alltaf að verða sjald- gæfari. Nú verður að gera átak í þessum efnum, áður en ókurteisi er orðin sjálfsagður hlutur í daglegu lífi ungling- anna. Gvendólína“. ■fa Orðsending til bakara „Brauðabrjótur“ skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Mörgum þörfum ábending- um, ádrepum og hugmyndum kemur þú á framiæri í dálk- trm þínum. Nú Langar mig til þess að biðja þig fyrir smá- orðsendingu til bakara eða öllu heldur þeirra, sem búa um brauðin bakaranna. í flestum brauðgerðarhús- um hefur sá siður verið tek- irtn upp að setja brauðin i plastpoka og selja þau þannig. Þetta er ágaett; plastið ver brauðin óhreinindum, og þau geymast vel í því. Hins vegar virðist það gleymast allt otf oft, að brauðin mega alls ekki vera heit (ekki einu sinni volg), þegar þau eru sett í pokann. Þau verða að vera orð in köld og alveg rokin, því að annars heldur áfram að rjúka upp af þeim inni í loftlheldum plastpokanum, og þá fer illa. Allur aukaraki á að vera dempaður í burtu fyrst. + „Braut hann brauðið“ Sé þessa ekki gætt, verða brauðin léleg og leið- inleg til átu. Brauðskorpan verður ekki hörð og stökk, heldur seig og límkennd, en brauð eiga vitaniega að vera þurr og mátulega mjúk að innan, ekki seig og rök. Þar að auki geymast þau miklu verr en ella og hættir auðvitað við að mygla. „Braut hann brauðið", er sagt um frelsarann. En illa hefði honum gengið að brjóta sum íslenzku brauðin. „Sleit hann brauðið", mundi skiljast hér miklu betur. Með kveðju til bakara, (helzt ekki Brauðslitandi)" Brauðabrjótur Svifa og svifreið Enn brenglast setning I dálkum Velvakan-da í gær, svo að hún varð óskiljanleg. Rétt átti hún að hefjast þannig: „Svifnö-kkvi mun elzta tillögu- orðið, og sjálfur hetfur Vel- vakandi verið að burðast með orðið „svitfreið", sem honum datt í hug vegna líkingar við bifreið, en það orð hefur þó aldrei festst almennilega í málinu, og líklega munidu svií- reiðarinnar bíða sömu örlög“ . . . o. s. frv. VOLVO AMAZON TIL SÝNIS OG SÖLU Árgerð 1966, 2ja dyra, ekinn 28000 km., grár að lit. Cunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16. 3ja herbergja íbúð Höfum til sölu 3ja herbergja íbúð á jarðhæð 100 ferm. við Tómasarhaga. Sérinngangur og sérhiti. Verð kr. 850 þús. Útb. 400 þús. SKIP & FASTEIGNIR Austurstræti 18 — Sími 21735. Eftir lokun 36329. NÝ seimding Glæsilegt úrval af stórum og litlum borðstofuskápum, borð- stofuborðum (minnst 14 stærðir og gerðir) og borðstofustólum (5 mismunandi tegundir). Selst stakt eða í settum. r»o UölliK, Simi-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.