Morgunblaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPT. 1967 5 Sviðsmynd úr Fjalla-Eyvindi. Fimm leikrit á haustmisseri L.R. - þar af fjögur íslenzk Á FVRRI hluta leikársins, sem nú fer í hönd, frumsýnir Leik- félag Reykjavikur fimm leikrit, þar af fjögur íslenzk. Eitt þeirra, Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigur- jónssonar, var tekið til sýningar á 70 ára afmæli Leikfélagsins, 11. janúar sl. Sýningar á því hefjast að nýju annað kvöld, fimmtudagskvöld. Verður það 55. sýningin á leikritinu á árinu, en sýningar á þvi frá byrjun í Reykjavík einni nálgast nú 200. Þetta kom fram á fundi, s«m blaðamenn áttu með Sveini Ein- arssyni, leikhússtjóra og Stein- dóri Hjörleifssyni, stjórnarfor- manni L.R. Leikendur í Fjalla-Eyvindi eru flestir hinir sömu og fyrr á ár- inu; Helga Bachmann og Helgi Skúlason fara með aðalhlutverk- in. Leikstjóri er Gísli Halldórs- son og Steinþór Sigurðsson gerir leikmyndir. Hafnar eru æfingar á franska gamanleiknum Indíánaleik eftir René de Aupaldier. Þýðinguna gerði Sveinn Einarsison. Leik- stjóri er Jón Sigurbjörnsson, en þetta er fyrsta verkefni hans hjá L.R. um nokkra ára skeið, á hinn bóginni áttunda uppfærsla hans hjá Leikfélaginu. Jón hefur ver- ið fastráðinn hjá L.R. í vetur. Brynjólfur Jóhannesson leikur aðalhlutverkið í Indiánaleik, en Steinþór gerir leikmyndir. Leikritið gerist í villta vestrinu. Það 'hefur notið miklla vinsælda víða á meginlandi Evrópu og þykir, að sögn Sveins leikhús- stjóra, með skemmtilegri gaman leikjum, sem komið hafa fram hin síðari ár. Það verður frum- sýnt hér í byrjun október. Á undanförnum áru.m hafa ís- lenzk leikrit skipað æ meiri sess í verkefnavali Leikfélags- ins og þau farið vaxandi að tölu. Á vetri komanda fnumsýnir L.R. þrjú íslenzk leikrit. Barna- leikrit eftir Odd Björnsson, Snjókarlinn okkar, verður vænt- anlega frumsýnt í nóvember. Tónlist við leikritið er eftir Leif Þórarinsson. Leikstjóri verður Eyvindur Erlendsson, sem einn- ig gerir leikmyndir. Sú er ný- lunda við leiikrit þettsi, að sumar hugmyndir í það fékk Oddur með samvinnu við nokkur börn og mun það einstætt a.m.k. hér á landi. Jólaleikrit L.R. verða tveir einþáttungar eftir Jónas Árna- son: Táp og fjör, og Drottins dýrðar koppalogn, gamansamir þættir eins og nafnið bendir til. Leikstjóri verður Helgi Skúla- son og Steinþór Sigurðsson gerir leikmyndir. Loks er að nefna nýtt leikrit eftir Jökul Jakobsson, en það hefur eigi enn hlotiö na.fn. Þetta leikrit verður væntanlega frum- sýnt í janúar. Þá skýrði Sveinn Einarsson frá því, að í undirbúningi væri skemmtun til ágóða fyrir hús- byggingasjóð L.R. Efni í skemmt un þessa er tekið úr verkefna- vali Leikfélagsins frá þeim tíma, er það varð til, og það fellt í eina heiid. Nefndin, sem um undirbúning skemmtunarinn ar sér, skipa leifckonurnar Guð- rún Ásmundsdóttir og Áróra Halldórsdóttir, en Eyvindur Er- lendsson hefur á hendi umsjón skemmtunarinnar, sem fer fram í Austurbæjarbíó í næstu viku. Nánar verður. skýrt frá tilhögun hennar á sínum tíma. Leiklistarskóli L.R. tekur til starfa 1. okt. n.k. og verða kennslugreinar þær sömu og ver ið 'hafa undanfarin ár með þeirri nýbreytni, að gert er ráð fyrir framhaldsflokki leiklistarnema, sem útskrifuðust frá skólanum í fyrra. Þessi framhaldsflokkur mun koma upp sjálfstæðum sýn- ingum i Tjarnarbæ í vetur. Þar hafa nú orðið framkvæmdastjóra skipti. Pétur Einarsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Tjarnarbæjar hefur verið fast- ráðinn hjá Leikfélaginu, en við stöðu hans tekur Kjartan Ragn- ars'on, leikari. PLASTKÚPUR Á ÞÖK kantaðar og rúnnaðar stærð allt að 120 sm. J.B.PÉTURSSON 81IKKSMIÐJA • STitTUNNUGEKS jArnvoruvcrzlun' Sími 13125/6. Vistheimili nauðsyn fyrir taugaveikluð börn LANDSFUNDI Landssambands íslenzkra barnaverndarfélaga lauk á föstudag. Erindi voru fiutt og mikiar umræður urðu. Þá fóru fram aðalfundarstörf og baðst fráfarandi formaður, Matt- hías Jónasson undan endur- kosningu, en formaður í hans stað var kjörinn Kristinn Björns son, sálfræðingur. Á morgUin.fundinum voru flutt- ar skýrslur einstakra félaga inn- an sambandsins. Kom þar m.a. fram, að fyrirhuguð er bygging heimilis fyrir taugaveikluð börn og talið nauðsynlegt að það verði reist í nánd við sjúkrahús. Sam- starf hefur hafizt milli Hrings- ins og Barnaverndarfélags Reykjavíkur um byggingu slíks heimi'lis. Að loknum skýrslum félaganna hófust umræður á ný um fyrirlestrana frá deginum áð- ur. Eftir hádegi hófst svo fundur að nýju með erindi Vilborgar Dagbjartsdóttur, kennara, nefind- ist erindið: Uppeldishlutverk mæðra. Þá flutti Guðrún Er- lendsdóttir, lögfræðingur er- indið: „Að gefa barn“. Að umræðum og fyrirspurn- um loknum hófust aðalfunda- störf. L.Í.B. Matthías Jónasson, sem verið hefur formaður Lands- sambandsins frá upphafi baðst nú undan endurkosningu. í hans stað var Kristinn Björnsson, sál- fræðingur kjörinn formaður og með honum í framkvæmda- stjórn: Stefán Júlíusson, rithöf- undur, Pálína Jpnsdóttir, frú; Ólafur Haukur Árnason skóla- stjóri og Helga Jónsdóttir frú. Aðrir í stjórn: Björn H. Jóns- son, Húsavík og Ragnhildur Helgadóttir, frú, ísafirði. Um kvöldið fór svo fram sam- koma í hátíðarsal Háskóla ís- lands. Ruth Magnúsdóttir söng einsöng með undirleik Guðrún- ar Kristinsdóttur og Páll Ás- geirsson, læknir flutti erindi. Landsfundarstörf fóru fram í Tjarnarbúð og var húsfyllir á flestum fundunum og þátttaka í umræðum og fyrirspurnum góð. Skákþing Vesturlands SKÁKÞING Vesturlands, hið fyrsta, fer frarn á Akranesi 23. 1. okt. n.k. Það er Taflfélag Akraness, sem gengst fyrir þessu skákþingi og hefur undirbúið það að und anförnu. Það er aða 1 tilgangurinn með þessu skákþingi, að efla og auka skákáhuga á Vesturlandi og nánari kynni skákmanna. Von andi er, að hægt verði að halda slík skákþing til skjptis á ýms- um stöðum á Vesturlandi. Útlit er fyrir góða þátttöku heimamanna, og væntir stjórn T.A. þess, að utanbæjarmenn sjái sér fært að fjölmenna. Teflt verður í 1. flokki 2. flokki og unglingaflokki 15 ára og yngri. Þátttaka tilkynnist til stjórnar T.A., sem fyrst. Símar 1778, 1656, 1955. Veírarstarf T.A. er hafið og verða æfingar tvisvar í viku a.m.k. Nýlega er hafin bréfaskák- keppni milli Akraness og vina- bæjar þess Tönder i Danmörku. Eru teflar tvær skákir samtímis. Er þetta nýjung í starfi félagsins, mun nú reynt að hafa samband vlð hina vinabæina á Norður- ! nnduim. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍIVII 10-10D 3ja herb. kjallaraíbúð um 80 ferm. með tveimur geymslum og sérinn- gangi við Drápuhlíð. íbúðin er í góðu ástandi og fylgja ný teppi á stofu. Laus til íbúðar. Væg út- borgun. INlýja fasteignasalan Laugavegi 12, sími 24300. TOYOTA CROWIM 2300 Japanska Bifreiðasalan, Ármúla Glæsilegur og vandaður 6 manna bíll. — Traustasti bíllinn á markaðnum. — Byggð- ur á sjálfstæðri ferstrendri X-laga stál- grind. — 6 cylindra 115 ha. vél með yfir- liggjandi knastás og 7 höfuðlegum. Fáan- legur með sjálfskiptingu. Hagstætt verð. Innifalið í verði m.a.: Riðstraumsrafall (Alternator), hvítir hjólbarðar, Toyota ryðvörn, þykk teppi, tveggja hraða rúðusprautur, rafmagnsrúðusprauta, þriggja hraða miðstöð með kerfi fyrir fram- og aft- ursæti, tvöföld aðalljós, mælaborðshilla, loftræsti- kerfi, bakkljós, tvöfaldur þéttikantur á hurðum, verkfærataska o.fl. Tryggið yður Toyota

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.