Morgunblaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPT. 1967 <rJ-£R. 2ja, 3ja, 4ra 5—6 og 7 mm gler fyrirliggjandi. Einnig gróðurhúsagler, hamrað gler og öryggisgler. Eggert Kristjánsson & Co hf. Hafnarstræti 5. — Sími 11400. Sýill Vilh’fálmsscn L SfMI 2-32-40 9ÖSTHÓLF SO — BEYKJAVÖt MAYSIE GREIC: 13 Læknirinn og dansmærin Hún var nægilega hugTÖkk til að segja: — Ég er líka bundin ..... manni að nafni Timothy Atwater. — Já, ég held ég hafi séð hann sem snöggvast í leikhúsinu, kvöldið sem þú dattst. Hún kinkaði kolli. — Já, við Tim höfuim verið ástfangin hvort af öðru um nokkurt skeið. En það virðast litiar horfur á því, að við getum gift okkur fyrst um sinn. — í>ú átt við að þú sért ekki nægilega efnuð til að giftast lávarðssyni? Hún yppti öxlum. — Það gæti virzt svo, en ég held nú samt, að Tim sé ekki eins í vasanum á fjölskyldunni sinni og þú ert. Það kenndi beiskju í rómnum. — Hvað get ég sagt, elskan mín? Hann setti upp vonleysis- svip. — Þetta hjónaband mitt hefur verið ákveðið. Ég brygðist Alise illilega ef ég færi að hætta við alltsaman héðan af. Það væri bein móðgun. Og auk þess er hún búin að bíða mín í svo mörg ár. — En þú hefur samt ekki séð hana nema þrisvar? — Það hefur enga þýðingu í Frakklandi. Við höfum átt bréfa viðskipti og við virðumst hafa sameiginleg áhugamál. Innan skamms vona ég, að hún verði konan mín. — Hversvegna ertu þá að sýna mér ástaratlot? — Hann brosti vandræðalega og afsakandi. — Þú ert svo ung og svo falleg, og ég er svo ást- fanginn af þér. Ég er þó a'ldrei nema maður. En auk þess vildi ég mega vera bezti vinur þinn, elskan mín. — Þú hefur verið góður vin- ur, sagði hún lágt, og bætti svo við kjökrandi: — Ég held ég AVA BIFREIÐAVÖRUR TÓG ÞVOTTAKÚSTAFt UMBOÐ STYRMIR HF HEILDVERZLUN Laugavegí 178 -Sími 81800 Pósthólf 335 ALLT A SAMA STAÐ MICHEUN HJÓLBARÐARIMIR ERIJ ÓVIÐJAFIMAIMLG GÆÐAVARA Stærðir fyrirliggjandi: 133/380 X 145/14 X 145/380 X 750x14 X 165/400 X SETJIÐ MICHELIN-X 145/330 X undir bílinn og þér 135/380 X munuð sannprófa ótrú- 125/380 X lega breytingu í akstri. skilji alveg, hvernig ástatt er fyr i ir þér. Farðu með mig heim. j Ég held ég sé búin að verða fyr- , ir öllu sem ég get þolað í kvöld — Hvað á'ttu við? Hef ég ekki gent þig hamingjusama? i — Jú, en jafnframt örvænting- arfulla. Ég vil öðruvísi ham- j ingju en ástarævinlýri, sem þarf i að fara í felur með. — Fyrirgefðu mér. Hann var i raunverulega fullur iðrunar. — | Mér þykir fyrir því, ef ég hef valdið þér vonbrigðum. Hún snerti arm hans. — En ég skal aldrei hætta að verða þér þakklát, Marcel. Ég held það væri betra, að við sæjumsf ekki aftur, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Hversvegna ferðu ekki til Parísar að hitta unnustuna þína. Hann hleypti brúnum og leit til jarðar. — Það gæti ég gert. Það gæti orðið ef til vill til þess að róa mig — og eyða efa mín- urn um, að ég geti nokkurntíma orðið hamingjusam-ur með henni, eftir að hafa kynnzt þér. — Þú ert þá í vafa? Hann breiddi aftur út faðm- inn móti henni. — Vi'tanlega er ég í vafa, elskan mín litla. En ég verð bara að vera viss, áður en ég tek ákvörðum Það mundi valda uppisitandi í fjölskyldunni og foreldrum mínum mikilli sorg. Foreldrar unnustu minnar eru bezta vinafólk þeirra. Þú verður að reyna að skilja þetfa. — Ég skal reyna. En það var hreint ekki auðvelt að skilja siðareglur framandi landa. Hún hugsaði, að ef Tim væri ekki og ást hennar á hon- um, yrði hún alveg á valdi ör- vænfingarinnar. — Ég skil, sagði hún. — Við skulum ekki tala meira um þetta. — Já, en ég verð að tala um það við þig, elskan mín. Ég er alveg í vandræðum. Ég elska þig, en veit ekki, hvað ég á til bragðs að taka. — Þú getur ekkert tekið til bragðs. Hún píndi sig til að brosa til hans. — Þú verður að hitta Alise heldur fyrr en seinna Þú verður að ákveða þig. Hér er ekki um að ræða mig og þig, heldur alla framtíðarhamingju þína. © jjOPENHIGEII^ Goða nott, elskan min. — Þetta er rétt, elskan mín, sagði hann og kyssti hana létt á ennið. — Þessi ást mín á þér kom svo snögglega og óvænt. Kom mér alveg að óvörum. Ég veit ekkert, hvað ég á að hugsa eða segja. — Segðu þá ekkert og hafstu ekkert að rétt í bili, sagði hún lágt. — Framtíðin kann að geta ráðið fram úr þessu fyrir okk- ur. Hann yppti öxlum, óþolinmóð- ur. — Já, en ég get ekki látið þetta kyrrt liggja eins og það er — vera ástfanginn af þér en bundinn henni. Kannski er það bezt, sem þú segif, að ég ætti að fara að hitta hana. Þá gæti ég kannski komizt að niðurstöðu um, hvort samband okkur getur nokkurntíma orðið hamingju- sam't. — Farðu nú með mig heim, bað hún hann aftur. — Ég er orð in afskaplega þreytt. — Vitanlega, sagði hann. — Ég hef gert þér svo mikla sorg í kvöld, er það ekki, elskan? En svo hef ég líka hryggt sjálfan mig. Ég bið þig að vera þolin- móð við mig. Hann rétti henni höndina, biðjandi. Hún greip hana snöggt, og sagði: — Láttu þetla ekki á þig írlandsfarar úr ferð Karlakórs Keflavíkur á síðastliðnu vori. Mynda- og skemmtikvöld í Stapa föstudaginn 22. þessa mánaðar kl. 9. Ferðafélagar takið með ykkur gesti. Þátttaka tilkynnist í síma 1486, 2245, 1958 og 2253 Keflavík. KARLAKÓR KEFLAVÍKUR. Skrifstofuhúsnæði til leigu Tvö skrifstofuherbergi ásamt teppum og glugga- tjöldum. Skrifstofuhúsgögn geta fylgt. Upplýsingar í síma 33889 frá kl. 9 — 17. fá. Ég veit alveg, hvernig þér líður. Ég .er enginn krakki leng- ur. Hvað sem úr þessu verður, skal ég alltaf vera þér þakklát. Við skuluim fara héðan. Þessi staður virðist vera undir ein- hverjum töfrum. Þau óku þögul niður úr fjöll- unum eftir stöndinni og til glæsi lega hússins í Cap d’Antibes. — Þú kemur út með mér á föstudaginn kemur? spurði hann, áður en þau skildu. — Þú manst, að við lofuðum vinafólki mínu að koma til þeirra. — Ég skal koma, sagði hún. — En varstu ekki að tala um að fara til Parísar, Mareel? Hann svaraði: — Það var nú ekki annað en augnabliks hug- detta. Ég efast líka um, að starf mitt leyfi mér nokkrar fjarver- ur, fyrst um sinn. Hún brosti dauflega. — Ertu kannski að draga það á langinn? — Þér finnst ég vera hugleys- ingi, sem þori ekki að horfast í augu við staðreyndirnar? — Kannski, sagði hún. — Þú vilt ekki horfast í augu við þá staðreynd, að þú munir aldrei geta elskað þessi Alise? — Já, víst er ég lydda, svar- aði han,n dræmt. En mér finnst þetta hafa staðið of lengi til þess að ég megi nú fara að draga mig í hlé. Eins og ég sagði, verð ég að taka tillit til foreldra minna. — Vitanlega, sagði hún. Og ég hef Tim til að taka tillit til. — Er það Englendingurinn, sem þú ert trúlofuð? Hún hristi höfuðið. — Við er- um nú ékki trúlofuð. Hvorugt okkar á nóg til, til þess að geta hugsað um slíkt. — Þá get ég fengið að hitta þig? — Kannski. Hann lagði hendurnar á axlir henni og sagði, mjög alvarlegur í bragði: — Mig langar svo til að hitta þig, elskan. — Og mig langar líka að hitta þig, sagði hún og lagði höfuðið að brjósti hans. Hún vissi nú, að hún elskaði hann. En að hvaða gagni kæani það henni? Hann var bundinn þessari stúlku í París og hún hafði Tim að taka tillit til. Þetta hafði verið töfrakvöld. Allt, sem brærðist í brjósti hennar nú, var töfrar — það kynni að verða liðið hjá í fyrramálið. Hún h-efði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.