Morgunblaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 28
INNIHURÐIR
i landsins
mesta úrvalt^t
SIGURÐUR ELÍASSON HF.
AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI.
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1967
76 bílar teknir með
ratsiá núna í vikunni
UMFERÐARLOGREGLAN hef-
ur verið með rafsjá á ferðinni
á mörgum götum víða um bæ-
inn undanfarna daga. Helzt hef-
ur hann þó verið notaður á
miklum umferðargötum, þar
sem ökumenn hafa tilhneigingu
til að aka mjög hratt.
Að því er Magnús Einarsson,
lögregluvarðstjóri, tjáði Mbl. í
gær. hefur lögreglan tekið 76
ökumenn fyrir of hraðan akst-
ur frá því um s.l. helgi, og
vt>u þeir sem hraðast óku tekn-
ir á um 80 km. hraða, þar sem
45 km. hámarkshraði er leyfð-
ut. Meðal annars var einn öku-
maður tekinn á þessum hraða
við gangbrautina á Hringbraut
á móts við Laufásveg, en þar
hafa sem kunnugt er orðið tvö
gangbrautarslys á skömmum
tíma.
Lögreglan hefur að undan-
förnu mjög hert eftirlit í um-
ferðinni, því að nú fer í hönd
mesti óhappa- og slysatími árs-
in-s. Lögreglumenn hafa verið
við eftirlit á öllum árekistra-
hæstu gaitnamótum borgarinnar
til að hafa eftirlit með að bið-
skylda og stöðvunarskylda sé
haldin, svo og að gaingbrauta-
réttur sé virtur, einis og áður
hefur verið skýrt frá.
Saltaö í 1697 tunnur
þaö sem af er sumri
— Jón Kjartansson aflahœsta skipið á
síldveiðunum
VIKUNA 10. til 16. september
sl. bárust 21.612 lestir af síld á
land. Saltað var 1 1449 tunnur
og 21.400 lestir fóru í bræðslu.
Heildaraflinn er þá orðinn
198.903 lestir, en var á sama
tíma í fyrra 380.762 lestir. Hæstu
löndunarstaðir sumarsins eru:
Seyðisfjörður með 47,366 lestir
og Siglufjörður með 41.145 lest-
ir.
Hagnýting aflans í sumar
skiptist þannig: í salt 248 lestir
eða alls 1697 uppsaitaðar tunn-
ur, í frystingu 41 lest, í bræðslu
191.974 lestir og fluttar hafa ver
ið út 6.640 lestir. Á sama tíma í
fyrra höfðu 49.140 lestir farið
í salt, 1530 lestir í frystingu og
í bræðslu höfðu farið 330.092
lestir.
Aflahæstu skipin á síldveið-
unum 16. setpember voru: Jón
Kjartansson, Eskifirði, 4126 lest-
ir; Héðinn, Húsavík, 4003; Dag-
fari, Húsavík, 3478; Harpa, Rvík,
3671; Fylkir, Rvík, 3483; Jón
Garðar, Garði, 3460 og Kristján
Valgeir, Vopnafirði, 3453 lestir.
Vitað er um 131 skip, sem ein-
hvern afla hafa fengið á síld-
veiðum norðan lands og austan,
þar af hafa 110 þeirra fengið
500 lestir eða meira. Sjá skýrslu
Fiskifélagsins á bls. 17.
Lögreglatn var með ratsjármælingaor á Miklu/hraut í gær, og tók þar fjölda bifreiða fyrir
of hraíðan akstur. Sveinn Þormóðsson náði þessari mynd, þegar lögreglan hafði tekið fimm
bíla svo að segja í einu.
Eimskip og Sameinaða
taka upp samvinnu
— Vona að hún takist vel og geti góða raun
segir Einar Baldvin Guðmundsson
í viðtali við Morgunblaðið
EIMSKIPAFÉLAG fslands og | siglingnm milli fslands, Færeyja
Sameinaða Gufuskipafélagið hafa og Danmerkur. Samkvæmt þess-
gert með sér samning um sam- um samningi, munu farþega-
vinnu til bættrar hagkvæmni í I skip beggja félaganna verða í
Tollar af brunnu vörunum
felldir niður
SAMKVÆMT upplýsingum fjár-
málaráðuneytisins hefur verið
ákveðið að fella niður tolla af
vörum þeim, er brunnu þegar
ein af skemmum Eimskipafélags
fslands brann í Borgarskála fyrr
í þessum mánuði. Ráðuneytið
hefur jafnframt ákveðið að slík
eftirgjöf verði ekki endurtekin,
þótt svipaður atburður verði.
Ástæðan fyrir þessari ákvörð-
un er sú, að þótt ailar vörurnar
hafi verið tollskyldar, þá kom í
ljós, að mikill hluti þeirra var
óvátryggður og hinar tryggðu
vörur alls ekki tryggðar fyrir
tollgreiðslum.
HAF hf. greiðir
hluthöfum10%arð
— Örn R.E. 1 aflahæstur d nótaveiðum
Ráðuneytið hefur hins vegar
að þessu tilefni ákveðið, að
komi slíkur atburður fyrir síðar,
muni tollar ekki verða felldir
niður og verður lögð sérstök
áherzla á, að samtök allra inn-
flytjenda tilkynni meðlimum
slnum, að tllgangslaust sé að
æskja slíkrar eftirgjafar fram-
vegis. Verða þeir því framvegis
að tryggja vörur sínar fyrir
hugsanlegum áföllum af þessum
sökum.
Ekki mun nein heildarathugun
hafa farið fram enn á því tjóni,
er varð í brunanum.
Keyptu 170
beitusíld frá
tonn af
Noregi
HH) almenna fiskveiðahluta-
félag (HAF) hélt aðalfund sinn
sl. laugardag 16. þ.m.
Formaður, Einar Sigurðsson,
skýrði frá rekstri félagsins.
Félagið fékk í ágústmánuði 1966
nýtt skip, Örn RE 1, um 300
lestir að stærð. Skipið aflaði
fram að áramótum rúmar 7000
lestir af síld, að verðmæti rúmar
11 millj. og hafði í tekjuafgang
fyrir lögleyfðum afskriftum.
Samþykkt var að greiða 10%
í arð til hluthafa.
Á sl. vetrarvertíð, 1. jan. til
31. maí, var Öminn aflahæstur
af þeim skipum, sem voru ein-
göngu með nót. Fékk hann 6135
lestir af loðnu og síld. Eftir
loðnuveiðina fór skipið til síld-
veiða í Norðursjó, og var það
eina íslenzka síldarskipið, sem
stundaði þar veiðar að þessu
sinni.
Á yfirstandandi síldarvertíð,
hefur Örninn veitt rúmar 3000
lestir af síld.
Stjórn félagsins var endur-
kosin, en hana skipa, Einar Sig-
urðsson, Jón Guðjónsson og
Gunnar Friðriksson.
FYRIRTÆKIN Norðurtangi hf.
á fsafirði og Fiskiðjan Freyja á
Súgandafirði keyptu 170 tonn af
beitusíld frá Noregi og kom sild-
in til landsins í gær. Þá hefur
beitunefndin falazt eftir togar-
anum Narfa til að fara í leiðang-
ur á síldarmiðin og frysta beitu-
síld um borð.
Baldur Jónsson, forstjóri Norð
urtaniga hf. á ísafirði, sagði Mbl.
í gær, að snauitt væri nú um
beitusíld á Veistfjörðum. Hefðu
fyrirtækin Norðurtanigi hf. og
Fisikiðjan Freyja því keypt 170
tonn beitusíldar í Noregi fyrir
skömmu og hefði norskt skip
flutt síldina tiil íslands. Kom
skipið til Súgandafjarðar í gær.
Ólafur Þórða.rson, formaður
beitunefndarinnar, sagði Mbl. að
aJmenn beituvandræði ríktu um
land allt. Hefði nefndin falazt
eftir togaranum Narfa til að
fara á sildarmiðin og frjysit® beitiu
síld um borð, en ekki væri máiið
komið í höfn enn. Hann sagði,
að ekfci væri meiri beitusild að
fá í Noregi, en Þjóðverjar hefðu
boðið fram beitusíld, sem þó
væri of dýr. Væri heidur ekkert
vit í öðru en landsmenn reyndu
sjálfir að aflia beitusíldarinnar
eftir því sem fönig væru á, og
væri hugsanleg för Narfa á sild-
armiðin æskileg í því skyni. Þá
sagði hann, að nefndin hefði
hvatt síldveiðibátana til að
flytja isvarða beitusíld til lands,
og einnig vissi hann til þess, að
einhverjir bátar hefðu farið til
að neyna að veiða síld í beitu.
með
700 tunnur
af saltaðri
síld
Breiðdalsvík, 20. sept.
MS. Hafdís SU 24 kom
í dag úr níu daga veiffiferð
meff 700 tunnur af saltaffri
síld. Um helmingur síldarinn-
ar var fullverkaður og virffist
síldin mjög góff. — Fréttarit-
ari. —
förum yfir sumarmánuðina, en
á öðrum árstímum mun Eim-
skipafélagið annast farþega-
flutninga. Jafnframt munu félög
in hafa á hendi umboff, hvort
fyrir annaff.
Einar Baldvin Guðmundsson,
stjórnarformaður Eimskipafélags
ins, sagði í viðtali við Mbl. í
gær, að viðræðurnar hefðu ver-
ið mjög vinsamlegar. Þær hefðu
hafizt síðast í ágúst í Kaup-
mannahöfn og síðar. hefðu full-
trúar Sameinaða komið til
Reykjavíkur um síðustu helgi
og var þá gert út um samninginn
og hann undirritaður. Samning-
inn undirritaði fyrir hönd Eim-
skipafélagsins Ottar Möller, for-
stjóri, en fyrir hönd Sameinaða
J. Fog Petersen, forstjóri.
í viðræðunum í Kaupmanna-
höfn tóku þátt fyrir hönd Eim-
skips þeir Óttar MöUer, forstjóri
og Einar Baldvin Guðmundsson,
stjórnarformaður og fyrir hönd
Sameinaða forstjórarnir Georg
Andersen og J. Fog Petersen. í
viðræðunum í Reykjavík tóku
þátt auk áðurnefndra, skrifstofu
stjóri Eimskips, Valtýr Hákonar-
son og skrifstofustjóri Samein-
aða, Drachmann.
Samningurinn var undirritað-
ur hinn 17. september síðastlið-
inn og mun hann ganga í gildi
um næstu áramót. Einar Bald-
vin tjáði Mbl. í gær, að hann
vonaðist til þess að þessi sam-
vinna félaganna tækist vel og
gæfi góða raun.
Hér fer á eftir fréttatilkynn-
ing frá Eimskipafélaginu um
hina nýgerðu samninga:
„Eimskipafélag íslands og
Sameinaða Gufuskipafélagið
hafa gert mér sér samning um
samvinnu félaganna í milli, til
bættrar hagkvæmni í siglingum
milli íslands, Færeyja og Dan-
merkur. Samningurinn tekur
gildi 1. janúar 1968, og sam-
kvæmt honum tekur Eimskipa-
félagið að sér umboð Sameinaða
á íslandi og Sameinaða tekur að
sér umhoð Eimskipafélagsins 1
Danmörku.
Farþegaskip beggja félaganna
verða í förum sumarmánuðina,
þannig að Eimskipafélagið sigl-
ir milli Reykjavíkur og Kaup-
mannahafnar um Skotland og
Sameinaða milli sömu hafna um
Færeyjar. Á öðrum árstíma mun
Eimskipafélagið eitt annast
farþegaflutningana, og þá með
viðkomu í Færeyjum“,
i