Morgunblaðið - 21.09.1967, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPT. 1967
Kristín Þórarinsdðttir
Minningarorð
KRISTÍN Þórarinsdóttir, ekkja
Kristjáns Kristjánssonar, laekn-
is á Seyðisfirði, fékk hægt and-
lát eftir langvarandi veikindi
föstudaginn 15. þ.m. og verður
jarðsett í dag.
Frú Kristín var dóttir merkis-
hjónanna Sigriðar Jónsdóttur og
Þórarins Guðmundssonar, kaup
manns á Seyðisfirði, fædd 11.
júní 1883. Voru börn þeirra
hjóna 6, tveir synir og 4 dætur,
var Kristín sáluga önnur í röð-
inni. Lifir nú aðeins ein systir-
in, Þórunn, af þeim barnahópi.
Kristín ólst upp á miklu og
t
þjóðlegu menningarheimili við
góð efni á þeim tímum, er Seyð-
isfjörður var ein af mestu menn
ingarmiðstöðvum hér á landi.
Var hún, eins og systkini henn
ar, prýðisvel gefin og sett til
mennta erlendis jafnskjótt og
hún hafði aldur til. Auk þess var
hún mjög fríð sýnum og gerfi-
leg.
Á þeim timum var á Seyðis-
firði ungur, óvenju hæfileika-
mikill læknir að nafni Kristján
Kristjánsson, sem síðar varð
þjóðkunnugt tónskáld. Var hann
Þingeyingur að ætt, fæddur 16.
t
Elskuleg dóttir okka.r og
systir,
Sigríður Þórunn
Hallgrímsson
lézt af slysförúm 17. sept., sl.
við Dieburg í Vestur-Þýzka-
landi.
Þórunn og
Ólafur Hallgrímsson,
og systkini.
Útför
Guðnýjar Benediktsdóttur
frá fragerði,
verður gerð frá Stok'kseyrar-
kirkju lauigardaginn 23. sept.
kl. 2 e.h. Bílferð verður frá
Um.ferðarmiðstöðinni í Rvík
kl. 12.30.
Börn og tengdaböm.
t
Hjartkær eiginmaður mmn,
faðir, tengdafaðir og afi,
Sigfús Bjarnason,
forstjóri,
lézt að heimili sínu Víðimel
66, þriðjudiaginn 19. þ. m.
Rannveig Ingimundardóttir,
böra, tengdabörn og baraa-
böm.
t
Faðir minn
Egill Egilson
sem lézt 13. þ.m. verðuir jarð-
sunginn frá Dónakirkjunni
föstudaginn 22. sept. kl. 2.
Fyrir íhönd aðstandenda.
Júlíus Egilson.
t Móðir okfcar, Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, Efra-Hreppi í Skorradal, verður jarðsett frá Hvann- eynarkirikju laugardaginn 23. oept. k'l. 2 e.h. Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Einar Þorsteinsson, Guðmundur Þorsteinsson, Guðjón Þorsteinsson. t Faðir okka.r, tengdafaðir, afi og langafi, Bergsteinn Magnússon, bakarameistari, Skúlagötu 66, verður jarðset'tur föstudaginn 22. sept. kl. 1.30 frá Fossvogis- kirkju. Fyrir hönd vandamannia, Þórunn Bergsteinsdóttir.
t Eiginkona mín og móðir okkiar, Klara Alexandersdóttir verður ja'rðsungin frá Frf- kirkjunni fösfudaginn 22. s-eptember kl. 3 síðdegis. Brynjólfur J. Brynjólfsson, Sigríður Margrét Brynjólfsdóttir, Ragheiður Brynjólfsdóttir, Sólveig Brynjólfsdóttir. t Minningarathöfn um Guðlaugu Þorsteinsdóttur frá Beranesi, fer fram í Fossvogskirkju föstuda.ginn 22. þ. m. kl. 3.30 eftir hádegi. Börn og tengdabörn.
sept. 1870, uppeldissonur Krist-
jáns Christjánssonar amtmanns.
Þó að aldursmunur væri nokk
ur, felldu þau Kristín og Krist-
ján hugi saman er Kristín kom
aftur til Seyðisfjarðar að af-
loknu námi erlendis og gengu í
hjónaband 16. sept. 1904.
Eignuðust þau 4 syni, sem all
ir eru á lífi og mestu myndar-
menn: Kristján söngvara, f. 6.
júlí 1905, Þórarinn símritara, f.
26. okt. 1906, Ragnar sjómann,
f. 14. sept. 1907 og Gunnar fv.
veitingamann, f. 11. jan. 1909.
Heimili þeirra Kristínar og
Kristjáns var sannkallað rausn-
ar- og menningarheimili. Var
þar gestrisni mikil og gott að
koma og voru hjónin samvalin
í því að halda uppi risnu og gleð
skap. Var tónlistin þar í háveg-
um höfð enda lék Kristín sál-
uga forkunnar vel á slaghörpu
en Kristján var afbragðs söng-
maður eins og síðar sonur háns
og alnafni.
Kristján var ágætur læknir
en svo mikill höfðingi í lund, að
aldrei mun hann hafa sent reikn
ing fyrir læknisstörf sín og ó-
sjaldan mun hann hafa greitt
sjálfur lyf þau, sem fátækir
sjúklingar hans þurftu að nota.
Var hann því lítt efnum búinn
og við það bættist að þau hjón
urðu fyrir miklu eignatjóni af
völdum bruna.
Kristján sálugi andaðist eftir
allmikla vanheilsu í nóvember
1927.
Nokkru eftir andlát Kristjáns
sál. manns síns, fluttist Kristín
til móður sinnar, sem þá var orð
in ekkja. Árið 1929 fluttist hún
t
Eiiginmaður minn,
Kristinn Magnús
Halldórsson,
Hverfisgötu 67,
verður jarðsungnnn frá Foss-
vogskirkju kl. 10.30, föstud.
22. þ. m. Þeim, sem vildu
minnast hans, er benit á líkn-
arsitofnanir.
Kristín Sigurðardóttir.
Þorsteinn Erlendsson,
Árbakka, Landssvelt,
verður jarðsettur frá Ska,rðs-
kirkju laugardaginn 23. sept.
n.k. kl. 2 e.h.
Affstandendur.
t Þökkum innilega samúð • og vináttu við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR
Meðalholti 13.
Einnig þökkum við starfsliði Landsspítalans fyrir
alúð og umhyggju.
Sigríður Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir,
Sólveig Guðmundsdóttir, Valdimar Kristjánsson,
Óskar Guðmundsson, Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir,
Jón Rafn Guðmundsson, Kristín Jóhannsdóttir,
Ólafur Guðmundsson, Erna Arngrímsdóttir,
Kristrún Guðmundsdóttir, Engilbert Sigurðsson,
og barnabörn.
til Reykjavíkur með Þórarni
syni sínum og er hann kivæntist
stofnaði hún heimili hér með
Þórunni systur sinni
Árið 1946 varð Þórarinn son-
ur he|mar fyrir þeirri miklu
sorg, að missa konu sína, Öldu
Möller leikkonu, frá þremur
ungum börnum þeirra hjóna. Má
þá segja að nýr þáttur hæfist í
aavi Kristínar sálugu, sem þá tók
að sér með aðstoð Þórunnar
systur sinnar að veita heimili
hans forstöðu. Hafa þau mæðgin
síðan búið saman þar til að
Kristín varð, sökum veikinda,
að fara á hjúkrunarheimili fyrir
rúmu hálfu öðru ári
Bernskuminningar mínar frá
Seyðisfirði standa mér auðvitað
fyrir hugskotssjónium í miklum
ljóma. Var þar alveg sérstakt
ágætisfólk, sem bar mig á hönd-
um sér og vildi mér allt hið
bezta. Einna hæst ber á ljúfum
minningum í sambandi við
Neðribúðarfjölskylduna (for-
eldra Kristínar), og læknisfjöl-
skylduna. Var ég þar heima-
gangur o.g naut hins elskulegasta
atlætis.
Ég flyt sonum Kristínar sál-
ugu, tengdadætrum, Þórunni
systur hennar, afkomendum
hennar og öðru vandafólki inni-
legustu samúðarkveðjur og veit
það að á minningu hennar fell
ur enginn skuggi, því að allt
hennar líf var fórn fyrir aðra.
Blessuð sé minning hennar.
Lárus Jóhannesson.
Helga Björnsdóttir
Ijósmóðir
Fædd 3. okt. 1892
Dáin 13. sept. 1967
HELGA Björnsdóttir ljósmóðir,
Hjarðarhaga 36 í Reykjavík,
andaðist í Landakotsspítala 13.
þ.m. Hún varð fyrir bifreið 20.
júní sl. og lá meðvitundarlaus
eftir það.
Helga Björnsdóttir var fædd
3. okt. 1892 að Fjarðarhorni í
Gufudalssveit í Barðastrandar-
sýslu. Foreldrar hennar voru
Björn Arnfinnsson bóndi og
kona hans, Guðrún Guðmunds-
dóttir. Stóðu að þeim báðum
merkar ættir og traustar. Var
Björn faðir Helgu náfrændi
Björns Jónssonar ritstjóra og
ráðherra og bar natn hans.
Helga fluttist ung með for-
eldrum sínum að Eyri í Gufu-
dalssveit og ólst þar upp hjá
þeim. Hún var elzt fimm barna
þeirra, en af þeim eru nú á lífi
Ingibjörg húsfreyja á ísafirði og
Arnfinnur búsettur á Akranesi.
Helga lærði ljósmóðurfræði í
Reykjavík. Hún var um hríð
skipuð ljósmóðir á Hvalfjarðar-
strönd og stundaði síðan lengi
ljósmóðurstörf á ísafirði og í
Reykjavík.
Helga giftist 6. maí 1921 eftir-
lifandi manni sínum. Ólafi kaup-
manni og síðar framkvæmda-
stjóra, Pálssyni prófasts í Vatns-
firði Ólafssonar dómkirkjuprests
í Reykjavík, en móðir Ólafs var
Arndís Pétursdóttir Eggerz.
Þau Helga og Ólafur bjuggu á
ísafirði til ársins 1942 að þau
fluttu til Reykjavíkur. Rak Ól-
afur verzlun á ísafirði, en gerðist
síðar framkvæmdastjóri Djúp-
bátsins.
Þau Helga og Ólafur eignuðust
3 börn, tvo syni, sem báðir dóu
í æsku, og Ásthildi hárgreiðslu-
konu, sem alla tíð hefur búið
með foreldrum sínum. Er Helga
giftist Ólafi átti harin 7 ung börn
af fyrra hjónabandi, sem ólust
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vinarhug við and-
lát og jarðarför,
Adelu Jónsson,
Hjarðarhaga 23.
Jón Jónsson,
Birgir Jónsson,
fda Jónsdóttir,
Halldór Guðjónsson,
Dagný Jónsdóttir,
Guðmundur Sigurjónsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og hiuíttekningu við
andlát og útför eiginm.anins
míns, föður okkar, tenigdaföð-
ur og afa,
Kristins Jóakimssonar
frá Siglufirði.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurbjörg Sigmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barna-
börn.
Minning
upp hjá þeim. Stjórnaði Helga
þessu fjölmenna rausnarheknili
með mikilli prýði og röggsemi.
Var þar ærið gestkvæmt, þpí
margir þurftu til þeirra bjóna að
leita, ekki sizt eftir að Ólafur
tók við framkvæmdastjórn Djúp
bátsins. Sýnir það m.a. hvílík
atorkukona Helga var, að jafn-
framt heimilisstörfunum stund-
aði hún ljósmóðurstörf, en þau
voru henni alla tíð mjög hug-
leikin.
Helga Björnsdóttir bar þess
glögg merki að hún var kynbor-
in í báðar ættir. Hún var fríð
■kona og prúð í framgöngu og
hafði mikla hæfileika til að um-
gangast fólk eins og bezt varð á
kosið. Hún var gáfuð kona, mikil
alvörukona en jafnframt glað-
vær og hlý í viðmóti, og hjálp-
söm svo að af bar. Kom það
hvað gleggst fram í störfum
hennar sem Ijósmóður.
Innilegar þakkir til ykkar
allra, sem gáfuð mér gjafir,
senduð mér skeyti og kveðjur
og heimsóttuð mig á sjötugs-
afmæli mínu 26. júlí sl. Guð
blessi ylokur öll. Lifið heil.
Kristján Andrésson
frá Djúpadal.
Þeim vinum mínum in.nan
félagisins Fáks, Guðmundi
Gíslasyni for.gtjóra, Ernanuel
Mortihens forstjóra, Ásgeiri
Magnússyni heildsala og
Kris'tini Vigfússyni sfcerping-
arm'eistar'a, þakka ég ininilega
mér baldið hóf á Hótel Sögu,
ásamt gjöf.
Guð blessi ykkur og ís-
lenztoa hes'tinin.
Jón Grímsson,
Laugarneisiveg 118.