Morgunblaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 13
MORGTJNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKT. 1967
13
því er óhætt að slá föstu, að
slíkir styrkir myndu verða til
mikillar hjálpar rithöfundum,
verði úthlutun þeirra falin víð-
sýnum og óvilhöllum aðilum.
V.
Rithöfundar sem stétt
í hinni athyglisverðu grein hr.
Erlends Jónssonar, sem áður er
að vikið, er nokkuð rætt um
stöðu rithöfunda í þjóðfélaginu.
Bent er réttilega á, að þeir séu
ekki viðurkenndir sem starfs-
stétt í venjulegum skilningi,' og
er þá að sjálfsögðu átt við ísl.
rithöfunda. Þeir geta ekki fengið
„bréf upp á“ neitt, sem skapi
þeim réttindaaðstöðu, af því að
þeir hafi ekki próf f sinni grein.
Þeita er að sjálfsögðu afleitt í
þjóðfélagi, þar sem það virðist
vera orðin tízka að hver „prófi“
annan í það óendanlega. Það
byrjar þegar á unglingsárunum
með „landsprófs“-óþokkaskapn-
um og svo er staglað árum sam-
an, þangað til markinu er náð
— réttindum til embættis. Skipt-
ir þá minna máli, þó að flest
annað fari forgörðum, og það
sem átti að verða grundvöllur
menntunar verði andlaust og
gagnslaust, eins og því miður allt
of mörg dæmi sanna.
Hinsvegar hefur oft gætt öfga
í gagnstæða átt hjá ýmsum rit-
höfundum, ains og greinafhöf.
líka bendir réttilega á. „Brjóst-
vitið“ og það, að „stúdera lífið“,
er auðvitað heldur ekki einhlítt,
enda munu flestir, sem í alvöru
gefa sig að ritstörfum, skjótt
komast að raun um það, Engum
er meiri þörf á alhliða og sannri
menntun, en þeim manni, sem
knúður er af innri þröf til þess
að vinna skapandi bókmennta-
störf, enda munu flestir ísL sem
erl. rithöfundar hafa lagt áherzlu
á að afla sér hinnar bezt-u mennt-
unnar sem völ er á, þótt margir
þeirra hafi ekki átt þess kost
að stunda háskólanám i skyldum
greinum. Sumir þeirra hafa lagt
leið sína út fyrir landsteinana
til að víkka sjóndeildarhring
sinn og kynnast bókmenntum
umheimsins, hlýða á fyrirlestra
mestu andans manna samtíðar-
innar og umgangast stéttar-
bræður sína méðal annarra
þjóða. Flestir ísl. rithöfundar
hafa látið sér það nægja, og
satt að segja veit ég ekki, hvort
þeir hafa farið svo mikils á mis,
nema ef vera skyldi, að þeir
verða að sætta sig við að vera
einskonar undirstétt samkvæmt
hinu geníala launakerfi íslenzka
ríkisins á ofanverðri tuttugustu
öld, ef, eins og nærri því er
óhjákvæ-milegt, þeir þurfa, af-
komu sinnar vegna, að taka fast
starf tii að geta framfleytt sér og
sinum.
Erlendur Jónsson segir orðrétt:
„Próf og réttindi er-u eins og
lyklar. Sá sem engan hefur lyk-
ilinn, hann má standa úti. Hon-
um gagnar ekki að segjast kunna
þetta eða hitt ...... Þessvegna
verður rithöfundur að marg-
sanna hæfileika sína í verki áð-
ur en samfélagið tekur að launa
honum erfiðið. Það þætti að
gjalda seint, ef um borgaralegt
starf væri að ræða“.
Þetta er auðvitað laukrétt svo
langt sem það nær, enda þótt
„lyklar“ þessir sanni nú ekki
ævinlega hæfileika. En sleppum
því. En hver er sá dómstóll, sem
getur fellt endanlega dóm i þess-
um efnum? Hér held ég að próf-
borð sé lítils nýtt. í ra-un er það
ekkert annað en tí-minn einn sem
sker úr því, hvað verða lifandi
bókmenntir.
En kannski er þetta einfald-
ara en í fl-jótu bragði virðist ef
málið er athugað nánar og með
sanngirnL
Ætli það sé e'kki nægilegt til
að vega upp á móti ein'hverju
prófi að 'hafa varið ævinni til að
vinna að ritstörfum, jafnvel þó
að einatt hafizt ekki öllu meira
upp úr því en ánægjan af starf-
inu og þakklæti lesenda úr öll-
um stéttum? Skyldi slíkt starf
ekki vera fullkomlega sambæri-
legt við prófeinkunnir þær, sem
nú eru lykill að starfsstéttum?
Ætli sannleikurinn sé ekki sá,
að rithöfundarnir hafi helgað
sér sama rétt og aðrar stéttir,
þegar allt kemur til alls? Það
breytir engu um aðalatriði þessa
máls, þó að vegna fámennis þjóð-
arinnar séu þeir aðeins örfáir
sem lifa af ritstörfum. Eða
stunda kannski allir 1-ögfræðing-
ar lögfræðistörf, guðfræðingar
prestskap, kennarar kennslu? og
svona mætti lengi spyrja.
Hin nýju listam-annlaunalög
hefðu getað orðið ómetanleg
kjarabót fyrir rithöfunda, ef
helmingaskiptin milli flokkanna
hefðu verið byggð á vitrænum
grundvelli. En því miður er ekki
þvi að heilsa eins og nú er.
í Danmörku er tilhög-un á
styrkjum til rithöfunda hagað á
annan hátt. Þeir höfundar, sem
fá „faste, árlige ydelser“ eru all-
flestir í einum launaflokki.
Kunnugum dylzt ekki að höfund-
ar þeir, sem fylla þennan flokk,
eru mjög ólíkir og sjálfsagt ekki
jafnmiklir snillingar. En þeir
hafa unnið árum saman í þágu
bókmentanna og almennings og
það er talið nóg. Nefnd sú, sem
stendur fyrir vali manna á fjár-
lög, virðist ekki telja það í sín-
um verkahring að meta þá og
mæla hvern við annan til að
geía þeim eink-unnir. Viðurkenn-
ing hins opinbera felzt í því einu
a-ð taka þá á fjárlög. Það gef-ur
a-uga leið, að ýmsum rithöfund-
um getur verið hafhað óréttlát-
lega í byrjun og um það geta
orðið deilur. Hér á landi er þetta
öðruvísi. Einkunnagjöfin skal
standa hverju fj-arstæð sem hún
er, og þó að öllum sé augljóst
að röksemdir fyrir henni skortir
algerlega. Fleiri en ég eru á því,
að „examensæði" það, sem virð-
ist hafa gripið íslendinga heljar-
tökum á svo að segja ölium svið-
um, minni meira á geðveiki en
flest annað.
En hverfum aftur að lista-
mannalaunalögunum.
Skip-ting 1-aunanna í 2 flokka
hefði verið skynsamleg, ef hún
hefði hvílt -á heilbrigð-um grund-
velli. Þá væri lausi flokkurinn
einskonar áfangi, þar hefðu höf-
undar getað fengið umtoun fyrir
einstök verk, þótt þá skorti skil-
yrði til að koma í fasta flokk-
inn. Bezt hefði verið að hafa 3
flokka. Öllum á að vera ljóst
fyrirfram að þessi flokkur er
„laus“. Hann gæti þá komið í
stað ýmissa þeirra sjóðs'tyrkj-a.
sem rithöfundar í nágrannalönd-
unum njóta góðs af, en slíkum
sjóðum er vart til að dreifa hér.
Enn eitt mætti minnast á í
þessu sambandi. Ungir rithöfund-
ar, sem fýsir að kynna sér bó-k-
menntir erlendis, eiga ekki að-
gang að námsstyrkj um, hafi þeir
ekki tilskilin próf. Nú er það
kunnara en frá þurfi að segja,
að ýmsir þeirra hafa ýrnissa
hlutá vegna ekki stundað skóla-
nám undir próf. H-ér skal ekki
um það dæmt, hversu hyggilegt
slíkt er, heldur aðeins bent á
staðreyndina. Væri það nokkur
fjarstæða að láta unga rithöf-
unda fá námsstyrki (starfsstyrk-
ir geta auðvitað ekki verið
bundnir við neitt aldurstak-
mark) til dvalar erlendis svo
sem eitt ár til að kynna sér
bókmenntir umheimsins? Málar-
ar m-un-u fá slíka nám-sstyrki. —
Ég minni á þetta svona til at-
hugunar.
VL
Niðurlagsorð
Hér skal nú staðar numið.
Margt fleira mætti taka til at-
hugunar sem málefni rith-öfunda
varðar. T.d. hefur ek-ki verið
minnst á hinn nýja viða-uka við
bókasafnslögin, sem samþykkt-
ur var á síðasta þingi og sjóðinn,
sem stofna á í sambandi við þau.
En ég er hræddur um að lítil
hrifning verði yfir þess-u fram-
ta-ki m'eðal rithöfunda fyrr en
búið er að koma listamanna-
laununum á sanngjarnan grund-
völl, því að þetta hvorttveggja
er, ef svo mætti að orði komast,
undir einum hatti. Eins og sýnt
hefur verið fram á h-ér að ofan,
getur núverandi löggjöf um lista
mannala-un staðizt ef fylgt er
rökréttri stefnu um skiptinguna
í flokkana. En það er líka óhjá-
kvæmilegt, því að fyrr verðui
enginn friður um þessi m-ál.
Ennfremur væri astæða til að
ræða lítið eitt um Bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs, en
það verður að bíða betri tíma.
Fulltrúar okkar í verðlauna-
nefndinni, þeir Steingrímur J.
Þorsteinsson prófessor og‘ Helgi
Sæmimdsson ritstjóri hafa gætt
hagsmuna íslands óaðfinnanlega,
eins og reglum fyrir verðlauna-
veitingunni er hagað. Helgi
Sæmundss'on er þaulkunnugur
bókmenntum frændþjóðanna,
ekki sízt nútímarithöfundunum,
og veit þvi mætavel hvað komið
getur til greina á þessum vett-
vangi.
En á aðild okkar að þessum
verðlanum er sá ljóður, að
fresturinn er allt of skammur,
tæp 2 ár. Svipað er ástatt um
Finna, enda þótt meira af bók-
menntum þeirra komi skjótt í
sænskum þýðingum. Eins og
hver maður sér, er nærri því
óframkvæmanlegt að þýða og
koma á framfæri svo nýjum
bókum, sízt stórum skáldsögum,
þó að sök sér væri með litlar
Ijóðabækur, ef góður þýðandi
fæst.
Skrifstofustúlka
Byggingafyrirtæki óskar að ráða stúlku y2 daginn
til launareiknings og annarra starfa.
Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri
störf leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 9. þ.m.
merktar: „Skrifstofustúlka — 5949“.
Nauðimgaruppboð
Að kröfu Bæjarsjóðs Hafnarfjarðar, Gjaldheimt-
unnar í Reykjavík og ýmissa lögmanna verða eftir-
taldar bifreiðar seldar á opinberu uppboði við Bíla-
verkstæði Hafnarfjarðar við Reykjavikurvég, mið-
vikudaginn Ll. október næstkomandi kl. 14: G-860,
G-1575, G-1829, G-3396, G-4003, G-4028, G-4077.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 2. októbei 1967.
Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr.
Eftirlitsmaður
með byggingaframkvæmdum óskast til starfa í
Straumsvík. Reynsla við byggingaframkvæmdir
og enskukunnátta nauðsynleg. Skriflegar umsóknir
sendist til íslenzka Álfélagsins h.f., Pósthólf 244,
Hafnarfirði, fyrir 10. okt. n.k.
íslenzka Álfélagið h.f.
Ekki skal því neitað hér, að
þessi bókmenntaverðlaun geta
haft örvandi áhrif á íslenzka
rithöfunda. En vitað er, og, að
sá uggur hefur gert vart við sig,
að þessi stutti frestur verði höf-
undum freisting til að skrifa
í „paník“ með hliðsjón af verð-
la-unum þessum, og að til séu svo
húmorlausir höfundar, að þeir
telji sig útvalda til að hljóta
þau, með þeim eðlilega árangri
að bókum þeirra fari stöðugt
hrakandi. Ekkert skal ég um
þetta segja, en spá mín er sú, að
einn hinna kyrrlátu í landinu
m-uni fyrstur ísl. höfunda hljóta
verðlaun þessi.
En hvað sem þessu líður er
brýn nauðsyn að endurskoða
reglur ráðsins. Þeir eru fáir
meðal norrænna bókmennta-
manna, sem s-kilja svo vel ís-
lenzku að komiz-t verði hjá þýð-
ing-um.
Ýmsum kann nú ef til vill að
virðast svo sem í pistluni þessum
sé of mörgu blahdað saman.
Bókaauglýsingar og dagblaða-
gagnrýni eiga lítið sameiginlegt
með málefnalegum umræðum
um listamannalaunin. Það skal
fúslega játað að í því virðist lítið
samhengi á yfirborðinu, en þeg-
ar nánar er að gáð verður ljós-t,
að hér er um visst samstarf að
ræða. En hvað sem því líður
mega stefnur í bókmenntum og
listum aldrei ráffa úrslitum um
það, hvernig stuðningi hins opin-
bera viff rithöfunda er hagaff og
alla sízt að listamönnum sé mis-
munað á þeim grundvelli. Al-
menningur væntir þess áreiðan-
lega, að þeir aðilar, sem falin er
forsjá þessara mála, standi eins
og „foldgnátt fjatl“ í umróti
þeirra stefna, sem keppa um
völdin á vettvangi andlegrar
menningar og láti trumbuslátt
dagsins eins og vind um eyrun
þjóta.
Jón Björnsson.
ÁRA ÁBYRGÐ
EGGERT KRISTJANISSON & CO HF.
HAFNARSTRÆTi 5. -. SÍMI .11400
S.Í.B.S. - S.Í.B.S.
Út hafa verið dregnir vinningar í merkj ahapp-
happdrætti Berklavárnadagsins. Vinningar eru 10
Blaupunkt Prinz ferðasjónvarpstæki. Þessi númer
hlutu vinning:
5594, 9240, 12200, 13418, 16431,
22010, 25459, 37086, 33987, 34586
Eigendur vinningsnúmeranna framvísi þeim í
skrifstofu vorri að Bræðraborgarstíg 9, Reykjavík.
Samband ísl. berklasjuklinga.
KJÖTBÚD SUÐURVERS TILKYNNIR
Tökum að okkur fermingarveizlur, kalt t>orð smurt brauð coctailsnittur og brauðtertur.
KJOTBUÐ SUÐURVERS
á horni Stigahlíðar og Hamrahlíðar.
Sími 35645. — Pantið tímanlega.