Morgunblaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKT. 19-67 19 Luis Carreru Blanco, flotaforingi, sem Franco forseti Spánar, hef- ur skipað varaforseta. Blanco er 64 ára. Frá flóðunum í Suður-Tex- as í fyrri viku. Tólf manna fjölskylda í Ilarlingen flýr heimili sitt á smábáti og leitar hælis þar sem hálendara er. Flnð þessi hafa valdið óskap- legu tjóni í Texas og norður- héruðum Mexikó. Lofímynd af H.M.S. „Resol- ution“, fyrsta Polariskafbáti Breta, sem afhentur var flota Bretadrottningar mánudag- inn 2. október. Kafbáturinn er smíðaður í Vickers-skipasmíðastöðvun- um, 122 metra langur og 9.15 metra breiður, búinn 16 Pol- aris-eldflaugum af gerðinni A-3 með kjarnaoddum gerð- um í Bretlandi, svo hittnum að hæfa mark í allt að 2.500 sj mílna fjarlægð. Tvær áhafnir skiptast á um að manna skipið og telur hvor 13 sjóliðsforingja og 125 óbreytta sjóliða, og eru á „Resolution" í tvo mánuði í senn. Myndin er tekiu fyrir nokkrum dögum, er kafbát- urinn kom úr fyrstu reynslu- ferð sinni út á Atlantshaf og hlaut þá umsögn stjórnanda síns, M. C. Henreys skipherra. að hann væri hið elskuleg- asta skip í sjó og léti mjög vel að stjórn. Fyrir skömmu var frum- sýnd í Parísaróperunni nýj- asta kvikmynd þeirra hjóna Richard Burton og Elizabeth Taylor, „The Taming of the Shrew“, sem gerð er eftir samnefndu leikriti Shake- speares. Ekki gekk greiðlega að leiða gestina til sætis, því mannmargt var úti fyrir dyr- um óperuhússins og vopnað lögreglulið til verndar frúnni og höfuðdjásni því er hún bar við þetta tækifæri og metið er til 1,2 milljóna dala banda- riskra eða sem næst 44 millj- ónum íslenzkra króna. Páll páfi setur biskupa- heiminum. Páfi setti þingið þingið í Péturskirkjunni í með ræðu og varaði þar m.a. Róm á föstudag sl. Þingið við þeirri hættu sem kristn- sækja biskupar kaþóiskrar inni stafaði aí „hugsunar- kirkju hvaðanæva að úr hætti nútímamanna“. Unnið að undirbiiningi há- tiðahaldanna sem fram munu fara i Moskvuborg á næstunni vegna hálfrar aldar afmælis októberbyltingarinnar. Verið er að koma fyrir Ijósaperum á brú einni nálægt Rauða torginu. I baksýn er Sankti Ba«ilsd''mkirkjan. sem stend- ur við enda torgsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.