Morgunblaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKT. 1967 Eftir Anatoly A. Blagonravov (Skrifað samkvœmt ósk Assoeiated Press) (Sovétríkin hófu geim- öldina hinn 4. dag októ- bermánaðar 1957. Hér skýrir forstjóri geim- ferðastofnunar Sovét- ríkjanna, Anatoly A. Blagonravoy, frá fyrsta áratugnum og bendir á viðfangsefni framtíðar- innar). í þessum mánuði lýkur fyrsta áratug geimaldar, er Geimöldin er ekkert tilfall- andi fyrirbæri í þróun nátt- úruvísindanna. Hún er eðli- legt og óumflýjanlegt stig í þróunarsögu mannkynsins. I>að hefur verið áætlað, að nú á dögum tvöfaldist magn vísindalegrar þekkingar mannkynsins á sem næst tíu tíu árum. Þessi hagfræðilega staðreynd sýnir eina hlið á lögmáli nútímaþróunar mann- kynsins, sem verður með sí- auknum hraða, eftir því sem tíminn líður. En þetta stjórn- ar aftur og segir fyrir um framfarir vísinda og tækni- fræði, og þessi hraði er líka nauðsynlegur til þess að upp- fylla kröfur nútímaþróunar þjóðfélagsins. En frekari framförum á sviði vísinda og tækni verður Sputnik-1, fyrsti gervihnötturinn, sem skotið var á braut um- hverfis jörðu, var lítill á nútíma mælikvarða, en hann opnaði leiðina. Síðan hefur um 750 hnöttum verið skotið á loft, og eru um 500 þeirra bandarískir. Sputnik-1 vó 90 kíló, og sést hér likan af honum, sem sýnt er á heimssýningunni í Montreal. hófst með sendingu fyrsta rússneska gervihnattarins — en það var upphafskafli í sögu kerfisbundinna og stöð- ugra rannsókna á geimnum. Þegar Sputning var sendur á loft, opnaðist einnig leiðin til rannsókna, ekki einasta á geimnum, sem næstur er jörðu heldur o>g til rannsókna á geimnum milli reikistjarn- anna, tunglsins og stjarnanna í sóLkerfinu. Eftir tíu ár getur það verið mögulegt að taka saman ár- angurinn af raunlhæfum vís- indalegum og tæknilegum af- rekum á sviði geimferða og reyna að meta mikilvægi þeirra fyrir mannkynið, út frá upphafi sóknar mannsins út í geiminn, og þeirra áhrifa, sem hún getur haft á menningu jarðarbúa. ekki fullnægt framar með þeim fróðleik, sem hægt er að afla sér á jörðinni einni. Hún heimtar síaukna út- þenslu þess svæðis, sem fróð leikurinn er fenginn frá — síaukna vitneskju utan úr geimnum. Það er því engin furða þótt jörðin sé orðin ofþröngt svið fyrir auknar framfarir í nátt- úruvísindunum, og geignurinn sé orðinn æ mikilvægara starfssvið nútíma vísinda. Hinn 12.. apríl 1961, hálfu fjórða ári eftir að fyrsti gervi- hnötturinn fór á loft, flutti fyrsta sovézka geimfarið, Vostok, mann út í geiminn. Farinu stýrði geiimfarinn Yuri Gagarin. Eftir að hafa farið hringinn kring um jörð- ina, lenti farið á fyrirfram ákveðnum stað, eftir 108 mín- Mynd þessi var tekin á alþjóða-flugmálasýningunni í París í maí sl. Sýnir hún líkan af Vostok- geimskipi í trjónu eldflaugar á skotpalli. Það var samskonar farartæki, sem flutti Yuri Gagarin út í geiminn fyrstan manna 12. april 1961. útna fluig. Þetta flug sannaði það fyrst, að það gat verið fræðilega mögulegt að láta m-enn fljúga um geiminn. ■Það, sem gerir slíkt flug fyrst og fremst nauðsynlegt er eðli þeirra viðfangsefna, sem tengd eru geimrannsó.knum. Sannleikurinn er sem sé sá, að nútíma sjálfvirk tæki, hversu fullkomin sem þau eru, vantar enn mikið til að geta annazt — einkum skap- andi starfsemi, sem maðurinn einn ræður við. Við frekari rannsóknir him- ingeimsins munum við æ oft- ar rekast á óþekkt fyrirbæri, sem óhugsandi er að gera sér grein fyrir að óreyndu máli. Og ef til vill er þetta ein- mitt mikilvægasti þátturinn í geimrannsóknum. Það er ef fram kctma ný og ófyrirséð vandamál, sem síðan eru leyst, og gera möguleg þau framfaraskref, sem auka þekkingu okkar á náttúru- lögmálunum. Jafnvel „gáfaðasta“ sjálf- virkt tæki getur ekki fundið út það sem manninum er óþekkt í grundvallaratriðum, því að tæki, sem þetta getur ekki starfað nema samkvæmt fyrirskipunum frá mannin- um, eða þegar bezt lætur betrumhætt þessar fyrirskiþ- anir um leið og það fram- kvæmir þær. Það er maðurinn einn, sem getur að nokkru gagni rannsakað hið óþekkta, gert réttar ákvarðanir við ófyrirséð skilyrði og notað til fulls þau tækifæri, sem eru að opnast til rannsókna á heiminum kring um okk.ur. Það er þessvegna, sem geimíerðir mannsins eru ann- að og meira en tilraunir á sviði vísinda og tækni. Þessi flug eru orðin ómissandi nauðsyn til frekari rýmkunar á náttúruþekkingu okkar, þróun nútíma náttúruvísinda og — síðar meir — aukinna framfara mannkynsins. För mannsins út í geiminn þýðir byrjun hins nýja, kosmiska stigs tilveru jarð- neskrar menningar, og upphaf starfsemi mannsins úti í geimnum. Allan tíma þeirrar sögu, sem nú er umliðin, voru mannlegar verur íbúar jarðar innar. Mannlegur líkami skapaðist í jarðnesku um- hverfi og öll ferðalög manna voru bundin takmörkum jarðarhnattarins. Að vísu beindust á fyrri tímum vísindarannsóknir manna ekki einvörðungu að reikistjörnu vorri, heldur og þeim fyrirbærum er utan hennar gerðust. Rannsakaðar voru bæði jarðneskar og kosmiskar hrærin.gar: gang- ur reikistjarnanna, áhrif tungls á sjávarföll, áhrif sólar innar á hreyfingu lofts og út- Framhald á bls. 30 Anatoly A. Blagonravov, forseti geimrannsóknarnefndar sov- ézku vísindaakademíunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.