Morgunblaðið - 04.10.1967, Blaðsíða 12
I 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKT. 1967
Listamannalaun
Síðari hluti
/ m.
Listamannalaunin
Hr. Erlendur Jónsson skrifar
athyglisverða grein í Morgun-
blaðið þ. 13. Sept. sl. sem hann
nefnir „Um innblástur og fleira“.
í greininni er m.a. drepið á að-
stöðu rithöfundanna í þj'óðfélag-
inu og réttilega bent á þá ann-
marka, sem eru og hafa verið
á úthlutun listamannalauna.
Telur hann, að aðalmeinið sé i
því fólgið, að rithöfundar séu
ekki stétt meðal annarra sitétta
þjóðfélagsins. Þetta er auðvitað
hárrétt, þó að nokkuð hafi það
lagazt eftir að rithöfundafélögin
tvö hófu með sér náið samstarf
í Sambandi ísl. rithöfunda. Að
vísu hafa þeir ekki í rúma tvo
áratugi skipt sér af úthlutun
listamannalaunanna, enda hefur
reynzlan sýnt, að slík afskipti
eru ekki heppileg. En í stað þess
hafa þeir talið víst — og enginn
skyldi lá þeim það — að það
væri einmitt hlutverk Alþingis,
sem veitir listamannalaunin, að -
haga úthiutun þeirra á þann
hátt, sem aðrar stéttir haga
launakjöruim sínum, þ.e.a.s. sem
jöfnustum, og sé um launamis-
mun að ræða, verði hann miðað-
ur við starfsaldur, og tekið sé
íum leið tillit til þess að um
starfandi listamenn sé að ræða,
þannig að ritstörfin séu megin-
þátturinn í starfi þeirra. Sérstök
heiðurslaun og eftirlaun eru allt
annars eðlis. Allt annað er mjög
óviðfeldin einkunnagjöf. Um það
segir hr. Eriendur Jónsson rétti-
lega:
„Óvinsælust hefur úthluiunin
verið fyrir þá sök, að höfundum
hefur verið skipað niður í flokka,
sumir launaðir hærra, aðrir
iægra. Höfundar í lægri flokk-
unum hafa unað meinilla við
slíka flokkun. Þeir hafa talið, að
almenningur kynni að líta á hana
sem einkunnir. Og hver var svo
mikill og réttsýnn, að hann væri
þess umkominn að gefa slíkar
einkunnir?"
Bæta má við, þessum orðum
til áherzlu, að mismununin, sem
'hr. Erlendur Jónsson talar um,
í laxi hérlendis
— ENNÞA liggja ekki fyrir
endanlegar tölur um laxveiðina
í sumar, sagði Þór Guðjónsson
veiðimálastjóri í viðtali við Mbl.
í bær. — Veiðibækurnar hafa ver
ið að berast til okkar að undan-
förnu, og verður sennilega ekki
fullunnið úr þeim gögnum fyrr
en í nóvember. Það liggur hins-
vegar fyrir að laxveiði hefur ver
ið ágæt í sumar, þótt ekki sé
hægt að segja um það á þessu
stigi málsins, hvort þetta sumar
sé með allra beztu laxveiði-
sumrum.
_ Laxveiði í sumar var tiltölu
lega bezt sunnanlands og á Vest-
urlandi. Lökust mun veiðin hins
vegar hafa verið á Norð-Austur-
landi, en þess ber að gæta að
þar er að jafnaði ekki mikil
veiði svo hún kemur ekki til
með að hafa mikil áhrif á heild
arútkomuna.
— 1 Elli’ðaánum var veiðin í
sumar 1362 laxar, á móti 1292 í
fyrrasumar. Aðrar tölur sem við
höfum eru þessar, og skal þá
tekið fram, að þær eru engan
enginn endanlegur: Leirvogsá 413
laxar, — þar veiddust 165 laxar
í fyrra, Laxá í Kjós, þar voru
er og hefur aldrei verið annað en
einkunnagjöf, hvað svo sem
ýmsir aðilar kunna að segja, til
þess að reyna að friða hina
óánægðu. Það sannast bezt á því,
að engar þær grundvallarreglur
er.u sýnilegar, sem ætla mætti
að nefndin hefði farið eftir.
Rithöfundasamtökin á Norð-
urlöndum, sem við erum aðilar
að, geta ekki litið á þessa mis-
munun öðrum augum. Ekki þarf
ríkt ímyndunarafl til að skynja,
að mismununin, eins og hún er
eftir hinum nýju lögum, getur
beinlínis spilllt fyrir íslenzkum
'höfundum á erlendum markaði
og hlýtur raunar að gera það.
Það er mjög leiðinlegt að neyð-
ast til að grípa til orðsins at-
vinnurógur í þessu sambandi, en
hjá því verður ekki komizt, því
að einkunnagjöfin getur aðeins
haft þau ein áhrif. Sá er þetta
ritar, hefur og orðið þess bein-
línis var.
Þetta er miklu hættulegra
fyrir höfundana en útilokunar-
stefna sú, sem steingert skóla-
kerfi hefur tekið upp í lestrar-
'bókum sínum og bókmennta-
sögum. Hún er svo augljós í ein-
stökum atriðum, og xvo barna-
leg, að slíkt er varla til annars
en að hlæja að.
Hið hörmulegasta við allt
þetta er þó það, að sjálft Al-
þingi íslendinga þolir til lengd-
ar slíkan leikaraskap með það
fé, sem það af örlæti sínu veitir
til styrktar rithöfundum í land-
inu.
Svo er að sjá sem ráðamönn-
um hafi orðið þetta ófremdar-
ástand ljóst. Menntamálaráð-
herra brá við og lagði fyrir síð-
asta Alþingi frumvarp til laga
um Listamannalaun. Var það
samþykkt og laununum úthlutað
samikvæmt hinum nýju lögum í
ver eð leið.
Ætla mætti því að öllu athug-
uðu, að vandinn væri nú leyst-
ur, og réttur og sanngirni hefði
leyst órétt og handahóf af hólmi.
Áður en vikið er að nýju lög-
unum er rétt að fara nokkrum
orðum um tilhögun úthlutun-
arinnar áður en þau komu til
sögunnar.
Eftir að Alþingi fól sérstakri
1557 laxar komnir á land 9. sept.,
en á veiðitímabilinu í fyrra
veiddust þar 1149 laxar. Þá var
og ágæt veiði í Norðurá, e'ða yf-
ir 1590 laxar, en þar veiddust
1092 í fyrra. í Laxá í Dölum og
Haukadalsá í Dölum varð veiðin
í sumar ennfremur nokkru betri
en í fyrra, eða 635 í Laxá og um
600 í Haukadalsá. Fréttir sem við
höfum frá Miðfjarðará eru 548
laxar, Víðidalsá 715 laxar, eða
heldur minna en í fyrra en veiði
í Laxá í Ásum mun hinsvegar
vera nær helmingi meiri en í
fyrra. Þá mun veiði í Laxá í
Þingeyjarsýslu verður heldur
meiri en í fyrra, eða um 1200
laxar nú.
— Ekki liggur nákvæmlega
fyrir ennþá hvað stærsti lax sem
veiddist í sumar var þungur. Fá-
ir munu vera stáerri, en sá sem
Kristinn Jónsson forstjóri Akur-
eyrarflugvallar veiddi við Grænu
tanga í Laxá í Þingeyjarsýslu 20.
ágúst. Var það 30 þunda hæng-
ur.
— Töluvert hefur verið talað
um roðsáraveiki þá sem kom upp
í laxi í írlandi, og hefur það
orðið til þess að veiðimenn hafa
verið vel á verði í sumar og ó-
venjulega mikið hefur borizt
hingað af fiskum, sem hafa ver-
nefnd að úthluta listamanna-
styrkj.unum, munu flokkarnir
hafa verið 5 eða 6, en síðustu
árin voru þeir 4. Tveir efstu
flokkarnir (síðustu árin) 50
og 30 þús. kr. munu bæði af
nefndinni og listamönnum sjálf-
um hafa verið álitnir fastir.
Niðurröðunin í flokkana virðist
jafnan hafa verið nokkuð handa-
hófskennd, þó að viss festa sé
sjáanlega upp úr 1961, og eru
allar líkur á að jafnvægi hefði
smárn saman komizt á, þótt eng-
in lög hefðu komið til. En eins
og áð.ur er sagt verkaði flokka-
skipun þessi eins og einkunna-
gjöf, þó að hún hafi í rauninni
aldrei verið svo slæm eins og nú
er, vegna þess hve margir
flokkarnir voru. Og þó að sjálf-
sagt hafi oftar en skyldi gætt
vissra „alikálfasjónarmiða“ í
gerðum nefndanna, var það
ómetanlegur kostur, að þeir rit-
höfundar, sem voru í tveimur
efri flokkunum gátu verið nokk-
urnveginn öruggir um að þeim
yrði ekki kastað út. Þeir einir
vita, sem reynt hafa, hve þýð-
ingármikið það er fyrir starfandi
rithöfunda að geta átt víst að fá
listamannalaun árlega, þótt lítil
væru.
En óánægjan í röðum lista-
manna fór vaxandi, menn bentu
á einkunnagjöfina og þótt ekki
viðunandi. Flestir í þeim hópi
munu því hafa fagnað því er
það fréttist, að frumvarpið væri
á leiðinni. Rithöfundasamtökin
fengu það til umsagnar og létu
Bandalagi íslenzkra listamanna
álit í té. Munu rithöfundar hafa
sætt sig við frumvarpið, að því
tilskyldu, að fé yrði veitt til
þess að unnt væri að framkvæma
það á sómasamlegan hátt. Ekki
var tillögum þeirra sinnt og
verður því að telja, að samtök
rithöfunda hafi í raun hafnað
frumvarpinu eins og það lá fyr-
ir. En allt kom fyrir ekki.
Skal nú farið nokkrum orðum
um hin nýju lög.
Lögin eru í 4 greinum og taka
til allra annarra listamanna en
þeirra, sem Alþingi hefur veitt
heiðurslaun. Skipta skal lista-
mönnum í 2 launaflokka og sé
efri flokkurinn helmingi hærri
sumar
i'ð eitthvað sárir eða sjúkir. Ekki
hefur samt neitt komið fram sem
bent geti til þess að roðsára-
veikin sé komin í laxinn hérna.
Það kom hingað lax úr Norður-
á, sem var dálítið ljótur útlits.
Ég sendi fiskinn til veiðimála-
stjórans í London, sem gaf þann
úrskurð að fiskurinn væri ekki
roðsáraveikur, heldur væri um
meinlausari bakteríur að ræða.
Þá veiddist í nokkrum ám, eink-
um síðari hluta sumars, fiskur
sem var skaddaður á höfði
Höfðu sfðan sveppir komist í sár
in og litu þau út eins og hvítar
skellur. Virfist þeíta hel’/t koma
fyrir í vatnslitlum ám. Hvað
þetta er liggur ekki fyrir, en
minna má á að sumarið 1951,
sem var að úrkomu til svipað
sumrinu í sumar, veiddust nokkr
ir laxar með svipuð einkenni.
Skrifaði ég þá til útlanda, og
leitaði upplýsinga, en hafði held
ur lítið út úr þeim. Mál þetta
er nú til frekari athugunar hjá
okkur. 1951 virtist þetta ekki
vera hættulegt og fiskurinn jafn
aði sig alveg aftur.
— Þá hafa komið hér inn fisk-
ar í sumar sem hafa verið áber-
andi særðir eftir stökk, og eru
þá blettirnir á kviðnum e'ða hlið
unum. Sveppir setjast síðan í
þessi sár og geta náð undirtök-
unum og drepið fiskinn.
en sá neðri. Síðan skal fara
fram leynileg atkvæðagreiðsla
um skiptingu í flokkana. Ætla
má, að launin í efri flokknum
eigi að vera föst, árleg laun. En
auðséð er nú þegar, að neðri
flokkurinn á ekki að vera fast-
ur. Geta þeir, sem þar eru, því
búizt við að verða af laununum
hvenær sem meirihluta nefndar-
innar þóknazt. Auk þessara
meginatriða eru reglur um til-
högun úthlutunarinnar. Nefndin
skal kosin til 4 ára af samein-
uðu þingi, en auk þess skulu
aðildarfélög Bandalags ísl. lista-
manna eiga rétt á að tilnefna
hvert um sig 2 fulltrúa til ráðu-
neytis við nefndina.
Allt virðist þetta varla harla
gott eftir orðanna hljóðan, en
þegar til framkvæmdanna kem-
ur, verður annað uppi á teningn-
um.
Heyrzt hafði, að einn megin-
tilgangur laganna væri að koma
í veg fyrir hina hvimleiðu eink-
unnagjöf, sem tíðkazt hafði. En
hafi svo verið, sannast átakan-
lega á höfundum fr.umvarpsins,
það sem séra Hallgrímur segir:
„Þetta, sem helzt nú varast vann,
varð þó að koma yfir hann“.
Eins og áður er sagt var eink-
unnagjöf 4-flokka kerfisins svo
tilviljanakennd, að naumast var
hægt að taka hana alvarlega.
Öðru máli er að gegna um hina
nýj.u tilhögun. Einkunnagjöf sú,
sem menn vildu forðast, er marg-
falt meira vansæmandi n-ú.
Helmingsmunurinn á laununum
gerir algerlega út um það.
Raunar mættu ýmsir „laun-
þeganna" öfunda höfunda lag-
anna af þessari geníölu uppfinn-
ingu. Það er nefnilega ólíkt
munntamara að geta sagt að
Pétur sé helmingi betra skáld en
Páll, heldur en eins og áður var,
að leggja á minnið mismuninn
í krónum milli 4 flokka! —
Skylt er þó að geta þess, að á
æðstu stöðum hafa menn ekki
verið fúsir á að viðurkenna þessa
gamansömu túlkun á flokka-
skiptingu úthlutunarnefndar —
þyikir hún ekki sanngjörn, og er
það að vonum. En þá er spurn-
ingin: Hver er þá tilgangurinn
með þessum gífurlega mun?
Ekki er sjáanlegt að úthlutun-
arnefnd hafi fylgt nokkurri
„línu“ til grundvallar einkunna-
gjöf sinni. Heldur ekki hefur hún
lýst yfir að skiptingin sé sam-
kvæmt „listrænu" mati meiri-
hluta hennar, enda er vafasamt
hvort sú leið hefði verið fær.
Ég endurtek orð Erlends Jóns-
sonar: „Og hver var svo mikill
og svo réttsýnn, að hann væri
þess umkominn að gefa slíkar
einkunnir?"
Svarið höfum við þegar feng-
ið. Meiri'hluti úthlutunarnefnd-
ar listamannalauna á því herrans
ári 1967 taldi sig þess umkom-
inn, eins og hann hef-ur sýnt í
verki.
Við fækkun úthlutunarflokk-
anna hafa orðið nokkrar hækk-
anir á laununum. Þannig hefur
50 þús. kr. flokkurinn frá í fyrra
hækkað í 60 þús., og sá flokkur,
sem áður var 20 þús. er nú 30
þús. Aðeins þeir, sem hlutu 30
þús. í fyrra, að undanskildum 3
rithöf. sem hækkaðir voru í 60
þús., hafa setið við sama og áð-
ur. Það má því með sanni segja
að þeir hafi fært fórnir fyrir til-
verknað nefndarmeirihlutans.
Er það auðvitað í samræmi við
hákristilegan þahkagang að
færa fórnir, og mættu þeir
raunar una því vel, einknum ef
fórnin væri veitt af f'úsum og
frjálsum vilja, sem annars
verður að teljast nokkurt vafa-
mál. Og fórn þeirra er ennþá
stærri en þetta, sem er í raun
launalækkun, því að þeir verða
nú að sætta sig við að staða,
sem áður var trygg verður ótrygg
í framtíðinni. Getur það verið,
að meirihluti nefndarinnar hafi
ekki athugað þetta?
Fátt hefur frétzt af fundum
nefndarinnar, enda þótt lögin
veittu nefndarmönnum heimild
til að skýra frá tillögum sínum.
Þessa heimild hefur þó hr. Einar
Laxness notfært sér. f frétt um
úthlutunina í Þjóðviljanum er
birt sérálit hans og tlllögur um
3 rithöfunda, sem hann vill færa
upp í efri flokkinn. Einkennileg-
ast við það er, að blaðið fylgir
ekki hinni sjálfsögðu kurteis-
venju að birta nöfnin í stafrófs-
röð oig ljóstrar því þá um leið upp
hver tilgangurinn var. Enginn
þarf að segja mér að Einar Lax-
ness eigi sökina á þessari smekk-
leysu. Aðrir nefndarmenn hafa
'hafa ekki látið í sér heyra. Að
sjálfsögðu 'hafa verið deildar
meiningar innan nefndarinnar,
og ég hef ástæðu til að ætla, að
formaðurinn, hr. Helgi Sæ-
mundsson, hafi haldið fráhi
sjónarmiði, sem ef það hefði orð-
ið ofaná, myndi hafa skapað
grundvöll fyrir heilbrigðri
tilhiögun í úthlutunarmál-
unum í framtíðinni. En
það átti ekki að fara svo. Hver
orsökin er, er ekki vitað. Hvort
það er hin leynilega atkvæða-
greiðsla, sem reynzt hafi ein-
hverjum andleg ofraun, eða
vötnin hafi gruggazt af rykmett-
uðum melavindi, eins og við
segjum í Skaftafellssýslu, skal
ósagt látið. Aðalatriðið er, að
árangurinn hefur valdið von-
brigðum, bæði persónulega að
sjálfsögðu, og það, sem verra er,
veikt trú manna á að þessum
málum verði í náinni framtíð
komið í það horf, sem tryggir
hag rithöfunda bezt.
Hér skal ekki farið út í að
greina nöfn rithöfunda, sem
óverðskuldað hafa verið settir
hjá við þessa úthlutun, enda er
það utan ramma þessa greinar-
korns. Féð var allt of naumt, og
eins og áður er sagt, hefði átt að
fresta framkvæmd laganna
þangað til fjárhagsgrundvöllur
var fyrir hendi.
Og svo er það víst tilgangur-
inn að skipta jafnvel árlega um
menn í neðri flakknum.
En hvernig getur nokkrum
ábyrgum aðila dottið í hug að
hægt sé að bjóða mönnum, sem
hafa helgað mestan hluta ævi
sinnar ritstörfum og kommir eru
á efri ár, upp á þá trakteringu
að verða varpað eins og knetti út
og inn um náðardyr nefndar-
innar annaðhvert ár? Þó að
sleppt sé hinu vansæmandi í
þessu sambandi (æra ísl. rithöf-
unda hefur lengi verið lítils
metin), þá er aðstaða margra
þeirra þannig, að það væri mjög
tvíbentur hagnaður, ef ekki
beint tap að hljóta slikan vafa-
pening.
Nú er það næsta Alþingis að
ráða einhverja bót á þessum
vanda. Það má ekki koma fyrir
að lög, sem sett eru í beztu mein-
ingiu, snúizt þannig í fram-
kvæmdinni að þau verði eitt-
hvert þyngsta áfall sem ísl. rit-
höfundar hafa orðið fyrir síðan
Alþingi hófst handa um að létta
kjör þeirra með fjárstuðningi
fyrir rúmum 70 árum.
IV.
Starfsstyrkir
í athugasemdum við lögin
um listamannalaun segir:
„í viðræðum, sem mennta-
málaráðherra hefur átt við stjórn
Bandaiags íslenzkra listamanna,
hefur komið í ljós, að innan
bandalagsins er sérstakur áhugi
á því að fá lögtekin ákvæði um
sérstakt starfsstyrkjakerfi til
handa listamönnum, samkv. um-
sóknum þeirra".
Skipuð hefur verið nefnd til
þess að athuga möguleika á því
að breyta núverandi listamanna-
launum að nokkru leyti í starfs-
styrki.
Fljótt á litið virðist ekki vera
nema gott eitt um þetta að segja.
Starfsstyrkir er allt annað en
hin föstu listamannalaun, sem
auðvitað er óhjákvæmilegt að
halda við lýði í framtíðinni.
Slíkir styrkir eru miðaðir við að
vinna að ákveðnu verki og eru
þannig ekki óskyldir styrkjum
Hugvísindasjóðs til ritstarfa. Og
er þá að sjálfsögðu ætlunin að
styrkþegi skili verki sínu í hend-
ur fróðleiksfúsum almenningi
áður en heill mannsaldur er
liðinn.
Um fyrirkomulag starfsstyrkj-
anna er ekki hægt að ræða að
svo stöddu, þar sem nefndin
hefur ekki enn skilað áliti. En
Ágætis laxveiði sunnan-
lands og vestan í
ekki hefur orðið vart við roðsáraveiki