Morgunblaðið - 07.10.1967, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKT. 1967
ÍVIAGNÚSAR
SKIPHOLTl2l símar 21190
eftir lokun simi 40381
SIM11-44-44
muam
Hverfisgötu 103.
Síml eftfr IoKub 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
fngólfwtrætt 11.
Hagstaett leigugjald.
Bensín innifaUO í leiffugjaldi.
Sími 14970
BÍLALEIGAM
- VAKUR -
Sundiaugaveg 1& Síml 36135.
Efttr iokun 3493« og 33211.
BAUOARARSTIG 31 SlMI 22022
Flest til raflagna:
Rafmagnsvörur
Heimilstæki
Útvarps- og sjónvarpstæki
Hafmagnsvsrubúðin sf
Suðurlandsbraut 12.
Simi 81670 (naeg bílastaeði).
AU-ÐVITAÐ
ALLTAF
Hvemig er það með
hann Áma?
„Blaðamaður“ spyr:
„Hvernig er það með hann
Árna Böðvarsson, sem talar
um íslenzkt mál í ríkisátvarp-
inu, — les hann blöðin í leit að
villum, en hlustar aldrei á út-
varpið?
Málfar starfsmanna útvarps-
ins er sízt vandaðra en málfar
blaðamanna. T.d. heyrði ég
einn daginn talað um borg „í
umsát“, (þ. e. í umsátri), „að
taka veður“ (þ. e. gera veður-
athuganir) og spurning.una
„hvenær haldið þið, að það
komi upp?“, þegar átt var við
það, hvenær tiltekið leikrit
yrði tekið til sýningar. Sérstak-
lega virðist einn starfsmaður
óvandur að málfari sínu. Hann
kann ekki að fallbeygja orðið
„hönd“, og þótt hann hafi aðal-
lega verið kenndur við fisk,
heldur hann, að eignarfallið af
,,fiskvtr“ sé „fiskjar".
Mætti ekki verja nolckrum
þátttrm í að leiðrétta helztu
ambögur útvarpsmannanna?
Blaðamaður".
^ Bahaí-trú
Bréf hafa Velvakanda
borizt um bahaí-trú, en þar eð
þau eru í langorðara lagi, hef-
ur birting þeirra dregizt á
langinn.
Balðor Bragason skrifar:
„Búrfelli, 22. ágúst 1967.
„Ég vil gera hér nokkrar
athugasemdir við skrif í Mbl.
þann 18. þ.m. um Bahartrúar-
flokkinn. í umræddum skríf-
um er það haft eftír Jóhanni
Hannessyni, prófessor, að
Bahaítrúarbrögðin séu grein af
Múhammeðstrú. Þetta tel ég
ekki fullkomlega rétt. Að vísu
eru trúarbrögðin upprunnin í
Múhammeðstrúarlandi og
byggja á spádómum biblíunnar
og kóransins. En þar sem þau
eiga sína sérstöku spámenn,
hljóta þau að mínum dómi að
teljast sjálfstæð trúarbrögð. Á
sama hátt tel ég kristindómínn
sjálfstæð trúarbrögð, en ekki
greín af Gyðingatrú. Sam-
kvæmt mínum skilningi er
lúterstrú aftur á móti grein af
kristindómi, þar sem höíundur
hennar, Lúter, er ekki talínn
hafa verið spámaður.
í umræddum skritfum er
sagt, að fólk hafi undrazt, að
Bahaítrúflokkurinn hafí feng-
ið að ákalla „sinn guð“ í krisL
inni kirkju. Guð okkar Bahaía
er hinn sami og guð krístinna
manna, þvi að það er einungis
til einn guð, guð allra manna.
Við Bahaíar trúurn einnig á
spámenn Gamla testamentisins
á sama hátt og kristnir menn
og trúum því sama um Kríst
og þeir. Það er rétt, sem bisk-
upinn, herra Sigurbjöm Ein-
arsson segir, að við Bahíar
höfum sagt skilið við kristna
trú, en að okkar dómi er það
hliðstætt því, að barnið segir
skílið við barnaskólann, þegar
það hefur nám í gagnfræða-
skóla.
Á sama hátt og Jesús Krist-
ur nam úr gildi ýmsar erfi-
kenningar Gamla testamentis-
ins og kom með ný boðorð,
vegna breyttra tírna, námu
þeir Báh og Bahá’u’lláh úr
gildi ýmsar erfikenningar
gamia tímans og komu með ný
boðorð fyrir nýja tímann.
Hér vil ég drepa á nokkrar
þessara nýju kenninga.
Bahá’u’lláh boðaði, að heim-
urinn væri einn heimur og
fólkið í honum meðlimir sömu
fjölskyldu. Hann segir, að sumt
£ólk sé sofandi og að það þurfti
að vekja. Sumir eru sjúkir, og
þá þurfi að lækna. Sumir eru
eins og börn, og þeim þarf að
kenna, en allir njóta örlætis
og gjafa guðs.
Bahaítrúin segir, að þörf sé
að rannsaka sannleikann. Það
er að segja, enginn skyldi
fylgja áum sínum og forfeðrum
í blindni. Hver maður verður
að sjá með eigin augum, heyra
með eigin eyrum og rannsaka
sannleikann á sínn hátf.
Grundvöllur allra Guðs trú-
arbragða er einn. Það ex aðeins
einn guð. Þeas vegna getur að-
eins verið um eina trú að ræða,
guðstrú. Allir fyrri spámenn
hafa kennt sama grundvallar-
sannleikann, og allur kom
hann frá sama guði.
Trúin þarf að vera orsök ein-
ingar, samræmís og samlyndis
meðal manna. Ef trú verður or-
sðk sundurlyndis og haturs, ef
hún veídur aðskilnaði og stríði,
þá væri 'betur engin trú í heim-
inum.
Bahaítrúín kennir einnig, að
trúin verði að samræmast vís-
indum og skynsemi. Ef hún
gerir það ekki, er hún hjátrú.
Bahá’u’lláh boðaði jöfnuð
karla og kvenna. ÖIl önnur trú-
arbrögð hafa sett karlmanninn
ofar kcwiunni.
Aíheimsfriði er lofað í Bahaí-
kenningunum. Þessum alheims-
friði verður náð, með því að
taka í notkun kennisetningar
Bahá’uTIáhs.
Að síðustu má geta þess, að
stjórnskipulag Bahaítrúaxinn-
ar er þannig, að það er ómögu-
legt fyrir nokkurn mann að
skapa nýja sértrú byggða á
eigin skilningi hinna guðlegu
orða. Ef einhver vill fræðast
frekar urn Bahaítrúna, fær
hann áreiðanlegustu upplýsing-
ar í bókum trúarinnar sjálfrar.
Ein þeirra hefur verið þýdd á
íslenzku og heitir Bahá’u’ulláh
og Nýi Tíminn.
í Guðs friði,
Baldur Bragason".
Vísindi Og
vanþekking
Deílu „Áhugasams" og
Nýalssinna átti eiginlega að
vera lokið í þessum dálkum,
að sinni a. m. k. En þar eð
.A-hugasan'ur” telur bréf sitt
hafa verið misskilið eða rang-
túlkað, er eftirfarandi bréf
hans birt nú, en þar með er
málið líka útrætt í þessum
dálkum I bili. Rúmsins vegna
er ekki hægt að halda deilunni
uppi hér. „Áhugasamur" hefur
valíð bréfí sinu fyrírsögnina
„Þorstein gegn Einstein".
„Kærí Velvakandí:
í dálkum þínum 18. ágúst s.L
er áskorun eða beiðni til ies-
enda um að útskýra nífaldan
Ijóshraða, sem gefið er í skyn
að sé nýuppgötvað fyrirbærL
Ég leitaðist við að svara þessu
í smágrein þ. 25. ágúst, en gall-
inn er sá, að dálkar þínir leyfa
varla nógu langa skýringar-
grein til þess að skýringarnar
misskíijist e'cki. Ég nrundi
vilja skrifa miklu meira um
þetta. Svargrein Þorsteins Guð-
jónssonar þ. 14. sept. ber vott
misskilningi á grein minnL Orð
ið fasa-hraðí var e.t.v. léleg
þýðing hjá mér og nota ég
því ekki það orð.
Ég á gamla kennslubók frá
árinu 1946 í fræðigrein minni,
þar sem nákvæm grein er gerð
fyrir phase velocity. Er ná-
kvaErmlega útlistað, bæði stærð-
fræðilega og í lesmáli, hvernig
phase velocity er meiri en ljós-
hraðinn, án þess að vera í mót-
sögn við eðlisfræðilöigmál.
Einsteinskan er því alls ekki
fallin á þessu, því þótt phase
volocity sé meiri en ljóshrað-
inn, þá berst orkan eða boðin
ekki hraðar en ljósið skv. eðlis-
fræðilögmálum, sbr. dæmið
um ölduna á vatni Tökum ann-
að dæmi: Ef tvær beinar línur
skerast í punkti og önnur er
látin hreyfast hægt, getur
skurðpunktur þeirra færzt
með margföldum ijóshraða,
eins og flestir hljóta að skilja.
En skurðpunkturinn er ekki
orku- eða efnisögn. Þótt skurð-
punkurinn geti flutt boð milli
staða, þá eru það boð frá lín-
unni sem hreyfist, en alls ekki
boð sem maður staddur í
skurðpunktinum getur sent
áleiðis í þá stefnu sem skurð-
punkturinn . færist. Á hádegi
mundi sólargeisli berast örlítið
fyrr til Hainarf jarðar en
Reykjavíkur, en með tímamis-
mun sem svarar til meira en
ljóskraða miðað við fjarlægð-
ina milli staðanna. En boð milli
borganna færu hægar. Phase
velocity er þannig eingöngu
fyrirbrigði sem lýsir afstæði
atburða hvers til annars, þ. e.
atburðaröð, sem auðvitað get-
ur flutzt með meir en ljós-
hraða. En í slikri atburðaröð
getur einn atburður ekki orsak-
að þann næsta í röðinni, held-
ur eiga atburðirnar sér aðeins
sameiginlega orsök, sem ekki
getur borizt þaðan með meir
en Ijóshraða, skv. eðlisfræði-
l.ögmálum. Ef Einsteinskan
félli, yrði þvi vafalaust slegið
upp á forsíðum blaða um mest-
allan heim. (Kannske þó ekki
á íslandi?) Ýmsar rannsóknir
(t.d. með particle accelerators)
geta ekki staðizt nema með
því að reikna með massaaukn-
ingu á miklum hraða, sem er
Einsteinska, og er i beinu sam-
bandi við lögmálið um mestan
hraða á orku eða efni. Þótt
Rússar hafi átt sinn Lysenko,
eða anti-Darwin, þá er mér
ekki kunnugt um að þeir hafi
mótmælt Einsteinskunni. Jafn-
vel Hitler leyfði rit um Ein-
steinskuna, ef nafn Einsteins
var hvergi nefnt.
Sá sem fann upp púðrið var
helstefnumaður. Einnig sá sem
fann upp bífreiðína með öll
umferðaslysín. En það mun
ekki hafa munað ýkjamiklu að
Hibler fengi sítt mikla hefnd-
arvopn, sem hann lofaði þjóð
sinni undir stríðslokín, þ.e.
atomsprengjuna. Þetta hefur
Einsteín eflaust vitað manna
bezt, er hann fyrir áeggjan
manna, sem enga áheyrn fengu,
ritaði Roosevelt hið fræga bréf
sitt. Annars minnir mig nú, að
Einstein hafi verið gagnrýnd-
ur talsvert sem friðarsinni, og
það helzt í sambandi við at-
omvopn.
Ég hélt að það væri almennt
viðurkennt, að geysimikil
starfsemi og hugsun fer fram í
mannsheilanum, án þess að við-
komandi sé þess meðvitandi,
er það gerist. Aðeins mjög tak-
markaður hluti af 3tarfsemi
heilans snertir meðvitundina
um leið og sú starfsemi er að
gerast, en sumt gæti síðar
birzt í draumum sem kynja-
myndir. f dáleiðsilu muna
menn hluiti, sem þeir geta ann-
ars alls ekki munað, og trúa
ekki að þeir muni (bls. 84, The
Human Brain, John E. Pfeiffer,
1954). Sama kann að gerast í
svefni. Einnig má benda á
LSD-tílraunir o.fL sbr. bls.
166-167 í bók Almenna bóka-
íélagsins „Mannshugurinn",
sbr. geðklofasjúklinga, þar
sem sumar heilastöðvar eru
hamlaðar eða óvírkar. Sjá
menn þá alls konar kynja-
hluti, þótt ekki þurfi það að
vera áhrif frá öðrum hnöttum.
Sjá einnig bls. 155 og 1158 og
miðja bis. 177 í sömu bók. Þeg-
ar vissir hlutar heilans starfa
ekkL en aðrir starfa, þá
brenglasit oft hugsanir og
skynjanir, sbr. ofsjónir o.fL
Ferðalangur án svefns í marga
daga sér e.t.v. fjölda fólks, þar
sem aðeins eru steinar. Ég hef
sjálfur orðið fyrir þessu, og
rætt við aðra, sem hafa sömu
sögu að segja, en áhrifin
hverfa jafnskjótt og maður
hrekkur upp tíl fulirar vöku.
Einnig má minna á áhrif sumra
heila'blæðinga, áhrif áfengis
o.fl.
Ég tel alls ekki óhugsandi
að telepati geti átt sér stað, en
tel það mjög ólíklegt. Um þetta
langar mig til að fræðast, og
tel ég mig ekki sýna vísindaleg-
an veikleika með þvi Þau
fjar-álhrif, sem ég átti við í
grein minni að væri ólíklegt
að til væru, eru að sjálfsögðu
þau, sem gætu borið orku eða
efni hraðar en ljósið. Mér hef-
ur um nokkurt skeið verið
ljóst, að til er útvarp.
Ég spyr: Getur ekki verið
eðlilegt í einstaka tilfellum,
að telepati virðist geta átt sér
stað, þótt aðeins sé um tilvilj-
un að ræða? Bregzt telepati
ekki otftast? Vill nokkur halda
því fram, að telepati verki
í hvert sinn, sem slíkt er reynt?
En minnumst þess, að Ein-
steinskan bregzt aldreL Þau
lögmál hafa gilt í hvert einasta
sínn þótt prófuð væru ótal
sinnum, með tilraunum, (Var
einhver að tala um vísinda-
legan veikleika?) Ljósið beygir
m.a. í aðdráttarafli, og gæti
því vel farið í hring í vissum
tilfellum. Ljósið dettur reynd-
ar með sama hraða og aðrir
hlutir, í þyngdarsviði.
Ég er sammála um það, að á
3viði vanþekkingarinnar eru
allar fjarstæður hugsanlegar.
En að lokum þetta: Menn hafa
hneykslazt á því, að sífellt
færri íslendingar stundi æðra
nám. En er ekki ástæðan ein-
föld? Hvar annarsstaðar er
mínna tekið til menntamanna
en á íslandi- Og er ekki hvað
minnst hlustað á vísinda-
mennina?
Áhugasamnr".