Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKT. 1967 5 Dr. Finnur Guðmundsson: Svar við athugasemdum SÍÐASTLIÐINN vetur kaus stjórn Hins íslenzka náttúru- fræðifélags fimm manna nefnd til að vinna að náttúruverndar- miálum á vegum félagsins. Ég held að flestir, sem að þessum miálum vinna, hafi fagnað þess- ari nýbreytni, því að samtök áhugamanna um náttúruvernd hafa víða erlendis gegnt mikil- vægu hlutverki við hlið hinna opinberu aðila á þessu sviði. í Morgunbl. í dag birtir þessi nýstofnaða nefnd athugasemdir við ummæli, sem höfð voru eft- ir dr. Dillon Ripley í blöðum og útvarpi, en hann var hér nýver- ið á ferð í boði íslenzk- ame- ríska félagsins. Af þessari rit- smíð nefndarinnai verður ekki ráðið, hvort nefndarmenn hafi allir staðið að henni né heldur hverjir þeir eru, en megintil- gangur greinarinnar er hins veg ar sá, að andmæla ummælum dr. Ripleys um að íslendingar hafi öðrum þjóðum fremur haft skilning á nauðsyn þess að varð veita jafnvægi í náttúrunni og hafi tekizt það framar öllum vonum. Þetta telja nefndarmenn hina mestu fjarstæðu og full- yrða að dr. Ripley hafi ekki haft rétta vitneskju um þetta efni og honum hafi því orðdð á leið mistök. Þetta eru svo al- varlegar ásakanir að ekki verð- ur hjá því komizt að taka hér til nánari athugunar málstað og málflutning hinna áhugasömu nefndarmanna þessarar ný- kjörnu nefndar. Dr. Ripley korn til landsins föstudaginn 6. þ.m., og kl. 16.00 sama dag átti'hann viðtal við fréttamenn blaða og útvarps. Aðspurður um efni erindis þess, sem hann hugðist flytja þá um kvöldið á árshátíð íslenzk-ame- ríska félagsins, gerði hann í stuttu máli grein fyrir því, sem hann ætlaði að segja, en jafn- framt voru fréttamönnum af- hent vélrjtuð eintök af ræðunni. Það er athyglisvert í þessu sam bandi, að það er ekki ræðan sjálf heldur stutt frásögn í Morg unblaðinu af biaðamannafund- inum, sem náttúruverndarnefnd m beinir athugasemdum sinum að. Henni hefði þó verið inn- an handar að afla sér vélritaðs eða ljósprentaðs eintak af ræð- unni, en, hún var og er eina örugga heimildin um hvað það raunverulega var, sem dr. Ripl- ey kom tii íslands til að segja. Þessí vinnubrögð nefndarinnar eru út af fyrir sig með öllu ó- verjandi. Ef nefndin taldi um- mæli þau, sem höfð voru eftir dr. Ripley í blöðum og útvarpi, þess eðlis, að nauðsyn bæri til að andmiæla þeim, var það bein- línis skylda nefndarinnar að afla sér öruggra heimilda um það, hvað dr. Ripley hefði raun verulega sagt í ræðu sinni. Það er bókstaflega ekki hægt að fjargviðrast opinberlega um „hin leiðu mistök“ dr. Ripleys og hafa ekkert annað fyrir sér en það, sem fréttamenn segja að hann hafi sagzt ætla að segja við tiltekið tækifæri. Það sem máli skiptir er hvað dr. Ripley raunverulega sagði við þetta tækifæri. En vinnubrögð nefnd- arinnar í þessu máli skapa hins vegar nöldurseggjum tilvalið tækifærá til að gera mönnum upp skoðanir. Slik vinnubrögð eru ekki samboðin nefnd, sem kjörin hefur verið af stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifé- lags. Þegar ég las ritsmíð náttúru- verndarnefndarinnar í Morgun- bl. í dag (mér er tjáð að hún hafi verið send bæði blöðum og útvarpi til birtingar) gerði ég þegar ráðstafanir til að fá ein- tak af ræðu dr. Ripleys, og eftir að hafa lesið har.a fæ ég ekki betur séð en athugasemdir nefndarinnar séu alveg út í hött og án minnsta tilefnis. Og meira að segja hin stutta frásögn í Morgunbl. hinn 7. þ.m. um efm það, sem dr. Ripley fjallaði um í erindi sínu, en við þá frásögn miðar nefnd- in athugasemdir sínar, var að mínu viti ekki þess eðlis, . að hún gæfi tilefm til hinna drama- tísku viðbragða þessarar ný- stofnuðu og lítt reyndu nefnd- ar. Við verðum að hafa í huga í þessu sambandi,-að dr. Ripley er víðförull maður, sem hefur séð mörg lönd og kynnzt mörg- um þjóðum. Það er því ekki ólík legt, að hann hafi betri aðstöðu til að gera samanburð á ástand inu í þessum efnum í hinum ýmsu hlutum heims en sumir af hinum mætu rnönnum, sem eiga sæti í náttúruverndarnefnd Hins íslenzka náttúrufræðifé- lags. En hvað sem eþssu líður, þá er það skoðun dr. Repleys að við séum betur á vegd staddir í þessum efnuin en margar aðr- ar þjóðir og að íslendingar hafi öðrum þjóðum fremur sýnt skilning á nauðsyn þess að varð veita jafnvægi náttúrunnar. Þessu er ég sammála, og ég sé ekki að þessu verði andmælt með rökum. Vitaskuld er hér eins og annars staðar við marg- vísleg vandamál að etja á þessu sviði, og okkur hefur einnig hent slysni, eins og þegar inn- flutningur minka var leyfður. En því verður ekki á móti mælt að náttúra ísiands er enn til- tölulega óspjölluð þó að það sé ef til vill ekki nema það litlu leyti okkur sjálfum að þakka. Að vísu er öllum ljóst að beit hef- ur valdið miklum breytingum á gróðunfari landsins og sums staðar leitt tii uppblásturs og landauðnar. En spjöll af völd- um beitar á íslandi eru þó ekki sambærileg við hina gífurlegu gróðureyðingu af völdum beitar í hinum fornu menningarlönd- um umhverfis Miðjarðarhaf og víðar. Það er eflaust þessi mun- ur, sem dr. Ripley á við þegar hann segir i erindi sínu, að við höfum haldið sauðfénu í skefj- um svo að ekki hafi komið til algerrar landauðnar. Hitt er svo annað mál, að það er ekki okk- ur sjálfum að þakka, að ísland skuli ekki vera verr farið af beit en raun ber vitni. Það sem gerir gæfumuninn er sú stað- reynd, að á Íslandi er ekki hægt að hafa fleira fé en unnt er að fóðra yfir veturinn, en í Miðjarðarhafslöndunum og raunar miklu viðar er þeirri takmörkun ekki til að dreifa. Til skilnings á ummælum dr. Ripleys um skynsamlega notk- un íslendinga á náttúruauðæf- um landsins ber að hafa í huga, að hann er fuglafræðingur. Honum eru því nærtækust dæmi þess, hvernig íslendingar hafa nytjað viilta fugla án þess að tefla tilveru þeirra í hættu. Má þar til nefna nytjun æðar- varps, bjargfugiaveiðar, töku andareggja við Mývatn, o.fl. Á þessum og fleiri sviðum hafa ís- lendingar staðið fiestum þjóðum framar um skilning á því, hvern ig umgangast beri náttúruna. Þessa er víða getið í erlendum ritum um náttúru íslands og um þetta hefur dr. Ripley því verið vel kunnugt. En hann hef ur eflaust ekki órað fyrir þvi, að lofsamleg ummæli hans um íslendinga af þessu tilefni myndu sæta aðkasti af hálfu fulltrúa Hins íslenzka náttúru- fræðifélags. En svo vill til að Smithsonian Instution í Wash- ington, sem dr. Ripley veitir forstöðu, var fyrsta stofnunin, sem þegar árið 1889 sendi hinu nýstofnaða safni Hins íslenzka náttúrufræðifélags stórgjafir og hefur bæði fyrr og síðar sýnt félaginu og safninu margvíslega vinsemd. Þá mgeum vdo ekki heldur gleyma því, að dr. Ripley átti mikilvægt erindi tií íslands, og á ég þar við uppástungu hans um stofnun alþjóðlegrar rann- sóknarstöðvar á sviði náttúru- vísinda á fslandi. Þetta er ekki að öllu leyti ný hugmynd, en stuðningur jafnmerks manns og dr. Ripley er við þetta mál, get- ur haft úrslit.aþýðingu fyrir framgang þess Þetta er stórmál, sem er sameiginlegt hagsmuna- mál allra íslenzkra náttúrufræð inga, og gestum sem dr. Ripley ber því að taka með tilhlýði- legri kurteisi en ekki með smá- smugulegu nöldri um alger auka atriði. Að lokum v;l ég leyfa mér að taka hér upp orðrétt smákafla úr grein náttúruverndarnefndar innar þar sem hún andmælir binum lofsamlegu ummælum dr. Ripleys um ísland og ís- Lendniga. Þessi kafli hljóðar svo: „Þessar staðiiæfingar dr. Ripl eys hljóta að hafa verið byggð- ar á upplýsingum, sem hann hef ur fengið frá hériendum mönn- um, og verða þær því tæpast skrifaðar á hans reikning. En einmitt af þeim sökum, að heiin ildarmenn svo ágæts manns, hafa ekki haft næga þekkingu til brunns að bera í þessum efn- um, hafa dr. Ripley orðið þessi leiðu mistök á. Nefndin verður að harma þetta.“ Ég verð að játa, að mér er ekki fyllilega ljóst, hvað nefnd- in meinar með þessum þvætt- ingi, en ég vona að harmur nefndarmanna taki að dvína, þegar þeir gera sér ljóst, að dr. Ripley afher.tá fréttamönnum vélritáð eintak af ræðu sinni nokkrum klukkustundum eftir að flugvél hans lenti á íslandi. Það verður því að ætla, að dr. RipLey hafi samið ræðu sína sjálfur án aðstoðar „hérlendra" manna. Með því ætti þungum áhyggjum að vera létt af nefnd armönnum. 17. október 1967. Finnur Guðmundsson. íbúð til leigu 3ja herb. risíbúð í Vesturbænum, með húsgögnum, ísskáp, síma og fleiru til leigu nú þegar. Tilboð merkt: „Vesturbær — 5929“ óskast send afgr. Mbl. fyrir 20. þessa mán. Saumavélar óskast Erum kaupendur að góðri saumavél og overlock vél. SKINFAXI H.F., Síðumúla 17. — Sími 31220. Hin nýja »lína« vindlanna Trygging á góðum vindli - er hinn nýi DIPLO DIPLOMAT SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY BY APPOINTMENT TO THE ROYAL DANISH COURT 380 A VERÖLDIN OG VIÐ Fyrir um það bil líu árum gaf Setberg út Fjölfræðibókina. Hér sem annars staðar naut hún mikilla vinsælda, ékki sízt vegna hinna mörgu ágætu mynda, sem hana prýddu. Bókin seldist upp á nokkrum árum í óvenju stóru upplagi. Þessi nýja bók, VERÖLDIN OG VIÐ, minnir að mörgu leyti á Fjölfræðibókina, enda er hún kölluð Ný fjölfræðibók. Athugandi er þó, að hér er um alveg nýja bók að ræða, bæði lesmál og myndir, allt nýtt af nálinni. Bókin er ætluð til þess að vekja áhuga og forvitni lesenda um fjölmörg viðfangsefni: Jörðina, plöntur og dýr, véiar og tækni, daglegt líf og þarfir, stjörnur og sólkerfið, uppgötvanir og upp- finningar og ótal margt fleira. 200 lesmálssiður i stóru broti með 1600 myndum SETBERG NÝ fjölfrœðibók “ Freysteínn Gunnarsson þýddi og staðfœrði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.