Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKT. 1M7
27
Fyrsta bókauppboð hausts-
ins í Þ jóðleikhúskiallaranum
SIGURÐUR Benediktsson
heldur fyrsta bákauppboð
sitt á þessu hausti í Þjóð-
leikhúskjallaranuim í dag kl.
5 e.h. Bækurnar verða til
sýnis frá KL. 10—4 á mið-
vikudag. Sigiurður kvað margit
góðra gripa á uppboðinu, en
því miður vaeri suant illa
farið. Meðal merkra rita á
uppboðinu eru þessi: Nýárs-
nóttin etftir Indriða Einars-
son og hefur handrit þetta
verið notað við eina uppsetn-
ingu verksins, líklega af Sig-
urði Guðmundssyni mólara.
Þá er Óðinn. allt verkið og
innbundið. Æfisaga Jóns Ei-
ríkssonar Khöfn. 1828. Skipið
sekkur, eftir Indriða Einars-
son, Bessast. 1902. Gestur:
Undir ljúfum lögum. Rvík
1918. Ljóðmæli Jónasar Hall-
grímssonar Khöfn. 1847 er fá-
gæt bók. Margar fleiri merk-
ar bækur eru á uppboðinu
og m.a. heildarverk um Ber-
til Thorvaldssen. Og þá er
ekki hægt að stilla sig um
að nefna Ættartal og Æfi-
sögu Finns Jónssonar Rvík
1899. Og þá einnig Norsk-is-
landske Kultur og Sprogfor-
hold. Khöfn. 1921. Og síðast
en ekki sízt CORPUS COD-
ICUM ISLANDIKORUM
MEDII AEVI, sem Ejnar
Munksgaard gaf út.
— Nasser
Framhald af bls. 1
sem hann ræddi við í Egypta
landi, að Nasser muni örugg-
lega halda völdum áfram í
Egyptalandi. Slíkt væri einn-
ig mjög mikilvægt, því að
enginn væri til, að því er
virtist, sem gæti komið í hans
stað, og yrði Nasser steypt
af stóli, kynni svo að fara, að
engin starfhæf ríkisstjórn
yrði í Egyptalandi.
Til viðbótar því, sem Sir
Dingle hefur eftir Nasser
varðandi Súezskurðinn og
greint er frá hér að framan,
kveðst Sir Dingle hafa spurt
forsetann, hvort unnt yrði
að hefjast handa um að
hreinsa Súezskurð, ef ísraels-
menn drægju her sinn til
baka nokkra leið frá skurðin-
um t. d. 20 mílur. Nasser var
hins vegar lítt hrifinn af
þessari tillögu og Sagði, að
svo lengi sem ísraelskt herlið
væri á Sínaiskaga, gæti það
haldið aftur til skurðarins og
valdið tjóni á nýjan leik bæ'ði
á skurðinum og mannvirkjum
við hann.
Nasser sagði, að hann væri
viss um, að stjórnmálaisam-
band hefði verið tekið upp
að nýju við Breta í júlí sl.,
ef lyktir styrjaldarinnar
hefðu ekki orðið þær, sem
raun varð á. Forsetinn sagði,
að með tilliti til þess, að
- íþróttir
Framhald af bls. 26
Ármann tók forystu í upphafi
og héldu henni út allan leikinn,
en Valur jafnaði nokkrum sinn-
um. í hálfleik var staðan 5—4
fyrir Ármann.
Ármann átti fyllilega skilið að
vinna þennan leik, þeir léku
hratt og voru harðir í vörn og
létu Val aldrei ná yfirhöndinni.
Markvörður liðsins er einn bezti
maðurinn og varði hann oft
snilldarlega. Þarna er greinilega
mjög sterkur flokkur á ferðinni
sem Ármann ætti að geta byggt
mikið á í framtíðinni.
Valsliðið er einnig mjög gott
og brá oft fyrir mjög skemmti-
legum leik hjá þeim.
ni. fl. ka. Fram—ÍR 9—9.
Það lið, sem mest kom á óvart
þetta kvöld, er lið ÍR í III. fl.
ÍR-piltarnir eru allir fremur
jafnháir í loftinu, en Fram-pilt-
arnir flestir hærri, og þegar 3—1
stór fyrir Fram eftir 3 mínútur
mátti búast við stórsigri Fram.
En með rólegu spili, góðum
línusendingum og skotum, sem
flest höfnnðu í markinu tókst
ÍR að ná yfirhöndinni 6—3 og
héldu henni út leikinn, en Fram
saxaði á og jafna'ði úr vítiskasti
á síðustu sek.
ÍR-liðið kom þarna skemmti-
lega á óvart og hefðu átt að
vinna leikinn, en Fram-liðið,
sem virtist vera sterkari aðilinn
í byrjun tókst naumlega að
jafna, þó liðið hefði á þrem há-
um leikmönnum á að skipa, sem
áttu hægt með að skjóta yfir
vörnina, þegar þeir reyndu það.
Það verður án efa gaman að
fylgjast með III. fl. leikjunum,
því liðin eru mjög jöfn, og verða
úrslitin ábyggilega tvísýn.
Kr. Ben.
styrjöldin í Jemen væri nú
senn á enda, og með tilliti
til þróunarmála í Suður-Ara
bíu, hefðu orsakir þær, sem
valdið hefðú erfiðleikum i
samskiptum Breta og Egypta,
verið upprættar. Tvö ríki
gætu samt sem áður haft
stjórnmálasamband, en engu
að síður haft lítil samskipti
sín á milli. Þess vegna væri
nauðsynlegra, að ganga enn
Lengra og efla bæði menn-
ingarleg og efnahagsleg
tengsl.
Sir Dingle kveðst hafa átt
langar viðræður fyrr í heim-
sókn sinni til Egyptalands
við egypzka ráðherra og
áhrifamikla blaðamenn og
segist ekki vera í neinum
vafa um, að áhugi sé ríkj-
andi í Egyptalandi á því, að
vinsamleg samskipti verði
tekin upp að nýju við Bret-
land. Hann bætir þvf hins
vegar við, að talsverð tor-
tryggni sé ríkjandi gagnvart
B andaríkj unum.
— Hagkaup
Framhald af bls. 28
Annars vegar væri verðlagn-
ing á danskri sultu, sem kostaði
74 krónur i heildsölu, en Hag-
kaup seldi á 70 krónur. Ef hann
á hinn bóginn myndi aðeins
leggja sölusikattinn á þessa vöru
myndi hún kosta 79.56 kr. hjá
sér. í matvörukjötverzlunum
væri 79% heildarveltunnar háð
verðlagsiákvæðum og margt af
þeim vörum væri langt fyrir
neðan eðlilegan dreifingarkostn-
að. Ef matvörukaupmenn kvört-
uðu yfir þessu, væri þeim bent
á, af verðlagsyfirvöldum, á lið,
sem heitir frjáls álagning, með
öðrum orðum 30% af heildar-
veltunni, og eigi þetta að halda
uppi töluverðum hluta dreifing-
arkostnaðarins við vörur þær
sem bundnar væru verðlags-
'ákvæðum. Undir þenna lið félli
m.a. fyrrgrend sulta, og þess
vegna kvað Óskar álagningu á
hana mikla í verzlun sinni. En
þegar svo væri komið að Hag-
kaup væri byrjað að selja þessa
sultu, teldi hann sér ekki fært
að hafa hana á boðstólum. Hefði
hann tjáð forstjóra viðkomandi
sölupmboðsfyrirtækis þetta, og
kvað Óskar hann hafa bent sér
á, að Hagkaup flytti þess sultu
án milliliða inn í iandið. Óskar
sagði, að enda þótt hann myndi
ekki framvegis verzla með fyrr-
greinda sultu, þýddi það ekki að
hann hætti ölíum viðskiptum við
viðkomandi fyrirtækL
Óskar nefnidi einnig sem dæmi
fiskibollur í hálfdósum, sem háð-
ar væru verðlagsákvæð'um, og
sá liður sem hvað rnest álagning
væri á, eða tæpl. 35%. Heild-
söiuverðið á þeim væri 13,40 kr.
að viðbættum söluskatti, en Hag-
kaup seldi þær á 15 kr. stk. Hins
vegair væri smásöluverðið, sem
verðlagsstjóri helmilaði kr.
19.40. Sagði Óskar að sér teldist
til, að hér legði Hagkaup 4% á
þessa vöru. Væri hins vegar
keyptur einn kassi væri gefinn
5% afsláttur, og útsöluverðið
væri þar með komið undir inn-
kaupsverð. Sagði Óskar, að
hann ætti því ekki nema um það
að velja, að taka þátt í leiknum
eða selja á sama verði, sem tákn
Ný þingmól
í GÆR voru lögð fram tvö
stjórnarfrumvörp á Alþingi, um
lausn deilu stýrimanna, vélstjóra
og loftskeytamanna á íslenzkum
farskipum og eigenda íslenzkra
farskipa og um vörumerkingu.
Bæði þessi mál voru lögð fyrir
Alþingi í fyrra, en urðu þá ekki
útrædd. Þá var lagt fram í gær
frumvarp um breytingu á lög-
um um tekjustofna sveitarfélaga.
Flutningsmenn frumvarpsins eru
Skúli Guðmundsson og Guð-
mundur Jónasson.
Þá voru einnig lagðar fram
fyrirspurnir. Frá Magnúsi Kjart-
anssyni til fjármálaráðherra um
hvernig vísitala sú, sem miðast
við neyzlurannsókn frá 19Gr'
hefði breytzt síðan tekið var að
reikna hana út; og til ríkisstjórn
arinnar um kostnað við rekstur
Tryggingastofnunar ríkisins, frá
Skúla Guðmundssyni. Fyrir-
spurn sú er í nokkrum liðum.
aði það, að hann gæti ekki stað-
ið við s'kuldbindingar og greiðsl-
ur til fyrirtækisins, sem hann
keypti vörurnar af, eða að taka
þessa vörutegund úr hillum
verzliunar sinnar. Kvaðst han-n
hafa tjáð forstjóra Ora, sem
framleiðir þessar fiskibollur,
þetta sjónarmið, en sagði að
hann myndi eftir sem áður
verzla við fyrirtækið, með ýmsar
aðrar vörutegundir.
Óskar kvaðst hafa heyrt, að
framleiðslufyrirtæki Sambands
ísl. samvinnufélaga treystu sér
ekki til að selja Hagkaup vöru
vegna samkeppnisaðstöðu kaup-
félaganna.
Björgvin Schram, formaður
Félags ísL stórkaupmanna,
kvaðst ekkert hafa um málið að
segja, þar sem það kæmi félag-
inu ekki við. Sagði hann, að aðal-
lega vær.u tveir aðilar, sem ættu
hér hlut að máli, fyrirtækin
Eggert Kristjánsson & Co. og
O. Johnson & Kaaber.
Aðalsteinn Eggertsson hjá
Eggerti Kristjánssyni & Co.
sagði, að fyrirtækið hefði ekki
átt annarra kosta völ, en hætta
viðskiptum sínuim við Hagkaup,
þar sem það hefði orðið þess
vart hjá fjölmörgum viðskipta-
vinum sínum, úr hópi matvöru-
kaupmanna, að þeir myndu
hætta viðskiptum sínum við
fyrirtækið að ö|irum kosti.
Ólafur Johnson, framkvæmda-
stjóri O. Johnson & Kaaber,
hafði sömu sögu að segja. Fyrir-
tækið befði átt um tvær leiðir
að velja — halda viðskiptum
áfram við Hagkaup og missa við
það fjölmarga gamla og góða
viðskiptavini, eða hætta fyrr-
greindum viðskiptum. Hefði síð-
ari kosturinn verið valinn.
— Vietnam
Framhald af bls. 1
friðartímum. Sagði hann, að
landið gæti aukið herafla sinn í
Víetnam án þess að þurfa að
draga úr vörnum sínum annars-
staðar i Suðaustur-Asíu.
Samkvæmt fregnum frá Hvíta
húsinu hefur Johnson Banda-
ríkjaforseti lýst yfir ánægju
sinni vegna liðsaukningar Ástr-
alíu og Nýja Sjálands.
í GÆRMORGUN mældist
sums staðar sunnan lands
meira frost eftir nóttina en
dæmi eru tiL í október á síð-
ustu áratugum. Frostið hafði
verið 19° á Grímsstöðum,
18° á Hellu, en 17 á Þingvöll-
uim, í Reykjavík mældust 9°,
og er langt síðan svo kalt
hefur orðið í október. Á Ak-
ureyri var lágmarkið 19°, en
18° á Hveravöllum.
— Mjólkursamsalan
Framhald af bls. 2
2500 litrum meiri en sama dag
fyrri viku og þriðja daginn var
hún 600 líitrum meiri. Sagði Odd
ur, að svo virtist sem mjólkur-
salan væri nú kornin í sama
horf og fyrir hækkanirnar. Eng-
in samdráittur hefur orðið í sölu
á öðrum framleiðsluvörum
Mjólkursamsölunnar.
Sigfús Gunnarsson, skrifstofú-
stjóri hjá Osta og Smjörsölunni
sagði að erfitt væri að segja um
áihrif hækkunarinnar á smjör-
söluna enn sem komið væri.
Margir hefðu birgt sig vel upp
af smjöri fyrir hækkunina og
munu því áhrif hennar ekki
korna raunverulega í ljós fyrr
en eftir nokkurn tíma. Fyrri
reynsla er þó sú, að verðhækk-
un á smjöri dragi talsvert úr
sölu þess.
Davið Scheving Thorsteinsson,
f ramk v æmdastjór i Smjörlíkis-
h/f, sagði að engum blöðum
væri um það að fletta, að hækk-
unin hefði haft örvandi áhrif á
sölu smjörlíkis og þá einkum
jurtasmjörlíkisins. Salan á
smjörliki minnkaði mikið, þegar
niðurgreiðslurnar vöru auknar
á sínum tima- en hefu nú auk-
izt aftur við afnám þeirra. Da-
víð sagði, að of snemmt væri
að nefna nokkrar tölur, þar eð
margir kaupmenn hefðu birgt
sig upp af smjörlíki rétt fyrir
hækkunina, og mundu því raun-
veruleg áhrif hennar ekki koma
í ljós fyrr en að nokkrum tíma
liðnum.
— Dómssátt
Framhald af bls. 28
Framburður skipstjórans kemur
yfirleitt heim við kæru
skipherrans.
Erlendur Björnsson bæjarfó-
geti sagði í vi'ðtali við Mbl., að
yfirleitt kæmi framburður togar-
araskipstjórans heim við kæru
skipherrans. Hefði brezki skip-
stjórinn viðurkennt að hafa ver-
ið með ólöglegan umbúnað veið-
arfæra innan fiskveiðimarkanna,
en hins vegar ekki kannast við
að hafa verið að ólöglegum veið-
um innan þeirra og hefði ekki
tekizt a'ð sanna það. Þegar kom-
ið var að togaranum var aftur-
hlerinn hangandi í gálga, en
skipstjórinn kenndi því um, að
bóman hefði verið nýkomin úr
viðgerð og ekki reynzt í full-
komnu lagi.
Skipstjórinn sagðist hafa sett
á fulla ferð út fyrir landhelg-
ina, þegar hann sá varðskipið
stefna á sig. Ætlaði hann að
reyna að komast undan, þar
sem honum var ljóst, að hann
var með ólöglegan umbúnað veið
arfæra. Einnig sagðist hann hafa
rutt fiskinum í sjóinn, til þess
að minna væri af honum á þil-
farinu, þegar varðskipsmenn
kæmu um borð, svo að ekki yrði
litið eins alvarlega á brotið.
Skipstjórinn kvaðst hafa verið
á veiðum rétt utan fiskveiði-
markanna fyrir sunnan Hvalbak.
Þegar búið var að taka inn vörp-
una, lónuðu þeir nor’ður á bóg-
inn áleiðis til Seyðisfjarðar, en
þá hafði togarinn samband við
héraðslækninn á Seyðisfirði, þar
sem einn skipverja hafði brák-
ast á mjöðm og síðu. Þegar varð-
skipið kom auga á togarann,
unnu skipverjar hans að því að
gera við vörpuna og létu þa'ð
sitja fyrir því að gera að fisk-
inum að sögn hins brezka skip-
stjóra.
Varðskipsmenn grunaði hins
vegar, að hinn brezki togari væri
að veiðum, þar sem hann var að
lóna þarna innan fiskveiðimark-
anna.
- Á síld
Framhald af bls. 15
eftir hálkunni, beið og beið og
beið. Svo fór ég framhjá skilti
sem stóð á „Ólaifsfjarðarmúli
hætta á grjóthruni.“ Og þá beið
ég eftir því að grjóthrun þeytti
mér eftir hálkunni og út af
hamrabrúninni. Ef nokkurn
tíma hefur farið hræddari mann
skepna fyrir Ólafsfjarðarmúla
þá má ég hundur heita, þegar
ég var búinn að aka svona í
drykklanga stund sá ég eins og
í móðu út undan mér að hús
voru á báðar hendur. Furðu lost
inn rétti ég mig upp í sætinu,
ég var kominn til Ólafsfjarð-
ar. Gamanlaust: Múlinn sr
hættulegur í háiku, en hann er
ekki sú dauðagildra sem heima
menn vilja vera láta. Og þarna
hitti ég Sæmund Jónsson, sölt-
unarstjóra hjá Stíganda h.f.
„Það eru þrjár stöðvar hérna
og sú hæsta er með eitthvað á
þriðja þúsund tunnur, engin
ósköp. Við höfum saltað í rúm-
lega 1100 enn sem komið er,
Gísli Árni og Sigurbjörg hafa
komið hingað. Ef styttist í síld-
ina er að sjálfsögðu von á meiru
og hana verður gott að fá, verði
hún ekki of gömul. Ef bátarn-
ir fa góða síld hijóta þeir frern
ur að koma með hana hingað
norður í sa.lt, en að láta hana
í bræðslu fyrir austan. Það er
miklu betri þjónustan hérna,
vegna þess að söltunarstöðvarn-
ar hafa samvinnu sín á millL
Við höfum líka nógan mann-
skap, sem ekki er til fyrir aust-
an. Ef eitt skip kemur hingað
með fullfermi er landað á allar
stöðvarnar. Um daginn kom t.d.
Gísli Árni með 1285 tunnur og
það var landað úr honum á ell-
efu tímum e 11 e f u tímum
drengur minn samvinnan borg-
ar sig. Nú erum við að byrja
að salta fyrir Rússann, fyrst
Finninn er búinn að fá nóg. Það
er mun erfiðara að gera Rúss-
anum til hæfis, Rússar og Banda
ríkjamenn, þeir eru kröfuhatð-
astir. Þá verðum við t.d. að Láta
síldina lagrást inni, fyrst er.
svona kalt. Við erum með 400
tunnur inni frá því í fyrradag,
og látum þær vera þar meðan
ekkert meira kemur.“
„Hefur þú engar áhyggjur af
framtíðinni?"
„Nei, það hef ég ekki, ég held
að það verði enginn hörgull á
sérsamningum hjá okkur, síld-
in var yfirleitt betri fyrir norð-
an svo að þeir ættu ekki að
vera hræddir við að úthluta ein
hverju hingað.