Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKT. 1907 MAYSIE GREIG: 35 Læknirinn og dansmærin ég sæi þig aldrei aftur. Það hefði getað gert mér allt auðveldara. — Mér þykir leitt ef þú vilt ekki sjá mig, Marcel, en ég þarfn aðist ráðlegginga þinna. — Vitaniega vil ég sjá þig. Röddin var allt í einu orðin hás og áköf. Ég hef orðið að taka á öllum viljastyrk mínum til að stilla mig um að hringja til þín. — Hversvegna hringdirðu þá ek'ki til mín? sagði hún lágt. — Ég hefði haft mikla ánægju af því. _ — Ég veit það, sagði hann. — Ég hélt, að ég væri sterkur, en líklega hef ég verið veikur fyr- ir. Þú veizt ekki, hvaða áhrif það hefur á mig að sjá þig. Það freistar mín til að slíta öll fjöl- skyldubönd og varpa öllum skyld um fyrir borð. Hversvegna komstu hingað? — Ég sagði þér það — það var til þess að láta þig líta á fót inn á mér. Ef ég get aldrei dans- að framar, er mér eins gott að taka tiiboði hr. Hennesy og fara til New York með honum og Dickie. — Er Hennesy að hugsa um að fara vestur? Hún kinkaði kolli. — Dickie verður að fara í almennilegan skóla. Hann er komir.n fram yfir þann aldur. — En þarft þú að fara með þeim? Röddin var næstum biðj- andL — Ef ég get ekki dansað, er ekkert til að haida í mig hér. — En þá verðurðu svo langt í burtu. Ég gæti ekki til þess hugsað, elskan mín. — Já, en þú ætlar að fara að gifta þig. Ég held, að mér væri bezt að fara tilBandaríkjanna. Hendur hans voru krepptar á borðinu. Hann laut höfði. — Þú verður auðvitað að ráða því. Ekki hef ég neinn rétt til að leggja þér lífsreglurnar. En hefði þetta bara allt verið öðru vísi..... Það varð aftur þögn. Hún ósk- aði þess, að hún gæti huggað hann. Hana hefði langað til að strjúka hendi yfir dökka hárið á honum. Hann var orðinn elli- legri en hún mundi eftir að hafa séð hann áður. Hún var gripin meðaumkun með honum, en jafn framt með sjálfri sér. — Marcel, sagði hún lágt, — það bíða fleiri sjúklingar eftir þér. Hann leit snöggt upp. — Því var ég búinn að gieyma. Ég gleymi öllu þegar ég er með þér, elskan mín. Þetta er þó víst ekki annað en læknisvitjun. Þegar hann hafði skoðað fót- inn, sagði hann: — Ég ræð þér til að fara ekki að æfa neitt, næsta mánuðinn. Og það gæti jafnvel verið of snemmt. Þú verð ur að fara mjög varlega til að byrja með. — Þá geta liðið margir mánuð ir þangað til ég get dansað á sviði? sagði hún hún í örvænt- ingu sinni. — Það gæti vel svo farið. — Þá er ekki annað fyrir mig að gera en taka tilboði hr. Hennesys. Hann rétti úr sér. — Það verð- urðu sjálf að ákveða. Eftir ianga þögn spurði hann, til þess að þreifa fyrir sér: — En hvað um hann Timothy Atwater? Hún yppti öxlum. — Tim er býsna illa kominn, hann er al- veg blásnauður. Að minnsta kosti gæti ekkert fengið mig til að giftast honum héðan af. Ég er ekki ástfangin af honum leng ur. — Ég komst upp á milli ykk- ar, var það ekki, Yvonne? Fyrir- gefðu mér það. — Eg verð að komast af stað, sagði hún loksins. Hinir sjúkling arnir fara 'að verða óþoiinmóðir. — Gætirðu ekki hitt mig eitt hvert kvöldið? spurði hann, áð- ur en hann opnaði fyrir henni dyrnar. Hjartað í henni sló ákaft. En hún vissi, að það mundi ekki vera hyggilegt. Það mundi bara særa hana enn meir en orðið var. — Ég held ekki, Marcei. Ég sé ekki, að við höfum neitt frek ar hvort við annað að segja. Hann laut höfði og svaraði engu. — Ef þú skyldir einhvern tíma þarfnast mín til eins eða annars þá skaltu ekki hika við að leita til mín. Ég skal alltaf verða góður vinur þinn — ég vona bezti vinur þinn, Yvonne. — Þakka þér fyrir, sagði hún og smaug síðan út um dyrnar. 18. kafli. Dickie var ek'ki heima, þegar hún kom heim. Hún leitaði Ant- oinette uppi. En Antoinette yppti aðeins öxlum og sagði, að Dickie hefði farið niður í fjöru til að synda. Hann hefði ekki viljað að hún færi með sér. Vildi heldur fara einn. Hún beið fram að hádegisverð artíma. en þegar Dickie var þá ekki kominn, tók hún að gerast óróleg. Hún fór sjálf niður á litlu — Ég hefði áhuga á að leysa baðströndina, en sá hann þar heldur ekki, Aron var enn í Cannes. Hún fór inn í nokkur nágranna húsin og spurði, hvort nokkur hefði séð Diekie um morguninn, en það hafði enginn. Hún var of áhyggjufull til þess að hafa nokkra matarlyst sjálf. Þetta hafði verið órólegur morg- unn hjá henni. Hún vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka þang að til Aron kæmi heim. Vitan- lega hefði hún getað snúið sér til lögreglunnar, en hinsvegar vonaði hún, að Dickie kæmi sjálfur, á hvaða stundu sem væri. Hann var greindarbarn og fullfær um að sjá um sig sjálf- ur. En hvað gat hann verið að gera? Hún stóð við gluggann í leik- stofunnL þegar Jean Garcin kom á bílnum að framdyrunum og Aron steig út. Hún vildi bíða í nokkrar mínútur e,: síðan ætl- aði hún að segja honurn frá hvarfi Dickies. Svo gat hann ákveðið, hvort farið væri til lög reglunnar eða ekki. Þegar hún kom til hans, var hann alveg frá sér. — Viltu sjá þetta? sagði hann. — Meðan þú hefur verið að fiækjast í Nice og ég í Cannes, hefur Dickie verð rænt! Hún greip andann á lofti: — Rænt?! — Lestu þetta. Einhvern strák ur, sem fólkið þekkti ekki, kom með þetta í morgun. Hún las bréfið: Hr. Aron Hennesy: — Við höfum tekið son yðar í okkar vörzlu. Ef þér viljið sjá hann lifandi aftur þá akið eftir Cimesveginum frá Nice þangað til þér sjáið bíl með engu núm- eri á. Afhendið eklinum eitt hundrað þúsund dali í pening- um. Kenniorðið er DLABLE. Ef þér farið í lögregluna, er lítil von um, að þér sjáið nokkurn tíma son yðar lifandi. Hann er greindur drengur, svo að það Siglið úl með Regino Mnris Flogið til Mollorca Siglt héðan frá Reykjavík 31. október með Regina Maris og komið heim aftur 10. nóv. 1. flokks hótel á Mallorka. Verð frá 15.895, eftir klefum um borð. Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. LÖND & LEIÐIR Aðalstræti 8 - Sími 24313 þig af eina dagstund. gæti orðið oklkur hættulegt að láta hann lifa. En jainskjótt sem við höfum fengið penngana í hendurnar, skal sonur yðar koma aftur heim. Enn verð ég að vara yður við þvi að leita til jögreglunnar. Bréfið var óundirskrifað. Aron hneig niður í stólinn sinn. Hann var náfölur og hend- urnar skulfu. — Dickie! andvarp aði hann. — Ekki veit ég, hvernig ég færi að, ef ég missti hann. Þá ætti ég ekkert að lifa fyrir. Yvonne hafði einnig hnigið niður í stól. — Þetta er hræði- legt, Aron! Hvað getum við gert? Ætlarðu að snúa þér til iögreglunnar? — Og eiga það á hættu, að Dickie verði myrtur? Nei, sann- arlega ekki, sagði hann, fast- mæltur. — Það hefur líkt þess>u komið fyrir í Bandaríkjunum, og jafnsikjótt sem farið hefur verið í lögregluna, hefur drengurinn verið myrtur. Enda er lögreglan klaufar, ef út í það er farið. Hún mundi setja verði á veginn. Svo mundu ræningjarnir myrða Dickie og sleppa síðan úr landi. Ég verð að bjarga lífi hans, hvað sem það kostar — hvað sem það k-ostar. Hann kreppti hnefana og barði þeim niður í stólbríkurnar. — Þú vilt þá heldur greiða lausnargjaldið en hætta lífi Dickies? — Já, miklu fremur, svaraði hann hörkulega. —- Ég verð að fá drenginn aftur. Seinna get ég afhent lögregiunni málið, ef ég kæri mig um. En aðalatriðið er að heimta Dickie aftur. Þú skil- ur að ég get ekki hætt lífi hans. Ég næ í peninga hjá American Express í dag og afhendi þá ekl inu-m, sem þeir eru að tala um. Þá skulum við sjá, að Dickie verður kominn heill á húfi í kvöld. Peningarnir skipta engu máli fyrir mig — ekkert í sam- anburði við öryggi sonar míns. Hann hallaði höfðinu fram á hendur sér á borðinu. — Ég þoli' þetta ekki, Yvonne. Þoli það ekki. Da>uði Grace var mér nægi legt áfall. Ég gæti ekki lifað, ef eitthvað kæmi fyrir Dickie. — Mér finnst nú samt sem áð- ur, að þú ættir að afhenda lög- reglunni málið. — Nei. Ekkert gæti fengið mig til að leggja líf sonar míns í hættu. Eins og ég sagði, sikipta peningarnir engu máli, en ör- yggi Dickies er fyrir öllu. Ég ætla að fara að eins og þeir segja, og sjá, hvort Dickie kem- ur aftur heill á húfi, áður en ég fer í iögregluna. — Þetta er víst rétt hjá þér. Öryggi Dickies skiptir mestu máli. Hún fór utpp á loft, örvænting arfull. Ekki vissi hún, hversvegna henni datt Tim í hug. Hann hafði verið örvæntingarfullur seinast þegar þau hittust. En aidrei færi Tim að gera annað eins og þetta. Það var ó'hugsandi. Hún flýtti sér að hætta að hugsa um þetta. Það var allt fullt af glæpamönn- um og fyrrverandi glæpamönn- um á Miðjarðarhafsströndinni. Hver þeirra, sem var, hefði get- að rænt Dickie. DONSKU EPLASTULKURNAR HEIMSÆKJA VERZLANIR Á EFTIRFARANDI TÍMUM í DAG OG Á MORGUN: ' í DAG: kl. 08.30—09.30 MATARDEILD SS, HAFNARSTR. 5. SILLI & VALDI, AUSTURSTR. 17. kl. 09.45—10.45 MELABÚÐIN, HOFSVAIL.AGÖTU. KRON, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 12. kl. 11.00—12.00 KRON. STAKKAHLÍÐ. VERZL. HERJÓLFUR, SKIPH. 70. ! Á MORGUN: kl. 08.30—09.30 MATARDEILD SS, HAFNARSTR. 5. SILLI & VALDI, AUSTURSTR. 17. kl. 09.45—10.45 ÁRBÆJARKJÖR, ROFABÆ. KJÖRB. LAUGARÁS, NORÐURBR. kl. 11.00—12.00 VERZL. KOSTAKJÖR, SKIPH. 37. KJÖRBÚÐ SS, LAUGAVEGI 116. LÆRIÐ AÐ MATBÚA EPLI SÝNIKENNSLA AÐ HALLVEIGAR STÖÐUM DAGLEGA Á KLUKKU STUNDARFRESTI FRÁ KL. 15—20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.