Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKT. 1967 7 Elskulegf, kurteist og óþvingað fólk VIÐ hittuin á förnum vegi á dögunum, Ágúst petersen listmálara, en hann var þá nýkominn frá Vestmanna- eyjum, þar sem hann hélt málverkasýningu í Akóges- húsinu, og spurðum við hann tíðinda frá sýningu- unni. Ágúst svaraði að bragði: „Jú, óg var mjög ánægð- ur með árangurinn, seldi 7 myndir af 28. Salurinn í Akógeshúsinu er furðugóð- ur, þar sem húsið er ekki teiknað eða byggt sem slíkt, en nú er verið að stækka húsið, og miðast sú stækkun við það, að hæigt verði að nota það til list- sýninga. Vestmannaeyingar tóku mér vel, enda er ég það- an upprunninn. Það er elskulegt, kurteist og ó- þvingað fólk, sem Vest- mannaeyjar byggir. Auðvit að ' hefur orðið óskapleg breyting á öllu, frá því sem ég átti þarna heima, sérstak lega hefur höfnin breytzt til batnaðar. Bæjarsjóður festi raunar kaup á einni mynd minni af gömlu „krón um“, sem bygigðar voru fram í sjó. Heimkiominn frá Eyjum Ágúst Petersen listmálari. er mér aðallega þakklæti í hug til allra Eyjaskeggja, einkanlega oig séráparti vil ég þakka Akógesfélögum fyr ir velvild og gestrisni, einn ig listamönnunum á staðn- um, þeim Guðna Hermanns syni og Páli Steingrímssyni, sem aðstoðuðu mig við að hengja upp, og þá má ekki gleyma honum Ása í Bæ, sem lífgaði upp tilveruna eins og venjulega. Ég á þá ósk og von heit- asta til Vestmannaeyinga, að þeim takist að græða upp svöðusárið, suðaustan í Helgafelli, og þeir geri það eins fljótt og vel og þeim er unnt. f>á vil ég ekki síður beina því til þeirra, að þeir láti ekki aðkomufólk, hverju nafni sem nefnist, hafa af sér úr plássinu, ýmsa gamla hluti, sem bara vegna ald- urs, sögu og sérkenna eru mikilla peninga virði. „Og hvað er framundan hjá þér, Ágúst?“ „Ja, ég hef mikinn hug á að sýna myndir mínar í Danmörku á næsta ári, einn ig hef ég pantað Bogasal- inn, en veit ekki, hvenær það verður. Ég tók mér 14 mánaðarfrí í sumar og dvaldist í Þórsmörk með konu minni. Þar leið okkur vel, þar var yndislegt að vera. Þar málaði ég tals- vent, Fór á fætur kl. 6 á morgnanna til að festa morgunroðann á léreftið". Og með það kvöddum við Ágúst og óskuðum honuim gæfu og gengis. — Fr. S. FORNUM VEGI FRÉTTIR Orðsónding frá Verkakvertna félaginu Framsókn Hinn vinsæli basar félags- ins verður þriðjudaginn 7. nóbember nk. Félagskonur, vinsamdega komið gjöfum til skrifstofu félagsins í Alþýðu- húsinu, sem fyrst. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 2—6 nema laugardaga. Laug- ardaginn 4. nóvember n.k. verð- ur opið frá kl. 2—6 e.h. Verum samtaka um, að nú sem áður, verður bezar Vkf. Framsóknar sá bezti. Basarnefnd. Sjálfstæðiskonur, Hafnarfirði Munið h an d a vinn u námskie ið Vonboðans, sem hefet fimmtu- daginn 19. okt. kl. 8,30. K ristni boðssam bandið Almenn s>amkoma í kvöld kl. 8,30 í Betaníu. Jónas Þóris son talar. Allir velkomnir . Æskulýðsfélag Bústaða- sólcnar, yngri deild, (ungmenni þau, sem voru fermd 1967) Fundur í Réttarholtsskóla fimmtudags kvöld kl. 8. Kvemfélag Langholtssóknttr Hinn árlegi basar félagsins verður laugardaginn 11. nóv- ember í Safnaðarheimilinu og hefsit kl. 2 síðdegis. Þeir sem vilja styðja málefnið með gjöf um eða munum, eru beðnir að hafa samband við Ingibjörgu Þórðardóttur, 33580, Kristínu Gunnlaugsdæóttur, 38011, Odd rúnu Elíasdóttur, 34041, Ingi- gjörgu Nielsdóttur, 36207 ag Aðalbjörgu Jónsdóttur, 33087. Mæðrafélaglð Fundur verður fimmtudag- inn 19. okt. kl. 8,30 á Hverfis- götu 21. Fundarefni: Félags- mál. Kvikmyndasýning. Kaffi- drykkja. Kvennadeild Borgfirðinga- félagsins heldur fyrsta fund sinn fimmtudaginn 19. okt. kl. 8,30 í Hagaskóla. Reykvíkingafélagið heldur venjulegt spilakvöld, happdrætti og kaffiveitingar í Tjarnarbúð fimmtudaginn 19. okt. kl. 8,30. Félagar bjóði nýj uttn félagsmönnum með sér á fundinn. Kvesnréttindafélag íslands heldur fund að Hallveigar- stöðum við Túngötu miðviku- daginn 18. okt. kl. 8,30. Anna Sigurðardóttir segir frá fundi Alþjóðasambands kvenna. sem haldinn var í London í ágúst s'l. Áríðandi félagsmál. Keflavík Kvenfélag Keflavíkur heldur saumanámskeið fyrir félagskon ur. Saumakonur sníða. Hefst 20. okt. Upplýsingar í símum 1606 og 1608. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur fund miðvikudæaginn 18. okt. kl. 8,30 í Sjálfstæðis- húsinu. Ólöf Benediktsdóttir segir frá fundi, sem hún var á í sumar með evrópskum kon um í Múnchen. Geirþrúður Bernhöft flytur ávarp. Kaffi- drykkja. Kvikmyndasýning. Allar Sjálfstæðiskonur vel- komnar og beðnar að mæta stundvíslega. Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heldur félagsfund í matstofu félagsins á Hótel Skjaldbreið miðvikudaginn 18. okt, kl. 9. Grétar Fells rithöfundur flytur erindi: Yoga og heilbrigði. Fé- lagsmál. Veitingar. Allir vel- komnir. Kvenfélag Neskirkju Aldrað fól'k í sókninni getur fengið fótaaðgerð í félagsheim- ilinu á miðvikudögum kl. 9—12. Tímapantanir í síma 14755 á þriðjudögum milli kl. 11—12 og á miðvikudögum í síma 16738 milli 9—11. Húsmæðraortof Kópavogs Myndakvöldið verður fimmtu daginn 19. okt. kl. 8,30 í Félags heianili Kópavogs, niðri. Fré kvennadeild . SkagfirðingafélagainB Félagskonur, munið aðalfund inn í Lindarbæ uppi miðviku- daginn 18. okt. kl. 8:30. Kvenfélag HáteigsSóknar Hinn árlegi basar félagsins verður haldinn mánudaginn 6. nóvember í Góðtemplarahúsinu uppi kl. 2 síðdegis. Félagskonur og allir velunnarar félagsins, sem vilja styrkja það með gjöf um, eru beðnir að koma þeirn til eftirtaldra: Maríu Hálfdán- ardóttur, Barmahlíð 36, sími 16070, Jónína Jónsdóttir, Safa- mýri 51, sími 30321, Línu Grön dal, Flókagötu 58, sími 15264, Sólveigar Jónsdóttur, Stórholti 17, sími 12038, Vilheiminu Vil- helmsdóttur, Stigahlíð 4, sími 34114, Sigríðar Jafetsdóttur, Mávahlíð 14, sími 14040. Koniu-r í styrktarfélagi van,- gefinna halda fjáröflunar- skemmtandr á Hótel Sögu, sunnud. 29. okt. Þar verður efnt til skyndihappdrættis, og eru þeir, sem vilja gefa muni til þess, virusamlega beðnir að koma þeim á skrifstofu félags^ ins. Laugavegi 11, helzt fyrir 22. október. VÍSUKORIM Til ungs prests Haltu þínum huga frá holdsins ginningunum. Brjót þó ekki bát þinn á bókastafsgrynningunum. Gretar Fells. Ungar stúlkur að leðurvinnu UNDANFARIN á hefur Æskulýðsráð Reykjavíkur eft til niám- skeiða í ýmsum greinum tómstundaiðju fyrir ungt fólk, sem ekki hefur átt þess kost að læra þær í skóla. Þessi námskeið eru haldin að Fríkirkjuvegi 11, og hefjast eftir miðjan október. Það sem hér er um að ræða er: Leður- vinna, ljósmydun, miosaikvinna, filtvinna, tauþrykk, raddó- vinna, frímerkjasöfnun o. fl. Innritun stendur nú yfir, og er hægt að skrá sig í síma 15937 miilli kl. 2—8 alla virka daga. (Elkki laugardaga). Fiskabúr Til sölu 75 1. fiskibúr ásamt fiskum og öllu tilheyrandi og borði undir búrið. Uppl. í síma 33041, Suðurlands- braut 98 kl. 5—8. Rýmingarsala Vegna breytinga á allt að seljast frá 10% niður í hálf virði. Hrannarbúð, Grensásv. 48, sími 36999. Vön matreiðslukona óskar eftir vinnu. Annað kemur einnig til greina. — Uppl. í sima 15481. Kennsla Danska, enska, franska, tal og / eða ritmál. Einkatím- ar eða smáflokkar. Sya Thorláksson, Eikjuvogi 25, sími 34101. Bíll til sölu Ford, árgerð 1937 ásamt varahlutum í góðu ástandi. Sími 2433 og 1647, Kefla- vík. ’ Reglusöm hjón með 2 börn, óska eftir að taka á leigu 2ja—3ja herb. íbúð. Uppl. í síma 60397. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Þvoum allan þvott frágangsþvott, stykkja- þvott, blaiutþvott. Sækjum og sendum um alla borgina Vogaþvottahúsið, sími 33460. Volkswagen áklœðin komin Altika búðin síini 22677. Hestahirðing Getum bætt við ökkur nokkrum hestum í hirðingu í húsum okkar frá 1. des. nk. Upplýsingar í síma 50960 til kl. 17,30 daglega. Hestamannafélagið Sörli, Hafnarfirði. Framtíðarstarf Vel menntaður verzlunarmaður, með fjölþætta við- skiptareynslu óskar eftir vel launuðu framtíðarstarfi. Viðkomandi hefur kunnáttu og reynslu í inn- og útflutningsverzlun, mikla málakunr.áttu og hæfni til erlendra bréfaskrifta. Hefur gegnt sjálfstæðum ábyrgðarstörfum um allangt skeið. Tilboð er til- greini hugsanlegt verksvið og vinnuaðstæður sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 21. þ.m. merkt: „Framtíðarstarf — 222“. KITCNEII110 & IVTSTIMIIIIIIISE viðgerðarþjónusta. Viðgerðir og endurbætur á rat'lögnum. Hríngið í okkur í síma 13881. RAFMAUST SF. Barónsstíg 3. Samhand íslenzkra fegrnnarsérfræðinga Fræðslu- og skemmtifundur, verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu fimmtudaginn 19. október * 1967 kl. 18,30 stundvislega. Fundarefni: 8,30—9 fundarstörf (aðeins fyrir félagskonur). Kl. 9 Fræðsluerindi: Herra læknir Knútur Björnsson sérfræðingur í plasticcirogie. Sýnikennsla í „make up“ Madame Garbo Lino fegrunarsérfræðingur frá Germaine Monteil. Kaffidrykkja. — ALLIR VELKOMNIR. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.