Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 28
B U Ð I N Þekktustu vörumerkin, mesta fjölbreytnln MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1967 ^TTloókvitch'. # kosíar kr. 146.825,- hagkvæmir greiðsluskilmálar BIFREIBAR& LANDBÚNAÐARVÉLAR SUÐURLANDSBRAUT 14 — SlMI 38600 Kaidasta októbernótt síðan 1924 a.m.k. - Mesta frost mœldist á GrímsstÖðum á Fjöllum eða 19 stig í VIÐTALI við Mbl. í gær sagði Páll Bergþórason, veðuirfræð- ingw, að sér sýndist allt benda til þess, að sj. nótt hefði að öllu samanlögðu veirið kaldasta októbernótt síðan 1924 a.m.k. Kuidinn vwr tiltöiulega mestur fyrir aiustan fjall og á Suður- landi, en á Norðurlandi var um það bil jafn kalt og kaldast hefur orðið áður siðan 1924, þar sem skýrslur liggja fyrir. Þá sagðist hann halda, að mjög sjaidgæft væri að allt Iandið yrði hvítt samtímis um þetta leyti árs eins og nú mun hafa orðið- 18 stiga frost á Heliu. Eins og fyrr segir var kuldinn mestur á Suðurlandi. Á Hellu á Rangárvöllum var 1® stiga frost og eins á Hveravöllum. A Þing- völlu-m var frostið 17 gráður, sem er það mesta, sem þar hef- ur mælzt í októbermánuði. Á Kirkjubæjarklaustri var 10 stiga frost, en það er mikið imiðað við þennan árstímia, en þá verður sjaldan mikið frost á Klaustri. Er þetta meira frost, en við höfum áður fengið skýrsl ur um þaðan, sagði páll. 8 stiga frost var á Stórhötfða í Vestmannaeyjum, sem er gríð armikið. Þá var um það bil jafn kalt á Norðurlandi eins og áður hef- ur mest orðið, siðan mælingar hófust, eða síðan 1924. Á Akur- eyri var 11 stiga frost og 19 stig á Grímsstöðum á Fjöllum eða hið mesta á landinu. Dæmi eru um frostlausan október í Reykjavík. Hér í Reykjavík mældist 9 stiga frost, en áður hafa mest mælzt 10 stig í október, síðan mælingar hótfust 1924 eða fyrir 19 árum, en það var árið 1948. Næsta ár, 1949- mældust 9 stig eins og nú. Þá sagði Páll, að í Reykjavik hefðu komið þeir októbermánuðir, að ekki hefði mælzt frost í lotfti, eins og t.d. 1939, en þá var minnsti hiiinn í október 0,2 stig yfir frost- marki, en mjög algengt er, að frostið fari ekki upp fyrir 5 stig í Reykjavík í þessum mán- uði. Þó að ekki sé mjög sjaldgœft, að snjói í miðjum október, er miklu algengara, að snjóinn taki upp mjög fljótt aftur, sér- staklega vegna þess, að þá fell- ur hann otft á þíða jörð. En í fyrrinótt var töluvert frost eða 6 stig og heldur þessi kuldi snjónum töluvert við- sagði Páll, svo að sóilbráðin hefur ekki unnið á honum. Hann hefur nú vérið í hálfan annan sólarhring og kemst líklega í tvo a.m.k. ÞaS er vetrarsvipur Lækjargötu og Esjunni hér á myndinni, (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). sem tekin var í fyrradag. AREKSTRAR VEGNA S0LU HAGKAUPS Á MATVÖRU Kaupmenn mótmœla viðskiptaháttum verzlunarinnar - Hagkaup snýr sér til viðskiptamálaráðuneytisins FYRIR rúmri viku hóf verziunin Hagkaup sölu á matvörum, og er álagning fyrirtækisins á þessar vörur talsvert minni en tíðkast hjá öðrum matvörukaupmönn- um. Litlu síðar var fyrirtækinu tilkynnt af nokkrum viðskipta- aðilum þess, að þeir treystu sér ekki til að selja því slíkar vörur framvegis, vegna mjög eindreginnar andstöðu annarra matvörukaupmanna. Eigandi Hagkaups leitaði til viðskipta- málaráðuneytisins af þessum sökum, og tjáði Gylfi Þ. Gísla- son, viðskiptamálaráðherra, blað- inu í gær, að fundur hefði verið haldinn með viðkomandi aðilum til að fá iausn á þessu máli, og annar fundur væri fyrirhugaður í dag. Morg.uíblaðið sneri sér í gær til Pálma Jónssonar, eiganda Hagkaups, og sagði hann að heildsalar og framíeiðendur, sem hann ætti matvöruviðskipti við, hefðu tilkynnt sér, að þekn hefði verið gert ókleift að eiga frekari viðskipti við hann vegna utanaðkomandi þvingana. Kvað Pálmi augljóst að þetta stæði í sambandi við verðlagninguna á matvörum þessum, en hún væri nokikru lægri hjá Hagkaup en yfirleitt tiðkaðist. Sagði Pálmi, að hann hefði leitað til viðskipta- málaráðuneytisins til að fá leið- réttingu sinna mála. Sigurður Magnússon, formaður Kaupmannasamtaka íslands tjáði Mbl., að samtökin sem slík hefðu ekkert með þetta mál að gera, þar sem þau skiptu sér ekki af hinum almennu viðskipbum fé- lagsmanna sinna. Þá ræddi Mbl. við Óskar Jó- hannsson, kaupmann í Sunnu- búð, en hann er formaður Félags matvörukaupmanna. Hann sagði, að félagið sem slíkt ætti enga aðild að þessu máli, en hann nefndi tvö dæmi um mismuninn á verðlagninigunni í Hagkaup og verzlun sinni, sem hann kvað skýra sjónarmið sitt og margra annarra kaupmanna. Framhald á bls. 27 Bræðurnir slökktu eldinn TVEIR unglingspiltar hringdu í slökkvliðið laust fyrir klukkan hálf sjö í gærmorgun og til- ikynntu um eld að Túnigötu 51. Þegair slökkviliðið var að koma á vettvang hringdu pilt- arnir aftur og kváðust hafa slökkt eldinn. Drengirnir sváfu í herbergi uppi á lotfti og vöknuðu í gær- Dómssátt í máli brezka skipstjórans Mar gert að greiða 100 þús. kr. sekt fyrir ólöglegan umbúnað veiðarfœra MÁL skipstjórans á brezka tog- aranum St. Matthews H-201, sem varðskipið Þór tók að meintum ólöglegum veiðum suð-austur af Hvalbak laust eftir miðnætti á sunnudagskvöld, var til lykta leitt með dómssátt á Seyðisfirði í gærkvöldi, þar sem ekki sann- aðist annað brot en ólöglegur umbúnaður veiðarfæra. Skipstjóranum, Robert Fords, var gert að greiða 100 þús. kr. í sekt og allan kostnað rann- sóknarinnar, en sektin var svo há, þar sem skipstjórinn hafði sýnt mikla þrjózku við tökuna og neitað að stöðva togarann, fyrr en skotið hafði verið að hon um 7 púðurskotum og 4 föstum skotum. Voru komnir 8 mílur út fyrir landhelgina Guðmundur Kæmested skip- herra sagði í viðtali við Mbl. í gær, að kl. 10 á sunnudags- kvöld hefðu þeir á varðskipinu orðið varir við, að togarinn var 7,5 sjómílur innan fiskveiðimark anna. Þegar þeir komu að hon- um, voru vefðarfærin komin inn, en togarinn sigldi til hafs. Skjót- lega náðist talsamband við hann, en skipstjórinn neitaði að stöðva togarann, því að þá mundu varð- skipsmenn færa skipið til hafn- ar, en þeir hugðust athuga, hvernig umhorfs væri á togar- anum. Þegar hér var komið sögu, var skotið að togaranum 7 púður- skotum, en skipstjórinn neitaði eftir sem áður að stöðva hann, fyrr en hann væri kominn út fyrir 12 mílumar. Þegar þangáð var komið, neitaði hann þó enn sem fyrr algjörlega að stöðva togarann og var þá skotið að honum 4 föstum skoturrv og þá loksins gafst hann upp, en þá var klukkan stundarfjórðung yfir miðnætti og var togarinn þá kominn 8 mílur út fyrir fisk- veiðitakmörkin, en síðan var haldið með hann inn til Seyð- isfjarðar. Framhald á bls. 27 morigun við það, að reykjar- svæ'la barst inn í herbergið. Höfðu þeir snöp handtök, drifu sig á fætur og fiundu eldinn, sem var í hjónaherberginu, og slökktu hann- Hafði kviknað í útvarpi, sem stóð á náttborði við hjónarúmið, og eldurinn þaðan komizt í gluggatjöldin. Slökkviliðsmenn fóru upp í íbúð ina til að ganga úr skugga um allt væri í lagi. Leyndist þá glóð í gólfiteppinu og var hún fljót- lega slökkt. Útvarpið, náttborðið, glugga- tjöldin og ýms blöð, sem eldur- inn hafði komizt í, báru dreng- irnir út á svalir eftir að hafa slökkt í því. Féllu á hálku og lærbrotnuðu TVENNT datt á hálkunni í fyrra- kvöld og lærbrotnuðu bæði. Laust fyrir klukkan hálf ellefu datt Lárus Ólafsson til heimilis að Bergstaðastræti 67 fyrir utan hús sitt og um hálftíma síðar datt Sigríður Ingvarsdóttir Öldu- götu 8 á móts við hús númer 85 við Hverfisgötu. Ekki var lögreglunni kunnugt um fleiri slys á fólki, sem hafði dottið á hálkunni, þegar Mbl. taláði við hana í gærkvöldi, en ástæða er til að hvetja gang- andi vegfarendur til að sjá fót- um sínum vel forráð vegna hálk- unnar. Þýzka stjórnin ítrekar mótmæli sín við EBE SENDIHERRA íslands í Bonn, Magnús V. Magnússon, tjáði Morgunblaðinu í símtali í gær, að vestur-þýzki land- búnaðarráðherrann, sem fer með fiskimál, hafi fyrir nokkrum dögum mótmælt hinum nýia tolli, sem yfir- stjóm Efnahagsbandalags Evr ópu, setti í sumar á innflutn- ing nýs og frysts fisks til Vestur-Þýzkalands. Sendiherrann sagði, að hér væri um ítrekuð mótmæli vestur-þýzku stjórnarinnar að ræða, en hún teldi tollinn og kvótatakmarkanir á innflutn- ingi fisksins skaða hagsmuni landsins. Sendiherrann sagði, að yfir- stjórn EBE í Brússel liefði ekki ennþá svarað þessum mótmælaorðsendingum vest- ur-þýzku stjórnarinnar. Telpa stór- slasast - á gangbraut í gœr TÍU ára telpa, Hallfriður BJama dóttir, Sigtúni 57, mjaðmagrimd arbrotnaði, þgar bíll ók á hana á gangbraut um klukkan sex í gær. Halltfríður var á leið norður yfir gangbrautina á móts við Laugaveg 176 þegar slysið varð. Stór sendiferðabíll kom eftir hægri akgrein og nam ökumað- ur hang staðar til að hleypa telpiunnd yfir. Jafnfraimt rétti hann út höndina til að aðvara þá bíistjóra, sem á eftir kornu. Fólksibíll kom etftir vinstri ak- grein og virðisit ökumaður hans ekki hafa uppgötvað hættuna fyrr en of seint, því hann byrj- ar ekfld að hemla fyrr en hann er kominn á hlið við sendiferða- bílinn. Var fólksbíllinn á keðj- um að aftan og nýjum snjó- dekkjum að framan, en rann samt á hemlunum yfir gang- ’brautina. Lenti Hallfríður fram- an á bílnum og kastaðist til við högigið. Hún var flutt 1 Slysa- varðstofuna og síðan í Barna- deifld Landspítalans. í ljós kom, að hún hafði mjaðmagrindar- brotnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.