Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKT. 1967 17 — Alþingi Framhald á bls. 12 bygg, að miðað við bá ákvörðun að taka upp verðtryggingu launa, sé þarna ekki um bein ágrein- ingsatriði að ræða a.m.k. sem máli skipta Á sínum tíma var það skýrt tekið fram, að skuld- fbinding ium gildi þessara laga igildi að sjálfsögðu ekki lengur heldur en þeir samningar eða samkomulag, sem frv. byggir á. Það þótti hins vegar ekki ástæða til þess að hafa neinn slíkan gildistima ákveðinn í frv. sjálfu. í>að verður að fara eftir aðstæð- um, viðhorfum á hverjum tíma, hvað í þessum efnum er ákveðið. Frá því, að vísitalan fyrst var hér upp tekin, hygg ég á árimu 1939, hefur um hana gilt marg- ’háttuð og mismunandi löggjöf. Hún veitir launþegum að vissu leyti tryggingu. Það er óumdeilan legt, en hins vegar hefur hún hættur í sér fólgnar varðandi of öran verðbólgtuvöxt sem einnig kemur niður á launþegum eins og öðrum landsmönnum Það er þess vegna hvorki hægt að segja að verðtrygging eða vísitala skuli undir öllum kringumstæðum vera lögboðin né heldur* að al- igert bann við þesau skuli að staðaldri vera í lögum. Það verður að fara eftir ástandi og horfum í efnhagsmál- um hverju sinni, hvað til- tækilegt þykir í þessum efnum. Eins og á stóð 1960 vegna þeirra breytinga, sem þá voru taldar óhjákvæmilegar og leiddu af ástandi fyrri ára, þótti ekki fært að halda fyrri ákvæðum um vísitölubindingu kaups í lögum. Þessu fylgdi aft- ur á móti það, að kaupgjalds- samningar voru gerðir til mjög skamms tíma. Vinnufriður varð ærið ótryggur og þegar það kom í ljós í vor, að það var skil- yrði af hálfu verkalýðshreyfing arinnar fyrir samningsgerð, sem að öðru leyti þótti viðhlítandi og átti að standa til eins árs, að verðtrygging karnps væri tekin upp að nýju á þessu tímabili og bannið úr lögum numið, þótti ekki áhorfsmrál, að rétt væri að verða við þeim óskum, enda hygg ég, að það sé almannaróm- ur, að mikið hafi áunnizt með þeim vinnufriði, sem í vor tókst að semja um.“ Þetta sagði ég orðrétt hinn 20. október 1964 í þessum stól. í um ræðunum á eftir tóku þátt tveir aðilar, sem áttu hlut að þessu samkomulagi, þeir Eðvarð Sig- urðsson og Hannibal Valdimars son. Þeir líta gildi verðtrygg- ingar öðrum augum en ég, en þeir gerðu engar athugasemdir við þessar yfirlýsingar mínar. Þeir eru þeim efnislega ósam- þykkir, en þeir vissu, að þetta voru þær yfirlýsingar, sem ég g-af, áður en þessi samningur var undirritaður, þannig að hann var með öllum fyrirvara gerður um það, að eftir að ár væri liðið frá 5. júní 1964 væru menn frjálsir um ákvarðanir varðandi verðtrygginguna sem önnur atriði, sem þá var samið um og ekki sérstaklega fram tekið að skyldu gilda til lengri tíma. Það greiðir ekki fyrir máli, að blanda inn í það brigzl um um svik og heitrof, þegar gagnstæðar yfirlýsingar liggja fyrir. Kristján Thorlaeius (F) sagði að hér væri engan veginn um nýjar efnahagsaðgerðir að ræða af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þær hefðu í raun og veru komið til í fyrra. Munurinn væri sá að á'ð- ur hefðu álögurnar verið greidd- ar úr ríkissj., en nú ætti að fara beint í vasa almennings eftir þeim. Þetta hefð' ríkisstjórnin gert að ráðnurn hug. með tilliti til Alþingiskosninganna í vor. Þyrfti hins vegar ráðstafanir til þess að mæta þe;m erfiðleikum sem upp hefðu komið í sumar, mundu þær koma fram í öðrum myndum og hefði forsætisráð- herra óbeinlínis boðað þær í ræðu sinni í gær. Kristján sagði, að stefna sú sem ríkisstjórnin hefði fylgt hefði að undanförnu leikið at- vinnuvegi landsir.s mjög grátt og ennfremur launþega, sem gætu nú alls ekki lifað á dag- vinnukaupi einu saman. Engir ríkisstjórn hefði verið þjóðinti'' jafndýr og þessi. Magnús Jónsson, fjármála- ráðherra svaraði í ræðu sinni nokkrum atriðum er fram höfðu komið I ræðu Magnúsar Kjartanssonar. Ræddi ráðherra fyrst um fyrirspurn þingmanns- ins um hina nýju vísitölu og sagði að vísitala þessi væri reiknuð út samkvæmt samkomu lagi sem gert hefði verið við verkalýðsfélögin 1964. Þá hefði verið ákveðið að reikna út nýja vísitölu til fróðieiks, þar sem vitað hefði verið að grundvöll- ur gildandi vísitöiu og neyzlu- venjur fólks hefðu breytzt mik- ið frá 1953—1954. en þá hefði grundvöllur hennar verið lagð- ur. Ákveðið hefði verið að Kaup lagsnefnd og Hagstofan reikn- uðu þessa vísitölu út og hefði hún nú lokið rannsókn á neyzlu venjum og vísitöiugrundvellin- um. Af hálfu verkalýðsfélag- anna hefði ekkert komið enn fram opinberlega um afstöðu þeirra til þessarar nýju vísitölu, Magnús Jónsson en hitt væri engum vafa undir- orpið, að hún væri miklu rétt- ari en sú gamla. Frá 1. febr. 1966 til 1. maí 1967 héfði þessi vísitala hækkað um 7,1 stig, en sú sem nú væri gildandi hefði hækkað um 6,5 stig. Væri því það augljóst að á þessu tíma- bili hefði nýja vísitalan sízt ver ið launþegum óhagstæðari en sú sem .gildandi væri. Rétt væri að grundvöllur þess arar vísitölu væri nokkuð annar en grundvöllur hinnar og væri miklu fleira sem hefði áhrif á hana. Með tilkomu hennar væri t.d. nær ómögulegt að greiða vörur niður, þar sem hvert stig mundi kosta ríkissjóð það miklu mieira fé, en nú væri. Það hefði ekki verið ætlun ríkisstjórnar- innar á neinn hátr að auðvelda sér neinn eftirleik með því að taka þessa vísitölu upp, og ef verkalýðsféíögin sæju sér eirt- hvern sérstakan óhag í því að hún yrði tekin upp, kæmi vissu lega ti-1 greina að endurskoða það mál. Þá vék fjármáiaráðherra að skattrannsóknum. Sagði hann að í þeim efr.um yrði ekki á ríkisstjórnina deilt. Það hefði fyrst í hennar tíð verið teknar upp kerfisbundnar aðgerðir til þess að fyrirbyggja skattevik. Skattsvik væru ekki ný bóla á íslandi, þau hefðu viðgengizt í áratugi og því þætti mörgum sem aðgerðir þær, er beitt hefðu verið væru of harkaleg- ar. Engin tilraun hefði verið gerð á einn eða annan hátt til að hindra starfsemi skattrann- sóknanna. Rétt væri að forróða maður stofnunarinnar væri bú- inn að segja upp störfum, en það stafaði ekki af því að á- greiningur hefði orðið milli hans og ráðuneytisins. Róðherra sagði að hann hefðí lagt að for- stöðumanni stofnunarinnar að halda ófram störfum sínum, þar sem hann hefði reynzt hinn traustasti í starfi sínu, en eigi að síður hefði skattrannsóknar- stjórinn ekki séð sér fært að halda starfi sínu áfram. Nú hefði verið ráðinn nýr maður til þessara starfa, og kvaðst ráð herra vona, að hann gæti auk- ið, fremur en minnkað það stacf sem þar væri að vinna. Aldrei hefði verið gert neitt til þess að halda hlífiskildi yfir ein- um eða neinum við skattrann- sóknir, en hitt væri svo annað mál að rökstuddar ástæður væru fyrir því að stórfyrirtæki svikju síðiur undan skatti en smáfyrirtæki. Athuganir hefðu verið gerðar einnig hjá stórfyr- irtækjum og hefðu þær bent í þessa átt. Ráðherra sagði að vit- anlega væri mjög auðvelt að I gera þessi mál tortryggileg og væri því nauðsynlegt að hið rétta kæmi fram í þeim. I lok ræðu sinnar sagði Magnús Jónsson fjármálaráð- herra, að óumdeilanlega væri kjarni málsins nú sá, að í rík- issjóð vantaði 750 milljónir kr. til þess að endar næðu saman. Þess væru fordæmi að ftárlaga frumvörp hefðu verið lögð fyr- ir Alþingi með stórkostlegum greiðsluhalla t.d. á valdatímum vinstri stjórnarinnar. Sjálfstæð- ísmenn hefðu þá talið þau vinnu brögð fráleit, og teldu enn. Það hefði verið skoðun ríkisstjórn- arinnar að óhugsandi væri ?ð leggja fjárlagafrumvarp fyrir Alþingi án þess að gera tillóg- ur um úrlausn vandans. Með því væri ekki sagt. að það væru einu úrræðin sem til greina kæmu. Stjórnarandstöðunni stæði til boða að koma með sín ar tillögur, en hins vegar væri ekkert gagn að óljósum fullyrð ingum og bollaleggingum, sem ekki ættu sér stoð í veruleikan- um. Staðreynd væri að þjóðartexj ur hefðu á undaníörnum árum vaxið meira en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Stjórn- arandstæðingar héldu því nú fram, að atvinnuvegirnir væru í kalda koli, svo ekki mætti eft- ir því ætla að þeir hefðu notið goðs af auknir.gunni, þá héldu þeir því einnig fram að hagur almennings hefði aldrei yerið verri en nú, svo samkvæmt þeirra kenningum hefði hann ekki heldur notið aukningarinn- ar. Hvert hefði hún þá farið? Ráðherra sagði aö okkar vandi væri sá að við hefðum dreift út öllum þjóðartekjunum jafn- óðum og þær öfluðust. Deila mœtti á ríkisstjornina fyrir að hafa ekki tekizt að halda í þetta fé, en síður en svo hefðu kom- ið frá stjórnarandstæðingum aðfinnslur í þá átt. Alltaf væri hægt að saka hvern annan um það sem aflaga hefði farið, en staðreyndin væri sú að þjóðin þyrfti í dag að leysa efnahagsvandamál sín á sem breiðustum grundvelli. Hann væri ekki það mikill að ekki væri hægt að komast yfir hann, en gæti hins vegar orð- ið okkur þungt áfall, ef ekki væri brugðizt við honum á rétt- an hátt. Eðvarð Sigurðsson (K) sagði að bersýnilegt væri að nú væru kosningavíxlar ríkisstjórnarinn- ar fallnir. Nú væru komnar fram tillögur um mikið álag sem mundi koma harðast niður á lág launafólki og barnafjölskyldum sem notuðu langmestan hluta tekna sinna til þess að kaupa brýnustu nauðsynjar. Væri það skoðun sín að með þessu frum- varpi væri roíinn grund'völlur allra kjaraisammnga. Samkvæmt gildandi lögum og samningum ætti fólk að fá 8% kauphækkun til að mæta þeim verðhækkun- um sem ráðstafanir þessar fælu í sér. Af þessu leiddi að skoða bæri ráðstafanirnar sem beina striðsyfirlýsingu á hendur verkalýðsins. Af þessum ráðstöf unum mundi óumflýjanlega hefjast nýtt ófriðartímabil á vinnumarkaðinum. Nauðsynlegt væri fyrir ríkisstjórnina að hgfa það í huga við afgreiðlslu þessa máls. Ráðstafanirnar yrðu því sár- ari fyrir láglaunafólk að þær kæmu nú í kjöifar minnkandi tekna sem orðið nefðu hjá vinn- andi fólki vegna samdráttar í atvinnulífinu. TaLsmenn stjórn- arinnar töluðu óspart um aukn- ar þjóðartekjur og hlutdeild verkafólks í þeim. Þessi aukn- ing á þjóðartekjum hefðu kom- ið til vegna þess að fólkið í landinu hefði lagt á sig óhemju lega mikla vinnu, og það hefði vitanlega aukið tekjur þess. Síðar í ræðu sinni vék Eð- varð að því að það væri al- gjört grundvallaratriði að tryggja atvinnu, en sér virtist ekki sú stefna sem ríkisstjórn- in nú boðaði vænieg til þess, — mundi miklu fremur stuðla að áframhaldandi samdrætti í at- vinnulífinu. Þá sagði Eðvarð, að það væri krafa verkalýðsstétt- arinnar að efnahagsaðgerðirnar yrðu líka að kom niður á þeim sem mest hefðu og bæru úr býtum. Það væri einnig krafa hennar að séð yrði til þess að framtöl manna til skatts yrðu á annan hátt en verið hefði. Rikisstjórnin stæði frammi fyr- ir því að verkafólk myndi ekki hlíta efnahagsaðgerðarlögunum nema það væri gert. Vitanlega væru efnahagsörðugleikarnir miklir og ríkissjóður þyrfti að ná saman endum hjá sér, en. það þyrftu flein og ekki sizt alþýðuheimilin og væri því ekki stórmannlegt hjá ríkisstjórninni að ráðast eingöngu á garðinn þar sem hann er lægstur. Sjávarlóð Einbýlishúsalóð við Skerjafjörð til sölu. Lóðin er í fremstu röð. Tilboð merkt: „1200 ferm. — 210“ sendist Mbl. fyrir föstudag. SAMKVÆMISKJOLAR síðir og stuttir. BRÚÐARKJÓLAR síðir og stuttir. Aðeins einn af hverri gerð. KJÓLASTOFAN, Vesturgötu 52. Atviima Ungan reglusaman mann vantar atvinnu nú þegar. Vanur skrifstofu- og verzlunarstörfum og sölu- mennsku .Tilboð óskast send Mbl. fyrir laugar- dag merkt: „Sölumennska — 5927“. Stfttttaít . . . ræsir bílinn SMYRILL IAUGAVECI 170 - SÍMI 12260 Fyrsta flokks rafgeymir sem fullnægir ströngiistu kröfum Hring- stigar Hagstætt verð, leitið upplýsinga og verðtilboða. Þeir sem hafa ■ huga að fá hringstiga af- greidda fyrir ára- mót, vinsamlega hafi samband við skrifstofu vora sem fyrst. Sænsk gæðavara. Einkaumhoð fyrir: HVERFISGÖTU « KKYKJAVÍK .S SÍMI 1 81 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.