Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKT. 1967 UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR — effir Jóhann Jakobsson forstöðumann Almannavarna Náttúrleg geislun umhverfisins Þess er áður getið í grein II, Geislavirkt úrfall, að maðurinn og aðrar lifandi verur jarðar- innar ver'ða fyrir stöðugri geisl- un frá umhverfinu. Geislim þessi stafar utan úr geimnum, geimgeislar, frá geislavirkum efnum jarðarinnar og frá geisla virkum efnum, sem finnast í lík- ama manna og dýra. Geislun þessi er mismunandi eftir stað- háttum og hæð landsins yfir sjó. Áhrifa geimgeislanna gætir meir því hærra sem dregur frá jörðu. Þannig þrefaldast geislun þessi í 3000 metra hæð miðað við sjávarmál. Heildargeislun, sem líkaminn verður fyrir á þennan hátt nemur þó aðeins 100—150 milli-rem*) á ári. Önnur geislan, sem líkaminn verður fyrir stafar frá læknis- fræðilegri meðhöndlun, röntgen 1956) ICRP (1950-1956 ) 0.3 rem/viku 0,1 rem / dag ICRP (193/t -1950 ) 0,2 rem / dag Geislun (rem/ár) 5 meðaltal 15 hámark 30 60 -100 Leyfilegur geislaskammtur, hámark. Áhrif geislunar ú munninn myndum, gegnum-lýsing og frá áhrifum geislavirkna - efna frá tilraunasprengingum fyrri ára (1954—1961). Hið fyrmefnda er mjög breytilegt og hið sfðar- nefnda er talið að nemi aðeins um 1—3 milli-rem á ári, ef ekki verður framhald sprengingum. slíkum 4. GREIN Geislun frá kjarnorku- sprengingu. Þess er éður getið í (Kjarnorkuvopn og grein I, áhrif þeirra), að einn skaðvaldurinn er frumgeislun, sem nemur um 5% af orku sprengingarinnar. Þessi geislun er lífshættuleg í 2,5 km. fjarlægð frá sprengi stað og getur valdið alvarlegum *) 1 Rem (millirem = 1/1000 rem) er mælieining fyrir líf- fræðileg áhrif hvers konar geisl- unar og jafngildir áhrifum, sem 1' R (röntgen) röntgen- og gammageislna orsaka í lifandi vef. skaða í allt að 5 km. fjarlægð, ef stærð sprengjunnar er 1 MT (megatonn). Geislun þessi gæti numfð 100 rem í 4 km. fjarlægð. Frum- geislun varir aðeins örskamma stund og hefur aðeins áhrif það augnablik. Öðru máli gegnir um geislun frá geislavirku úr- falli, sem fylgir í kjölfar sprengingar. Geislunin stafar þar frá úrfallskomum, sem lagzt geta yfir stór svæði líkt og eld- fjallaaska. Þar er því um lang- æa geislun að ræða, sem get- ur numið hundruðum eða þús- undum rem, ef skýling er ekki tiltæk. Náttúrleg geislun, sem sam- kvæmt því, sem áður er sagt nemur aðeins 100—150 milli- rem á ári verður því hverfandi miðað vfð þann geislastyrk, sem frá kjarnorkusprengingu stafar. Áhrif geislunar á líkamann. Líkami manna og dýra er byggður upp af ótölulegum fjölda örsmárra eininga, fruma. Þessar einingar eru þó risastór- ar miðað við stærð sameinda og frumeinda, sem þær eru byggð- ar af. Frumur líkamans endur- nýjast stöðugt, þær hrörna og deyja, en nýjar myndast í þeirra stað. Þetta er hin eðhlegi gang- ur líkamsstarfseminnar. Ef lík- aminn verður fyrir geislun skaðast viss fjöldi fruma eða eyðileggjast. Ef geislunin er væg, nær líkaminn að bæta skáðann án þess að einstakling urinn verði þess var. Sterkari geislun og/ eða geislun í lengri tíma, veldur meiri skaða á lík- amsfrumunum. Vanlíðan og veikindi koma fram lengri eða skemmri tíma. Einstaklingurinn þjáist af geislunarveiki. Ef geislun á skömmum tíma nem- ur 600 rem eða meira leiða veikindin að jafnaði til dauða innan skamms tíma. Líkindi fyrir lífshættulegum áhrifum Skaðlegum áhrifum geislunar á líkamann má skipta í þrjá megin flokka. 1. Geislunarveiki. Einkennin lýsa sér í fyrstu, sem máttleysi, ógleði og uppköst. Einkenni þessi hverfa, en innan 1—2 vikna koma þau aftur, jafn- framt því, sem sjúklingurinn fær sár í munn og háls, niður- gang, hitasótt og hár byrjar að falla af höfði. Ef geislun er yfir 600 rem leiðir veikin til dauða á skömm um tíma. Vi’ð geislun um 400 rem eru a.m.k. 50% líkur fyrir, að sjúklingur nái bata. Ef geisl- un er innan við 300 rem má gera ráð fyrir sjúkdómsein- kennum á þriðju og fjórðu viku eftir geislun. Batahorfur eru góðar. Ef geislun er innan við 200 rem verður geislunar- veiki ekki vart að ráði. 2. Geislun getur verið orsök til sjúkdóma, sem koma fram löngu síðar á æfiskeiði. Sér- staklega virðast áhrifin örfa myndun krabbameins og hvít- blæðis. 3. Geislun hefur áhrif á erfðastofnana og eykur líkur á vanþroska. Geislunarveiki er ekki smit- andi, en einstaklingur, sem orð- ið hefur fyrir geislun, og er með geislunarveiki, er næmari en aðrir fyrir smitandi sjúkdóm- um. Viðnám hans gegn sýkingu er minna. Geislun ber ætíð að varast. A síðustu árum hefur áhrif- um geislunar og geislavirkra efna af eðlilegum ástæðum ver- ið veitt vaxandi athygli. Notkim geislavirkra efna hefur aukizt stórlega. Kjarnorkustöðvar og orkuver hafa verið reist. Til að tryggja sem bezt, að geisl- un valdi mönnum ekki skaða, hafa verið settar ákveðnar regl ur um hvað einstaklingar megi verða fyrir mikilli geislun án þess, áð það valdi þeim tjóni. Reglur þessar hafa verið settar og endurskoðaðar af Alþjóða- nefnd geislavarna (International Commission on Radiological Protection). Mynd 2 sýnir, að kröfurnar hafa stöðugt verið gerðar strang ari. Aukin vernd gegn utanaðkom- andi geislun, þrátt fyrir marg- falda aukningu í notkun geisla- virkra efna. Miðað við árið 1956 er þetta mark 0,1 rem eða 100 milli-rem á viku fyrir þá, sem vinna með geislavirk efni. Fyr- ir almenning er markið 500 milli-rem á ári. 1 MEGAT0NN UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR UM ALMANNAVARNIR Samband veitinga- og gistihúsaeigenda Almennur félagsfundur verður haldinn í Átthaga- sal Hótel Sögu í dag kl. 4 eftir hádegi. Áríðandi að félagmenn mæti. STJÓRNIN. SÖLUMAÐUR ÓSKAST til að selja mjög seljanlega vöni, mjög góð sölulaun, þyrfti helzt að hafa bíl. Þeir sem vildu sinna þessu sendi nafnr sitt og heimilis- fang á afgr. Mhl. fyrir föstlu- dagskvöld merkt: „Ágóði 224“ Bústjóra vantar að skólabúinu að Skógum í Austur-Eyja- fjallahreppi. Einnig kemur til greina að leigja jðrð og hús og jafnframt að selja búfénað ásamt véla- kosti, og öðru sem búinu fylgir. Umsóknir sendist sýsluskrifstofunni Hvoisvelli fyrir 31. þessa mán- aðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.