Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 1
28 SIÐUR Mjúk lending á Venusi í nótt Moskvu, 17. okt., NTB. í NÓTT kl. 4.30 að ísl. tíma kem- SÞ: Mikilvægor viðræðui hafnoi ur sovézka gcimflaugin Venus-4 að samnefndri plánetu. Forseti sovézku vísindaakademíunnar, M. Keldysj, sagði á blaðamanna- fundi í dag, að þess væri vænzt, að hægt væri að láta geimflaug- ina lenda mjúkri lendingu á plánetunni, en engu væri hægt að spá um árangurinn, því til- tölulega lítið er vitað um and- rúmsloftið á Venusi. New York, 17. okt., AP. U Thant, aðalritari SÞ, ræddi í dag við fyrsta varautanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, Vasilij Kuznetsov, og fulltrúa Banda- rikjanna hjá SÞ, Arthur Gold- berg. Viðræður þessar beindust að því að finna viðunandi lausn á deilunni fyrir botni Miðjarð- arhafs. Viðræður þessara þriggja stóðu yfir í 45 mínútur, en engin tilkynning var gefin út að þeim loknum. Talið er víst, að Kuznetsov muni innan tíðar ræða við Gold- berg um kreppuna fyrir botni Mfðjarðarhafs og önnur vanda- mál, sem nú steðja að Allsherj- arþingi SÞ. Kuznetsov kom til New York ó mgnudag og ræddi þegar við komuna við utanríkis- ráðherra Egyptalands, Mahumad Riad, sem nokkru síðar ræddi við Goldberg. Fullvíst er talið, að aðaltil- gangurinn með komu Kuznet- sovs sé jafnt að ræða um hinn fyrirhugaða sáttmála um bann við dreifingu kjarnorkuvopna eins og úm kreppuna í löndum Gyðinga og Araba. Venus-4 mun, ef allt gengur að óskurn, senda upplýsingar til jarðar um lofthjúp Venusar, en slíkar upplýsingar eru geysi- mikilvægar fyrir geimferðir framtíðarinnar, sagði Keldysj. Hann sagði ennfremur, að árang- ur þessarar geimferðar ylti á loftþrýstingnum á Venus, en upplýsingar, sem flaugin- hefur þegar'sent frá sér benda til að hitinn umhverfis hana nú sé 400 gráður á Celsíus. VIUA BEINAR VIÐRÆÐUR Jerúsalem, 17. okt., AP. arhafs og koma á varan- ÍSRAELSSTJÓRN tilkynnti legum friði á þessu svæði. í dag, að hún héldi fast við fyrri ákvarðanir sínar um ■P*» 'ÓáflBBl miililiðalausar samningavið- K iH ræður við Araha, cnda væri BMFs' , það eina leiðin til að leysa ÍÍyBK; I deiluna fyrir botni Miðjarð- * * Fjölga mönnum ■ VSetnam Astralíustjórn hefur ákveð ið að fjölga í her sínum í S- Víetnam úr 6.300 manns í 8000 manns. Einnig hefur stjórn Nýja Sjálands ákveðið að fjölga í her sínum — um 170 manns. Forsætisráðherra Ástralíu, Harold Holt, sagði á þjóðþinginu i dag, að árásarmáttur ástralska heraflans í S-Víetnam yrði í raun tvöfaldaður. Sagði Holt, að öflugir skrfðdrekar yrðu sendir til S-Víetnam og auk þess þyrl- ur o. fl. Wang í ónáð Peking, 17. okt. — NTB — VEGGSPJALDASTYRJÖLD er hafin í Peking gegn áróðurs- málaforingja kínverskra komm únistaflokksins, Wang Li, sem á sæti í menningarbyltingar- nefndinni í Peking. Wang er ásakaður um njósn- ir í þágu forseta kínverskra þjóðernissinna, Sjang Kai-sjek. Ofsinn, sem einkennir árásirn- ar á Wang Li, kemur á óvart, því í júlí sl. var hann hylltur sem ein af hetjum stjórnarinn- ar. Fyrsta merkið um að Wang væri fallinn í ónáð bom 1. okt. sl., á þjóðhátíðardegi Kínverja, þegar hann var ekki viðstaddur í hinni opinberu heiðursstúku á Torgi hins himneska friðar. Forsætisráðherrann lýsti því yfir, að Ástralía væri nú betur varin en nokkru sinni fyrr á Framhald á bls. 27 Abba Eban Á fundi með stjórn sinni í morgun sagði Abba Eban, utanríkisráðherra ísraels, að þjóðin mundi ekki sætta sig við neitun Araba við beinum viðræðum. Yfirlýsing, sem gefin var út að loknum fundi ríkisstjórnarinn ar, lagði fyrir fulltrúa ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, að haga máli sínu samkvæmt þess- ari ákvörðun. Eban leggur af stað til New York á föstudag nk. til viðræðna við Dean Rusk, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, um sam- vinnu landanna. Til harðra átaka kom milli brezkra hermanna og ara- bískra þjóðernissinna í Ad- en sl. sunnudag. í átökun- um féll einn Arabi en þrír særðust lifshættulega. Fjórir brezkir hermcnn særðust í þessum bardögum og sést einn þeirra hér að ofan í fylgd félaga sinna fyrir utan sjúkra stofu í Aden. Á húsvegginn eru letraðir upphafsstafir arabísku þjóðfrelsisfylkingar- innar. (AP-mynd>. Lestarstjóri ákærður Óðinsvéum, 17. okt., NTB. ÁKÆRUVALDIÐ í Óðinsvéum höfðaði í dag mál á hendur lest- arstjóranum Curt Alfred Múller, sem stjórnaði lestinni „Norður- Jótinn“, er hún ók aftan á aðra lest um fjóra km. austur af Óð- insvéum 10. ágúst sl„ en i þessu járnbrautarslysi fórust 11 og 30 særðust. Nasser fús að hefja viðræður við isralsmenn undir leiðsögn S.Þ. Brezkur þingmaður skýrir frá viðtali við Nasser, hinu fyrsta við hann, sem birtist opinberlega frá því í júnístyrjöldinni Nasser forseti Egyptalands er fús að hefja viðræður við Israel undir leiðsögn Sam- einuðu þjóðanna og það jafn- vel áður, en Israelsmenn flytji á brott herlið sitt frá Sínaiskaga. Hefur forsetinn stungið upp á því, að slíkar viðræður færu fram innan marka vopnahléssamkomu- lags þess, sem gert var 1949. Hann er einnig reiðu- búinn að fallast á, að bund- inn verði endi á styrjaldar- ástand það gagnvart tsrael, sem Egyptar hafa haldið fram, að ríkt hafi allt frá stofnun ísraelsríkis. Þetta kemur m. a. fram í viðtali, sem Sir Dingle Foot, þingmaður og fyrrum ríkis- saksóknari í Bretlandi átti við Nasser forseta fyrir skömmu, og birtist í blaðinu The Ob- server. Sir Dingle segir hins vegar, að Nasser krefjist þess, að ekkert samkomulag, einnig að því er varöar Súez- skurð, verði samið endanlega um, fyrr en herlíð ísraels- manna sé á burt af egypzku landssvæði. Forsetinn bindur einnig heimild fyrir ísraels- menn um að sigla skipum sínum um skurðinn því skil- yrði, að vandamál arabískra flóttamanna frá Palestínu verði í samræmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna, þar sem farið er fram á, að þeim verði annað hvort leyft að snúa heim, eða þeim greiddar bætur. Sir Dingle segir enn fremur að Nasser forseti vonist til þess, áð Bretar og Egyptar taki upp stjórnmálasamband sín á milli að nýju og að í kjölfar þess fylgi nánari sam- vinna í efnahags- og menn- ingarmálum milli Bretlands og Egyptalands. Þetta voru nokkur helztu atriðin, sem fram komu í við- tali Sir Dingles við Nasser, en það fór fram sl. fimmtudag og er fyrsta viðtalið, sem haft er yið forsetann og birzt hefur á prenti, síðan styrj- Foot Nasser öldinni milli Araba og Isra- elsmanna lauk í júní sl. Meiri gagnrýni á Nasser. Sir Dingle segir, að Nasser sé nú gagnrýndur miklu frjálslegar en áður heima fyr- ir og ósigurinn í sumar hafi að sjálfsögðu orðið þess vald- andi, áð hann hafi fallið í áliti á meðal mjög margra. Sir Dingle telur hins vegar, og hefur þá skoðun sína eftir sendistarfsmönnum, blaða- mönnum og ýmsum öðrum, Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.