Morgunblaðið - 11.11.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.1967, Blaðsíða 21
MORGí-UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓV. 1967 21 — Vaiðarfundur Framh. af bls. 17 síldarvertíð að leysa þann tækni lega vanda að flytja og geyma síldina óskemmda til vinnslu- stöðvanna í landi, eða salta hana á híifi úti. Ef okkur tækist það ekki mætti gera ráð fyrir, að við töpuðum tryggum mörkuð- um í hendur keppinauta okkar. GuðmUndur Jörundsson sagði, að margt væri í rekstri íslenzkra fiskiskipa, sem þyrfti áð gefa gaum að og lagfæra, og vék hann að þeim málefnum sem hann sagði vera í valdi löggjafarvalds- ins að leiðrétta. Guðmundur sagði, að sjó- mannalögin er sett voru á Al- þingi 1956 um vinnutíma togara- sjómanna, hefðu kallað á mikla fjölgun skipverja, þráitt fyrir stór breyttar aðstæður og mjög minnkaða vinnu um horð í tog- urunum vegna lélegra afla- bragða. Fram að þessu hef8i eng- inn stjórnmálaflokkur fengist til að bera fram lagabreytingu um þessi mál, þótt flestir viður- kenndu nauðsyn þess að endur- skoða þyrfti lögin og gera á þeim nauðsynlegar breytingar miðað- ar við þá tækniþróun, sem átt hefði sér stað á síðari árum og eðlilega hagræðingu vinnuafls, sem reynsla sfðari ára hefði kennt mönnum. Ef togaraútgerð ætti að eiga sér líf fyrir hönd- um hér á landi í framtíðinni, þá yrðu ráðamenn þjóðarinnar að gera sér fulla grein fyrir því, að tilgangslaust væri að láta smíða nýtízku togara fyrir ís- lenzkan sjávarútveg, ef fyrr- greindum lagaákvæðum yrði ekki breytt. Þá taldi Guðmundur, að nauð- syn bæri til að breyta sjúkra- lögum sjómanna er sett voru 1963; sagði hann að strax eftir að lögin tóku gildi hefði komið í ljós, að mistök hefðu átt sér stað við setningu þeirra og marg- ir þingmenn misskilið túlkun þeirra í umræðum á Alþingi. Það sem hér um ræddi væri það að greiða ætti samkvæmt lögunum fullan hlut frá 1 upp í 3 mánuði til sjúkra skipverja í stað mán- aðarlauna e'ða fullrar kauptrygg- ingar, sem eðlilegt hefði máibt teljast. Þá vék Guðmundur Jörunds- son að því, að leita þyrfti að- stoðar löggjafans við að stofn- setja tæknisjóð fyrir síldveiði- flotann, sem upp yrði byggður af ákveðnu framlagi á hvert af óskiptum afla síldveiðiskipanna. Slíkur tæknisjóður ætti að geta orðið útgerðinni mikil hjálpar- hella bæði með lán og jafnvel óafturkræf framlög að vissu marki, þegar erfiðleikar steðj- uðu að. Reynsla Norðmanna í þessum efnum hefði verið mjög góð og væri því eðlilegt að vfð færðum okkur í nyt reynslu þeirra í þessum efnum. í lok ræðu sinnar ræddi Guð- mundur Jörundsson möguleika þess, að þýða og endurfrysta heilfrystan fisk. Gat hann um að hér hefði fyrir skömmu verið á ferð Mac Callum, forstöðumað- ur fyrir fiskiðnaðarrannsóknar- stofnun Kanada á Nýfundna- landi. HeftSi hann skýrt frá því, að heilfrystur fiskur, þýddur og endurfrystur, stæði jafn að gæð- um við venjulegan ferskan fisk. Sagði Guðmundur, að ef vinnsla á heilfrystum fiski hér á landi yrði að veruleika, þá væri eng- inn vafi á því, að hún mundi skapa stórbætta rekstrarafkomu fyrir frystiiðnaðinn og jafnframt gefa honum möguleika til að greiða hærra hráefnisverð til vefðiskipa. Að lokum sagði Guðmundur: Þótt erfiðlega horfi hjá íslenzk- u<m sjávarútvegi, þá er engin á- stæða til að örvænta, þar sem við eigum nú betur búinn báta- flota, en nokkurn tíma áður, fiskvinnslustöðva og síldarvedk- smiðja, svo að í .náinni framtíð ættum við ekki að þurfa að ráð ast i frekari fjárfestingu á því sviði. Togaraflotinn hefir hinsvegar orðið nokkuð útundan, svo að brýna nauðsyn verður þar á end urvæðingu hið allra fyrst. Það er því full ástæða til að álíta, að íslenzkur sj ávarútveg- ur eiga margþættan möguleika tii að draga duglega í þjóðar- búið á næstu árum, ef við allir leggjum þar hönd á plóginn. Skipstjórinn gætir fyllsta sparn- aðar á veiðarfærum, vélstjórinn dregur úr álagi véla til að spara viðhald og olíueyðslu, eðrir skip verjar leggja sig fram við vöru- gæðin og útgerðarmenn stöðvi, eða dragi .úr frefeari fjárfestingu í bdli en fylgist jafnframt vel með öllum tæfeniframförum, er a ðútgerð lítur hjá öðrum þjóð- um og hafi sem nánast sam- starf við ráðamenn þjóðarbús- ins. Ef alls þessa verður gætt og framleiðendur ailir leggja sig fram, til þess að fulMcomin hag- sýni verði látán ráða athöfnum manna, þá er ég þess fullviss, að við munum komast yfir að- steðjandi erfiðleifea við sjávar- síðuna. Sveinn Benediktsson sagði m. a. í ræðu sinni: EFLING sjávarútvegsins er und- irstaða þeirra miklu framfara, sem orðið hafa hér á landi á þessari öld. Með tilkomu togaranna eftir 1907 hefst ný þróun í sjávarút- veginum og framförum lands- ins. Ég er sammála - Klemensi heitnum Jónssyni, landritara, um það, sem hann sagði í Sögu Reykjavíkur 1929, a'ð Reykjavík eigi aðallega togaraútgerðinni að þakki hinn mikla vöxt sinn og viðgang. Eftir 1927 varð mikil breyting til hins verra um þróun togara- útgerðarinnar og eftir 1930 allt til ársins 1947 kom enginn nýr togari til landsins, en keyptir voru tveir gamlir togarar á þessu tímabili. Svipaða sögu var þá að segja um vélbátaútgerð- ina. Þessi kyrrstaða og hnignun var ekki aðeins að kenna erfið um tímum og kreppu, heldur viðhorfi Framsóknarflokksins, sem mestu réði um fjármál og at vinnumál í landinu á þessu tíma bili fram að síðari heimsstyrj- öld. Þar ré'ðu í sjávarútvegsmálum sömu afturhaldssjónarmiðin, sem töfðu fyrir Sogsvirkjun og bygg ingu Hitaveitunnar. Einn höfuð- paurinn, Jón Árnason, fyrrver- andi bankastjóri, lét til sín heyra í Velvakandi Morgun- blaðsins sl. sunnudag, og taldi stofnun Bæjarútgerðar Reykja- víkur stj órnarskrárbrot!! Með nýsköpunarstjóm Ólafs Thors 1944 varð gjörbreyting á þessum viðhorfum og var árið 1945 samið um byggingu 30 nýrra togara og tveim bætt við árið eftir. Borgarstjórn Reykjavíkur vildi tryggja, að til borgarinn- ar kæmi sama hlutfall af hinum nýju togurum og gert hafði ver ið út héðan milli styrjaldanna. Það fékkst ekki, en Reykjavík- urborg festi kaup á 10 togurum og voru sex þeirra seldir út- gerðarhlutafélögum einstaklinga, en borgin hóf útgerð 4 togara, sem ekki fengust kaupendur að. Þetta var gert til þess að tryggja atvinnuna í bænum. Síðar voru keyptir 4 togarar í sama skyni, sem gerðir voru út af Bæjarút- gerð Reykjavíkur, en nú hafa þrír þessara togara verfð seld- ir. Talið var af stjórnarvöld- unum, á sínum tínia að af koma togaranna væri svo miklu betri en vélbátanna, að réttmætt væri að togararnir fengju allt að % minna fyrir þann gjald- eyri, sem fékkst fyrir togarafisk heldur en bátafisk. Á 7 til 8 árum á bátagjaldeyr- istímabilinu er talið, að togar- arnir hafi skaðast af þessum sök um um 5,6 milljónir króna á hvern togara. Ef tekið er tillit til ver'ðrýrnunar peninga síðan á bátagjaldeyristímabilinu myndi tjón togaranna af þessum sökum að meðtöldum vöxtum nú nema ekki langt frá 25 millj ónum króna á skip. En við þetta áfall togaranna bættist það, að við útfærslu landhelginnar úr 3 sjómílum í 12 og lokun fjarða og flóa fyr- ir togveiðar, misstu togararnir Sveinn Benediktsson að margra áliti % tii % af þeim miðum, sem þeir höfðu áður stundað veiði á og voru settir í margra ára löndunarbann í Eng- landi. Það er engin furða, a'ð fjár- hagsafkoma togaranna hefur versnað svo mikið síðustu 15 ár- in, að nú hefur meira en helm- ingur þeirra lagt árar í bát og sumir verið seldir úr landi. Ekki er nú haldið út nema 22 togurum, en þar fyrir utan eru að sjálfsögðu togbátarnir. Af þesum ástæðum hefur bor ist miklu minni fiskur til fisk- vinslustöðvanna í Reykjavík og öðrum kaupstöðum landsins, og sum hraðfrystihúsanna stöðvast vegna hráefnaskorts. A'ð mínu áliti ætti að leyfa togveiðar bæði stærri og minni skipa á vissum tilteknum svæð um og tímabilum inn að gömlu landhelginni. Hversvegna má efeki stunda togveiðar á umrædd um svæðum, þegar þær eru ekki skaðlegri fyrir fiskastofninn en aðrar veiðar, að dómi fiskifræð- inga, en oftast ódýrasta veiðiað- ferðin. Ef þetta væri leyft, myndi hag ur togaraútgerðarinnar gjör- breytast til batnaðar og e'ðlileg og bráðaðkallandi endurnýjun verða á togaraflotanum. Togarar eru einu veiðiskipin, sem hægt er að stunda fiskveið ar á á fjarlægum miðum fyrir vinnslustöðvamar í landi, að und anteknum stærstu síldveiðiskip- unum. Sumir segja að togveiðar séu úrelt veiðiaðferð. Ég er annarrar sko'ðunar. Ég vil benda á að aflatekj- ur togara Bæjarútgerðar Reykja víkur eru í ár mun meiri miðað við úthaldsdag heldur en í fyrra. Miðað við septemberlok sl. söfðu Bæjarútgerðartogaram- ir 5 aflað ■ fyrir kr. 51,725,00 á úthaldsdag á móti 36,623,00 að meðaltali á árinu 1966. Miðað við fyrri hluta ársins var þessi munur enn meiri. Framlag og lán Framkvæmda sjó'ðs Reykjavíkurborgar til Bæj arútgerðarinnar hafði um sl. ára mót frá upphafi numið samtals kr. 88,7 milljónum króna auk vaxta af framlaginu 23,4 millj- ónum króna. Tel ég þessu fé hafa verið vel varið til þess að skapa atvinnu í borginni, og að það sé ekki tapað fé. Sveinn Benediktsson minntist á ýmis önnur atriði í ræðum sín um. Svavar Pálsson ræddi m.a. um Bæjarútgerð Reykjavíkur og togaraútgerðina almennt. Sagði hann að ekki mætti líta á þá tegund útgerðar frá of róman- tískum sjónarhóli. Togarar okk- ar hefðu unnið þjóðinni mjög mikið gagn á liðnum tímum, en þar með væri ekki sagt að út- gerð þeirra borgaði sig í dag. Miklar breytingar hefðu orðið í útgerðarmálum undanfarin ár, og þyrfti íslendingar að aðlaga sig þeim sem bezt. Sigurjón Bjarnason ræddi um vökulögin og sagði, að með þeim hefði fengizt lögfest mikið rétt- lætismál sjómanna, og mætti á engan hátt á þeim slaka. Sigur- jón sagði það skoðun sína að of mikið skipulagsleysi hefði ver- ið á fjárfestingamálum sjávarút- vegsins á undanförnum áirum. Byggðar hefðu verið of margar verksmiðjur og frystihús, auk þess sem erfitt væri að sjá hag- kvæmni þess fyrir S.H. að reisa nú umbúðaverksmiðju, þar sem fyrir væri hér í Reykjavík slík verksmiðja er gæti fullkomlega annað eftirspurn. Þá talaði Sig- urjón um það, að svo virtist sem það væri tilhneiging sumra út- gerðarmanna að hirða ágóðann í góðu árunum, en forðast ábyrgð ina þegar ver gengi, og fá þá ríkissjóð til að axla bagga sína. Guðmundur H. Guðmundsson, sem verið hefur sjómaður í 60 ár, þar af togarasjómaður í rúm 50 ár, eða lengur en aðrir nú- lifandi fslendingar, gerði togara- útgerðina einkum að umtalsefni og sagði að raunar mættí það furðu gegna að hér skyldi vera enn starfandi togaraútgerð þeg- ar litið væri á hvernig búið hefði verið að henni á bátagjaldeyris- tímanum og auk þess hefði ver- ið tekin af mikilvæg mið, er landhelgin var færð út. Sagði Guðmundur það skoðun sína, að hleypa bæri togurum inn í land- helgina á vissum svæðum á ákveðnum árstímum. Þá sagði Guðmundur vera þess fullviss, að togaraútgerðin mundi verða útvegur framtíðarinnar, þótt það kynni að verða í einhverri breyttri mynd, miðað við það er nú væri. Vernharður Bjarnason sagði að útvegnum væri íþyngt of mikið með skattheimtu, og nefndi þar einkum til launaskatt og aðstöðugjald. Þá taldi hann fyrirgreiðslu bankanna ekki vera nógu góða, þar sem ætíð væri miðað við vöruna eins og hún gerðist verst þegar lánað væri út á afurðirnar. Væri þetta sízt hvatning til vöruvöndunar. Ingólfur Möller gerði Bæjar- útgerðina að umtalsefni og hugs- anlegar breytingar á rekstri hennar, þannig að aflinn nýttist betur til vinnslu í frystihúsun- um. Charles Bickford látinn — Jennifer Jones reynir sjálfsmorð Hollywood, 10. nóv., AP NTB. SKAPGERÐARLEIKARINN frægi Gharles Biokford lézt í Hollywood aðfaranótt föstu- dags, 78 ára gamall. (Síðar um daginn fannst Óskarverðlauna hafinn Jenmifer Jonets án lífs- marks undir 150 metra Iháum kletti á Malibu-ströndinni fyrir utan borgina. Lífgunar- tiltraunir voru þegar hafnar á leikkonunni og hjarnaði Ihún brátt við og muh nú við sæmi- lega Iheilsu. Mun hún hafa reynt að fremja tsjálfsmorð með þvá að taka svefnlyf. Bickford og Jones léku sam- an í kv’ikmynidinni „Söngur- inn um Bernadette", sem færði Jones Óskarsverðl'aunin árið 1948. Síðar lék Jones í mörgum stórkvikmyindium, m.a. Vopnin kvödd, Einvígi í sólinni, „Love is a many splen dour thing" og „Tender is the nigiht". Jennifer Jones hafði verið gift kvikmyndaframleið aindanuim David O. Selznik, og leikaranum Robert Walk- er. Hún er 52 ára gömul. ÞRÍR reykvískir lögregluþjón ar starfa um þessar mundir sem öryggisverðir hjá Sam- einuðu þjóðunumí New York. Þeir sjást hér á myndinni á- samt ívari Guðmundssyni. Talið frá vinstri: Garðar Norðfjörð, Eyjólfur Jónsson og Magnús Magnússon. i ( Vettvangur kvenna í FYRIRSÖGN á grein Ólafar Benediktsdóttur í Vettvangi kvenna í gær var sagt, að kon- ur ættu að fá fyrri stöður, er böm þeirra væru uppkomin. Þetta var misskilningur, þar átti að standa og konur sneru til fyrri starfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.