Morgunblaðið - 11.11.1967, Page 32

Morgunblaðið - 11.11.1967, Page 32
HFIiliiS ri IILIÍTIILIU TRYGGINO -Hjy- ALMENNAR TRYGGINGAR P PÓSTHÚSSTRÆTI9 SIMII7700 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1967. -- .....- . ii .......... ........ AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*SO Banaslys í Skil- mannahreppi BANASLYS varS í gær í Skil- mannahreppi í Borgarfirði í gær. Bóndinn á Klafastöðum var að aka dráttarvél eftir afleggjaran- u.m heim að bænum, þegar vélin lenti í ræsi með þeim afleið- ingum að hún valt. Varð mað- urinn undir dráttarvélinni, og miun hafa beðið samstundis bana. Hann hét Þórður Þorsteinsson, rúmlega fimmtugur að aldri. Utlit fyrir góöa síld- veiði eystra í nótt ÁGÆT veiði virtist ætla að verða á síldarmiðunum fyrir austan, þegar Mbl. hafði síðast fregnir af þeim seint í gær- kveldi. Höfðu margir bátar fengið mörg góð köst, og einn bátur hafði t. d. fengið svo stórt kast, að áhöfnin óttaðist að hún myndi ekki ráða við það. Á hinn bóginn var fremur dauft yfir síldveiðinni hér sunnan- lands, og aðeins einn bátur hafði tilkynnt um afla 60—70 tonn. Síldarfréttum LíÚ um veiðina fyrir austan á föstudag segir, að veður hafi spillzt um miðnætti og hamlað veiðum. Var veiði- svæðið um 70—90 mílur A.S.A af Dalatanga. Tilkynntu 30 skip um afla, samtals 2.425 lestir. Sæfaxi'II. NK. 110 —■ Gideon VE. 150 — Harpa RE. 140 — Júlíuis Geinmundss. IS. 70 — Ingiber Ólafss. II. GK. 130 — Sóley ÍS. 40 — Framhald á bls. 31. Dalatangi: Helga II. RE. 80 lestir Seley SU. 160 — Ói. Friðbertss. IS. 60 — Magnús Ólafss. GK. 100 — Bára SU. 40 — Ásgeir RE. 140 — Helga Guðmundsd. BA. 60 — Hoffell SU. 60 — Óskar Halldórss. RE. 50 — Sáttafund- ur í dag SATTASEMJARI hefur boðað fund í farmannadeilunni kl. 4 í dag. Takist samningar þar ekki, kemur boðað verkfall farmanna til framvæmda á miðnætti. Séð í gegnum Strákagöng. Einangrun Siglufjarðar rofin Strákagöng formlega opnuð í gœr Siglufirði 10. nóvember, frá blaðamanni Mbl. Freysteini Jóhannessyni. LENGSTU vegagöng á Islandi — Strákagöng við Siglufjörð voru formlega opnuð til umferð ar í gær. Þar með er lokið ára- langri einangrun Siglufjarðar á landi og hann kominn í varan- legt vegasamband við þjóðvega- kerfi landsins. Mikill hátíðabrag ur var á Siglufirði í tilefni dags- ins, fánar blöktu víða við hún og verzlunum og skrifstofum var lokað meðan athöfnin fór fram. í>á var einnig gefið frí í skólum bæjarins. Siglfirðingar fjölmenntu út að Strákagöngum þegar þau voru opnuð og mikil gleði ríkti í öllum bænum. Hófst athöfnin kl. 1, en við- staddir voru auk Ingólfs Jóns- sonar, samgöngumálaráðherra, flestir þingmenn kjördæmisins og fjöldi annarra gesta. Hinn nýi vegur frá Hraunum í Fljótum, um Sauðanes og Stráka til Siglufjarðar, er alls <^19 km langur. Þar af eru jar’ð- Strákagöng, lengstu vegagöng landsins opnuð til umferðar. Ung telpa að nafni Margrét J ónsdóttir frá Stóradal í Austur- Húnavatnssýslu klippir á snúruna, en hjá henni stendur Ing- ólfur Jónsson, samgöngumálaráðherra. (Ljósm.:) göngin um Stráka 793 metrar að lengd. Göngin eru 4,5 m á breidd og 5,5 m á hæð. í göngunum er ein steypt akbraut 3,2 m breið, með steyptum kantsteinum beggja vegna . Þá eru i þeim fjögur útskot þar sem bílar geta mætzt. Heildarkostnaður var um 70 milljónir króna, þar af kost- uðu jarðgöngin 41 milljón. Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra, opnaði göngin með ræðu og sagði m.a.: Lengi hafa staðið yfir athuganir á því hvernig koma mætti Siglufirði í vegasamband. Árið 1954, var samþykkt tillaga á Alþingi um, að fela ríkisstjórninni a'ð láta athuga með hverjum hætti Siglu firði yrði komið í varanlegt vegasamband við Skagafjörð. Greinargerð um þær athuganir sem fram fóru sendi þáverandi vegamélastjóri Geir G. Zoega, sarngöngumálaráðuneytinu, í árs byrjun 1956. Samkvæmt laus- legri kostnaðaráætlun er fylgdi greinargerðinni var talið að veg urinn frá Heljartröð um Mán- árskriður og Stráka, til Siglu- fjarðar mundi kosta um 10 millj ónir króna og var þar ekki gert ráð fyrir jar’ðgöngum um Stráka. Leiðin úr fjarðarbotni yfir í Nautadal var áætluð 27 milljón ir og var gert ráð fyrir 3,5 km löngum jarðgöngum. Var ekki talið að sú leið kæmi til greina vegna kostnaðar. Gerð var nánari athugun á Strákum, af Tómasi Tryggva- Framhald á bls. 31. Rætt um stoð- greiðslu skuttu SAMTÖK sveitarfélaga í Reykja neskjördæmi halda fulltrúafund í Sjá] fstæðishúsin.u í Hafnarfirði kl 14 í dag, laugardag. Rikiisskattsbjóri flytur erindi um staðgreiðslukerfi skatta. Allir sveitarstjómarmenn í umdæminu em velkoannir á fundinn. Auk þe&s eru þing- menn kjördæmisins boðnir á fundinn. Askorun LÍÚ til Alþingis og ríkisstjórnar: Samningar um aðild að EFTA — svo fljótt sem kostur er - athugun á aðild að EBE - Sérhagsmunir Islands verði tryggðir SVO SEM fram hefur komið í fréttum fól aukafundur LIU, sem haldinn var 29. sept. sl. stjórn samtakanna að gera ályktun um hugsan- lega aðild eða samninga ís- lands við EFTA og EBE og skyldi slík ályktun send rík- isstjórninni ef hún yrði sam þykkt af a.i«.k. % stjórnar- manna. Stjórn LÍÚ hefur nú sent frá sér ályktun þar sem skorað er á Alþingi og ríkis- stjórnina að semja svo fljótt sem við verður komið um aðild íslands að Fríverzlun- arbandalaginu (EFTA) og láta jafnframt fara fram athugun á aðild íslands að Efnahagshandalagi Evrópu, þar sem sérhagsmunir ís- lands verði tryggðir. Sam- þykkt þessi var gerð með 14. atkv. gegn 1. Fréttatil- kvnning LÍÚ um þetta fer hér á eftir: Aukafundur LlÚ., sem hald- inn var hinn 29. september sl., samþykkti að fela stjórn sam- takanna, að taka afstöðu til og gera ályktun um hugsanlega að ild eða samninga íslands við Frí verzlunarbandalagið og Efna- hagsbandalag Evrópu Skyldi ályktunin verða send áfram til ríkisstjórnarinnar, ef hún yrði samþykkt af a.m.k. % stjórnar- manna. I framhaldi af samþykkt auka fundar LÍÚ., var eftirfarandi ályktun samþykkt á stjórnar- fundi LÍÚ. hinn 4. þ m. með 14 atkv. gegn 1. ,Þar sem sjávárútvegur Is- lendinga á nú í vök að verjast vegna aflabrests og gifurlegs verðfalls afurðanna og Ísland er eina ríkið í Vestur-Evrópu, sem ekki hefur ennþá gerzt áðili að, e'ða hafið viðræður um þátttöku í EBE eða EFTA, og þeir sem utan við þessi bandalög standa, sæta stöðugt versnandi við- skiptakjörum, miðað við aðildar rikin, að bandalögunum, þá skor ar LÍÚ. á Alþingi og rikisstjóm að semja svo fljótt sem við verð ur komið, um a’ðild að Fríverzl unarbandalaginu (EFTA) til þess að tryggja að útflutningur íslenzkra sjávarafurða njóti ekki lakari viðskiptakjara en gilda um sjávarafurðir í viðskiptum þessara landa. Jafnfram: fari fram athugun á aðild íslands að Efnahags- bandalagi Evrópu (EBE), þar sem sérhagsmunir íslands séu tryggðir”. ISAFJORÐUR SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á ísa- firði halda bingó í Sjálfstæðis- húsinu á sunnudagiskvöld og hefst það kL 8.30. Glæsilegir vinningar verða, svo og fram- haktevinningar eftir vali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.