Morgunblaðið - 12.11.1967, Qupperneq 4
4
MORGrU NBLAÐIÐ, SUNNTJDAGUR 12. NÓV. 1967
4.
I
4
0 BÍLA m
Li H1 'J I V j WÁ gf-; 11 i F9
■ SIMI 1 mm 1-44-44
Hverfisgrðtu 103.
Síœi eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald
Sími 14970
Eftir íokun 14970 eða 81748
Sigurður Jónsson
BILALEIGAN
- VAKUR -
Sundangaveg 12 - Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
f~f=*B/iJUfr£rjur
IrtsikeffÆr
RAUOARARSTIG 31 SlMI 22022
mm^^mmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmma^m^m^mmt
Riiskinnshreinsun
Hreinsum rúskinnskápur,
jakka og vesti. Sérstök
meðhöndlun.
Efnalaugin Björg,
Háaleitisbr. 58—65, sími
31380, útibú Barmahlíð 6,
simi 23337.
AU-ÐVITAÐ
ALLTAF
^ f X y yj t fj i
Vestmannaeyjar
og meginlandið
„Kæri Velvakandi!
Ég vil biðja þig fyrir eftir-
farandi:
í dálkum þínum s.l. miðviku-
dag er einhver, sem kallar sig
„Eyjarskeggja á meginland-
inu“ með bollaleggingar um
Álandseyjar, Færeyjar og Vest-
mannaeyjar, og er vart hægt
að skilja hann á annan veg
en að hann myndi telja það
hagkvæmt fyrir aðra lands-
menn að slíta Vestmannaeyj-
ar úr fjárhagslegum tengslum
við ríkið. Ennfremur er þessi
meginlands-„eyjarskeggi“ með
kjánalegar og illkvittnislegar
hugleiðingar um fjárhagslega
þátttöku ríkisins í vatnsveitu-
framkvæmdum okkar Vest-
mannaeyinga og telur, að vfð
í sambandi við þær séum að
„rúlla prívatútgjöldum yfir á
bök allra landsmanna", eins og
hann orðar það.
Þetta er misskilningur, sem
ég tel, að þurfi að leiðrétta.
Þjóðin er ein heild. Lands-
menn allir standa með beinum
og óbeinum sköttum og tollum
undir útgjöldum ríkisins, hver
og einn eftir þeim reglum, sem
þar um gilda, hvort sem þeir
búa í þéttbýli eða strjálbýli.
Útgjöld ríkissjóðs falla hips
vegar þannig til, að þau í einu
tilfelli koma þéttbýlinu meira
til góða, en strjálbýlinu aftur á
móti í öðru. Hjá þessu verður
ekki komizt. Lega Vestmanna-
eyjar og sérstakar leiðir til
þess, a'ð sum ríkisútgjöld koma
okkur að mun minna gagni en
öðrum landsmönnum, og greið-
um við þó okkar hluta þeirra
tekiia, sem aflað er, til að
standa straum af þeim.
Við þessu er ekkert að segja.
Aftur á móti hlýtur að koma,
að ef Vestmannaeyingar þurfa
að leggja í framkvæmdir, sem
sérstöðu þeirra vegna hljóta
að verða dýrari en annars stað-
ar, eins og til dæmis umrædd-
ar vatnsveituframkvæmdir,
hljóta þeir að eiga fullan rétt
á framlagi úr ríkissjóði, eins og
a'ðrir, eftir því sem lög leyfa
og ráð er fyrir gert.
Vatnsveitulög
Til eru lög í landinu um þátt-
töku ríkisins í vatnsveitufram-
kvæmdum, og heimila þau allt
að 50% þátttöku ríkissjóðs í
stofnkostnaði vatnsveitna, þó
ekki innanbæjarkerfis, eftir
því sem stjómarvöld meta og
fjárveitingavaldið leggur til,
að tekið sé á fjárlög hverju
sinni. Lög þessi hafa lengi ver-
ið í gildi og eftir þeim unnið,
og hafa ráðamenn byggðar-
lagsins (Vestmannaeyja) sótt
á með, að stjórnárvöld notuðu
heimild vatnsveitulaganna og
greiddu þann kostnaðarhluta
þessara sérstæðu framkvaemda,
sem umrædd lög heimila.
Getur þetta að mínum dómi
ekki á nokkurn hátt talizt
óe'ðlilegt, miðað við allar að-
stæður.
'fc- Yrði enginn hor-
fellir?
Hitt atriðið, hvort æskilegt
sé eða ekki fvrir þjóðarheild-
ina, að Vestmannaeyjar séu í
fjárhagslegum tengslum við
ríkið, er atriði, sem mjög hægt
er að meta.
Ár frá ári liggja fyrir opin-
berar skýrslur um gjaldeyris-
öflun Vestmannaeyinga og þær
tekjur, sem þeir skila þjóðar-
búinu. Ég hygg, að niðurstöð-
ur þessara skýrslna sýni, að
enginn horfellir yrði í Eyjum,
þó a'ð íbúum þeirra yrði gert
að lifa einir af því, sem þeir
afla, og get ég fullvissað „Eyj-
arskeggja á meginlandinu" um,
að hann getur sofið rólega þess
vegna.
Ég hefi að lokum eina ósk
fram að færa við þennan aðila,
að ef hann vill skrifa um mál-
efni Vestmannaeyinga,, að þá
geri hann það undir nafni, en
ekki sem huldumaður.
Guðlaugur Gíslason".
hr Flugtaksþungi
Sigurður Jónsson skrifar:
„Ég virðist eiga eftir að
svara „Skugga-Sveini" mínum
eða „Forvitnum um flugmál"
enn einni spumingu hans Um
lei'ð er þá bezt ég svari öðrum
„Skagga-Sveini", nefnilega
„Flugmanni", sem einhverra
hluta vegna einnig vill vera
huldumaður.
Séu þessir, væntanlega ágætu
menn, raunverulega svo áhuga-
samir um flugmál, þá sé ég
ekkert athugavert við það, að
þeir leggi fram spurningar sín-
ar undir fullu nafni. Geri þeir
það ekki, ef um fleiri spurn-
ingar er að ræða, sé ég ekki
ástæðu til að svara þeim frek-
ar í þessum dálkum.
Flugtaksþungi B 727 af braut
02/20 má vera, í logni og 15°
C, 148.500 lbs. Er þá tekið til-
lit til halla brautarinnar, sem
er annars vegar 0.5% og 0.6%.
Flugbraut 02/20 er rúm 6000
fet, eins og áður hefur verið
sagt. í NOTAM stendur „Take-
off distance 1825 m“, sem
raunar var mælt 1840 m eða
rúm 6000 fet.
„Flugmaður" veit einnig, að
í NOTAM stendur, að brautin
sé 45 metrar, en raunveruleg
breidd á milli Ijósa er langum
meiri.
* Veðrið
Það er fróðlegt að fletta í
uoplýsingar Veðurstofunnar
varðandi „heita sum£udaga“, og
skal eftirfarandi upplýst sam-
kvæmt „Veðráttunni" árið
1966:
Meðalhiti í júní er -f-10.2°C
— í júlí er -fll.l°C
— ágúst er -fll,2°C
Ég tek hér meðalhitann á
þeim tímum dags, þegar flog-
ið var í sumar, en þá voru
tvær ferðir marga daga í viku
til útlanda. Hér er um svo
lítinn hita að ræða, að hann
skiptir nánast litlu um afköst
flugvéla, auk þess sem flug-
vellir á íslandi eru allir við
sjávarmál, sem einnig hefur
sitt a'ð segja.
Til fróðleiks má geta þess að
meðalhiti ársins í Reykjavík
er 4.2°C.
Nú skal ég ennfremur upp-
lýsa, að til eru þær flugvélar,
sem t. d. alls ekki komast á
loft frá þeim ágæta flugvelli í
New York, fullhlaðnar, ef hiti
er mikill, alveg sama hvað
flugbrautin er löng. Þetta ger-
ir auðvitað ekki flugvöllinn
ónothæfan, heldur verður að
haga flugtaksvigt í samræmi
við það og þá t. d. lenda í
Gander á Nýfundnalandi og
taka eldsneyti, ef um Atlants-
hafsflug er að ræða.
★ Sýnið framan í
ykkur
Að lokum þetta, kæru
„Skugga-Sveinar": Snúið nú
við spilunum og sýnið framan
í ykkur, svo að hægt sé að sjá,
hvaða árvökulu menn það eru,
sem finnst þeir telji sig þurfa
að vera á verði gagnvart vond-
um mönnum sem mér, sem
vísvitandi eru að halda fram
röngum tölum um afköst flug
véla og rangt mál á flugbraut-
um og þar með stofna fluginu
í hættu.
Sigurður Jónsson".
★ Umgengni og
hreinlæti
„Jón í Ansturbænum skrifar:
„Heiðraði Velvakandi!
I dálkum þínum hafa stund-
um birzt bréf þess efnis, hve
okkur Islendingum sé ábóta-
vant í almennum umgengnis-
venjum og tillitssemi við ná-
ungann. Þess vegna dettur mér
í hug, að þér gæti þótt fróð-
legt að heyra um athugun, sem
ég gerði ásamt kunningja min-
um fyrir skömmu.
Við vinnum báðir í stóru
húsi, þangað sem margir leggja
leið sína. Þar eru bæði íbúðir,
skrifstofur, lækningastofur,
heildsöluafgreiðslur o. fl. Hús-
i'ð er upp á margar hæðir.
Margt af fólkinu, sem í hús-
inu vinnur, drekkur kaffi í
sameiginlegri kaffistofu. Ber
Þá stundum á góma, hve frá-
munalega sóðalega er gengið
um húsið. Bæði anddyri húss-
ins, stigar og gangar, eru eins
og svínastia, þegar líða tekur
á daginn. Varð því eitt sinn að
ráði, a5 ég og kunningi minn
framkvæmdum eftirfarandi at-
hugun.
★ Vel gengið um
motturnar a.m.k.
I anddyrinu er stór motta
fremst við útidyr. Önnur er
fyrir neðan neðstu tröppuna,
og framan á tröppuna er fest
mjög áberandi skilti, sem allir
hljóta að reka augun í, en á
því stendur: Vinsamlegast not-
ið mottuna. Nú athuguðuru við
einn daginn, hve margir not-
u'ðu mottumar. Sátum við inn-
an við glerglugga í anddyrinu
og merktum jafnóðum á blöð,
þegar fólk gekk inn og aftur,
þegar það st«ig upp í neðstu
tröppuna. Við völdum dag til
athugunar, þegar mjög blautt
var á, svo að fólk var óhreint
til fótanna.
Niðurstöðurnar voru þessar
(eftir 2 klst athugun á mesta
annatíma dagsins):
Notkun ytri mottunnar (við
anddyrið):
6.5% þurrkuðu sér vel á
henni.
10.0% struku skóna við hana
mjög lauslega.
83.5% gerðu enga tilraun til
þess að nota mottuna.
Notkun mottunnar neðan við
stigann (þar sem skiltið er):
14.0% þurrkuðu sér vel á
henni.
31.5% notuðu hana lauslega.
54.5% notuðu hana alls ekki.
^ Unglingar og rosk-
ið fólk mestu sóð-
arnir? '
Þetta fannst okkur heldur
betur léleg útkoma, en alveg
í samræmi við útlit „samgöngu
æða“ hússins. Þegar við opin-
beruðum niðurstöður rann-
sóknarinnar, vorum við þó
rengdir, því að prósentutala
þeirra, sem notuðu innri mott-
una væri alltof há, og hlytum
við að hafa fengið óvenjumargt
þrifið fólk í húsið þennan
tíma. Ég er heldur ekki frá
því, að svo geti verið.
Að öðm leyti kom þetta
fram: Allir, sem þurrkuðu sér
rækilega á fremri mottunni,
þurrkuðu sér lika vel á þeirri
innri. Hreinlegasta fólkið virt-
ist fremur láta sér standa á
sama um motturnar.
Þetta er sent þér til gamans
og fróðleiks, með beztu kveðj-
um og þakklæti fyrir marga
ánægjustund yfir morgunkaff-
inu,
Jón í Austurbænum".
Já, betta er skemmtileg at-
hugun á umgengnisvenjum okk
ar, og sú eina, sem Velvak-
andi minnist að hafa séð.
^ Öðru vísi skálda-
tími hér en í Fær-
eyjum?
„Smáskáld skrifar-
„Bezti herra Velvakandi!
Nýlega er komin út ljóðabók
í Færeyjum, sem heitir „Ramar
risti hann rúnirnar“ (sbr.
„Rammar sló hún rúnir“) eftir
skáldi'ð Pól F. Ekki veit ég,
hvort hann telur sig stórskáld
eða smáskáld, en þetta segir
hann í einu kvæðanna:
Jú st0rri skald, jú minni ráð
til konufólk ella ak’vitt,
hann dpmdur at liva sum
munkur er
og einans at drekka spritt.
Þetta er alveg öfugt við
reynslu mína hér á íslandi.
Stórskáldin hér eru alltaf á
„rokna-sjans“ með tilheyrandi
koníaki og whiskyi, meðan ég
og mínir líkar þykjumst góð-
ir að eiga fyrir ákavíti. Hvern-
ig skyldi standa á þessu?
Smáskáld".
— Þessu getur Velvakandi
ekki svarað, en kannske vildu
fleiri skáld leggja hér orð í
belg?
Meðalhiti í júní kl. 08.00 +10.1°C kl. 14.00 +11.1°C
— í júlí kl. 08.00 +10.9°C kl. 14.00 +12.6°C
— ágúst kl. 08.00 + 10.4°C kl. 14.00 +13.0°C