Morgunblaðið - 12.11.1967, Page 7

Morgunblaðið - 12.11.1967, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓV. 1967 7 RAUÐAMELSÖLKELDA Rauðamelsölkelda mun vera knnnasta ölkelda á landinu. Um aldamótin síðustu keypti Jón Vídalín Ytri-Rauðamel og þar með ölkelduna. Einhvern tíma á árunum 1904—1907 lét hann hlaða hana upp og byggía yfir hana skúr, sem síðan var hafður læstur. í ævisögu sr. Árna Þórarins- sonar „Hjá vondu fólki“ er frá- sögn um erjur og klögumál, sem spunnust út af þessum skúr. Þegar svo Friðrik konungur VIII kom, átti að hafa íslenzkt öl á borðum og var þá safnað saman hestum í sveitinni og far ið með klyfjahesta inn að Öl- keldu og vatn sett á flöskur og síðan sent til Reykjavikur. En er þangað kom, var all- ur kraftur úr vatninu og þótti ekkert í það varið og komst það því aldrei á konungsborð. Ýmsir töldu ölkelduvatnið hafa lækningamátt og t.d. var það talið gott við uppköstum. Nú er kofinn orðinn hrörleg- ur og er hurðarlaus ,og allir geta gengið inn og fengið sér ölkelduvatn að drekka. Þekkirðu landið þitt? FRÉTTIR Garðakirkja. í dag kl. 3—5 e.h. og í kvöld að lokinni kirkjuathöfn verða veitingar seldar í samkomuhúsinu á Garðaholti til ágóða fyrir Hjálp- arsjóð Garðasóknar. Kaffisölu og bazar hefir Kirkjunefnd kvenna Dóm- kirkjunnar í Tjarnarbúð í dag, sunnudag kl. 2,30. Kvenfélagið Hrund, Hafnarfirði. Fundur verður mánudagskvöld- ið 13. nóv. Kaffi. Bingó. Vottar Jehóva, Keykjavík. Vottar Jehóva bjóða alla vel- komna til að hlýða á fyrirlestur- inn „Mikilvægar borgir í sögu Biblíunnar." Fyrirlesturinn verður fluttur í félagsheimili Vals við Flugvallarbraut kl. 17. Vottar Jehóva í Hafnarfirði. Litkvikmyndin, „Guð getur ekki farið með lygi“, verður sýnd í Góðtemplarahúsinu kl. 20. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Vottar Jehóva í Keflavík. í dag verður fluttur fyrirlestur kl. 20 um efnið, „Hvernig englar hafa áhrif á líf okkar.“ Allir vel- komnir. Hinn vinsæli basar St. George kvenna í Hafnarfirði verður haldinn sunnud. 12. nóv. 1 Góðtemplarahúsinu kl. 4. Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Kópavogi heldur aðalfund fimmtu daginn 16. þ.m. í Sjálfstæðishúsinu Kópavogi og hefst hann kl. 20,30. Elín Jósefsdóttir erindreki mætir á fundinum. Aðalfundur Málfundafélags- ins Þórs í Hafnarflrði verður haldinn þriðjudaginn 14. nóv. kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Filadelfa, Reykjavík. Aðeins tvær samkomur eftir af vakningasamkomum, sem Barbro og Áke Wallen verða þátttakend- ur í með predikunnum og söng, í kvöld kl. 8.30, sunnudagskvöld kl. 8. — Kristniboðssambandið. Samkoma verður í Keflavíkur- kirkju sunnudaginn 12. nóv. kl. 4,30. Benedikt Arnkelsson guðfræð ingur talar, allir velkomnir. Kaffisölu og bazar hefir Kirkjunefnd kvenna Dóm- kirkjunnar £ Tjarnarbúð á morg- un, sunnudag, kl. 2,30. Barnastúkan Svava nr. 23. Fundur i Góðtemplarahúsinu kl. 2 á sunnudag. Mörg skemtmiatriði. — Gæzlum. Fvennadelld Flugbjörgunar- sveitarinnar. Aðalfundur verður haldinn úti i Sveit miðvikudaginn 15. nóv. kl. 9. — Vetrarhjálpin i Reykjavík, Laugaveg 41 (Farfuglaheimili) sími 10785. Skrifstofan er opin frá kl. 14—18 fyrst um sinn. — Styðjið og styrkið vetrarhjálp- ina. Æskulýðsstarf Neskirkju. Fundur fyrir pilta 12—17 ára verður í félagsheimilinu mánu- dagskvöldið 13. nóv. kl. 8. Opið hús frá kl. 7,30. — Frank M. Halldórsson. Kristniboðsfélag karla. Fundur mánudag kl. 8,30. Ást- ráður Sigursteindórsson segir frá Noregsför og sýnir litmyndir. Kvenfélag Bústaðasóknar. Fundur í Réttarholtsskólanum mánudagskvöld kl. 8,30. Vinsam- legast hafið skriffæri með. Allar konur velkomnar. KFUM og K, Hafnarfirði. Almenn samkoma á sunnudags- kvöld kl. 8,30. Stud. theol. Valgeir Ástráðsson talar. Kristileg samkoma verður í samkomusalnum Mjóu- hlíð 16 sunnudagskvöldið 12. nóv. kl. 8. Verið hjartanlega velkomin. Bænastaðurinn Fálkagötu 10. Kristilegar samkomur sunnudag inn 12. nóv. Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 4, bænastund alla virka daga kl. 7. Allir vel- komnir. Hjálpræðisherinn. Sunnud. kl. 2 e.h. Sunnudaga- skóli. Laugard. kl. 8,30 Bænarsam- koma. Sunnud. kl. 11 Helgunar- samkoma. Kaptein Morken talar. Kl. 8,30 e.h. Hjálpræðisherssam- koma. Deildarstjóri Major Guð- finna Jóhannesdóttir stjórnar. — Brigadér Driveklepp talar. Her- mennirnir taka þátt í samkomum dagsins. Mánud. kl. 4. e.h. Heim- ilasamband. — Allir velkomnir. Heimatrúboðið. Almenn samkoma sunnud. 12. nóv. kl. 20,30. Verið velkomin. Slysavarnadeildin Hraunprýði heldur fund þriðjudaginn 14. nóv. kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Sigurður Ágústsson fulltrúi Slysa- varnafélags íslands talar á fund- inum, frú Hulda Runólfsdóttir les upp. Tízkusýning. Konur fjölmenn ið. — Stjórnin. Prentarakonur. Munið fundinn mánudag 13. nóv. kl. 8,30 í Félagsheimili HÍP. — Kvenfélagið Edda. Boðun fagnaðarerindisins. — Al- menn samkoma að Hörgshlíð 12 kl. 8 sunnudaginn 12. nóv. Kvenfélagið Aldan. Munið basar inn að Hallveigarstöðum sunnudag inn 12. nóv. kl. 2. Kaffisala. Happdrættismunir Kvennadeild- ar Slysavarnafélagsins í Reykjavík verða til sýnis í Slysavarnafélags- húsinu á Grandagarði laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. nóv. frá kl. 2—5 e.h. Dregið verður 16. nóv. Bolvíkingafélagið í Reykjavík. — Spiluð verður félagsvist, sunnudag inn 12. nóv. kl. 3 að Lindarbæ, uppi. Kaffiveitingar. Takið með ykkur gesti. Kvenfélag Keflavíkur heldur sinn árlega basar í Tjarn- arlundi sunnudaginn 12. nóv. kl. 4. Félagskonur eru vinsamlega beðn- ar að koma gjöfum til eftirtaldra kvenna: Árnýar Jónsd., Máva braut 10 D, Rebekku Friðbjarnar- dóttur, Heiðarvegi 21, Ingu Sig- mundsdóttur, Sóltúni 1, Margrétar Friðriksdóttur, Brekkubraut 1, Sig- rúnar Ingólfsdóttur. Ásabraut 7. Mæðrafélagskonur Basar félagsins verður í Góð- templarahúsinu mánud. 13. nóv. kl. 2. — Félagskonur og aðrir, sem vilja gefa muni, vinsamlegast hafi samband við Stefaníu, sími 10972, Sæunni, sími 23783, Þórunni, sími 34729 og Guðbjörgu, sími 22850. Basar kvenfélags Bústaðasókn- ar verður haldinn laugardaginn 2. des. kl. 2 í Réttarholtsskólanum. Félagskonur og aðrir, sem vilja gefa muni, láti vita eigi síðar en 27. nóv. í símum 81808 (Sigur- jóna), 33802 (Mundheiður), 34486 (Anna) og 33729 (Bjargey). Mun- ir verða sóttir, ef óskað er. Basar færeyska kvenfélagsins í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 3. desember í færeyska sjómanna- heimilinu, Skúlagötu 18. Þeir, sem vildu styðja málefnið með gjöfum til nýja sjómanna- heimilisins, eru vinsamlegast beðn- ir að hringja Justu, sími 38247, Maju, s. 37203, Clöru, s. 52259, Dagmar, s. 31328. Kvenfélagið Heimaey. Hinn ár- legi basar verður í Góðtemplara- húsinu, þriðjudaginn 14. nóv. Fé- lagskonur og aðrar, sem vilja gefa muni, geri svo vel og hafi sam- band við Steinu, sima 41301, Sús- önnu, s. 32697 og Svönu, s. 51406. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra kvennadeildin. Basarinn verður 1 Lindarbæ, laugardaginn 18. nóv. — Konur, vinsamlegast skilið basar- munum að Sjafnargötu 14. Geðverndarfélag íslands. Ráðgjafa- og upplýsingaþjónusta að Veltusundi 3 alla mánudaga kl. 4—6 síðdegis. Þjónustan er jafnt fyrir sjúklinga, sem aðstandendur þeirra, — ókeypis og öllum heimiL Kvenfélagið Fjólan, Vatnsleysu- strönd. Hinn árlegi basar félagsins verður haldinn sunnudaginn 19. nóv. kl. 4 í Barnaskólanum. Fjöl- breyttir munir til jólagjafa á boð- stólum. ■ ANDLEG HREYSTI-ALLRA HEJLLB ■ GEÐVERNDARFÉLAG ISLANDSB Myndin hér að ofan er af álím- ingarmerki því, sem Geðverndar- félagið hefur gefið út. Því er ætl- aður staður á umslög manna og bréfspjöld. Merki þessi eru ekki seld, en auðvitað er sérhvert fram lag til félagsins vel þegið, og mun gjaldkeri félagsins veita framlög- um móttöku, jafnt smáum sem stórum. Jafnframt leyfir stjórnin sér að benda á, að Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis, Hverfisgötu 26, veitir gjöfum til félagsins við- töku, en einnig má senda peninga- gjafir til félagsins í póstávísun, merktar Geðvernd, pósthólf 1308. Þá má og greiða inn á ávísana- reikning félagsins í Landsbanka ís- lands, nr. 5723. Enn skal tekið fram, að gjafir til félagsins eru frádráttarbærar við skattframtöl gefenda. VÍSUKORIXi HIó við andi hagseeldar Hvein í brandi viðreisnar Stór er vandi veraldar að verjast grandi styrjaldar. A. B. Ekkjumaður með uppkomin son óskar eftir konu til að sjá um heimilið. Eigið hús nærri Miðbænum. Tryg.ging fyrir öruggri framtíð. Tilboð merkt: „277“ sendist Mbl. Málaravinna Önnumst alla málaravinnu . Jón og Róbert, símar 15667 og 21893. Til leigu í Hafnarfirði 2ja herb. ný íbúð með svölum. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „494“. Keflavík — Suðurnes Drengjafötin komin, hvít- ar skyrtur, slaufur og fl. Verzlunin FONS. Keflavík Loðfóðraðir dömu- og herrahanzkar nýkomnir. Kaupfélag Suðurnesja, vefnaðarvörudeild. Keflavík — Suðurnes Telpnacrimplenekjólar, blússur, greiðslusloppar og margt fleira. Verzlunin FONS. Ódýrt — ódýrt Stokkur auglýsir: Úrval ódýrra leikfanga. Tekið upp daglega. Allt í gulla- stokkinn. Verzl. Stokkur, Vesturgötu 3. Keflavík — Suðurnes Ný sending af dömubux- um, kjólum, skyrtublúss- um og pilsum. Verzlunin FONS. Keflavík Nýkomið úrval af skyrtu- hnöppum, ennfremur fal- legar gjafavörur fyrir döm ur. Kaupfélag Suðurnesja, vef naða rvör.udeild. Tækifæriskaup Sjónvarpstæki, 23” sem nýtt með fjarstýringu (kúpugerð) og og útvarps- plötuspilari „stereo“ með sbereo-segulbandi, 4ra rása, tveir míkrafónar og fl. — Selst nú þegar. Sími 14897 í dag. Sunnlendingar HEF OPNAÐ HÚ SG AGN A VINNUSTOFU AÐ KIRKJUVEGI 12, SELFOSSI. Tek að mér klæðn- ingar og viðgerðir á bólstruðum húsgögnum, sel einnig svefnsófasett, sófasett, staka stóla og fleiri bólstruð húsgögn beint af vinnustofunni. Góðir greiðsluskilmálar. HÚSGAGNAVINNUSTOFAN sími 1345, Kirkjuvegi 12, Selfossi. Bjarni Guðmundsson. RADI®NETTE Exrorer ferðatækið sem Radionette-verk- smiðjurnar byggðu sérstaklega fyrir íslenzkan markað. ÁKAFLEGA STERK BÁTABYLGJA. 2 stuttbylgjur — aðski'.dir bassa og diskant-stillar. Verð kr. 4.800.— Radioviðgerðarstofa Stefáns Hallgrímssonar Glerárgötu 32 — Sími 1-16-26 Akureyri. Skrifstofuhúsnæði til leigu I Miðbœnum er nú til leigu skrif- stofuhusnœði, sem er 320 metrar að flatarmáli. Meginhluti þess er nú laus. Tilboð, merkt ,,Miðbœr", 447, sendist Mbl. fyrir 15. þ.m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.