Morgunblaðið - 12.11.1967, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.11.1967, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓV. 1967 13 miðað við verstu aðstæður sé hægt að reikna með því að nót- in eða nótakassinn tvöfaldi þyngd sána, ef krapar og frýs í nótinni. — Hvað um hieðslu? — Þetta er ákaflega breytilegt eftir skipum og það er ekki hægt að gefa út fastar reglur um það atriði og það hlýtur að vera heppilegast að úrskurðarvald í þessum málum sé í höndum skipstjóranna, því að yfirleitt eru þeir kunnugastir sjóhæfni skipanna. — Hver er skoðun þín á dýpk un nótanna? — Dýpkun nótanna orsakast af þeirri einföldu ástæðu að síld in hefur ávallt legið dýpra og dýpra ár frá ári nú síðustu ár og það virðist vera regla að hún hafi dýpkað á sér um 10 faðma á ári síðustu 3—4 árin. Það er auðvitað ekki um annað að ræða, en að reyna að ná til hennar á einhvern hátt. Hitt er svo annað mál að ég tel það mjög hættu- lega þróun að byggja skip ein- göngu fyrir síldveiðar, það verð Grímur Karlsson, skipstjóri á Sæþóri frá Ólafsfirði. ur að vera hægt að stunda á •þeim bolfiskveiðar eða annan veiðiskap. Reynsla þeirra manna, sem við sjávarútveg hafa fengist er í stytztu miáli sú, að í mörgum tilfellum hefur sá út- vegur etið börnin sín með því að hregðast heilu plássunum. Kristbjöm Árnason frá Húsa- vík, skipstjóri á Örfirisey RE, var að vinna á bátadekki þegar við komum um borð, og spurð- um hann um álit á síldarnót- um: — Ég veit það bara að eins og þetta er í dag fær maður enga Krisítbjöm Árnason, skipstjóri á Örfirisey RE. síld nema hafa stóra og sterka nót, það byggist allt á því. Við erum með nót, sem er 228 faðm- ar á lengd, 103 faðmar á dýpt og hún er 13 kg. á faðminn, en þessi nót er allt of lítil til að veiða síld í eins og síldin hegð- ar sér núna. — Telurðu hættulegt fyrir skipin að hafa þessar stóru næt- ur um borð? — Það held ég ekki, að minnsta kosti ekki fyrir stóru skipin, en hitt er annað mál að það getur verið hættulegt fyrir minni skipin að hafa stórar næt ur, en ég held að yfirleitt séu spilin í minni bátunum ekki það stór að þau ráði við mjög stórar nætur. Aðalatriðið er náttúrlega það að stórar nætur eru það eina sem dugir í dag, því að síld in er farin að standa svo djúpt að hún er farin að veiðast allt niður á 150 m. dýpi Hún er auð- vitað neðar, en ef hún hefur komið upp á þetta dýpi, þá hafa þeir kastað og fengið út úr því. Það skýrir sig þá sjálft hvað fengizt í grunnar nætur. Við hittum Pétur Sæmunds- son, skipstjóra á Hrafni Svein- bjarnarsyni, heima hjá sér í Koflavík og í hehnsókn hjá hon- um var Ólafur Sæmundsson, skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnar- syni III. Þeir ræddu málin fram og aftur: Pétur: „Ég álít að í sumum til fellum séu næturnar orðnar of stórar fyrir margar stærðir af bátum“. Ólafur: „Já, sumum bátum, en t.d. 300 tonna skipin þola alveg stóru næturnar,’ sérstaklega ef nótin er höfð niðri“. Pétur: „Ég er r.ú sammála þessu og þetta er mjög breyti- legt eftir bátastærðinni". Ólafur: „Skipið þarf ekki að vera neitt verra hvað sjóhæfni snertir, þótt stór nót sé um borð og skipstjórarnir vita vel hvað þeir eru að gera þegar þeir hlaða skipin og sízt skyldu þeir sem ekki hafa efni á, vera að hnjóða í skipstjórana og brigsla þeim um græðgi". Pétur: „Ég get nefnt það sem dæmi um skoðanir á að færa nótina niður, að þegar verið var að. byggja þennan bát, sem ég er með, en hann er teiknaður af Hjálmari Bárðarsyni, þá fór ég fram á að bátnum yrði breytt þannig, að. nótin yrði niðri á bátnum, en svar skipaskoðunar- stjóra var: „Hvað er að ykkur skipstjórnarmönnum, er þetta tízkufyrirbrigði hjá ykkur í dag“. Ég taldi að með þessu væri verið að tryggja betur sjóhæfni skipsins og öryggi áhafnar og þetta fékkst að lokum. Ólafur: „Það er ells ekki rétt það sem hefur verið sagt í blöð- um um þetta mál í sambandi við þróun síldarnóta að stækkun þeirra hafi orðið á stuttum tíma. Talað er þar um að þegar kraftblökkin var að koma hafi síldarnæturnar verið um 30—50 faðma djúpar og 120—130 faðma langar, en þetta er alls ekki rétt, því að stærð nótamna á þess um tímamótum var almennust 50—65 faðmia djúp og 180—200 faðma löng. Þannig hefur þessi síldarnótaþró.un alls ekki skeð ó eins stuttu tímabíli og skipa- skoðunarstjóri hélt fram í grein í Morgiunblaðinu um daginn og þar.na er halliað réttu máli“. Pétur: „Það gefur au.galeið að ef þessar nætur væru ekki gerð ar dýpri og lengri, þá hefði lít- ill afli borizt á land og verður ekki að neyma að nýta bátaöot- iann með skynsaimiegasta móti“. Ólafisr: „Þegar báturinn er kominn undir skammidekkið með 'lestarfarm, en nú eru lög fyrir !því að það miegi ekki hlaða nema á ska’mmidekk (giiida frá 1. okt. til vors), þá væri æskilegt að það yrði athugað frá skipaskoð- uninni að þeim bátum, sem hlað ast undir skammdtekk með full- an lestarfram, hvort ekki væri ástáeða til að 'breyta þeim, þann- ig að þeir hlaðist ekki nema á skammdekk með fulla lest“. Pétur: „En svo er bara eitt atriði; hefur moikkur ef.ni á að kaupa þessar risastóru nætur, siem nefndar hafa verið í þessu orðasfcaki um málið". Hrafn Sveinbjarnarson hefur 113 faðma djúpa nót, 280 faðma langa og hún vegur um 12 tonn. Hrafn Sveinbjarnairson III. hefur 107 faðma djúpa nót, 2180 faðma lamga og hún vegur um 11—12 tonn. Daníel W. F. Traustason skip- stjóri á Kóp frá Vestmannaeyj- um saigðist hafa nót aem væri hátt í 2 kirkjluturma á dýpt, eða 76 faðmia djúpa, 220 faðrna lamga og um 6 tomma þunga. — Hv,ert er álit þitt á stærð síldarnóta? — Mitt áldt á stærð sild'arnóta er að hvier skipstjóri ætti að hafa Daníel W. F. Traustason, skipstjóri á Kóp frá Vestmanna- eyjum. það í höndunum, sem hann teliur sig ráða við miðað við bát og að stæður. Enginn á að geta haft áhrif á það nema skipstjóriinm sjálfur, hann á hreinlega að stjórna því. Reynslan af þessu er sú að þeir sem bezt eru út- íbúnir með nætur og amnað slíkt, þeir skila beztum árangri. Tgkmörkun á nótum og hleðslu frá því opinbera er ég algjörlega mótfallinn og allri íhlutun þar um. Að mínu áliti finnst mér orðið nóg komið hvað gengið er á okkur skipstjórana, að við sé- um ekki ábyrgir gerða okkur. ísienzki flotinn og fiskveiðar á honum væru ekki svona í dag, ef komin væri þvingandi lög- gjöf úm að ekki mætti gera þetta og hitt í fiskveiðunum, sem er breytilegt eftir bátum og að- stæðum, ef skipstjórnarmenn væru bundnlr einhverjum laga- skruddum ssm þeir þyrftu að kíkja í, í það og það sinnið. Það gæti orðið svolítið hlægilegt, ef skipstjóri kæmi út á brúarvæng með lagaskrudduna og segði við strákana: „Þið megið ekki taka þennan háf, strákar, það er ekki í lögum“. Þannig skruddur væru bazt geymdar í harðri straum- röst“. A.J. Frá vinstri: Pétur Sæmundsson, skipstjóri á Hrafni Svein- bjarnarsyni og Ólafur Sæmundsson, skipstjóri á Hrafni Svein- bjarnarsyni III. Sextugur i dag: Ólafur Þ. Pálsson múrarameislari í DAG er Ólafur Þorkell Páls- son, múraramieistari, sextugur. Ólafur er sonur þeirra hjóna Páls Ólafssonar, múrara og konu hans Þuríðar Hafliðadóttur, og því reykvíkingur í hús og hár, enda fles.um borgarbúum af góðu kunnur eftir um 40 ára utmfangis- m kið starf. ’Hann lauk sveinsprófi í múr- araiðn hér í Reykjavík árið 1930, og var meistari hans Kristim Sigurðsson, því föður Ólafs ent- .3 ekk: aldur til þess að taka hinn unga son sinn í læri. Ó’.afur gerist, að sjálfsögðu, félagi í Múrarafélagi Reykjavík- ur strax 1930, er hann lauk sveinspróf. sínu, enda er hann iéiag. lyndur maður. Hann er og mjög stéttvís og hefur fórnað mlkiam tíma og fyrirhöfn í þágu múrarastéttarinnar og raunar allrar iðnaðarstéttarinnar í lieild. Hann hefur verið virkur fé- lagi í Múrarameistarafélagi Reykjavíkur allt frá því að hann gerðist þar félagi árið 194® og gegnt þar margvíslegum trún- aðarstörfum. Hann var t.d. end- urskoðandi félagsins 1960-1961 og er nú gjaldkeri þess, en því embætti hefur hann gegnt síðan 1961. Þá var hann formaður í hús- byggingarfélagi iðnaðarsamtak- anna í þrjú ár og barðist mikið fyrir þvi áhugamáli iðnaðar- manna að reisa sér veglegt hús á eignarlóð sinni, sem er geysi- stór og liggur meðfram Hall- veigarstíg allt frá Ingólfsstræti að Bergstaðastræti. Þá var ólaf'ur gjaldfceri Styrkt-1 arsjóðs iðnaðarmianna í sjö ár samfleitt, en það er afar tím.a- frekt starf, þótt það láti l'ítið yfir sér. Ekki efa ég að Ólafur muni hafa gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir stéttar- samtök iönaðarmanna, enda þótt mér, ófaglærðum manninum, sé ekki kunnugt um það. Ólafur kvæntist Guðrúnu Sö- rensen 3. júní 1933, yndislegri, tápmikilli og afburða myndar- legri konu og hefur hún reynzt 'hönum happadrjúgur lífs- förunautur, ekki hvað sízt á þeim byrjunarárum hjónabands- i.ns, Kreppuárunum, þegar allt þurfti til, þrek, dugnað og hörku til þess að fleyta fram lí.finu. Á þessum árum var svo lítið um atvinnu og þurfti að leggja sig svo fram eftir hverju verk- efni, að haustið 1934, efth lélega atvinnu fyrri hluta árs, bauðst Ólafi starf við múrhúðun húss á Siglufirði, að ekki var hikað við að flytja þangað búferlum, með konu og barn til þess að hreppa hnossið. Á Siglufirði bjó Ólafur síðan fram á stríðsbyrjun, og liggur eftir hann mikið starf þar á norð urslóðum. Læknishúsið á Sigl-u- firði mun hann hafa ‘byggt eða fullgert. Aðalgötu kaupstaðarins lagði hann og steypti og mun það vera ein fyrsta gata á land- inu, sem var steinsteypt, og var svo vel frá því verki gengið, að til skamms tima, að minnsta kosti, hafði engin teljandi við- gerð þurft að fara fram á göt- unni, og má vera að svo sé enn. Þá sá hann um allt múrverk við Skeiðsárvirkjunina í Fljót- um í Skagafirði og var þar yfir- verkstjóri, en það verk mun hafa tekið um tvö ár að full- gera. Frá Skeiðsárvirkjun fá Siglfirðingar rafmagn sitt. Af þessn má sjá að Ólafur er Siglfirðingum að góðu kunnur, enda á hann þar stóran kunn- ingja- og vinahóp. Er Ólafur fluttist aftur til Reýkjavíkur, var hann, fyrst á eftir, kenndur við Slglufjörð og kallaður óli Sigló, lil aðgreiningar frá tveim alnöfnum sínum í múrarastétt, en það undarlega við þetta er að hann mun vera sá eini þeirra, sem er Reykvíkingur í húð og hár. Það mun hafa verið árið 1941, sem Ólafur fluttist aftur tii Reykjavíkur. Fjölskyldan hafði slækkað því nú voru synimir orðnir tveir. Hann gerðist verk- stjóri hjá Höggaard & Schultz við hitaveituframkvæmdir, sem þá stóðu sem hæst. Ólafi var fal- ið að sjá um lagnir í öllum mið- bæ borgarinnar, en það var vandasamasti hluti verksins, því víða gæ.ir þar flóðs og fjöru rétt undir fó!tum manna, þótt fáir gefi því gaum, og gefur að skilja, að öll einangrun og raunar öll lögn yfirleitt er hið mesta vandaverk við þvíiíkar aðstæð- ur. Ekki get ég stilll mig um að segja hér eina Iitla gamansögu af Ólafi frá þessum árum. Ólaf- ur er einn hinn mesti kjarkmað- ur sem ég þekki, og veit ég ekki til þess að hann hræðist nokk- urn hlut — nema rottur og mýs, en við þær er hann líka svo stór- skelkaður að undrun sætir. Þegar að því kom að leggja Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.