Morgunblaðið - 12.11.1967, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓV. 1967
23
— Ólafur Pálsson
Framhald a! bls. 13
skyldi hitaveituinntak í hús Sil'la
& Valda við Aðalstræti og húsa-
röðina þar fyrir sunnan, fór Ól-
afur, ásamt einum flokkstjóra
sinna í rannsóknarferð um
kjallara húsa þessara til þess að
ganga úr skugga um bvar hag-
kvæmast væri að taka inntakið
inn í húsin.
Flokkstjóri sá, sem með Ólafi
fór í þessa könnunarferð, var
maður uim sjötugt, afburða hæg-
ur og rólyndur, og var um hann
sagt, að hann hefði aldrei bros-
að.
í hálfrökkri kjallaranna kömu
þeir að stað einum, sem þeim
þótti girnilegur fyrir inntakið
og hugðust athuga hann nánar.
Nokkrar þilplötur voru reistar
þarna upp við vegginn og þurfti
því að fjarlægja þær til þess að
rannsaka mætti staðinn. En um
leið og þeir fara að hreyfa við
plötunu'm skauzt lítil mús undan
þeim. Skipti þá engum togum,
að Ólafur rekur upp eitt skað-
ræðis hræðsluöskur og hendist
upp á herðar gamla mannsins,
sem mátti hraða för sinni út úr
kjallaranum svo sem um lífið
væri að tefla, og það með þenn-
an nettvaxna knapa á öxlunum.
Hinn alvörugefni flokkstjóri
hafði slíkt gaman af atburði
þessum að hann mátti sig hvergi
hræra í langan tíma á eftir, fyr-
ir hlátri, og þóttu það í sjálfu sér
engu minni tíðindi.
Eftir að Hitaveita Reykjavík-
ur var fullgerð mun Ólafur
hafa sinnt ýmsum byggingar-
störfum, ýmist fyrir eigin reikn-
ing eða fyrir og með öðrum,
Á þessu tímabili byggði hann
hús Fiskiðjuvers ríkisins við
Grandagarð. Við byggingu þess
húss skeði mikið slys, og datt
engum í hug, er þar kom nærri,
annað en að þar með væri vinur
minn Ólafur allur. En það er
seigt í Óla og lífsviljinn ódrep-
andi, og hann hjarði við fusrðu
fljótt, og þrátt fyrir óbætanlegt
tjón og örorku, eru fáir sem um
það vita, því aldrei er því flíkað.
Slysið vildi þannig til að
reyna átti lyftuútbúnað, sem
kornið hafði verið fyrir utan á
húsinu, sjávarmegin, og átti.að
notast bæði fyrir menn og varn-
ing. Þesgar uppsetningu var lok-
ið og reyna átti útbúnaðinn
krafðist Ólafur þess að verða
fyrstur til þess að fara reynslu-
ferð. Frágangur var, því miður,
ekki sem skyldi, því útbúnaðutr-
inn gaf sig og féll Ólafur allt
niður í stórgrýtta fjöruna, um
10-12 metra fall.
Ekki kann ég að nefna öll þau
bein, sem þar brotnuðu, né þau
innvortis mein, sem fallið orsak-
aði, en sem betux fer náði þetta
ekki að kála Ólafi, þótt hann
gangi aldrei heill til skógar síð-
an.
Árið 1955 stofnaði ólafur
byggingarfyrirtækið Nýbygging-
ar h.f., sem hann er aðaleigandi
að og hefur rekið og stjórnað síð-
an, og eru þau verkefni, sem
fyrirtækið hefur haft meðhönd-
um siðan, bæði mörg og stór.
Of langt mál yrði að rekja það
allt hér, en mig langar að geta
þess helzta, sem í hugann kem-
ur. Má þar nefna fyrri hluta
Hjúkrunarkvennaskóla íslands,
nýbyggingu Landspítalans, sem
er miörgum sinnum stærri en
hinn upprunalegi spítali, seinni
hluta Iðnskólans í Reykjavík,
Verzlunarskólann nýja, hluta
húss Raunvisindastofnunarinnar,
hluta Vélstjóraskóla íslands
ásamt Tækniskólanum, Fisk-
iðjuver þeirra bræðra Jakobs
og Magnúsar Z. Sigurðssona í
Örfirisey og fjöldi stærri og
smærri skrifstofu- iðnaðar- og
íbúðarbygginga.
Ekki er óalgengt að Ólafur
hafi milli 10 og 20 vinnustaði að
líta eftir, en.þrátt fyrir allt þetta
annríki er hvergi slegið slöku
við né ástæða til umkvartana,
og getur undirritaður vel um
það borið, þar sem ÓlafuT hefur
nýlokið smíði um 6000 rúmmetra
húss fyrir hann.
Ólafur er maður fastur fyrir
og lætur ek'ki hlut sinn, hvorki
heima fyrir né út á við. Hann
er stjórnsamur og heiðarlegur,
sem því miðux er að verða
sjaldgæfur mannkostur í þjóð-
fél’agi okkar, og fyrir kosti þessa
er hann eftirsóttur sem verktaki.
Hið opinbera, sem gjarnan verð-
ur fyrir barðinu á óheiðarlegum
aðilum, sækist mjög eftir sam-
starfi við Ólaf, enda vinnur
hann mikið fyrir það.
Þess má og geta að ekki er
Ólafur dýrkeyptur á eigin vinnu,
og veit ég til þess að tugum
skipta hefur hann farið út á
land, með fulltrúum Húsameist-
ara ríkisins, sem ráðgefandi fag-
maður, og veit ég ekki til þess
að hann 'hafi nokkru sinni sent
reikning fyrir þjónustu þessa,
Það er því ekki að undra þótt
forráðamenn slíkra stofnana
sækist eftir þjónustu hans, enda
er mér kunnugt um, að Ólafur
er í miklum metum hjá húsa-
meistara og öllum þeim, sem hjá
þeirri stofnun starfa.
Ólafur er félagslyndur maður,
svo sem áður getur og sýnt hef-
ur verið fram á, en það eru ekki
aðeins iðnaðarsamtökin, sem
njóta þessa kosta hans. Hann
hefur árum saman verið mjög
virkur félagi í Oddfellowregl-
unni, og einn allra ötulasti mað-
ur í stúku sinni. Þá er hann einn
fremsti brautryðjandi og áhuga-
maður í Kiwanishreyfingunni
og nýkjörinn gjaldkeri í sánum
klúbb þar. Er ekki að undra þótt
samtök eins og Od'dfellöw og
Kiwanis sækist eftir mönnum
eins og Ólafi, því félög þessi eru
yfirleitt mjög fjárþurfi í vel-
gerðarviðleitni sinni gagnvart
þjóðfélaginu, en Ólafur er jafn-
an ósinkur á fé til allra velferð-
armála.
Þá mun Ólafur vera félagi í
litlum klú'bbi, svonefndum
Kjarnorkuklúbbi, sem hafa mun
það eitt stefnumið að halda einn
fund á ári, þar sem hver má hella
úr skálum reiði sinnar yfir ann-
an, svo sem hugur stendur til, og
éta og drekka svo sem nafnið
bendir til um. Það liggur í aug-
um uppi að það þarf kjarnorku
manndóm til þess að vera félagi
í slíkum klúbbL
Ólafur á eitt „hobby“, sem er
frímerkjasöfnun, og þar af leið-
andi er hann félagi í Félagi ís-
lenzkra frímerkjasafnara. Tekur
hann „hobby“ sitt mjög alvar-
lega, og áldrei held ég að ég hafi
séð fegnari sölumann en Ólaf,
þegar gyðingaprangari í New
York vildi ekki greiða honum
það verð sem hann setti upp fyr-
ir nokkrar frímerkjaseríur, sem
hann hugðist selja. Það var eins
og hann hefði heimt náinn ætt-
ingja úr helju.
Börn Ólafs og frú Guðrúnar
eru fjögur. Elztur er Georg, vél-
stjóri hjá Eimskipafélagi ís-
lands h.f., þá Hafsteinn og Ágúst,
báðir múrar hjá föður sínum og
síðust er yngismærin Jónína,
sem fermdist í fyrra. Öll eru
þetta dugmiklir, framgijarnir og
fallegir íslendfngar, svo sem þau
eiga ætt til, bæði í föður- og
móðurætL
Margur maðurinn hefur látið
sér nægja hálft þáð starf, sem
Ólafur hefur að baki sér, sem
lífsstarf, en það er síður en svo
um hann. Hann er eins og
Johnny Walker — still going
strong, og á langan starfsferil
framundan, enda ekkert lát á
athafnaþránni, nema síður sé.
í dag mun Ólafuir dvelja að
heimili sínu, Kleifarvegi 8, hér í
borg, og fagna þar vinum sín-
um, Ekki ér að efa að þar verður
fjölmenni mikið, því fáa þekki
ég vinsælli, vinfleiri og rausnar-
legri en hann.
Kæri vinur, ég óska þér til
hamingju með daginn. — J. M. M.
(§arclínubúöin
Ing óHsstræti — Slml 16259
DAGANA 20—22. októiher sl.
héldu ungir Sjálfstæðismenn
fjölmienaiasta þiing sitt, sem
var hið 19. í röðinni. Þar
komiu saman um 180 ungir
memn og koniur, hvarvetna af
lamdinu, til að bena saman
ráð sín um ýmsa þætti þjóð-
málam.na ræða félagsmál sín
og ákveða um stjórn og skipu
lag samtakanna.
H’ver er nú tilgangur þess-
ara þinga? Hviaða gagn gera
þau? Er þetta ekki ósköp til-
igangsllítið? Þaninig spunning-
ar heyrast oft og ekki óeðli-
legtt að slíkum efasemdum
iskjóti upp í hiugum einstaka
imanma.
Hið félagslega gildi slíkna
tfunda efast enginn um. Þar
hittast m.enn úr öllum stétt-
>um og öllum lamdshlutum.
■Þar tengjas’t vkiáttubönd á
milli manna, sem hafa sörou
'gnundvaíllarskoðainir í stjór.n-
■mlálum.
Hið stjórnimálalegia giildi
kann að vefj.ast fyrir su.mum,
en ef betur er að ,gáð, er mik
ilvægið sízt minna á því sviði.
Tilgangur hvers SUS-þings er
að móta mýja stefn.u. Ekki
endiLega með því að varpa
eldri stefn.umiiðum fyrir boirð
eða bylta um h'eildar.stefn-
urrni. Það sem öðnu fremur
knýr unigia Sjálfistæðismenn á-
f,ram er sú trú þeirr.a, að ný-
ir, ungir menn, sern hugsa
<
Birgir ísl. Gunnarsson:
af veffvangi
eins og uútíminn krefst og
vilja .hugsa um stjórnmál,
beri með sér nýjan anda og
aukinn kraft. Sannleikurinn
er sá, að það er stöðug nauð-
syn á því að breyta venjum
stjómmálianna. Stjórnmá'lin
ihafa tilhneigingu til, eins
og önnur maninleg fyrirbæri,
að komast í sama farveg,
þanni.g að átak þarf ti’l 'að
breyta um. Því otftar sem ný-
ir og svalandi vindar leika
um stjórnmálastefnur því
min*ni hætta er á að stefnan
staðni.
Þetta var meða.l verikefna
SU.S-þinigs. Ungir Sjálfstæðis
menn viðurtkenna að vel hafi
verið gert, en trúa því að ým-
iSlegt m,egii bet,ur fara og telja
það hlutverk sitt að knýj.a á
um breytta stefnu, þar sem
það á við. Á þa*nn hátt vilja
þeÍT gera Sjálfstæðisstefin'una
að síungu fyrirbæri í þjóðfé-
laginu,
Hvað gerðist n.ú á þessu
SUS-þingi. Fátt eitt verður
talið upp hér, enda haf.a ítar-
legar fréttir verið birtar af
þinginu áður. Fræðslumálih
'hafa lengi verið áhugaetfn'i
u*ngra Sjálfisitæðism.anma.
’Ályktun um endursifeoðun
'fræðslu.kerfis’ins var sam-
þykkt á þinginu og auk þess
ilagðar fr.am itarlegar álit.s-
igerðir R.annsókn.air- og upplýs
iingarstof.n.unaT umgra Sjálf-
istæðismanna um aukin tengsl
atvinnulífs og skóla og könn-
un á mennitunarkröfuim fisk-
iiðnaðarins. Mdikil ranmsóknar-
istörf liggja að baki þessum
lálitsgerðum og er líklegt, að
þær geti komið að góðum
Uotum við það starf, sem á
öðrum vettvangi er unnið að
end'urskoðun skóla- og
tfræðslu.keTfis.
Sjávarútvegsmál voru mik-
ið til umræðu á þinginu og
m.a. hlýddu þingfulltnúar á
athyglisvert erimdi Othars
'Hanissonar, fiskvinnslufræð-
inigs, ’Um þessi miál. Jafn-
framt var samþykkt ítarleg
ályktun um sjávarútvegismál.
Hin almenna stjó’rmmála-
ályktun þimgsins var óvenju-
lega ítarleg að þessu. sinnii og
þar ályktað um marga mália-
flokka. Auk sjávarútvegs,
sem fyrr getur, var ályktað
um iðnað, lanidíbúnað og verzl
urn. f ályktun um iðnaðarmál
var áréttað. að enda þótt heil
brigð samkeppni íslenzks iðm
aðar við inntfluttar iðnað.ar-
vörur sé sjálf.sögð, yrði að
tryggja það, að kjör þau, sem
íslenz’kum iðnaði vær.i búin,
veitti hoinum samkeppnisað-
'stöðu. Það má til nýmæla telj
ast, að á þingim.u var ályktað,
að við mat á innlendium og er
lendu.m tilboðu.m í iðnaðair-
vörur og iðnaðarverk kæmi
til greina, að settar yrðu fast-
'air reglur um, að íslenzk til-
'boð, sem gengið væri að,
gætu verið nokkuð hærri en
erlemd. Hið þjóðhiagsleg.a
gildi þesis, að slik verk séu
‘unnin af íslenzkum aði'ljum,
'á að réttlæta nokkru hærra
verð í sumium tilvikum. Ýrnis-
ar þjóðir hafa sett slíkar r.egl
ur og það þjóðir, sem eru
'mjög alíþjóðlegar í viðskipta-
reglum.
í landbúnaðarvörum var
varað við framleiðslu þeinra
landbúnaðarvar.a til útflutn-
mgs, sem greiða þyrfti stór-
lega niður af almam,natfé. Lagt
var til, að spornað yrði gegn
offr,amleiðslu á einstökum
landbúnaðarivörum og dregið
yrðd úr einokunairsölu á ýms-
um landbúnaðarvörum.
í verzlunarmálum var hvatt
til endursfcoðunar á verzlun-
arlöggjöfinni og að sett yrði
löggjöf um eimiokun og hringa-
myndum. í samgöingumálum
var áréttað, að brýmasta verk
efnið væri gerð varanlegra
vega á aðalumferðaræðum
landeinis og ti'l þeirra fram-
kvæmda ætti að afla lánsfjár.
ef na.uðsyn krefði og bjóða
ætti þær framkvæm.dir út á
samképpnisgru ndvelld.
Um húsnæðismál var ekki
mikið ályktað að þessu sinui,
enda liggja fyrir ítarlegar ný
legar tillögur umgra Sjálfstæð
ismamna um þamn málaflokk.
Það var þó áréttað, að starf-
semi framkvæmdanefndar
byggingaráætlumar kæmi því
aðeins að fullum notum við
allsherjarlaus'n húsnæðis-
vandamiálsins, að jatfntframt
yrði hlúð að byggingarstarf-
semd ainnarra aðila og að ekki
yrði dregið úr almennum lán-
veitingum né lóðaúthlutunum
til 'annarra aðila.
ítarlegar ályktanir voru
gerðav .um en'durskoðun
stjórnsýsluimnar, þar ^iem m.
a. var bemt á nauðsyn þess
að endunskoða þyrfti stjórn-
sýslukerfið frá rótum og setja
þyrfti löggjöf um stjórnvöld
og meðferð stjórravalds og
bent á löggjöf í Noregi sem
fyrirmyrad. Þá var bent á,
hvort ekki væri heppilegra
að forstöðumenn ríkisstofinana
væru ráðnir til ákveðins ára-
fjölda í senm, ern ekki ævi-
langt. Hvatt var til þess, að
ríkisstofnuraum, yrði gert
skylt að gera almeraningi bet-
•ur greim fyrir störfum sinum
en nú tíðkast.
í kjördæmismálum var lýst
stuðningi við einmennings-
kjördæmi. Bent vaT á, að svo-
nefnd „stórborgarvandamál"
gerðu nú í ríkara mæli vart
við sig en áður tíðkaðist og
ríki'svaldið þyrfti að láta þa.u
mál m.eir til sín tafca en niú
er.
Hér hefur á fátt eitt verið
drepið, enda þess engiran kost
ur að gera ályktunum þings-
iras skil í þassu spjalli. í heild
má segja, að hi'raar ýmsu á-
lyktanir hafi baft á sér fersk
an blæ. Þar var drepið á ýms
ar nýjungar og gerðar tillög-
ur um ýmis mál með öðrum
hætti en áður hefu.r tíðkast.
Því er oft haldið fram, að
álykta-nir séu fyrst og fremst
gerðar fyrir þá, sem þær
semja. Almierani.ngur lesi ekki
slíka pi'stla, erada verður það
að viðurkennast, að heldur
eru stjórnmálaályktanir þurr
Pg leiðdnlegur lestur.
Ungir Sjálfstæðismenn
hafa þó hug á að ky.nna al-
mienningi betur það, sem þing
þeirra lét frá sér fara. f þeim
tilgangi m.unu nú hér á næst-
unrai birtast stuttar greinar
eftir ýmsa þá, sem þingið
sátu. þar sem leitast verður
við að gera grein fyrir og
skýra ályktanir þingsins í eki
stökum atriðum. Grei.nar þess
ar mtunu allar birtast undir
samia auðkenni og sú grein,
sem hér birtist. Ungir Sjálf-
stæðismenm vonast til, að les-
endur mu.nd batfa af því nokk
urt gagn að kynnast þeim rök
um, sem liggja að baki stefnu
þeirra 1 einstökum málaflokk
um.