Morgunblaðið - 12.11.1967, Qupperneq 32
INNIHURÐIR
ilandsins .
mesta urvali4.M.
SIGURÐUR ELÍASSON HF.
AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI.
SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1967.
rn TVÖFALT J EINANGRUNARGLER 20ára rsynsla hérléndis
T ilraunaf ramleiöslan
við Mývatn gengur vel
TILRAUNAFRAMLEEÐSLA er
nú hafin í kísilgúrverksjniðj-
unni við Mývatn og gengur vel.
Morgunblaðið hafði samband við
Véstein Guðmundsson, sem sagði:
„Þetta gengur allt samkvæmt
áætlun. Það er aðeins fyrri hluti
verkunarinnar sem við erum að
fást við núna, þ.e. að dæla leðju
úr þrónni upp í verksmiðjuna,
og sía hana og þurrka. Við ætl-
um að safna að okkur dálítið
áður en við byrjum að fullvinna,
en ég býst við að það hefjist í
næstu viku“.
— Hefur veðrið ekki valdið
ykkur neinum erfiðleikum?
„Það er grenjandi stórhríð hér
núna, en við vorum búnir að
Soltoð ó
Akronesi
gera ráðstafanir í sambandi við
það. Hins vegar voru slæm frost
um daginn og það tafði okkur
dálítið, ekki þó alvarlega, Og nú
gengur allt vel“.
Olíubíll og
jeppi í órekstri
Akureyri, 11. nóvember.
OLÍUBÍLL á leið frá Akureyri
og Bronco jeppi af Árskógsströnd
rákust á á þjóðveginum hjá Hofi
í Arnarneshreppi um kl. 9,30 í
morgun. Blindhæð var og hálka
á veginum. Bílarnir skemmdust
báðir, jeppinn þó meira. Öku-
maður var einn í jeppanum og
tveir menn í olíubílnum, en eng-
an þeirra sakaði. — Sv. P.
Boranír meö stora bornunt eru nybyrjaðar innst í Blesugroiinm, a mots við gontlu Rafstoðina.
Arangurs er þó ekki að vænta fyrr en ’i öndverð um næsta mánuði. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.)
Fjallvegir teppast og færð
varasöm víða um land
— Skafrenningur á Hellisheiði
TIL AKRANESS komu í gær
þrjú skip, Sigurfari með 900
tunnur, Höfrungur II. með 200
tunnur og Skírnir með 200 tunn-
ur, er þau höfðu fengið út af
Jökli. Síldin var öll söltuð.
Upp úr miðnætti á föstudags-
kvöld var komin norðanbræla,
svo að tvö síðarnefndu skipin
urðu frá að hverfa af þeim sök-
um, en Sigurfari hafði komið
tveim stundum fyrr á miðin.
930 tonn nf
söltunnrsíld til
Eskifjorðor
Saltað í 2697
tunnur á töstudag
Eskifirði, 11. nóv.
ÁTTA SKIP komu til
Eskifjarðar á hádegi í dag, með
900 tonn af söltunarsíld. Álfta-
nesið, er hæst þeirra skipa sem
hingað koma, með 150 tonn af
glæsilegri síld. I gær var saltað
á eftirtöldum stöðvum, sem hér
segir :Auðbjörgu 1075 tunnur,
Báru 700, Öskju 430, Sigfúsi Bald
vinssyni sf. 268, Eyri 224. I dag
er norðaustan bylur og fimm
stiga frost. Við slíkar aðstæður
er síldarvinna að sjálfsögðu erf-
ið og það kostar saltendur mikið
umstang og aukapening að koma
öllu í kynt hús þar sem það get-
ur lagerast. — Regína.
FJALLVEGIR á Vestfjörðum
voru flestir ófærir í gær og að
teppast á Norður- og Austur-
landi. í Borgarfirði og víðar á
Vesturlandi er mikill lausasnjór
og hætt við að dragi í skafla, ef
hvessir. Á Suðurlandi var færð
yfirleitt ágæt, en mönnum ráð
lagt að fara þrengslin vegna
skafrennings á Hellisheiði.
Samkvæmt upplýsingum frá
vegamálaskrifstofunni voru veg
irnir yfir Fróðárheiði og Bröttu-
brekku hreinsaðir á föstudag, en
farið var að draga aftur á þessa
staði þegar um laagardagsnótt-
ina og sömuleiðs í Kerlingar-
skarði, en sennilega var hún þó
fær stórum bílum og jeppum.
í vetur verða bílar aðstoðaðir
á þessum leiðum á þriðjudögum
og föstudögum.
Guðmundur Jónasson, vega-
verkstjóri á Akureyri, tjáði Mbl.
í gær, að á föstudag hefðu bíl-
ar verið aðstoðaðir yfir Öxna-
dalsheiði. Þá var komið leiðinda
veður nyrðra og útlit fyrir að
Öxnadalsheiði lokaðist; Múlaveg
ur hafði þegar lokazt og oúast
mátti við, og færð þyngdist á öðr
um vegum, ef ekki brygði til
betra veðurs.
Egill Jónsson, vegaverkstjóri
á Reyðarfirði, sagði Mbl. í gær,
að þar væri komin hvöss aust-
anátt og vonzkuveður á heiðum.
Oddskarð var þó fært, en búast
mátti við, að það lokaðist þá og
þegar og sömuleiðis Fjarðar-
GOTT VEÐUR var á síldarmið-
unum þar til í gærmorgun, er
það fór versnandi, og um há-
degið í gær var komin bræla
og 7—8 vindstig af norð-norð-
vestam.
heiði. Færí var frá Eskifirði að
Egilsstöðum og um Héraðið og
eins suður um Firði, um Fá-
skrúðsfjörð, Stöðvarfjörð og
Breiðdalsvík.
Á fimmtudag var bílum hjálp
að yfir Möðrudalsöræfi og gekk
það sæmilega vel, en hægt.
Segja mátti, að þá hafi orðið
fært fyrir stóra bíla og jeppa,
en var aftur orðið ófært í gær-
morgun.
53 skip tilkynntu um afla,
6.475 lestir. Veáðisvæðið var frá
50—90 mílum aust-suð-austan
frá Seley.
Framhald á bls. 2
Piltur og stúlho
tekin ú
innbrotsstuð
PILTUR og stúlka, fimmtán og
sextán ára gömul, voru tekin á
innbrotsstað um fimmleytið í
fyrrinótt. Kristján Sigurðsson,
hjá rannsóknarlögreglunni, sagði
Morgunblaðinu að brotnar hefðu
verið rúður í tveim verzlunum,
Verðlistanum og Aski, við Suð-
urlandsbraut. Farið hafði verið
inn á báðum stöðunum, en ekki
upplýst enn hvort einhverju
hafði verið stolið. Málið er í
rannsókn.
Stórhríð í
Fljótum
Hofsós, 11. nóv.
HÉR er komin norð-austan stór-
hrið og voru því Siglfirðingar
mátulega búnir að vígja gatið,
en í gær var bezta veður.
Fyrir nokkrum dögum kom hér
bloti, en áður hafði verið jarð-
laust í úthluta héraðsins, en snjó-
lítið þegar kom inn í héraðið.
í áhlaupaveðrinu, sem kom 27.
okt., gerði mikinn snjó í Fljót-
um, en þá var allt fé óhýst og á
Hraunum í Fljótum vantaði enn
þá 20 kindur, sem talið er víst
að hafi fennt og litlar líkur til,
að finnist úr þessu, því að alltaf
bætir á þar.
53 síldarskip tilkynntu
afla síöasta sólarhring
Um hádegið í gœr var komin brœla
Eindregin ósk ríkisstjórnarinnar:
Verkfalli yfirmanna á farskipum
verð/ frestað — Farmenn höfnuðu
í fréttatilkynningu, sem
Mbl. hefur borizt frá ríkis-
stjórninni segir að ríkis-
stjórnin hafi sl. föstudag bor-
ið fram þá eindregnu ósk við
samninganefnd Farmanna-
og fiskimannasambands ís-
lands að boðuðu verkfalli
sambandsins verði frestað.
Skv áreiðanlegum upplýs-
ingum sem Mbl. hefur aflað
sér höfnuðu yfirnienn á far-
skipum þessum tilmælum.
Samningafundur átti að hefj
ast síðdegis í gær og verk-
fall að skella á um miðnætti
sl. ef samningar tækjust ekki
fyrir þann tíma.
I gær ræddu Bjami Benedikts-
son, forsætisráðherra, og Eggert
G. Þorsteinsson, sjávarútvegs-
málaráðherra, við samninga-
nefntí Farmanna- og fiskimanna-
sambands íslands. Báru þeir
fram eindregna ósk ríkisstjórn-
arinnar um frestun á boðuðu
verkfalli sambandsins vegna
hins alvarlega ástands í efna-
hags- og atvinnumálum þjóðar-
innar.
Stórhríð hamlar
bryggjuviðgerð
MBL. hafði í gær samband við
oddvitann í Hrísey, Þorstein
Valdimarsson, og sagði hann, að
dæluprammi frá Siglufirði,
Björninn væri nýkominn þangað
vegna skemmdanna á hafskipa-
bryggjunni fyrir skömmu.
Unnið var að því á föstudag-
inn að aka smágrjóti um borð
í prammann og var það sett
með bryggjuþilinu að franverðu.
Þessu verki er enn ekki lokið en
nú brast á stórhríð, svo Björninn
varð að fara frá eynni, þar se*m
hann gat ekki verið við bryggj-
una vegna sjógangs. Strax og
slotar verður verkinu haldið
áfram.
Þorsteinn sagði að lokum, að
ekki hefði komið til neinna út-
skipana ennþá síðan bryggjan
brotnaði og vonast hann til að
hafa vinnufrið til að Ijúka við-
gerðinni, svo að ekki komi til
vandræða.