Morgunblaðið - 18.11.1967, Qupperneq 14
14
MORGUNiBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓV. 1967
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar;
Ritstjórnarfulltrúi:
Fréttastjóri:
Auglýsingar:
Ritstjórn og afgreiðsla:
Auglýsingar:
í lausasölu:
Áskriftargjald kr. 105.00
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðaístræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80.
Kr. 7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
VERÐA VERKFÖLL?
CJpurning sú, sem hvarvetna1^
^ má heyra þessa dagana
er: Verða verkföll? Er það
ekki að ófyrirsynju, því að
um margra vikna og jafnvel
mánaða skeið hafa ýmsir af
forustumönnum verkalýðs-
hreyfingarinnar látið í það
skýna, að þeir mundu hvetja
félög sín til verkfallsaðgerða,
vegna ráðstafana þeirra, sem
óhjákvæmilegt er að gera í
efnahagsmálum, ef ekki á að
skapast hér á landi algjört
vandræðaástand. Morgun-
blaðið getur auðvitað ekki
fremur en aðrir svarað þess-
ari spurningu; það veit eng-
inn enn hvort til verkfalla
dregur. Ráðstefna Alþýðu-
sambands fslands hefur kvatt
sambandsfélögin til að búa
sig undir verkfall hinn 1. des.
Fullvíst má telja, að mörg
félög verði við þessari áskor-
tm, en jafnvíst er hitt, að önn
ur félög munu ekki verða við
henni, því að forustumenn
þeirra vilja ekki taka á
sig ábyrgð á verkfalli, sem
einungis getur skaðað félags
menn verkalýðshreyfingar-
ínnar.
En þótt mörg verkalýðsfé-
lög búi sig undir verkföll, er
ekki þar með sagt, að verk-
fall verði. Til síðustu stund-
ar mun auðvitað verða reynt
að afstýra því, og ýmsir af
leiðtogum verkalýðshreyfing-
arinnar hafa rætt skynsam-
lega um þann vanda, sem
við nú stöndum frammi fyrir,
þótt þeir hafi, eins og oft vill
verða, leiðst út í að segja
meira en þeir geta staðið við
til þess að reyna á það til
hins ítrasta, hversu langt yrði
unnt að komast í samningum.
Því miður verða verkföll oft
af þeim sökum, að menn telja
sig ekki geta tekið aftur kröf-
ur sínar og ummæli, og þeim
sem skynsamlegasta afstöðu
vilja taka, er oft brugðið um
hugleysi og uppgjöf. Taka
þeir því oft þann kostinn að
berast heldur með straumn-
um, þótt þeim sé Ijóst, að
þannig skaðist þeir, sem fal-
ið hafa þeim trúnað til að
leysa^mál sín.
Vonandi verður raunin
ekki sú að þessu sinni, og
víst er um það, að verka-
lýðsforingjar munu nú heyra
hvaðanæva að af landinu, að
íólkið er andvígt verkfalli og
leggur ekki út í það með
glöðu geði. Menn gera sér al-
mennt grein fyrir því, að
kjaraskerðing íslenzku þjóð-
arinnar er raunveruleiki, sem
enginn fær breytt, og verk-
föll auka einungis á kjara-
skerðinguna en bæta þar ekki
um.
AFSTAÐA
VARAFORMANNS
BSRB
CJigfinnur Sigurðsson, vara-
^ formaður Bandalags starfs
manna ríkis og bæja, hefur
í viðtali við Morgunblaðið
gefið athyglisverða yfirlýs-
íngu, þar sem hann tjáir sig
eindregið andvígan afstöðu
meirihluta sambandsstjórnar
og annarra þeirra, sem ekki
vilja semja um vinnufrið á
grundvelli tillagna ríkis-
stjórnarinnar.
Sigfinnur rekur í viðtalinu
við Morgunblaðið ástæðurn-
ar fyrir því, að hann vildi
ekki að tilboði ríkisstjórnar-
innar væri hafnað og segir
síðan:
„Af framangreindum ástæð
um lagði ég til að reynt yrði
að ná samkomulagi á grund-
velli tilboðs ríkisstjórnarinn-
ar. Er ég hafði lýst þessari af-
stöðu minni, kvaðst ég að svo
stöddu ekki mundi gera
ágreining út á við um mál
þetta, þar til séð yrði, hvort
unnt mundi að ná samkomu-
lagi við ríkisstjórnina á ann-
an hátt.
En þar sem skyndiráð-
stefna ASÍ hefur nú séð
ástæðu til þess að hvetja sam
bandsfélög sín til verkfalla
frá 1. des. n. k. þá finnst mér
rétt, að þessi afstaða komi
nú fram“.
Mikill fjöldi manna í laun-
þegasamtökunum tekur svip-
aða afstöðu og varaformaður
Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja. Þeir hafa viljað
reyna á það, hversu langt
væri unnt að komast til að
gera byrðar þær, sem félags-
menn þeirra verða að bera,
sem léttbærastar, en hins
vegar ekki viljað bera ábyrgð
á afleiðingum verkfalls. Þeir
hafa ekki viljað torvelda
þeim mönnum, sem þeir
starfa með í launþegasamtök-
unum, þá samninga, sem stað
ið hafa yfir, og þess vegna
ekki fram að þessu lýst yfir
andstöðu sinni við gerðir
þeirra, en þegar stefna á út í
fyllstu vandræði, hljóta þess-
ir menn að gera hreint fyrir
sínum dyrum.
HVER YRÐI
AFLEIÐINGIN?
U'ðlilegt er að menn velti því
^ fyrir sér, hver myndi
verða afleiðingin af því, ef
nú yrði boðað til viðtækra
verkfalla. Hver og einn launa
Vaxandi gagnrýni á V-Þýzka-
blaðakónginn Axel Springer
VESTUR-ÞYZKI blaðakóng-
urinn Axel Spring'er, hefur
sætt vaxandi gagnrýni að
undanfömu. Margir telja, að
blaðaveidi hans sé orðið svo
öfltugt, að hættulegt sé al-
memnri skoðanamyndun í
landinu og nú fyrir sikömmu
réðst vikuritið Stern undir
merki ritstjóra sins, Henri
Nannens, harðlega á Axel
Springer og blaðaveldi hans
og var þessi ganrýni jafnt
persónulegs eðlis sem sf jóm-
málalegs. Stern er í harðri
andstöðu við Sprimger og
finnst þessu vikuriti, sem og
ýmsum öðrum tímaritum og
blöðum, að Springer þrengi
æ meir að kosti þeirra.
Herferðin gegn þessum
stærsta blaðakóngi Evrópu
hefur raunar staðið allt þetta
ár, en náði nýju hámarki
með gagnrýni þeirri, sem birt
ist í Stern.
Víða um landið en þó eink-
um í Vestur-Berlín flífca ung-
ir menn og konur áberandi
merki, þar sem á stendur:
„Gerið eigur Springers upp-
tækar“. Vinstri sinmar í
Berlín hafa á prjónunum óop
intoer „Springer-réttarhöld",
þar sem hann verði yfirlýst-
ur óvinur lýðræðisins.
„Gruppe 47“, félagsSkapur
helztu rithöfunda Vestur-
Þýzkatands hefur itekið
ákvörðun um, að skrifa ekk-
ert fyrir útgáfufyrirtæki
Springers og mörg bókafor-
lög hafa lýst því yfir, að þau
muni ekki framar auglýsa í
blöðum hans.
Það voru Bretar, sem veittu
Springer fyrst leyfi til þess
að gefa út blöð. Það var í
Hamborg rétt eftir stríð og
Springer var þá ungur aðiað-
andi maður og andstæðingur
nazista. Nú er Springer 55
ára gamiall og um 40% af blöð
um, sem gefin eru út í meira
en 100.000 eintökum í V-
Þýzkalandi, eru í eigu hans,
og 90% þeirra blaða, sem
dreift er og lesin eru um allt
landið andstætt héraðsblöðun
•
um eru í eigu hans. Meira en
fjórðungur allra fbúa lands-
ins lesa blaðið „Bild“.
f Vestur-Berlín og Ham-
borg á hann nær 70%allra
þeirra blaða, sem þar eru gef
in út. Til viðbótar þessu öllu
eru í eigu hans fjöldi tíma-
rita, mörg útgáfufyrirtæki og
hann hefur lagt fé í ýmis önn
ur fyrirtæki. Heimili hans eru
fjögur í Þýzkalandi, eitit í
Sviss og hann á hús í May-
fair í hjarta Lundúnaborgar.
„Pólitísk ógnun“
Axel Springer hefur brugð-
izt kaldur en ákveðinn gegn
framangreindri herferð gegn
sér. Hinn nýi skýjakljúfur
hans rétt við múrinn í Berlín
hefur verið búinn undir það
að standast hugsanlegt
áhlaup vinstri sinnaðra stú-
denta. Málshöfðun bíður rit-
höfundarins Giinther Grass,
Axel Springer
sem hefur í sjónvarpi ásakað
blöð Springers um „fasistiisk-
ar aðferðir". Blöð Springers
og tímarit hafa vísað á bug
allri þessari herferð sem
kommúnistísku samsæri gegn
vestur-þýzku lýðræði og
standi Ulbricht, leiðtogi aust-
ur-þýzkra fcommúnista, fyrir
skipulagningu hennar og út-
vegi fé til hennar.
Andstaðan gegn Axel
Springer er byggð á tveimur
ástæðum: Hann á að vera í
þann veginn að öðlast ein-
okunaraðstöðu innan blaða-
heimsins í V-Þýzkalandi og
vera í þann veginn að teygja
arma sína inn í sjónvarpið.
Hin óþýða hægri sinnaða
þ jóðernishyggja sem blöð
hans boða — einfcum hið vin-
sæla fjöldablað Bildzeitung
á ennfremur að vera póli-
tísk ógnun. Hann hefúr aflað
sér miskunarlauss haturs
vinstri sinnaðra æskumanna
efcki einungis fyrir andkomm
únistiskar skoðanir sínar, og
sökum þess að hann líitur á
þá sem rusíaralýð, heldur
vegna þess með hvaða mætti
hann eignar sér eða aðhyllist
vinsæl málefni: Bild t.d. við-
maður veit hvað það þýðir
fyrir hann persónulega að
vera tekjulaus um lengri eða
skemmri tíma, og vissulega
vekur sú tilhugsun mikinn
ugg meðal manna um land
allt.
En þar með eru ekki allar
afleiðingar verkfalls upp tald
ar. Auðvitað skaðast þjóðar-
heildin gífurlega í verkfalli,
þegar öll framleiðslustarf-
semi lamast. Það tjón verða
landsmenn allir að bera.
Þá er þess að gæta að færi
svo, að verkfall leystist að
lokum á þann veg, að laun-
þegasamtökin fengju fram-
gengt kröfum sínum, hlyti
slík launahækkun annað
hvort að verða til þess, að
allt atvinnulíf landsins lam-
aðist og mikið og víðtækt at-
vinnuleysi yrði víða um land,
samfara gjaldþrotum atvinnu
fyrirtækja, eða þá að gripið
yrði til gengisfellingar.
Raunar er vitað mál, að
Framsóknarforingjarnir telja
gengisfellingu æskilega, og
ástæðan til þess að þeir espa
nú til verkfalla er einmitt
haf&i eftir júní-styrjöld Isra-
elsmanna og Araba, sömu
dýrðarorð um Moshe Dayan,
sem einu sinni voru viðhöfð
um Ado,lf Hitler.
Þrjú opinber hneykslismál
hafa orðið kærkominn reki
á fjörur andstæðinga Spring-
ers. Árum saman hefur hann
verið á hnotskóg eftir einu af
sjónvarpsfyrirtækjum lands-
ins, sem hann vill að verði
auglýsingasjónvarp undir
stjórn blaðaútgefenda. Það
kom í ljós, að Springer hafði
komið fyrir tveimur útsend-
urum sínum í sjónvarpsstöð-
inni í Marnz, þar sem þeir
skyldu með upptökutækjum
og örsmáum myndavélum
safna upplýsingum um störf
og einkalíf keppinauta hans,
sem síðan mæfcti nota til þess
að spilla mannorði þeirra.
Blaðamannaráðið vítti Spring
er fyrir, en það kom engin af-
sökun af hans hálfu.
Síðan kom svonefnt Arn-
old Zweig mál til skjalanna,
en þar birtu mörg blöð
Springers opið bré'f, sem átti
að vera komið frá austur-
þýzka rithöfundinum Arnold
Zweig. í þessu bréfi kallar
hinn síðarnefndi Austur-
Þýzkaland „helvíti á jörðu“
og kvartar yfir opinberu
Gyðingahatri yfirvaldanna.
Þetta „bréf“, sem myndi hafa
eyðilagt Zweig, fannst aldrei
og er nærri örugglega falsað,
Blöðin, sem framið höfðu þá
skyssu að birta bré'fið, héldu
því fram, að þau hefðu verið
beitt brögðum, og báðust af-
sökunar eftir vandræðalega
þögn.
í kjölfar þessa kom svo
„Schwinkowski-málið". Schw
inkowski, sem var varaforseti
fylkisþingsin.s í Slésvík-Hol-
stein og stjórnarmeðlimur hjá
norður-þýzka útvarpinu, var
sakaður um að hafa fengið
fjárupphæð, sem nam nær
25.000 ísl. kr. á mánuði frá
Springer fyrir að láta í té
upplýsingar um útvarpsstöð-
ina. Schwinkowski var gam-
all andstæðingur Springers
og neitaði þessum ásökunum,
en opinber rannsókn hefur
verið fyrirskipuð og hann
hefur látið af störfum í stjórn
norður-þýzfca útvarpsins.
Allt hefur þetta átt sér stað
á sama tíma og vestur-þýzk
blöð eiga í fjárhagserfiðleik-
um. Blöðin eru stöðugt að
safnast á færri hendur og
Framhald á bls. 27.
--J
sú, að þeir telja að gengisfall
gæti bjargað Sambandi ísl.
samvinnufélaga. Og um
kommúnista er það að segja,
eins og einn þeirra upplýsti
á Alþingi í fyrradag, að þeir
telja, að hér eigi að vera um
pólitíska baráttu að ræða, og
engu máli skipti hvað verði
um hagsmuni launþeganna.
Af öllum þessum sökum er
vissulega heldur ótrúlegt, að
almenn samtök fáist meðal
launþega um verkföll, sem
einungis gætu stórskaðað
hagsmuni þeirra sjálfra.