Morgunblaðið - 19.11.1967, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓV. 1967
—HUGRÚN SKRIFAR
Framhald af bls. 7
„Ég hefi ekki komist hjá því
að sinna störfum, sem að ein-
hverju leyti heyra ur.dir borgara
iega skyldu og auðvitað misjafn-
lega geðfeld, og sum ef til vill
þannig að þau urðu ekki til þess
að auka manni vinsældir eða
virðingu, eins og til dæmis
stefnuvotta- og skattanefndar-
störf“.
„Að þú skulir segja þetta, jafn
vinsæll maður og þú hefir alla
tíð verið“.
„>að hefir nú gengið svona
uipp og niður. >að er aldrei hægt
að gera svo ölium líki. En ég
held að mér sé óhætt að segja,
að ég hafi ekki haft neitt vilj-
andi að neinum. Ég hefi þótt
gamaldags í verzlunarháttum og
samskiptum mínum við náung-
ann, — hefi víst aldrei öðlazt
skilning á þessum „sálrænu
fjáröflunarleiðum", sem Halldór
Laxness kallar, en varð Jeggvan
að fótakefli, þegar hann ætlaði
að krækja í nó'belsverðlaunin".
„H’vernig var það, áttir þú
ekki fyrsta bílinn, sem kom til
Dalvíkur?"
„Jú, það er rétt. Mér þykir þú
vera minnug, kannski er það af
því að Gísli bróðir þinn var
bílstjóri hjá mér. >eta var Ford
vörubíll, keyptur 1908. >á var
vegurinn til Akureyrar ekki
fullgerður, og ekki heldur brúin
á ána fyrir neðan Árgerði. Fyrsta
verkefnið, sem ég fékk var að
keyra efni í brúna. Fyrsta ferð-
in, sem farin var á bílnum til
Akureyrar, var heldur söguleg.
>að þótti vissara að hafa nokk-
uð marga farþega, vegna þess að
búast mátti við því að það þyrfti
nokkurn mannskap til þess að
ýta á eftir bílnum, því víða var
yfir kargaþýfi móa og mýrardrög
að fara. Allt gekk þó slysalaust,
og ánægjuleg var ferðin þrátt
fyrir hindranirnar".
„>að má segja að þú hafir
marga hildi háð um ævina“.
„>ví get ég ekki neitað“.
„Svo hefir þú starfað mikið
að félagsmálum á Dalvík“.
„Já, það hefi ég gert. Ég hefi
verið með að stofna félög með
mörgum ágætismönnum. Við
Snorri Sigfússon og >órarinn Kr.
Éldjárn stofnuðum til dæmis
Ungmennafélag Svarfdæla árið
1900, og þar var ég virkur félagi
uim 30 ára skeið, og á meðan ég
var nokkurs ráðandi, reyndi ég
að vinna að velgengni þess og
virðingu. En merkasti þátturinn
í félagslífinu var og er leiklistar-
starfsemin. Ég hefi fylgt þessu
eftir aðallega á bak við tjöldin,
frá fyrstu tíð og fram til þessa
dags. Við höfum tekdð mörg
merk og góð verk til meðferðar.
Frá 1911—1945 var Ungmenna-
félagið Svarfdæla eitt um þessa
starfsemi, en eftir það í sam-
vinnu við Leikfélag Dalvíkur,
og minnist ég þess ekki í rúm-
lega hálfa öld, að leiksýningar
hafi með öllu fallið niður. Af
stærri verkum get ég nefnt
Fjalla-Eyvind, Lénharð fógeta,
Kinnarhvolssystur, Jósafat,
drengurinn minn o.fl. Lengi vel
hafði ég gaman af þessu starfi,
þótt tímafrekt væri, og margar
skemmtilegar minningar á ég frá
þessum tíma. Mér er óhætt að
segja, að þetta hafi verið blóm-
legt starf, mikill áhugi og marg-
ir góðir leikarar“.
^fSIMCA
SIMCA 1000 LE
Áætlað verð aðeins um kr. 157.000.—
óþörf.
& SIMCA
„Svo hefir þú látið til þin taka
í skólamálum".
„J-á, ég hefi verið formaður
sóknarnefndar og á síðastliðnu
vori var ég búinn að veTa sam-
fleytt í 40 ár í kjörstjórn Dal-
víkurhrepps, og í sambandi við
það starf minnist ég miargra
skemmtilegra og skoplegra at-
vika, þótt ekki skuli út í það
farið hér. — Ég hefi ekki hatft
af miklu að státa, enda etftir-
tekjan lítil, og liggja til þess
ýmsar ástæður, eins og fjárhags-
leg óhöpp og fleira. Er þetta nú
ekki orðið nóg til þess að seðja
forvitni þína?“
„Nóg og ekki nóg, ég veit að
þú átt margt ósagt sem fengux
væri í að fá að heyra, en ég
þakka þér kærlega fyrir þetta,
Sigurður. Mér finnst að það sem
þú hefir sagt mér sé mjög for-
vitnilegt og girnilegt til fróð-
leiks. Vonandi átt þú eftir að
skrifa ævisögu þína, og þá fær
maður meira að heyra. Hún ætti
að skipa veglegan og virðulgg-
an ses9 í hillum bókasafn®
hreppsins. — Mér finnst í raun
og veru þú og kauptúnið svo
samigróin að ekki verður á milli
skilið, Ég vona að þú eigir enn
eftir að prýða staðinn uim
margra ára skeið. Enn hefir elli
kerling ekki yfirhöndina í við-
skiptunum við þig, þótt glett-
in geti hún verið og óvœgin á
stundum".
Ég kveð Sigurð í skini kvöld-
sólarinnar. Svarfaðardalur og
Hríseyjan eru böðuð í gullnum
bjarma hennar. Særmn er speg-
il sléttur, — þð bærist ekki hár
á höfði. Fjallahringurinn er
hinn sami og fyrrum. En upp af
rústum torfbæjanna hafa risið
upp myndarleg hús af steini, og
nú sjást ekki þúfur í túnum.
Stóllinn, konungur eyfirzkra
fjalla, ber enn sem fyrr svip
tignar og valds, en Múlinn hefir
verið sigraður af mannviti og
orku. >vílíkt framtak að leggja
veg fyrir þennan erfiða útvörð
kauptúnsins og sveitarinnar. >að
er eins og að sigra heilan óvina-
her. >að þyrfti einhver Guð-
mundur góði að kveða þarna nið-
ur allar hættur af hruni og öðru
með heitri bænagjörð. Nú er
hægt að fara á nokkrum mínút-
um á milli Dalvíkur og Ólafs-
fjarðar. Ótrúlegt en satt. Mér
verður hugsað til þess sem einu
sinni var, ég sé fyrir mér lítið
þorp, sem langar að verða stórt,
og það hefir vaxið úr grasi. Nú
er Dalvíkin með feguxstu kaup-
túnum landsins, en kóróna þess
er nýja kirkjan nieð lýsandi
krossinum, frelsistákni mann-
kynsins.
Tokíó, 12. nóv., AP.
Óttast er að alls hafi 28 jap-
anskir sjómenn farizt, er þrír
fiskibátar sukku í ofsaveðri und-
an ströndum Japans. Sjö menn
björguðust af bátunum.
i ti i r i i ii 11 l ii i ■ i i i i i iii 1111111 i i i.i ii
^2>nllctt
LEIKFIMI
JAZZ-BALLETT
Frá DANSKIN
Búningar
Sokkabuxur
Netbuxur
Dansbelti
Margir litir
-á: Allar itærðir
Frá GAMBA
Æfingaskór
Svartir, bleikir, hvítir
Táskór
Ballet-töskur
Sfl// ettíúJ in
£• ERZIUMIM
KmuaaaBH
SlMI 1-30-76
M' Mlll i l i■:!:t i;:i!-|"r-| 1111111111111111