Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 2
I 2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÖV. 1987 Romney gefur kost á sér — sem forsetaefni repúbtikana Detroit, 20. nóv. — AP GEORGE Romney, ríkisstjóri Michigan-fylkis, tilkynnti á laug ardag, að hann mundi gefa kost á sér sem frambjóðanda repú- blikana til forsetakosninganna í Bandaríkjunum næsta ár. í til- kynningu sinni deildi Romney á stefnu Johnsons forseta í Víet- nam-deilunni, og kvaðst vilja leiða Bandaríkin út úr styrjöld- inni í Víetnam. I sjónvarpsvið- tali á sunnudag sagði Romney, að sú stefna, að gera Víetnam að hlutlausu ríki, væri athyglis- verðasta frávikið frá stefnu Bandaríkjastjórnar í Víetnam nú. Hins vegar sagði Romney, að það væri óviturlegt að stöðva loftárásir á N-Víetnam án þess að vita hvort stöðvunin leiddi til einhvers árangurs. Málgagn sovézka kommúnista flokksins, Pravda, sagði í dag, að Romney hefði lýst yfir þeirri ákvörðun sinni, að „draga Banda ríkin upp úr feni Víetnam- striðsins", ef hann næði forseta- kjöri. Sagði Pravda, að óvinir Romneys álitu hann óábyrgan stjórnmálamann eftir þau um- mæli hans fyrir nokkru, að bandarískir embættismenn hefðu heilaþvegið sig á ferðalagi sínu í Víetnam. Nelson A. Rockefeller, ríkis- stjóri New York fylkis, lét svo ummælt á laugardag, að hann leit var hafin að á simtnudaginn, reyndist vera í höfn á Patreks- firði og allt í bezta lagi. Vissi enginn af áhöfninni um að leit væri hafin að skipinu, fyrr en þeir heyrðu frá þvi skýrt í út- varpinu um kvöldið. ólafur Magnússon, skipstjóri, sagði Morgunblaðinu, að eins og venja styddi framboð Romneys af heil um hug. Rætt hefur verið um Rockefeller sjálfan sem væntan- legt forsetaefni repúblikana. Richard M. Nixon, fyrrv. vara- forseti Bandaríkjanna, sagði hins vegar, að Romney mundi verða „ömurlegur frambjóð- andi.“ væri hefði hann reynt að ná tal- stöðvarsambandi við Keflavíkur- radíó áður en hann lagðist að bryggju, en ekki náð sambandi. Tilkynningaskylda við Keflavík- urradíó er kl. 11 og kl. 18, en fyrir vestan, sagði Ólafur, eru engar stöðvar, sem hægt er að hafa samband við til þess. Taka sæti á Alþingi TVEIR varaþingmenn Sjálf- stæðisflokksins, þeir Axel Jóns- son og Ásgeir Pétursson, tóku í gær sæti á Alþingi, í stað Matt- híasar Á. Mathiesen og Friðjóns Þórðarsonar, er verða fjarver- andi frá þingstörfum um skeið. Þrír meiddust Hætt kaupum og sölu gjaldeyris um sinn Engey v/ð bryggju í Patreksfirði - þegar byrjað var að teita skipsins SÉLDVEIÐISKIPIÐ Engey, sem Rúðubrjótur hundtekinn ÖLVAÐUR unglingur braut rúðu í verzlun Ásbjarnar Ólafssonar í Austurstræti sl. laugardagskvöld. Lögreglan náði piltinum skömmu síðar, en hann mun ekki hafa haft í buga að brjótast inn í verzlunina. Þessi mynd er af Sverri Sig- urðssyni, bónda á Ljótarstöð- um í Vestur-Skaftafellssýslu, sem fórst í snjóflóði hinn 11. þ.m. Hann lætur eftir sig konu og þrjú böm. í árekstri — Óskað eftir vitni - vegna óvissuástands í fréttatilkynningu frá Seðlabanka íslands, sem Mbl. ÞRÍR menn hlutu nokkur meiðsl, er bíll kasiaðist á ljósa- staur við Hverfisgötu 77 aðfara- nótt laugsdags. Hlaut ökumaður heilahristing og var fluttur í sjúkrahús, en tveir farþegar hlutu minni háttar meiðsl og var gert að sárum þeirra í Siysa- varðstofunni. Vildi ekki hverfa frú Kiúbbnum ÖLVAÐur maður skarst illa á hendi. þegar hann hugðist kom- ast inn í Klúbbinn bakdyrameg- in sl. laugardagskvöld. Manni þessum hafði verið vísað út úr veitingahúsinu fyrr um kvöldið, en hann gat ekki sætt sig við þá meðferð, heldur fór að bak- dyrunum og braut þar stóra rúðu. Við það skrast hann illa á hendj og eftir að læknir hafði gert að sárum hans var hann fluttur í Síðumúla, þar sem hann dvaldi um nóttina. Atvik voru þau, að bíll ók fram úr þeim þremenningum og fór hann svo nærri, að hann rakst í hægra frambrettið á bíl þeirra. Við það miissti öikumað- urinn stjórn á bílnum, sora kastaðist á næsta Ijósastaur rg stórskemmdist. Hinn bíllinn ók I burt, en þeir þremenningarnir náðu tali af leigubílstjóra á rauðum Mercedes Benz, sem var þarna nálægt, og eru það vin- samleg tikr.æM rannsóknarlög- reglunnar, að þessi leigubílstjóri gefi sig fram og skýri frá því, sem hann veit um atburð þenn- — hjá Siguiði Ben. SIGURÐUR Benediktsson held- ur síðasta málverkauppboð sitt á þessu ári 28. nóv. nk., eða á þriðjudegi í næstu viku. Sigurð- ur sagði okkur í gær, þegar við inntum hann eftir uppboðinu, að enn væri of snemmt fyrir sig að segja nokkuð um hvaða myndir yrðu seldar á því. Enn þá gæti fólk komið málverkum til sín, til sölu á það uppboð, eða fram á næstu helgi. barst í gær en dagsett er 19. nóv. segir að Seðlabankinn hafi ákveðið að hætta fyrst um sinn kaupum og sölu gjaldeyris miðað við núgild- andi gengi vegna breytingar á gengi sterlingspundsins og óvissu ástands af þeim sök- um. Fréttatilkynning Seðla- bankans fer hér á eftir: „Vegna breytingar á gengi sterlingspunds og fleiri mynta og þeirrar óvissu, sem enn ríkir í þessum málum, hefur Seðla- bankinn ákveðið að hætta fyrst um sinn kaupum og sölu gjald- Aðspurður um listmunaupp- er hann hélt í sl. viku, sagði Sigurður, að það hefði gengið allsæmilega. Sá gripur er seld- ist þar á mestu verði var af- steypa af Útlögum Einars Jóns- sonar, er fór á 10 þús. kr. eyris miðað við núgildandi gengi. Athugun fer nú fram á áhrifum þessara atburða á að- stöðu íslands og gengi íslenzku krónunnar, og mun tilkynning um það gefin út svo fljótt sem auðið er. Þangað til verða öll viðskipti bankanna með erlend- an gjaldeyri stöðvuð". Ekið ú kyrr- stæða bílo EKIÐ var á tvo kyrrstæða bíla á laugardag. Á tímabilinu milli klukkan 9 og 13:20 var ekið á R-16396, sem er af Opel Capi- tangerð, þar sem hann stóð í Vallarstræti við Pósthússtræti. Skemmdist bíllinn nökkuð. Milli klukkan 15 og 15:40 var ekið á R-8495, sem er Mercedes Benz, þar sem hann stóð við hús númer 27 við Smyrilsveg. Einn- ig sá bíll skemmdist nokkuð við ákeyrsluma. Rannsóknarlögreglan biður þá, sem kynniu að geta gefið upplýs- ingar um ákeyrslur þessar, að hafa samband við sig sem fyrst. Rœðir gengisfell an. Síðasta múlverkauppboð úrsins Miklar annir um helgina - vegna ákvörðunar Breta um gengislœkkun pundsins ÞÓTT miklar umræður hafi verið síðustu daga um stöðu sterlingspundsins kom fréttin um gengisfell- inguna í Bretlandi þó mjög óvænt og skyndilega. Sendiherra Breta hér á landi tilkynnti íslenzku ríkisstjórninni um fyrir- hugaða Iækkun á gengi sterlingspundsins síðari hluta laugardags og var þá þegar boðað til ráðherra- fundar, sem haldinn var þá um daginn. Á þeim fundi var gerð starfs- áætlu-n um þær athuganir, sem fram þyrftu að fara vegna ákvörðunar brezku ríkisstjórnarinnar. Jafnframt var haft samíband við leið- toga stjórnarandstöðunnar og varð samkomulag um að fyr- irhugaðar útvarpsumræður um efnahagsmálafrv. ríkis- stjórnarinnar, sem fram áttu að fara í gærkvöldi, yrðu felldar niður. Bankastjórn Seðlabankans og starfsmenn Efnahagsstofn- unarinnar, Hagstofunnar, við skipta og fjármálaráðuneyt- anna hófust þegar handa á laugardagskvöldið að kanna áhrif gengislækkunar- innar í Bretlandi á íslenzkt efnahagslíf og héldu þær at- huganir viðstöðulaust áfram allan sunnudaginn og fram til kl. 4 aðfaranótt mánu- dags. Á sunnudag var einnig haldinn fundur í miðstjórn ASÍ og þar lagði Jón Sig- urðsson fram tillögu um að fyrirhuguðum verkfallsað- gerðum 1. des. yrði aflýst. Ákveðið var að fresta af- greiðslu þeirrar tillögu. 1 gær, mánudag, héldu Efnahagsstofnunarinnar og starfsmenn Seðlabankans, fyrrnefndra aðila áfram at- hugunum sínum, en stefnt mun að því að ráðherrafund- ur verði haldinn fyrir há- degi í dag. Rétt er að vekja athygli á að ákvörðunarvald um geng- isbreytingu íslenzku krónunn ar er í höndum Seðlabankans en ljóst er, að hann hefur samráð við ríkisstjórnina um slíkar ráðstafanir. mgu pundsins — og þau vandamál STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir þvi að Guðlaugur Þorvaldsson prófessor, mun ræða um genigisfellingu sterlingspunds ins og þau vandamál sem hún skapar fyrir ísland, í Sigtúnj í dag kl. 3,30 stundvíslega. Sigtún verður opið í kaffitímanum frá kl. 3 til 4,30 á vegum félagsins og er bæði félagsmönnum og al- menningi heimill aðgangur. Er Fundi vinnuveil- endasambands- ins frestað STJÓRNAR. og fulitrúaráðsfumd ur Vinnuveitendasambands ís- lands, sem átti að halda í dag (þriðjudag kl. 2) verður frestað tii miðvikudagsins 22. nóvember. Þá verður hann haldinn kl. 14,15 að Hótel Sögu sem hún skapar ekki að efa að marga mun fýsa að heyra prófessorinn fjalla um þetta mikilsverða mái. Guðlaugur Þorvaldsson, prófessor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.