Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. NöV. 1907
MARY ROBERTS RINEHART
Loksins tókst mér að fá vinnu! — Olafía min. — Þú átt að mæta
klukkan 7 í fyrramálið!
ar Bessie kom, hefði það verið í
fjárplógserindum. Hann hristi
höfuðið.
— Svona fólk er ekki að súta
peningana, sagði hann. — Hér
liggur eitthvað annað og meira
að bakL
Vitanlega nefndi hann ekki
Lydiu á nafn og Amy var stór-
hney-ksluð þegar bann fór. Hún
hafði sjálf verið skotin í honum
árum saman og ékkert farið í
launkofa með það. O, þetta fólk,
sem er ástfangið í laumi og von-
laust, hversvegna hefsit það ekki
eitthvað handa? HveTsvegna
drepur hann ekki bara hann Don
Morgan. Það ætti þó að vera
hægðarleikur!
— En hvað þá um þig sjálfa?
Þú hefur verið skotin í honum
árum saman og ekki hefur þú
ennþá kálað henni Lydiu!
— Það þýðir ekki sama sem,
að mér hafi aldrei dottið það í
hug, sagði hún. — Snúðu þér nú
og lofðu mér að nudda á þér
bakið.
Einu sinni eða tvisvar meðan
á þessu stóð, leit Bessie inn til
mín. Hún kom að dyrunum mín-
um opnum og sá mig siitjandi upp
við dogg í rúminu, upp við ljós-
rauða koddann hennar Maud, og
þá kom hún til mín og spurð-
ist fyrir um líðan mína, til þess
að segja eitthvað. En áhugi
hennar beindist ekki að mér
sj'álfri. Hún spurði mig aftur og
aftur um slys mitt, rétt eins og
hún héldi, að ég hefði legið á
einhverjum hluta af sannleikan-
um. — Þú hlýtur að bafa ýtt
stólnum frá, sagði hún. — Hann
var þarna áður og ég sá hann
með eigin augum.
— Það gerði ég ekki. Stóllinn
var þarna alls ekki.
Eftir að hún hafði stagazt á
þessu oftar en einu sinni, fór
mig að gruna, að hún hefði sjálf,
flutt stólinn til. Vitanlega var
það hlægilegt. Hvernig hefði
hún getað vitað, að Roger vildi
komast út að næturlagi? Og, ef
út í það var farið: hvaða áhuga
gat hún haft á því að meiða mig
eða drepa? Hamingjan mátti
vita, að hún var sæmilega til-
finningalaus, en mér hafði aldrei
dottið í hug, að hún væri bein-
línis grimm. En óróleg var hún
23
— um það var akki að villast.
Það var rétt eins og eitthvað
hefði komið fyrir, til þess að
rugla vandlegum fyrirætlunum
hennar, og ihún var jafn ófróð
um það og ég var sjálf. Meira
að segja sagði hún það berum
orðum, næst þegar hún kom inn
til min. — Datztu virkilega ofan
á einhvern? sagði hún. — Eða
bættirðu þvi bara við, til þess
að gera þetta sögulegra?
— Til hvers hefði það verið?
Ég var ekkert að reyna að gera
einhvern reyfara úr þessu.
— Þú sást ekki hver það var?
sagði hún og horfði fast á mig.
— Nei, það leið bara yfir mig,
og annað veiit ég ekki.
— Ekki hefurðu verið í yfir-
liði alla nóttina?
Amy hafði heyrt þetta inn í
næsta herbergi og kom nú .inn
og það var harka í augnaráðinu.
Af einhverri ástæðu hafði hún
batað Bessie, frá þeirri stundu,
er hún kom í húsið. Nú rak hún
hana út og skellti hurðinni
grimmdarlega á eftir henni.
— Ég ætla mér að halda þess-
ari skepnu burtu frá þér, þó að
ég gera ekki annað, hvæsti hún.
— Hver skrattinn gengur eigin-
lega að henni? Hvað er hún að
snuðra hérna? Ég skal bölva
mér uppá, að hún hefur eitthvert,
bellibragð í huga sjálf.
Og það fannst mér seinna
vera vægt orð yfir það, sem
Bessie hafði i huga þá og seinna.
Mér leið stundum bálfilla.
Tony hafði verið virigjarnlegur,
síðan þetta kvöld í leikhúsinu,
en um leið eitthvað fjarlægur.
Hann gat setið við rúmið mitt
og skrafað um einskisverða
hluti, eða jafnvel verið þöguH,
tímunum saman. Ég fór að velta
því fyrir mér, hvort hann hefði
verið að drekka og eitt kvöldið
var ég viss um það. Hann sofn-
aði í stólnum og Amy átiti fullt
í fangi með að vekja hann, og
láta hann standa upp. Þegar hún
kom aftur, var ég að nugga aug-
un. Hún leit hvasst á mig.
— Vertu nú ekki svona ræfill,
sagði hún. — Lofaðu honum að
gleyma þessari konu sinni, ein-
stöku sinnum. Hvað annað viltu
láta hann gera. Fara að skæla
kannski?
En hann gerði þetita nú ekki
oftar og ég varð ekki fyrir neinu
ónæði meðan mér var að batna,
að undanteknum heimsóknum
Bessie. Blóm og kort dreif að og
einn daginn, föstudag, kom helj-
armikil askja með rósum frá Don
Morgan, ásamt spjaldi, sem hann
hafði sýnilega skrifað á sjálfur:
„Flýttu þér að láta þér batna,
elskan. Hún Lydia saknar þín
svo mikið“.
Ég hrærðist nú dálítið af
þessu, en Amy varð bálvond.
— Þetta var honum líkt, sagði
hún. — Hringir eftir blómum
og lætur svo Lydiu borga þau!
Mikill bjáni gait hún verið að
taka við honum aftur og hjúkra
honum. Hjúkra honum, þó, þó!
Ég er viss um, að hann lifir
hana árum saman! Svona ræflar
geta ekki drepizt.
En þar skjátlaðist henni. Don
Morgan varð ekki eilífur. Öðru
nær! Þarna átti hann ekiki nema
nokkrar klukkustundir ólifaðar.
Það var á laugardag, sem
Maud hélt fyrsta kvöldboðið
sitit eftir veikindi sín. Þetta var
ekki nema svo sem tugur gesta,
en allir skemmtu sér ágætlega.
Hún var ánægð á svipinn, þegar
hún var að segja miér frá því.
— Tony ætlar í klúbbinn, sagði
hún. Hann hatar bridge. Ég veit
ekki um Bessie. Hún ráðstafar
sér venjulega sjálf.
Og það gerði Bessie. Amy stóð
á öndinni, er hún horfði út um
gluggann þá um kvöidið og sagði
mér frá því, sem hún hafði séð.
— Geturðu hugsað þér annað
eins? sagði hún. Hann kunningi
þinn var að leggja al sitað í bíln
um þegar þessi eiturnaðra kom
út og steig upp í hjá honurn. Og
uppábúin! Þér er betra að láta
þér batna í löppinm, Pat! Hún
er í veiðihug.
Ég hallaði mér aftur á bak.
Ég gat ekkert tjónkað við Tony
og heldur ekki Bessie. Ég gat
hugsáð mér, hvernig nú gengi
til þarna niðri: Pierre æpandi á
frönsku til eldhússtúlknanna,
húsið állt uppljómað og blómum
prýtt, bílar að koma og fara. Ég
gat heyrt skellina, þegar Gus
var að lok-a þeim, og var farin
að vorkenna sjálfri mér, þegar
Margery Stoddard kom upp til
mín.
— Ég hef ekki nema eina mín-
útu, sagði hún. — Afsakaðu það,
en mér fannsit svo eyðilegt
þarna niðri þegar þig vantaði.
Ég reis upp við olnboga. — En
sá indæli kjóll! sagði ég. — En
þú hefur borazt, er það ekki?
— Ég? Ég er alltof horuð. En
ég er með afleitan höfuðverk
og ætla að koma mér heim eins
fljótt og ég get.
Sannast að segja leit hún út
fyrir að verá með hitasóitt. Hún
notaði aldrei ltinnaroða, en í
kvöld var hún með rauðan blett
á hvorri kinn. Amy horfði á eft-
ir henni þegar hún gekk út.
— Ef ég ætti að telja upp alla
þá, sem ég hef séð hérna og eru
eitthvað utan við sig, mundu
fingurnir ekki nægja mér, sagði
hún spámannlega. — Hvað geng-
ur eiginlega að öllum?
Þeitta var laugardaginn 23.
Að þvd er ég bezt vissi, var
enn ekkert á ferðum, sem spáði
neinum sorgaratburðum. Hólbú-
ar voru hættir við golf og beknir
til við dýraveiðarnar, veðrið
hafði verið þurrt vikum saman,
svo að laufin voru þegar tekin
að falla, og niðri í þorpinu var
Don Morgan á batavegi, var
meira að segja farinn að ganga
um úti við eða sitja í sólinni á
bekknum, sem vissi út að ánni.
Amy sagðist hafa séð hann einu
sinni úti á götu, fallegan og vel
klæddan, en áberandi sjúkan
samt. Það skyldi ekki bregðast,
að Don gamli væri með malacca
staf í hendinni, Og Audrey við
hliðina á honum og studdi við
olnbogann á honum. Það krakka
kvikindi vekur mér viðbjóð.
Fyrsti forboðinn hjá mér var
þegar Lydia hringdi mig upp,
rétt undir miðnætti þetta kvöld.
Amy var þá farin að sofa í
næstu herbergi, en dyrnar voru
lokaðar.
— Var ég að vekja þig, Pat?
spurði Lydia.
— Nei. Það er smáiboð hérna
í kvöld, og einhverjir þeir út-
haldsbeztu eru einmitt að fara.
— En Tony þarna?
— Ég hugsa, að han sé ekki
kominn aftur. Hann borðaði í
klúbbnum. Hvað er að, Lydia?
Hún lækkaði röddina. — Ég
er voðalega áhyggjufull, sagði
hún. — Og vil ekki láta hana
Audrey heyra til mín. Don er
ekki íherberginu sínu.
— Kannski hefur hann verið
andvaka og farið út að ganga?
— Ég er búin að fara út. Og
svo var hann í náttfötunum, og
kemst ekki lengt, þannig klædd-
ur. Heldurðu, Pt.....Hann hef
ur verið svo niðurdreginn dög-
um saman, og svo er áin hér al-
veg hjá.
— Vertu ekki með þessa vit-
leysu. Það mundi hann aldrei
september í fyrra.
gera. Sjáðu til, ég held að hann
Bill Sterling sé enn ekki farinn
héðan. Hann kom í sætið henn-
ar Margery við spilaborðið, eftir
í mínum hópi er það
svo eðlilegt með Marlboro.
Marlboro hefir
það sém við viljum:
Eðlilegan, ófilteraðan keim.
Hvar sem glæsileiki,
yndisþokki og hæfni mætast,
þar er Marlboro!
Alls staðar sömu gæðin,
sem gert hafa Marlboro
leiðandi um allan heim:
Amerískt tóbak -
Amerísk gæði, úrvals filter.
Filter • Flavor • Flip-Top Box
snittur Í BR AUÐ1
smurt brauö IHOLLINI braudtertur
LAUGALÆK 6
)opið frá kl. 9-23:30 9t SÍMI 30941bílastæðii