Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓV. 1967 - BREZKA PUNDIÐ Framhald af bls. 1. legrar aukningar útflutningsins þannig að jafnvægi skapist í ut- anríkisviðskiptum strax á næsta ári, og að á árinu 1969 verði greiðslujöfnuðurinn hagstæður um 500 milljónir punda. Stjórnarandstaðan í Bretlandi hefur brugðizt illa við þessum ráðstöfunum, og er einnig talið að nokkur klofningur sé innan Verkamannaflokksins um málið. Edward Heath, leiðtogi Ihalds- flokksins sakaði stjóm Wilsons um að hafa dregið Breta, sem voru veimegunarþjóð, niður í að vera nú alþjóða sveitarlim. Um- ræður fara fram á þingi á morg- un, þriðjudag, og er talið full- víst að Heath muni þá bera fram vantraust á stjórnina. Wilson hefur samt varla neitt að óttast, þó vantrauststillaga verði lögð fram á þingi, því Verkamanna- flokkurinn hefur nærri 100 þing- sæta meirihluta í Neðri málstof- unni. Nokkur ríki hafa ákveðið að fylgja fordæmi Breta um geng- islækkun, og má þar m.a. nefna Danmörku. Var danska krónan lækkuð um 7,9%. Einnig hef- ur gengið verið lækkað í "fsrael, á írlandi, Spáni, í Hong Kong, Malawi og á Möltu, en í þeim löndum í samræmi við Iækkun pundsins. Nærri 40 ríki hafa hinsvegar lýst yfir að þau muni halda gengi sínu óbreyttu, og eru þar helzt ríki Efnahags- bandalagsins og Fríverzlunar- bandalagsins, önnur en Dan- mörk, Bandaríkin, Kanada og Ástralía. Wilson ávarpar þjóðina Harold Wilson forsætisráð- herra ávarpaði þjóðina á sunnu dag og skýrði þá frá ástæðum ríkisstjórnarinnar fyrir gengis- fellingunni. Viðurkenndi hann að unnt hefði verið að halda gengi pundsins óbreyttu með auknum erlendum lánum um hríð, en það hefði verið ábyrgð arleysi. Eina rétta leiðin hafi verið að ráðast beint gegn mein ’ semdinni í efnahagsmálum Breta og rífa hana upp með rót- um. — „Hefðum við ekki ráðizt gegn orsök erfiðleikana, hefðum við nú néyðzt til að reyna lán- tökur með skilyrðum er varða innanríkisstefnu okkar,“ sagði hann. Ráðherrann sagði að fyrir viku hefði ríkisstjórnin ákveðið að samþykkja enga þá lausn efna- hagsvandamálanna, er hindraði brezku þjóðina og ríkisstjórnina í að axla sameiginlega byrðarn- ar. Hann sagði að Bretar gætu ekki fallizt á að takmarkanir yrðu settar á innanlandsþróun- ina, á eflingu iðnaðarins, eða á þá ákvörðun að vinna bug á at- vinnuleysi. — Við erum fastráðnir í að brjótast úr þeirri spennitreyju, sem haldið hefur okkur föngn- um undir hverri ríkisstjórninni eftir aðra í 15 ár — spenni- treyju, sem hafði þær afleiðing- ar að í hvert skipti sem við reyndum að leysa erfiðleika okk ar með aukinni framleiðslu, með því að virkja dugnað og elju þjóðarinar, leiddu þær tilraunir til háskalegs halla á greiðslu- og viðskiptajöfnuði. Wilson skýrði frá tilraunum stjórnarinnar undanfarin þrjú ár til að bæta efnahagsástand- ið, og sagði að aldrei hefði náðst það forskot, sem nauðsynlegt var til að nýta tækifærin og mæta erfiðleikunum, né heldur til að tryggja endurgreiðslu þeirra miklu lána, sem tekin voru til að greiða þær ríkis- skuldir, er stofnað hafði verið til áður en ríkisstjórn Verka- mannaflokksins tók við völdum fyrir þremur árum. Hann sagði að þótt efnahags- málum Breta hefði mjög mið- að í rétta átt, þyrfti samt tíma til að skapa þeim nýjan grund- völl. „Þann tíma fengum við aldrei. í hvert skipti sem smávegis erf- málstofu brezka þingsins um gengisfellinguna, en James Callaghan fjármálaráðherra flutti þinginu skýrslu um mál- ið í dag. Voru gerð hróp að ráð- herranum meðan hann flutti skýrsluna. Kröfðust þingmenn andstöðunnar þess að ríkis- stjórnin segði af sér, og þegar Wilson sjálfur gekk í þingsal- inn, dundu við hrópin: „burt, burt“. iðieikar urðu á vegi okkar, urðu einhverjir til þess að selja sterl- ingspund í ofboði, og aðrir, sem unnu gegn okkur í von um fljótfenginn hagnað.“ Wilson benti á að gengisfell- ingin veitti brezkum útflytjend m aukin tækifæri, og auka mætti útflutninginn til muna. Dregið verður úr opinberum út- gjöldum, sagði ráðherrann, en þó reynt að forðast samdrátt á mikilvægum sviðum eins og í smíði íbúða, skóla og sjúkra- húsa. Ekki verður hjá því kom- izt að verð hækki á einstöku vörum, sagði hann, en hét því að fylgzt yrði náið með verðlag- inu og verðlagsþróuninni í heild, og þær hækkanir einar heimilaðar, sem taldar væru óhjákvæmilegar. Forsætisráðherrann lagði á- herzlu á nauðsyn þess að hækka ekki útflutningsverð á brezkum vörum með óhæfilegum kaup- kröfum. „Það hefur verið erfitt að taka þessa ákvörðun,“ sagði hann, „og sumar afleiðingar hennar verða erfiðar um tíma, en ákvörðunin er tekin, og við verðum allir að leggja að okkur svo hún beri tilætlaðan árang- ur-<" Lauk Wilson máli sínu með *i: því að segja að Bretar stæðu nú '$gg§j einir og óstuddir, og þjóðin yrði | að hugsa um heill Bretlands framar öllu öðru. Callaghan í þinginu Á morgun, þriðjudag, hefjast tveggja daga uníræður í Neðri r-----------------;---- Viðbrögðin við gengisfellingu pundsins: Callaghan tók sjálfur á sig nokkra ábyrgð á gengisfelling- unni, og sagðist hafa ráðlagt meðráðherrum sínum að fella gengi pundsins úr 2,80 dollurum í 2,40. Hins vegar sagði hann að íhaldsflokkurinn bæri mesta ábyrgð á þessum ráðstöfunum, því ríkisstjórn Verkamanna- flokksins hefði tekið efnahags- erfiðleikana í arf frá fráfarandi stjórn íhaldsflokksins fyrir þremur árum. Sagði Callaghan upp yfir hæðnishróp utan úr þingsalnum, að fyrir nákvæm- lega þremur árum hefði hátt- settur efnahagssérfræðingur Efnahagsbandalagsins heimsótt sig og ráðlagt eindregið 10—15 % gengislækkun brezka punds- ins. Fjármálaráðherrann rak nokk uð helztu kosti og galla fylgj- Framlhald á bls. 14. Götumynd frá Lon <on, Trafalgartorg. „Hér sitia menn dolfallnir og bíða“ Eggi kastað að fjármálaráðherranum og bíl forsætisráðherrans stolið — Hér sitja menn furðu- lostnir og bíða, sagði Jó- hann Sigurðsson, frétta- maður Morgunblaðsins í London, er blaðið átti tal við hann í gær út af geng- isfellingu pundsins. — Ég hef haft. lítið tæki- færi til að fylgjast með við- brögðum almennings, eða kynna mér þau. Allir landar hlustuðu á þessa miklu frétt, en hringdu svo hver til anm- ars. Við íslendingarnir hér spurðum hver annan hvað myndi ske heima, þegar gengi pundsins er fellt um 14,3%, sagð Jóhann ennfremur. — Eftir að hafa hlustað á forsætisráðherrann og fundið fyrstu viðbrögðin, voru þau ekki á þann veg, en að haldið hefði verið ákaflega illa á mál unum hér í Bretlandi að und- anfömu. Menn ern blátt áfram dasaðir eftir fréttina og bíða þess nú með eftirvæntingu hvað gerðist í öðrum löndum. — Hugur minn hefir náinast allan tímann verið heima í Reykjavík frá því fréttin kom. Er við spurðum Jóhann um áhrif þessa á ferðamálin, sagði hann. — Það er brennandi spum- ing hjá okkur hér. Hér eru farmiðar enn seldir á sama verði og áður. Við bíðum eft ir fréttum frá 1ATA, en það er gert ráð fyrir hækkun á fargjöldum, þar sem þau eru grundvölluð á dollaranum. Ég var einmitt í dag að tala til Danmerkur og þar hafa viðbrögðin verið skjót. Far- gjöld hækkuðu samstundis um 7% en gengið var þar lækk- að um 7%, miðað við dollar. Hér er hinsvegar allt á gamla genginu enn. Við spurðum hvað yrði með þá, er keypt hafa farmiða fram í tímann og ekki notað þá. — Það er enn ekki ljóst hvað gert verður í þeim mál- um, sagði Jóhann, — en mér þykir trúlegt, að þeir sem eiga farmiða og ekki hafa not að þá, svo og þeir sem hafa keypt sér aðra ferðaþjónustu, verði að greiða á þetta geng- isfellingaruppbót, er til þess kemur að þeir nota sína miða. Hinsvegar er nú beðið eftir fyrirmælum í þessu efni. Ég get raunar ekki annað sagt eins og er en að hér sitja menn aðeins „dolfallnir“ og bíða, sagði Jóhann Sigurðsson að lokum. Blaðameno fréttastofnana fóru á stjá á sunnudaginn, eft ir að fréttir um gengisfelling- una var komin og beindist athugun þeirra m.a. að forsæt isráðherrabústaðnum við Dowoingstreet 10 í London. Þar skeði það m.a. að reiður Breti kastaði eggi að brezka fjármálaráðherranum James Callaghan, og eggið skali í göt una rétt hjá honum, án þess hann virtist taka eftir því. Þetta átti sér stað í þann mund er ráðherrann sté út úr Limousine-bifreið sihni til að ganga á fund forsætisráðherr- ans. Lögreglan ruddi hina mjóu götu um kvöldið en það skeð- ur mjög sjaldan, og rak á brott jafnt þá sem hljóðir stóðu hjá, sem og þá sem hrópuðu og kröfðust þess að Wilson segði af sér. Fyrr um daginn hefði sá, er átt hefði leið þarna hjá, get- að ímyodað sér, af þeirri grá glettni, er lá í loftinu, að Wil- son væri vinsæll maður. En með því að hlusta nánar, og gæta betur að, hefði hann heyrt hróp sem þessi: -„Við heimtum Wilson — dauðann eða lifandi". Þarna munu um skeið hafa verið um 400 manns og all- margir lögregluiþjónar. Forsætisráðherrann hélt sig innan dyra á fundi með ráð- gjöfum sínum. Reiði og gremja birtust í viðbrögðum einstaklinga, en mannfjöldinn virtist hinsveg- ar í góðu skapi. Af og til heyrðist hrópað: „Wilson verður að fara, „Við viljum fá Heath“. Síðan kváðu við hlátrasköll sem lögreglan tók einnig þátt í. Ungfrú Beryl Squire fyrr- verandi kennari, stóð utariega í hópnum og sagði: — Ég hef aldrei fyrr tekið þátt í neinum mótmælum. En ég kom hingað í dag til þess að hrópa herra Wilson niður, ef hann léti sjá sig. Eftir að hafa beðið í hálfa klukku- stund án þess að vita hvað hún ættí af sér að gera, gekk ungfrú Squire upp eftir White hall og í hóp þann sem raunar var stærri en hinn, og horfði á hina litríku skiptingu lífvarðarins. Edward Stokes, 52 ára pípu lagningamaður, gekk ekki í hóp andmælenda Wilsons, en samt sem áður sauð í honum reiðin. — Ég hef stutt Verka- mannaflokkinn alla mína ævi, sagði hann við frétta- manninn, — en nú hafa þeir gengið lengra en ég get þol- að. Ég skil ekki, og mig varð- ar ekkert um, hvaða skýr- ingar þeir gefa á þessari gengislækkun. Hvað snertir það mig hvort útflutningur- inn gengur eitthvað betur? Aukast peningarnir í budd- unni minni við það? Allt sem ég veit, er, að blöðin segja, að við venjulegir verka- mannaræflar verðum að vinna meira til þess að standa í stað. Mér býður við því. John Goldsmith, 42 ára vefnaðarteiknari, ásakaði Wilson fyrir að láta Bret- land lenda í höndunum á draugunum í Zúrich og öllum öðrum viðskiptabröskurum.. — Ég hef mikil samskipti ■við fólkið á meginlandinu, sagði hann, — en ég hef and styggð á þeirri tilhugsun að vera fátæki frændinn. — All ir vita að við unnum stríðið, en nú erum við að Vonast eftir ölmusu frá Þýzkalandi. Við erum ekki sú manngerð, sem ætti að þurfa að auð mýkja sig. Ég held í hrein skilni sagt, að Wilson sé ágæt ismaður, en hann er hj'álpar- vana leiksoppur undir náð er lendra fjármálamanna. Og er ég 'hingað kominn til að syrgja, ekki til að taka þátt í hemskulegum upphr'punum. Einasti bankinn, sem opinn var á þessum drungalega sunnudegi var á Heathrow- flugvell'inum. Þar sagði einn gjaldikeranna við fréttamann: — Etftir öngþveitið, sem fyrst varð meðan við vissum ekki hvað við ættum að greiða fyrir dollarann, ganga við- skiptin að mestu sinn eðlilega gang. Amerískir ferðamenn virtust skilja kringumstæð- urnar. í einum flugvallar- bankanum greiddi gjaldker- inn 2,38 dollara fyrir pundið, í stað 2,78 daginn áður. Geng- isfeihngin setur hið opinbera gengi niður í 2,40 dollara fyrir pundið, úr 2,80. Á laugardagskvöldið í þann mund er gengi pundsins var fellt, ók einhver á bnott í bif- reið forsætisráð'herra Bret- lands. — Eins og Wilson ætti ekki í nógum vandræðum fyrir. Þessi stóri. svarti vagn hafði verið notaður tii að flytja menn til og fíá fundin- um með forsætisráðherra. Skyndilega var honum ekið bnott af stæðinu fyrir utan Dowingstreet 10, en enginn gaf sér tkna #il að athuga hver bifreiðinni óík. Síðar fann lögreglan biifreiðina við Lundúnaflugvöll, um 24 km. í burtu. Lögreglan álítur að einhver, seim var á móti geng isfellingunni, hafi hirt bifreið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.