Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓV. 1967 Ráðstefna Læknafélags fslands um heilbrigðismál LÆKNAFÉLAG íslands gekkst fyrir ráðstefnu um heilbrigðis- mál nú um helgina. Til ráð- stefnunnar var boðið öllum læknum og læknanemum, full- trúum hjúkrunarfólks og svo annarra, sem að heilbrigðismál um starfa á einn eða annan hátt. Aðalmál fundarins var stjórn un heilbrigðismála. Um það voru flutt fjögur framsöguer- indi. Önnur mál voru: hjúkrun arvandamálið, heimilislæknis- þjónusta og vandamál hennar og vandkvæði læknisþjónustu dreifbýlisins. Miklar og fjör- ugar umræður urðu um öll er- indin. Ráðstefnan fór fram í Domus Medica á laugardag og sunnudag. Forráðamenn Lækna félags íslands kölluðu síðan blaðamenn til fundar í gær og sögðu frá því helzta, sem bar á góma á ráðstefunni, sem er hin fyrsta sinnar tegundar haldin hér. í upphafi ráðstefnunnar flutti Arinbjörn Kölbeinsson, formaður L. í. ávarp og skýrði frá tildrögum ráðstefnunnar. Á aðalfundi félagsins 1966 var þáverandi stjórn falið að stuðla að því að hafinn yrði undir- búningur að heildarskipulagi heilbrigðismála. Lögð var fram greinargerð í júlí sl. þar sem aðferð var lýst til að rannsaka skipulag þessara mála, undir- búa framtíðaráætlun um þró- un þeirra. Samþykkt var og ályktun þess efnis, að stjórn- in beitti sér fyrir ráðstefnu þar sem fjallað yrði aðallega um stjórnun heilbrigðismála. Boð- ið var fulltrúum, sem flestra aðila, er að framkvæmd og stjórnun heilbrigðismála starfa. Með því vildi L.f. leggja á- herzlu á, að heilbrigðismálin eru ekki einkamál læknanna og þyrfti að koma til samvinna fjölda aðila um þau mál. Jóhann Hafstein, heilbrigðis- málaráðherra, flutti stutt ávarp og óskaði ráðstefnunni farsæld- ar við störf sín. Þá var tekið fyrir aðalmál fundarins, stjórnun heilbrigðis- mála og var fyrsti framsögu- maður Sigurður Sigurðsson, landlæknir. Landlæknir gerði ítarlega grein fyrir stjórnun heilbrigðis- mála í ýmsum löndum, einkum á Norðurlöndum. Hann sagði, að hérlendis væri öll stjórnun einfaldari í sniðum, enda eðli- legt, þar sem þessi mál hefðu mun minna verið endurskoðuð hér en ananrs staðar. Land- læknir rakti nokkuð ástand" í heilbrigðismálum almennt hjá okkur, tölur sýndu að ungbarna dauði væri minni en í mörgum löndum og meðalaldur ís- lenzkra kvenna — 76 ár — væri hvergi hærri. Þetta benti til að ástandið væri gott, en þess skyldi þó gætt, að þessar tölur væru engan veginn full- kominn mælikvarði á læknis- þjónustuna. Helgi Valdimarsson, læknir tók næstur til máls. Hann gagn rýndi stjórn og skipan heil- brigðismála hérlendis og mætti segja, að breytingar á stjórn- sýslu hefðu engar verið gerðar, síðan landlæknisembættið var stofnað fyrir 200 árum. Hér þyrfti að koma til síkvik stjórn arsýsla, er iiieta mundi allar breytingar sem þyrfti að gera miðað við aðstæður á hverjum tíma. Breytingar hjá okkur ættu að vera auðveldari en víða annars staðar vegna fá- mennis, þá væru íbúar mjög samstæðis og fátt gamalla hefða, sem ekki mætti hrófla við. Hann sagði, að heilbrigðis- stjórnin hefði staðnum þrátt fyrir breytingar og þróun á flestum öðrum sviðum. Við- fangsefni hefðu vaxið henni yfir höfuð og því blasti nú al- Sigurður Sigurðsson landlæknir gert öngþveiti við. Hann sýndi töflur og skýringamyndir um stjórnun á Norðurlöndum og varpaði fram nýrri hugmynd um þessi mál. Segja mætti, að einkunnarorð hennar væru: „Stjórnsýslukerfið stendur og fellur með upplýsingakerfinu.“ Þar er gert ráð fyrir, að öll velferðarmál þjóðfélagsins verði sameinuð undir stjórn'- málalega ábyrgð eins ráðherra. f tengslum við það starfi heil- brigðismálaráð, skipað fulltrú- um neytenda og helztu aðilum heilbrigðisþjónustunnar. Ráðið komi saman a.m.k. einu sinni á ári til að skiptast á upplýsing- um, samræma sjónarmið og ræða málin á breiðum grund- velli. Gert er ráð fyrir, að á þingum þessum sé kosið í fram kvæmdastjórn og nefndir til að sjá um athuganir og fram- Arinbjörn Kolbeinsson, formaður Læknafélags ísilands kvæmdir einstakra mála. í stjórninni sitji einnig stjórn- skipaðir aðilar. Læknislærður maður verði ráðinn fram- kvæmdastjóri með veiðeigandi sérþekkingu, sé hann formaður stjórnarinnar og ábyrgur fyrir daglegum rekstri. Helgi sagði, að ekkert mælti á móti því, að embættismaður þessi væri kall aður landlæknir. Framkvæmda stjórinn þyrfti að hafa stórum meira framkvæmdavald og sjálfstæði gagnvart pólitískum aðilum en landlæknir hefur nú. Meginbreytingin við þessa hugmynd eru þau gagnkvæmu upplýsingaskipti, sem gert er ráð fyrir, að fari fram áð minnsta kosti einu sinni á ári, á milli heilbrigðisstjórnarinnar annars vegar og framkvæmda- stjórnarinnar hins vegar. Stjórnin móti stefnuna, er hún hafi viðað að sér upplýsingum frá fastanefndum og fulltrúum heilbrigðismálaráðs. Fram- kvæmdastjórnin þurfi að geta lagt einstök mál undir álit rík- isstofnana, og er í tillögunni eða hugmyndinni talað um áætlana deild, framkvæmda- og skipu- lagsdeild svo og rekstrardeild ríkisins. Ólafur Björnsson, læknir var þriðji framsögumaður. Hann benti á ýmsar aðgerðir til að kanna ýmsa þætti heilbrigðis- þjónustunnar, afköst sjúkra- húsa, óþarflega langan legu- tíma, óeðlilega rúmþörf vegna langlegusjúklinga og fleira. Með nákvæmum rannsóknum og skipulagningu og stórauk- inni hagræðingu mætti leysa ýmis verkefni, sem úrlausnar krefðust, og ætti það sérstak- lega við skipulagningu á notk- un sjúkrarúma spítalanna. Síðasta erindið um stjórnun heilbrigðismála flutti Ásmund- ur Brekkan. Hann rifjaði upp sögu landlæknisembættisins og tók í sama streng og fyrr var komið fram á þá leið að hér vantaði að því er virtist lífræn tengsl heilbrigðisstjórnarinnar við alla aðila, sem að heilbrigð- ismálum starfa, hvort heldur væru félagasamtök eða ein- staklingar. Ásmundur sagði, að ekki væri vafi á því, að meðal- Jóhann Hafstein, heilbrgiðismálaráðherra aldur manna mundi halda á- fram að hækka næstu ár. Þeg- ar væru til blóðbankar, beina- bankar, augnabankar. Læknar gætu sem hægast skips um nýru milli manna. Hjartalifrar bank ar væru á næsta leiti. Eftir að hafa fjallað nánar um ýmis skipulagsatriði heilbrigðismála sagði læknirinn m.a. að vand- inn sem við horfði væri aðeins brot af þeim vandamálum, sem þekkingarþróunin knýr okkur til að viðurkenna og glíma við ef við eigum að lifa af. Þar ætti hann ekki aðeins við okk- ur, heldur næstu kynslóðir, sem eiga að byggja þetta land í nábýli og fastari tengslum við aðra hnattbúa en við gerð- um okkur ljóst í dag. Næsta mál fundarins var sjúkrahúsmál. Framsöguerindi fluttu læknarnir Páll Gíslason og Árni Björnsson. Páll Gíslason talaði um sjúkrahúsmál utan Reykjavík- ursvæðisins og minnti á, að víða hefðu sjúkrahúsin verið byggð fyrir áhuga og þörf leik manna, en ekki eftir neinni heildaráætlun um þörf lands- hluta. Nú væru í byggingu nokkur ný sjúkrahús úti á landi og stækkun annarra, en meira átak þyrfti að gera. Skipuleggja þyrfti vandlega þörfina í hverj- um landshluta og haga vinnu- brögðum eftir því. Hann talaði um almenn atriði læknisþjón- ustu úti á landi og ýmsar til- lögur til úrbóta. Þá þyrfti að setja lágmarks- kröfur um starfsemi hvers sjúkrahúss og þyrftu heilbrigð- isstjórn, samtök lækna og eig- enda sjúkrahúsa að setja þess- ar reglur. Árni Björnsson, lagði áherslu á þó staðreynd, að við hefðum nú um áraskeið staðið í því að byggja þrjú stór sjúkrahús 1 borginni og með því* befðu kraftarnir dreifzt meira en hefði verið byggt eitt sjúkra- hús með stækkunarmöguleik- uim. Hann sagði, að öll þau rúm, sem á þessum þremur sjúkrahúsum yrðu, væru dýr sjúkrarúm, það er gerð fyrir skammlegu eða aíkút sjúklinga. Hins vegar hefði þörfum langlegusj úklinga ekki verið sinnt. Nú væri sú stefna teikin að bæra á sér að láta hjúkrunar- og umönnunarþönfima sitja í fyrirrúmi, en ekki h.ina gömlu deildarskiptingu, sean verið hefur. Árni saigði, að sjúkra- rúmaþönfinni væri fullnægt hvað skammlegusjúklinga snerti, þegar spítalar þessir væru komnir í gagnið. Hins vegar hefðu langlegusjúklingar orðið afokiptir og meðan ekki væri tekin upp gagnger endur- skipulagning myndi okkur stöðugt skorta fleiri sjúkrarúm. Árni Björnsson sagði síðan: „Eins og ég minntist á eru sjónarmið að breytast mjög varðandi skipulag og hlutverk ajúkfth'úsa. Því valda hinar stórkostlegu framfarir tmdan- farinna áratuga, sem ná inn á öl'l svið þjóðfélagsins. Spítali er ekki lengur dvalarstaður sjúkra eða kyrrlátur biðsalur dauðans, heldur rannsóknar- stofnun eða verksmiðja, þar sem öllum tiltækum ráðum er beitt til að skilja eðli sjúkdóm- anna og þar með finna leiðir til að lækna þá á skömmum tíma og jafnframt tefja fyrir dauðanum, því að á morgun getur iyf eða aðferð, sem ekki er til í dag, læknað hinn dauða dæmda.“ Ámi sagði, að óðum fjölgaði eftirlitsdeildum á sjúkrahúsum erlendis, sem tækju við öllum bráðum sj úkdómstilfellum á áfeveðnu svæði, Þeir sem þurfa rannsóknir eða aðgerða við, er krefjast lengri dvalar á sjúkra- húsi en 3—4 sólarhringum eru sendir á viðeigandi deildir. Aðrir sjúklingar eru sendir af deildinni að rannsókn lok- inni. Hefur k'omið í ljós, að deildir þessar spara vinnukraft, auk þess sem þær koma í veg fyrir þá truflun er verða á rekstri almennra sjúkradeilda vegna inntöiku sjúklinga með bráða sjúkdóma hvernig sem á stendur. Árni Björnsson sagði síðan við blaðamenn, að ekki væri fráleitt að hugsa sér, að nýta mætti það hótelrými, sem autt er í Reykjavík á veturna fyrir þá sjúklinga, sem einkum og fyrst og frernst koma til rann- sókna. Ódýrara væri að kosta dvöl sjúklingsins á hóteli en á sjúkrahúsi. María Pétursdóttir, form. Hjúkrunarfélags fslandis, hafði framsögu um hjúkrunarvanda- málið. María talaði um verk- svið hjúkrunrkvenna, vék að sjúkrungrkvennaskortinum og ástæðum hans. Hún sagði frá athugun, sem gerð var á veg- um fjármálaráðuneytisins á því hve margar hjúrunarkonur væru í starfi, hve margar hjúkrunarkonur væru í starfi, hve margar hefðu horfið frá störfum og fleira í því sam- bandi. Niðurstöður eru birtax í 3. tbl. tímarits um hjúkrunar- mál. Þá sagði María frá skýrslu, sem sénfræðinga- nefnd Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar lagði fram árið 1966 og tillögum, sem þar birtust. Stefán Bogason, læknir tal- aði næstur um heimlislækna- þjónustuna og vandamál henn- ar. Hann sagði, að sú þróun hefði orðið hér á landi sem víða annars staðar, að færri ungir læknar vildu nú leggja fyrir sig almenn læknisstörf og stöðugt færu fleiri í sérnám hvens konar. Nauðsynlegt væri að viðurkenna heknilislæknis- þjónustuna sérstaklega og veita þeim læknum, sem vildu snúa sér að henni sömu aðstæður og kjör og öðrum læknum. Sumir hefðu haldið því fram, að al- mennir læknar séu orðnir úr- eltir; sérfræðingar gætu unnið öll störfin. Augljóst er, að svo er ekki og full ástæða til að endurskoða kennslu við lækna- deiidina með það fyrlr augum að búa unga lækna undir ai- mennar lækningar meira en gert er nú. Emnig þurfi að kanna þörf þjóðarinnar fyrir almenna lækna og sérfræðir.ga í hinum ýmsu greinum, svo að hægt sé að benda ungum lækn- um á, hvar þörfin sé mest. Frá- leitt sé, að atvinnuhorfur og launakjör í öðrum löndum ráði sérgreinavali íslenzkra lækna. Síðasta mál á dagiskrá var um vandkvæði læknisþjónust- unnar í dreifbýlinu og hafði Örn Bjarnason, læknir fram- sögu Örn sagði, að með læknaskip unarlögunum frá 1965 væri opnuð leið til sameiningar hér- aða og þar með myndun starfS hópa í héruðunum, Þar væri átt við að þrír eða fleiri læknar hefðu samistarf og starfsskipt- ingu með sér. Þetta væri nú sums staðar í undirbúningi og ungir læknar úti á landi hefðu byrjað athugun á því að koma Framhald á bls. 31 BIAÐBURÐARFOLK OSKAST í eftirtalin hverfi Eskihlíð frá 14—35 — Granaskjól — Túngata - Laugarásvegur — Hranuteigur. To//ð v/ð afgreidsluna i sima 10100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.