Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓV. 1967 - BREZKA PUNDIÐ Framhald af bls. 10. andi gengislækkuninni, og lýsti því yfir að ríkisstjórnin teldi sig ekki þurfa að segja af sér og boða til nýrra þingkosninga. Duncan Sandys, þingmaður íhaldsflokksins, bar fram fyrir- spurn þessa efnis á þingfundin- um í dag. Sagði Sandys að „menn Wilsons" hefðu neyðzt til að snúa algjörlega við þeirri efnahagsstefnu, sem leitt hefði til þess að þeir voru kjörnir. „Er þaTS ekki skylda ríkisstjórn- »rinnar,“ spurði Sandys, „að leita eftir nýju umboði þjóð- arinnar?“ Callaghan svaraði og sagði: „Meðan forsætisráðherr- ann nýtur meirihlutafylgis hér í Neðri málstofunni, er það hér í málstofunni sem hann er á- byrgur.“ Vakti það nokkra athygli að Ian MacLeod, talsmaður íhalds- flokksins í efnahagsmálum, hafði orð fyrir stjórnarandstöð- unni á þingfundinum í dag, en ekki Edward Heath, formaður flokksins. Er það vegna þess að Heath bíður átekta þar til um- ræður hefjast um gengislækk- unina á morgun, þegar talið er að hann muni bera fram van- traust á stjórnina. í ræðu sinni sagði Callaghan meðal annars að helzti kostur gengisfellingarinar væri sá að með henni væri unnt að koma á jöfnuði í utanríkisviðskiptun- um. Hins vegar væri ekki hjá því komizt að nokkur verðhækk un yrði á innfluttum vörum. Þakkaði ráðherrann ónafn- greindum erlendum ríkisstjórn- um fyrir stuðning við Breta að undanförnu, og sagði að ýms tilboð hafi borizt erlendis frá um lán án skilyrða. Stingur þetta nokkuð í stúf við um- mæli Wilsons á sunnudag, þeg- ar hann skýrði þjóðinni frá því að óaðgengileg skilyrði hefðu verið sett fyrir lántökum er- lendis. Greiðslujöfnuður bættur Aðaltilgangur lækkunarinnar á gengi pundsins er eins og fyrr segir að bæta greiðslujöfnuð- inn, og taldi Callaghan að unnt væri að bæta hann um 500 milljónir punda með þessum að- gerðum. Samfara bættum greiðslujöfnuði verður svo nið- urskurður opinberra útgjalda, og er þar fyrst að nefna 100 milljón punda lækkun útgjalda til varnarmála á næsta ári til viðbótar fyrri lækkunum, af- nám útflutningsuppbóta til iðn- aðarins, sem numið hafa 100 milljónum punda, lækkun ■ á fjárveitingu til þjóðnýttra iðn- fyrirtækja um 100 milljónir punda, og samtals 100 milljón punda lækkun á mörgum öðr- um liðum útgjalda ríkisins. Callaghan ræddi nokkuð þau lán, sem Bretum standa til boða erlendis — en alls nema þau 1«— m' m m m # m » m m ^ ^ + Gengi sterlingspundsins fellt tvisvar áður á þessari öld — í bæði skiptin fór Verka- mannaflokkurinn með völd Tvisvar sinnum áður á þess- ari öld hefur gengi sterlings- pundsins verið fellt. Hið fyrra sinnið 19. sept. 1931, en hið síðara 18. sept. 1949. Fyrri gengisfellingin fólst í þvi, að gulltryggingu pundsins var hætt, þannig, að það var háð kauphallargengi algjörlega um skeið. Þá vair Ramsay McDonald leiðtogi Verka- mannaflokksins, forsætisráð- herra. Hafði þetta í för með sér, að gengi pundsins lækk- aði smám saman úr 4.76 í 4.03 dollara. t síðari gengis fellingunni var pundið fellt úr 4.03 í 2.80 Bandarikjadoll- ara á móti einu sterlings- pundi og var þá forsætisráð- herra Clement Atlee leiðtogi Verkamannaflokksins. Þannig voru það bæði skiptin ríkls- stjórnir Verkamannaflokks- ins, sem gengust fyrir gengis- fellingu pundsins. Sterlingspundið á æva- gamla sögu að baki sér sem mynteining. í kringum árið 775 var farið að gefa út silfur- peninga í ríkjum smókon- unga Saxa í Englandi, sem báru nafnið „sterling" og voru 240 slíkir peningar gerðir úr einu pundi silfuns, sem þá var miðað við. Af þessum sökum var farið að nota orðið „sterlingspund“, þegar um greiðisluir í stærri upphæðum var að ræða. Eftir að Norðmannar unnu Eng- land, var pundinu skipt til hægðarauka við útreikninga í 20 shillinga og á skjölum rituðum á miðaldalatínu, voru orðin libra, solidus og dana- rius notuð um pund, shill- inga og pence, en þaðan er komnir bókstafirnir um þess- ar myndteiningar, sem notað- ir eru enn í ensku, þ.e.s. £, s, d,. Sterlingspundið sem gjaldmiðill var byggt á silf- urfæti allt fram á 18. öld, er vöxtur verzlunar leiddi til til þess, að mikið magn af gulli streymdi til Bretlands og varð tU þess, að smám saman var tekinn upp gull- fótur, sem trygging fyrir pundinu. Á 19. öld var Lon- don miðstöð heimsverzlunar- innar framar nokkurri ann- arri borg í heiminum og var í þeirri aðstöðu að geta kveðið á um þær reglur, sem gilda skyldu hverju sinni varðandi gulltryggingu peninga. Þetta hélzt fram til ársins 1914, er glundroði styrjaldarinnar og verðbólga olli því, að hætta varð gulltryggingu pundsins um sinn. Ákvað brezta stjórn- in þá, að sterlingspundið James Ramsey MacDonald skyldi jafngilda 4.76 Banda- ríkjadollurum. Gulltrygging afnumin 19. sept. 1931 Gulltrygging pundsins var að, nýju tekin upp 1925 og skyldi hún vera hin sama og áður fyrri. Það kom samt í Ijós, að hún nýja gulltrygg- ing stóð miklu fallvaltari fót- um en sú eldri. Heimskrepp- an mikla, sem hófst 1929, leiddi til þess, að atvinna dróst saman meir en dæmi voru til nokkru sinni áður, jafnt sem utanríkisverzlun og til ofboðslegra lánsfjárörðug- leika. Venjulegar aðferðir eins og að hækka Mnsfjár- vexti og að taka Mn hjá er- lendum stórbönkum komu ekki að gagni og 19. septem- ber 1931 leysti brezka stjórn- in Englandsbanka 'undan gulltryggingarskyldu sinni, en að sterlingspundið skyldi verða háð kauphallargengi hverju sinni. Á árunum 1934—1938 var hlutfallið milli sterlingspunds og dollars mjög svipað því og verið hafði áður og frem- ur litluim sveiflum háð, en síðan tók óttinn við hugsan- lega styrjöld í Ervópu að hafa þau áhrif, að gull og laust fjármagn tók að flytjast í stórum stíl til Bandaríkj- anna. Þegar síðari heimstyrj- öldin hófst haustið 1939, setti brezka stjórnin þegar á strangt gjaldeyriseftirlit og skráð gengi pundsins var þá ákveðið samsvara 4.03 banda- rískum diollurum og hézt það gengi í 10 ár. Gengi pundsins fellt 18. sept. 1949 Heimstyrjöldin hafði mikil áhrif á efnahagslíf Bretlands og þegar hún var liðin hjá, átti landið við mikla örðug- leika að etja. Þessir örðug- leikar voru fyrst og fremst fólgnir í miklum halla í gjaldeyrisviðskiptum Bret- lands og sterlingssvæðisins alls gagnvart Bandaríkjun- um. Svo lauk, að Sir Staf- ford Cripps, sem þá var fjár- málaráðherra Breta tilkynnti 18. september 1949, í útvarps- ávarpi, sem hann flutti, að gengi sterlingspundsins hefði verið fellt og að eftirleiðis yrði það þannig, að eitt pund myndi jafngilda 2.80 banda- rískum dollurum. í ávarpi því, sem hann flutti í úvarp, kemur fram, að þessi ráðstöf- un var fynst og fremst gerð til þess að draga úr innflutn- Clement Atlee ingi frá Bandaríkjunum en auka útflutning þangað. Þessi gengisfelling hafði að sjálfsögðu mikil áihrif út um heim. Samveldisríki Breta fóru nær öll að dæmi þeirra og felldu gengið hjá sér og sömuleiðis nýlendurnar. Þá fóru einnig fjöldi annarra ríkja stjórnmálalega háð Bretum að dæmi þeirra og felldu gengið. Þannig felldu gengið á _ meðal samveldis- ríkjanna Ástralía, Nýja Sjá- land, Suður-Afríka, Kanada, Indland og Ceylon strax en Pakistan ekki. í Evrópu felldu gengið eftirfarandi ríki: Belgia, Danmörk, Finnland, Fraikkland, Grikkland, írMnd, ísland, Lúxembourg, Hol- land, Noregur, Portúgal og Svíþjóð. Ennfremur var geng ið fellt í EgyptaMndi, írak, ísrael, Burma og Indónesíu. 1 1.600 milljónum dollara. Sagði hann að ríkisstjórnin hygðist ekki nota þessi lán sem fram- færslueyri, en lánstilboðin sýndu stuðning annarra þjóða við Breta og brezka pundið, og ákvörðun þeirra um að binda enda á allt brask með þýðingar- mikinn gjaldmiðil. Auk þessara lána eru horfur á því að Bret- ar fái tilboð um 1.400 milljón dollara lán frá Alþjóða gjald- eyrissjóðnum. Gengislækkunin eykur mjög samkeppnisgetu brezkra fram- leiðenda á alþjóðamörkuðum, sagði Callaghan. Verður nú ó- dýrara að kaupa brezkar vör- ur, og ber framleiðendum og sölumönnum að nota þetta hag stæða tækifæri, sem gengis- lækkunin gefur þeim. Lagði hann að framleiðendum að nýta þetta tækifæri til að auka út- flutninginn, en jafnframt að gæta þess að slaka ekki á gæða kröfunum og halda gerða við- skiptasamninga, svo þeir missi ekki þetta forskot, sem þeir fá fram yfir keppinauta sína, út úr höndum sér. Einnig benti hann á að hættulegt gæti verið fyrir útflutninginn og efnahagsráð- stafanirnar í heild ef verkalýðs- félögin bæru fram miklar launa kröfur og þeim kröfum yrði sinnt. Það fæli í sér hækkun vöruverðsins á ný og samkeppn- isaðstaða útflutningsins versn- aði. Hins vegar gætu aukin af- köst leitt til bættra launa. Ríkisstjórnin hefur hafið við- ræður við samtök vinnuþega og vinnuveitenda, og við fulltrúa iðnaðarins til að samrýma kaup gjalds- og verðlagsmál hinum nýju viðhorfum í efnahagsmál- um, og einnig verður haft auga með hagnaði fyrirtækja. Vi milljón atvinnulausra Án gengislækkunar nú hefði innanlandsneyzlan aukizt tals- vert á árinu 1968, ságði Call- aghan, og greiðslujöfnuðurinn við útlönd versnáð enn. Nú dregur hins vegar úr innanlands neyzlunni og útflutningurinn eykst, svo greiðslujöfnuðurinn ætti að verða hagstæður. Taldi Callaghan að unnt verði að auka innanlandsneyzluna á ný á árinu 1969. Þá taldi ráðherr- ann að með þessum nýju efna- hagsaðgerðum stjórnarinnar ætti að draga úr atvinnuleysi í Bretlandi, en þar er nú rúm- lega hálf milljón manna at- vinnulaus. Hefur atvinnleys- ið verið stjórninni mjög erfitt vandamál, og hún sætt harðri gagnrýni flokksmanna jafnt sem andstæðinga. Aðspurður kvaðst Callaghan ekki reikna með því að gengis- felling á brezka pundinu og hækkun forvaxta úr 6Vz% í 8% hefðu í för með sér neina verðbólgu. Þær aðgerðir, sem fyrirhugaðar eru, verða fram- kvæmdar á næsta hálfa öðru ári, sagði hann, og verður þeim þannig hagað að þær hafa ekki sameiginlegar skyndiverkanir, sem orsakað gætu verðbólgu. Callaghan var gagnrýndur fyrir að hafa dregið mjög á langinn að skýra frá ákvörðun stjórnarinnar um að fella gengið en sagt er að ákvörðun hafi ver ið tekin um það fyrir allt að hálfum mánuði. Hann svaraði því til að komið hafi í ljós að rétt hafi verið að bíða. Sá tíníi, sem vannst með biðinni til að ræða málið við vinveittar ríkis- stjómir annarra ríkja, hefur án efa leitt til þess að okkur var fært að stíga þetta spor án þess að vekja andúð þeirra ríkja, sem aðgerðirnar snertu mest, sagði Callaghan. Þessum ríkjum reyndist unnt að gera sínar ráð stafanir. Óvinveitt afstaða ann- arra ríkja hefði kostað Breta mun meira en það, sem við töpuðum í erlendum gjaldeyri sl. föstudag. Með þessum ummæl um sínum á Callaghan við það að sagt hefur verið að Englands banki hafi varið 100 milljónum sterlingspunda í erlendum gjald eyri til að styrkja gamla gengi pundsins nú fyrir helgina. Heath EDWARD Heath, formaður brezka íhaldsflokksini6, flutti sjónvarpsávarp í kvöld, og ræddi þar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Minnti hann fyrst brezku þjóðina á marg- ítrekaðar yfirlýsingar Wilsons forsætisráðherra um að gengi pundsins yrði ekki fellt. Hefur Wilson tuttugu sinnum, frá þv£ hann tók við embætti fyrir 37 mánuðum, gefið út opinberar yfirlýsingar Uim traustleika geng- is pundsins, og fullyrt jafn oft að gengið verði ekki fellt í hans stjórnartíð. Heath sagði að nú hefði Wil- son og stjórn hans spil'lt því trausti, sem Bretar öfluðu sér meðan íhaldsflokkurinn fór með völd, og Verkamannaflokk- urinn hefði eytt þeim auði, sem þá var fyrir hendi. Hann lagði áherzlu á þýðingu 14,3% gengis- fellingar og sagði: — „Þið, sem vinnið við brezkan iðnað, verðið að framleiða nærri 15% meira til útflutnings — þið sem stritið við að selja vörur okkar er- lendis verðið að selja nærri 15% meira, aðeins til að halda í horfinu. Þetta er það sem við verðuim að greiða fyrir gengis- fellingu." Viðbrögðin erlendis Hlutabréf féllu mjög í verði í kauphöllinni í New York í dag, mánudag, vegna gengisfellingar sterlingspundsins. í kauphöllinni í París hafði gengisfellingin þær afleiðingar að mjög var sótzt eft- ir gulli og hlutabréfum í gull- námum og í kauphöllinni í Tókíó varð meira verðfall en orðið hefur þar síðan 1945. Á al'þjóðlega gjaldeyrismark- aðnum í Zurich voru öll við- skipti með sterlingspund stöðv- uð og frá öðrum miðstöðvum al- þjóðlegra gjaldeyrisviðskipta bárust tilkynningar um óvissu og hik. Víða var bönkum og kauphöllum lokað og annars staðar voru gjaldeyrisviðskipti stöðvuð meðan stjórnir land- anna ræddu afleiðingar gengis- fellingar sterlingspundsins á gjaldmiðil sjálfra þeirra og efna hagslíf. Horfur vænkuðu um aukinn útflutning Breta er leið á mánu- dag og æ fleiri lönd bættust í hóp þeirra er tilkynntu, að þau myndu ekki lækka gengi sitt, en afleiðing þess er að brezkar vör- ur verða þessum löndum ódýr- ari í framtíðinni og því vænt- anlega meira af þeim keypt. Þrjátíu og fjögur lönd, þar á meðal Bandaríkin, Japan, Suð- ur-Afríka og Efnahagsbandalags löndin sex hafa kunngert að þau muni halda óbreyttu gengi frá því sem áður var. Ástralía, sem sér Bretum fyrir miklu meira af matvörum og hráefni ýmisskon- ar en nokkurt land annað var eitt þeirra landa sem í dag ákvað að lækka ekki gengi sitt og verða 'því brezkar húsmæð- ur héðan í frá að kaupa ástralsk ar vörur dýrara verði en áður. Nýja-Sjáland hefur enn ekki tek ið ákvörðun í málinu, en allar horfur taldar á því, að þar verði gengislækkun til samræmis sterlingspundinu. Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.