Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓV. 1967
Hjálmar R. Bárðarson:
Hleðsla síldvei&iskipa
— og svar til Stetáns Péturssonar frá Húsavík
1 Morgunblaðinu 7. nóvember
er grein eftir Stefán Pétursson
frá Húsavík, er hann nefnir:
Nokkur orð til skipaskoðunar-
stjóra.
1. Svíþjóðabátamir.
Fyrst vil ég þakka Stefáni
Péturssyni fyrir þa'ð, sem hann
skrifar um Svíþjóðabátana svo-
nefndu, 50 til 100 tonna trébáta,
sem keyptir voru frá Svíþjóð
rétt eftir síðasta stríð. Bátar
þessir höfðu verið notaðir meir
en áratug til línuveiða, netaveiða
og togveiða á vetrarvertíðum
víða um land, í þeim veðrum
sem hér gerast, og reynst vel til
þeirra nota, sem þeim voru ætl-
uð. Þegar síldveiðar með kraft-
blökk hófust, var farið áð breyta
þessum bátum til þeirra veiða,
með því að setja stálskúffu upp
á bátapall stjórnborðsmegin, en
þar var síldarnótin staðsett. Þá
var settur kraftblakkargálgi
stjórnborðsmegin og hengd í
hann kraftblökk. Þegar skipið af
þessum þunga hallaðist í stjórn-
borða voru þungar nótabáta-
davíður jafnvel notaðar til þess
á bátapalli að rétta skipið við
hliðarhallanum, þótt þetta yki
enn meir á yfirþungann, án þess
að viðhlítandi ballest væri bætt
í á móti. Þessar breytingar voru
framkvæmdar á ýmsum stöðvum,
án þess að leitað væri álits Skipa
skoðunar ríkisins á þeim áður,
en öllum þeim, sem vinna að
breytingum á íslenzkum skipum,
ber samkvæmt lögum, skylda til
að fá fyrirhugaðar breytingar
samþykktar áður en verk er haf-
ið. Stefán Pétursson segir í
grein sinni orðrétt: „Ég álít að
það hafi verið jafnfráleitt að
kenna bátunum um að þeir ultu
eins og ef menn hjálpu'ðust við
að setja svo þungar klyfjar upp
á hest, að hann sligaðist undir
þeim og ásaka svo hestinn fyrir
ræfildóm, en ekki mennina, sem
íétu upp klyfjarnar". í þessu
máli er ég algjörlega sammála
Stefáni Péturssyni, enda hefir
það sjónarmið komið fram áður
af minni hálfu.
Sjóslysanefnd og skipaskoðun-
arstjóri tóku þá afstöðu á sínum
tíma, að af fenginni reynslu
skyldu skip minni en 150 brúttó-
rúmlestir, sem stunduðu veiðar
með hringnót og kraftblökk, öll
færa nótina niður á aðalþilfarið
af bátapalli. Þetta hefir nú verfð
framkvæmt þegar á miklu stærri
skipum. Jafnvel 250 tonna skip og
stærri hafa nú fært nótina nið-
ur á aðalþilfarið, enda næturnar
orðnar verulega stærri og þyngri
en þá var, — og nú myndi
væntanlega engum manni láta
sér detta í hug að setja síldar-
nót upp á bátapall á 100 tonna
skipv
2. Hleðslan og ábyrgð skip-
stjóra.
Stefán Pétursson telur að grein
mín í Morgunblaðinu 22. okt. s.l.,
sé ekki rituð af nógu mikilli á-
byrgðartilfinningu af manni í
minni stöðu. Eins og Stefán nefn
ir í grein sinni, þá er rétt að
hafa það hugfast, að grein mín:
„Síldveiðarnar, hagna’ður og ör-
yggi“, er svargrein við grein Ás-
geirs Jakobssonar. Þess er getið
strax í upphafi greinar minnar,
að grein Ásgeirs er rituð í létt-
um tón, sem frásögn af veiði-
ferð á síldveiðiskipi, en ég tek
það einmitt fram þar, að þegar
rætt er um öryggismál, þá fylgi
gamninu í grein Ásgeirs nokkur
alvara, enda tel ég mína grein
alls ekki vera ritaða í þeim anda.
Tilvitnanir þær, sem ég tek orð-
rétt upp úr grein Ásgeirs, af
því ég tel rétt að ræða máli’ð, eru
alls ekki mín orð, og mega alls
ekki skoðast sem slík, enda birt
innan tilvitnunarmerkja í minni
grein.
Ekki get ég skilið hvernig
Stefán Pétursson getur komizt
að þeirri niðurstöðu, að ég tali
með líti^virðingu um skipastjóra
síldveiðiskipanna, þegar ég bendi
á þá erfiðu aðstöðu, sem þeir
eru í, þegar skipið er orðið hóf-
lega hlaðið og mikil síld er eftir
í nótinni, að gefa fyrirskipun
um að sleppa því sem eftir er.
Þeir hafa að sumarlagi engin
fastákveðin hleðslumörk á skip-
inu að miða við, og einmitt það
gerir ákvörðun þeirra xun hve-
nær nákvæmlega skuli hætta að
háfa, erfiða. Þetta er heldur eng-
in „Gróusaga“. Þetta er stað-
reynd. Mætir síldveiðiskipstjórar
hafa einmitt rætt þetta sérstaka
mál við mig, og ég á mjög auð-
velt með að skilja þeirra vanda.
Ég játa fúslega, að ef ég væri
síldveiðiskipstjóri, þá myndi ég
telja þessa ákvörðun vandaverk,
og ég hygg að Stefán Pétursson
myndi líka telja sér nokkur
vandi á herðum, ef hann væri
síldveiðiskipstjóri í dag.
Hér er um að ræða hag áhafn-
arinnar, hag útgerðarinnar og
reyndar hag okkar allra Islend-
inga, sem byggjum velsæld okk-
ar að svo miklu leyti á fiskveið-
um, eins og útflutningstölur
sanna. Ég gat því ekki trúað því,
að neinn íslendingur geti verið
gegn mikilli veiði og góðum hag
útgerðar. Það sem um er rætt
er hlutfalið milli áhættu annars
vegar og hagnaðar hinsvegar. Ef
við hugsum okkur að skip sé
hlaðið farmi takmarkalaust í
lygnum sjó, þá er það náttúru-
lögmál, að það sekkur þegar eðl-
isþyngd skips og farms er orðin
meiri en eðlisþynd þess sjávar,
sem það flýtur í. Ef siík tilraun
væri gerð með hleðslu á síld,
sem er tiltölulega eðlislétt, þá er
sennilegt að skipinu myndi
hvolfa áður, eða um leið og það
sykki, því þótt stöðugleiki á hóf-
lega hlöðnu skipi sé góður, þá
rýrist hann strax verulega við
meiri hleðslu.
Það sem þarf að taka ákvörð-
un um er því: Hversu miklu
minni farm teljum við rétt að
taka um borð í hvert einstakt
skip, en þann farm, sem myndi
sökkva eða hvolfa skipinu?
Ágreiningurinn í þessu máli er
sá, að sumir telja að þessa á-
kvörðun beri skipstjóra að taka
einum án nokkurrar takmörkun-
ar eða a'ðstoðar með upplýsing-
um um hæfileg hleðslumörk eða
um stöðugleika skipsins í hlöðnu
ástandi, aðrir telja hinsvegar að
slík hleðslumörk og stöðugleika-
upplýsingar við mestu hleðslu
skipsins gætu létt störf skip-
stjóra. Hér er ekki verið að
taka skipstjórnarábyrgð af skip-
stjóra. Hann ber ávalt ábyrgð á
skipi sínu og áhöfn, og sú ábyrgð
verður aldrei tekin í land..
3. Lengdu síldarskipin.
Stefán Pétursson segist vera
sammála mér um, a'ð mörg
lengdu sildarskipanna hafi óhóf-
lega stórar lestar, þau hlaðist
meira fram en æskilegt sé. Síðan
vísar hann í eftirfarandi setn-
ingu úr fyrri grein minni: „Að
sjálfsögðu voru strax augljósir
þeir gallar, sem yrðu á þessum
skipum eftir lengingu og ég
gerði það sem hægt var til að
hindra lengingarnar“, — Við
þessa setningu úr minni grein
bætir Stefán við: „Hjálmar get-
ur ekki haldið því fram að hann
hafi gert allt sem hægt var til
að hindra lengingarnar, vegna
þess að hann hafði vald til að
banna þær“. Þessa skoðun Stef-
áns Péturssonar vil ég draga
mjög í efa. Eins og ég skýr’ði frá
í fyrri grein minni, þá gátu
flokkunarfélögin frá styrkleika-
sjónarmiði stundum fallist ð
töluvert meiri lengingu skip-
anna, en ég taldi rýmilega. I
íslenzka síldveiðiflotanum voru
þá þegar til skip, sem voru
lengri miðað við breidd þeirra
og dýpt, en þau skip, sem farið
var fram á að lengja. Með hvaða
rétti kæmi mér vald til að banna
að lengja eldri skip í sömu hlut=
föll milli lengdar og breiddar og
lengdar og dýptar, ef styrkleiki
og stöðugleiki væri samþykkjan-
legur? — Ákvörðun sú er ég tók
í þessu máli var, að leyfa leng-
ingu þeirra skipa, sem voru fyrir
tiltölulega breið og djúp miðað
vi'ð lengd, en þó þannig að hlut-
föllin eftir lenginguna milli
lengdar og dýptar yrðu ekki
stærri en á skipum, sem fyrir
væru í íslenzka síldveiðiflotan-
um. Sú lenging, sem skipaskoð-
Hjálmar R. Bárðarson
arstjóri þannig samþykkti, var
oft minni en sú lenging, sem
möguleg hefði verið ef styrk-
leikasjónarmið eitt hefði verið
látið ráða. — Skrá yfir þau skip,
sem lengd hafa verið á undan-
förnum árum, birtist með svari
mínu við fyrirspurnum Jóns
Ármanns Héðinssonar, útgerð-
armanns og alþingismanns.
4. Að losna við síld af þilfarinu.
Um frágangjnn á síldarfarmi á
þilfari er enginn ágreiningur
milli okkar Stefáns, en um það
atriði sagði ég í minni grein
að yfir öllu þilfarinu er strekkt
sterk segldúksábreiða, reyrð nið-
ur meðfram skipshliðunum og
oft negld til öryggis i planka að
aftan. Stefán er líka sammála
mér í því, að þegar skipið kast-
ast til, getur síldin færst til
innan í segldúksábreiðunni út í
þá hliðina, sem skipið hallar á.
— Þá vitnar Stefán orðrétt í
eftirfarandi úr grein minni: „Til
þess að losna við síldina af þil-
farinu, þarf að senda mann fram
á þilfar. Þeir geta reyndar verið
í björgunarbeltum og í bandi, en
eru þó í verulegri hættu í sjó
á sleipri segldúksábreiðunni, sem
þeir þurfa að losa, jafnvel und-
ir sjó í því borði, sem skipið
hallast á.“ — Þessa lýsingu segir
Stefán skrifaða í „reyfarastíl".
— Ég get ekki fallist á að það sé
neinn reyfara stíll, þótt maður
sem sendur er fram á framþilfar
á hallandi skipi á sleipri segl-
dúksábreiðu sé hafður í bandi og
í björgunarbelti. Björgunarbelt-
in eru enginn skrautbúnaður í
skipunum. Þau eru til aukins ör-
yggis við vinnu sem þessa, og
ég tel einnig líflínu sjálfsagða
í þessu tilfelli, þótt Stefán Pét-
ursson telji sjómenn ekki kann-
ast við þessa lýsingu. Mér er þó
kunnugt um að reyndir togara-
skipstjórar töldu þa'ð skyldu sína
að tryggja þannig mann, sem
sendur var fram á fordekk á tog
ara til að lagfæra eitthvað í
slæmum sjó. Stefán bendir á, að
fara megi með hníf fram á segl-
dúksábreiðuna á síldveiðiskipi
og rista seglið til að losna við
síldarfarm af þilfarinu, þegar
síldin hefir kastað til svo skipið
hallast. Þetta er að sjálfsögðu
rétt, enda segi ég ekki að leysa
þurfi bönd yfirbreiðslunnar, held
ur losa hana, og auðvitað má
losa hana með því að skera hana
með hníf. — Hér sé ég því ekki
að neinn verulegur skoðanamun-
ur sé efnislega milli okkar Stef-
áns. Sú spurning hlýtur þó að
vakna, hve langan tíma tekur
það að senda mann fram á þilfar
til að losa segldúksábreiðuna
eftir að skipið hefir kastast á
hliðina? Getur sá tími ekki orð-
ið örlagaríkur fyrir skipið? Brot-
sjór, sem kæmi á skipið í þessu
ástandi, gæti sannarlega orðið
þvi hættulegur.
5. Fríborð núll.
Ég er algjörlega samméla Stef-
áni Péturssyni um það, að reglu-
gerðarákvæðið um að eigi megi
lesta skip dýpra en að efri brún
þilfars við skipshlið, er alls ekki
réttur mælikvarði á hleðslu allra
skipa.
Þegar þessi reglugerð var sett,
30. desember 1963, fyrir skip,
sem stunda vetrarsíldveiðar, mán
uðina október til apríl, þá var
almennt talið, að ekki væri fært
að ganga lengra að sinni með
hleðslutakmörkun veiðiskipa.
Þessi regla var þó talin til bóta
miðað við það, sem áður var,
og ég hygg að í flestra augum
hafi þessar reglur verið skoóað-
ar sem bráðabirgðaráðstöfun, þar
til nánari reglur yrðu settar.
Auðvitað ætti að reikna út fríborð
og setja hleðslumerki fyrir hvert
einstakt skip. Um þetta er ég al-
gjörlega sammála Stefáni Pét-
urssyni. Skip, sem eru bein á
borð, þ. e. a. s. hafa lítið stafn-
ris til endanna, og hafa litlar
vatnsþétt lokaðar yfirbyggingar,
eiga ekki að fá að hlaða eins
mikið, eins og skip, sem hafa
miki’ð stafnris, og miklar lokað-
ar yfirbyggingar til beggja enda.
— Alþjóðahleðslumerkjareglu-
gerðin fyrir flutningaskip tekur
að sjálfsögðu tillit til þessara og
fleiri atriða, þegar reiknað er
út hleðsluborð þessara skipa.
Sama máli gegnir um þær
hleðslureglur, sem settar voru í
síðustu heimsstyrjöld fyrir ís-
lenzk fiskiskip, er þau fluttu
fisk til útlanda (Bretlands).
Alþjóðaráðstefna um hleðslu-
merki skipa var haldin í London
frá 3. marz til 5. apríl 1966 á
vegum Alþjóðasiglingamála-
stofnunarinnar IMCO. Fyrir ráð-
stefnuna var lögð fram tillaga
frá Sovét-Rússlandi, að alþjóða-
hleðslumerkjareglugerðin skyldi
einnig ná til fiskiskipa, og vit-
að var, að þessi tillaga átti stuðn
ing fjölmargra þjóða. I árslok
1965 þýddi ég á íslenzku norsk-
ar tillögur um hleðslufriborð fyr
ir fiskiskip, þar sem tillit var tek
ið til mismunandi skipagerða, og
hleðsluborð merkt á hliðar hvers
einstaks fiskiskips. Þessar til-
lögureglur Norðmanna voru send
ar ásamt greinargerti um málið
og leitað álits samtaka íslenzkra
sjómanna og útgerðarmanna,
hvar myndi vera afstaða þessara
aðila til að sett yrðu alþjóða-
ákvæði um fríborð fyrir fiski-
skip. Svar barst frá Landssam-
bandi íslenzkra útvegsmanna,
Farmanna- og fiskimannasam-
bandi íslands og Sjómannasam-
bandi íslands. Ekkert þessara
sambanda taldi þá fært að ganga
lengra en nú er um hleðslu síld-
veiðiskipa, þ. e. a. s. að fríborð
sé ekkert (0) á vetrarsíldveiðum,
en engin hleðslutakmörk á sum-
arsíldveiðum. Þó taldi Sjómanna
sambandið að til greina kæmi
að takmarka sumar-hleðslu síld-
veiðiskipa við hleðsluborð 0
(núll) eins og nú er á vetrar
veiðum. — Mál þetta varðandi
hleðsluborðið var þannig fyrir
tveimur árum til umsagnar sam-
laka sjómanna og útgerðai*-
manna, en þá var enginn hljóm-
grunnur fyrir því a'ð breyta
þessu atriði reglnanna, þó óneit-
anlega sé það óréttmætt. Með
hliðsjón af því, sem Stefán Pét-
ursson skrifar um málið nú, þá
má vel vera að tímabært sé að
taka málið upp að nýju.
í reglunum um hleðslu síld-
veiðiskipa á vetrarsíldveiðum
segir m.a. að skipstjóra beri að
sjá svo um, að á siglingu í slæm-
um veðrum séu allar hurðir á
aðalþilfari hafðar vel lokaðar.
Stefán Pétursson telur það móðg
un við skipstjóra að setja svona
í reglugerð. Hinsvegar líkar hon-
um vel það, sem segir í reglun-
um um hvernig eigi að nota hill-
ur í lest, (uppstilling í lest). Þar
segir m. a. að skipstjóri skuli
sjá svo um, að alltaf verði fyllt
neðst í lest, undir hillum, áður,
e'ða um leið og síld er sett á hill-
ur. Óheimilt er að skilja eftir
ófyllt rúm neðarlega í lest. —
Ég fæ ekki skilið hversvegna
annað þessara atriða í reglugerð-
inni er móðgun við skipstjóra en
en hitt ekki. — I reglunum segir
líka að lestarlúkur skulu lokað-
ar vatnsþétt (skálkaðar), þegar
síldarfarmi hefir verið komið
fyrir í lest. Einnig segir þar að
austurop skuli ávallt höfð opin,
nema þar sem síldarfarmur
hindrar, og séð skal svo um, a’ð
allur sjór geti runnið viðstöðu-
laust af þilfari fyrir borð. Fleiri
álíka atriði eru nefnd í reglun-
um um hleðslu síldveiðiskipa á
vet.rarsíldveiðum, en þessi síðast-
töldu atriði nefnir Stefán ekki í
grein sinni. Segja má að öll þessi
atriði séu jafn sjálfsögð og það
að loka hurtSum eins vatnsþétt
og hægt er. Til þess þurfa hurð-
irnar viðhald að staðaldri, sem
skipstjóra ber að sjá um. Smyrja
þarf lamir og læsingar vatns-
þéttra hurðra, fylgjast með að
þéttigúmmí séu heil, og að hurð
hafi ekki skekkst, þannig að hún
falli þétt að við lokun. Ef ekki
væri minnst á lokun hurða í
reglunum þá teldi ég þeim áfátt.
Þótt þe3si atriði séu ekki bein-
línis hle'ðslu atriði þá eru þau
ekki síður mikilvæg öryggi skips
ins. Vatnsþétt lokun allra opa, til
að hindra að sjór komist í skip-
ið, og örugg sundurhólfun í lest
til að hindra að farmur raskist.
— Já, ef það er móðgun við
skipstjóra að benda á mikilvægi
lokunar á hurðum í reglugerð, af
því það er sjálfsagður hlutur, þá
er líklega viða hægt að finna í
íslenzkum lögum og reglum
mó'ðganir við flesta þjóðfélags-
þegna, en fæstir munu víst líta
þannig á málin.
7. Landkynning og síldarhleðsla.
Stefán Pétursson hefir af því
nokkrar áhyggjur, af því ég sæki
ráðstefnur erlendis um öryggi
síldveiðiskipa, að ég kunni að
lýsa ástandinu hér heima þann-
ig, að það sé „nánast slembi-
lukka nvort skipin komist að
landi eða ekki.“ Stefán heldur
því fram, að ég hafi lýst ástand-
inu þannig í grein minni í Morg-
unblaðinu 22. okt. s.l. — Þetta
er bara alls ekki sannleikanum
samkvæmt. Þetta hefi ég hvergi
sagt í grein minni. Hér vitnar
Stefán í grein Ásgeirs Jakobs—
sonar, og þessi orð eru meira að
segja tekin upp orðrétt eftir
grein Ásgeirs Jakobssonar fyrr
í grein Stefáns Péturssona sjálfs.
— Landkynning er nú ekk' bein-
línis á dagskrá í nefnd þeirri
innan Alþjóðasiglingamálastofn-
unarinnar, IMCO, um stöðug-
leika fiskiskipa, sem ég er for-
ma'ður f. Þar eru lagðir fram út-
reikningar yfír stöðugleika fiski-
skipa ýmsra þjóða og árangur-
inn borinn saman. Auk þess eru
rannsökuð þar fjölda mörg at-
riði önnur er varða öryggi fiski-
skipa. Versta hleðsluástand, sem
við höfum lagt fram útreikninga
á fyrir íslenzk fiskiskip er frí-
borð núll. Fyrir meiri hleðsíu
er yfirleitt útilokað að uppfylla
þær lágmarkskröfur sem gerðar
eru meðal annarra þjóða um
stöðugleika fiskiskipa. — Auð-
vita'ð er þessum nefndarmönn-
um ljóst, að íslenzk síldveiðiskip
eru hlaðin meira en tíðkast með-
al annarra þjóða, og það er úti-
lokað að leyna því, sem allir sjá.
Það er að sjálfsögðu einnig hægt
fyrir skipaverkfræðinga að
reikna út stöðugleikaástand þess-
ara skipa, þegar þau eru drekk-
hlaðin, og þa'ð eru vissulega
meðmæli með hæfni íslenzkra
sjómanna, að ekki verða fleiri
skipstapar hér þrátt fyrir þetta
hleðsluástand.
Framhald á bls. 24.