Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓV. 1967 5 Vauxhall Victor 2000 á sýning;u í Earls Court. Sýningarpallur þessi var venjuleg'a umkringd- Vauxhall Vietor þykir fara vel á vegi. Þessi mynd var tek ur stórum hópi fólks. in í reynsluferð. SILLINN BÍLASÝNINGIN í Earls Court i London hefur vakið mikla athygli í Bretlandi að undanförnu. Dagblöðin hafa verið uppfull af greinum um sýninguna, útvarp og sjón- varp hafa flutt fréttir af sýn ingunni og fjöldamörg tíma- rit hafa gefið út sérhefti vegna sýningarinnar. Inn í allt þetta hefur blandazt áróðurinn „Buy British“, þ.e. áróður fyrir því, að menn keyptu það, sem, brezkt er. Hafa sumir jafnvel gengið svo langt, að nefna það skort á ættjarðarást ef brezkir kaupa sér erlendar bifreiðar. En eru brezkar bifreiðar samkeppnishæfar við bifreið- ar annarra þjóða? Sir George Harriman, formaður samtaka brezkra bifreiðaframleiðenda, sagði við opnun sýningarinn- ar í London, að brezkir bif- reiðaframleiðendur væru nú herskárri en nokkru sinni fyrr, eins og sjá mætti á hinu geysifjölbreytta úrvali nýrra bifreiða í Earls Court. Víst er um það, að úrvalið var fjölbreytt. En þrátt fyrir fjölbreytni var varla um al- gerar nýjungar að ræða. Bretar hafa tilhneigingu til þess að breyta útliti bifreiða framleiðslunnar ekki mikið frá ári til árs. Því er ekki hægt að tala um neina bylt- ingu í útliti atgengustu fjöl- skyldubifreiða þetta ár. Frá þessu voru þó nokkrar at- hyglisverðar undantekningar. Sú enska bifreið, sem mesta athygli hefur vakið á sýningunni í Earls Court, er Vauxhall Victor 1600 og 2000. Þessi bifreið er eins ný og bifreiðar gerast, þ.e.a.s. hún hefur verið byggð upp frá frumatriðum, án þess að stuðzt hafi verið við eldri Hinn nýi arftaki Austin Westminster á aýningunni í Earls Court. gerðir af Vauxhall nema að mjög litlu leytL Sýningargripur Vauxhall í Earls Court vakti fyrst at- hygii sýningargesta vegna nýrra útlína. Yfirbygging bif- reiðarinnar hefur verið teikn uð upp á nýtt undir greini- legum áhrifum frá General Motors. Á sýningarpalli Vauxhall voru sýnishorn af ýmsum at- riðum í undirvagni og stjórn- tækjum bifreiðarinnar, sem segja má að allt sé nýtt. Vél- in er til dæmis algjörlega' ný af nálinni og er árangur af fimm ára undirbúningsrann- sóknum. Upphaflega var markmið framleiðendanna að Fjöðrun á framhjólum er svipuð og í eldri gerðum, en samt ekki þyngri en þær. Þetta hefur þeim tekizt með ýmsum iagfæringum og nýj- ungum. Nýjungar í vélinni eru m.a. þær, að kambásinn hefur verið fluttuT upp fyrir ventlana til þess að losna við undirlyftustengur. Vélinni hef ur verið hallað um 45 gráð<ur til þess að losna við hristing og fjöldamargt annáð hefur verið gert til þess að gera vél ina sem bezt úr garði. Gírkassi Vauxhall Victor er tekinn úr eldri gerðum, en tengslin og allt, sem þeim fylgir, er nýtt. byggja vél, sem framleitt gæti 50% meiri orku en þáver- andi vélar Vauxhall, en væri að aften eru fljótandi öxlar festir við skúffuna með örm- um. Ofan á tengiörmunum eru gormar og höggdeyfar. Hemlar á Vauxhall 2000 eru diskahemlar að framan, en skálar að aftan. Á Vauxhall 1600 eru skálar að aftan og framan. Að innan hefur Vauxhall Victor tekið gjörbreytingum, sem flestar miðast við að fullnægja kröfum Bandaríkja manna um öryggi. Þrátt fyrix að hér sé um algjörlega nýja bifreið að ræða hafa framleið endurnir ekki séð ástæðu til þess að láta það koma niður á viðskiptavinum, því Vaux- hall Victor árgerð 1960 er sáralítið dýrari en árgerð Framhald á bls. 23. ISLENZK- eAmerióka w Pósthólf 129 - Reylcfavtk - Slmi 22080 Aldrei eins glœsilegt úrval at litum Ekki einungis fyrir jólahátíðina HELDUR ALLAN ÁRSINS HRING, SEM ÞÉR MUNUD NJÓTA HINS BEZTA AF SNYRTIVÖRUM PIERRE-ROBERT OG JANE HELLEN (Fyrir yngri kynslóðina). SNYRTIVÖRUR Hinir stórkostlegu varalitir, krem. Allt fyrir hárið. Augna-make-up og fyrir karlmenn- ina, After shave o. s. frv. # KARNABÆR Holtsapótek Klapparstíg 37. Ilmbjörk Langholtsvegi 84. Laugavegi 33. Erum fluttir í Kirkjuhvol. Selfossi. Roux Sérfræðingar í hárlitun. FANCI-TONE, CREME HAIR-TINT. FANCI-FULL RINSE Litablæbrigði. CREME DE LIGHT Hárlýsing. DYE SOLVENT, Aflitun og fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.