Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NOV. 1307 Eyþór Óskar Sigurðsson bakaram. í DAG 21. nóvembeT 1967 kveð ég vin minn og mág Eyþór Ósk- ar Sigurðsson, bakarameistara, sem andaðist þann 13. nóvem- ber 1967. Hann fæddist 11. september 1906 á Stokkseyri. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Magn úsdóttir ættuð frá Votumýri á Skeiðum og Sigurður Hannesson frá Hjalla í Ölfusi. Ólst hann upp i foreldrahúsum, fyrst á Stokkseyri, en fluttist til Reykja víkur árið 1910. Föður sinn missti hanrr 13 ára gamall og bjó hann með móður sinni og Ekkjan Eyrún Guðlaugsdóttir, Stóra-Lambhaga, andaðist mánudaginn 20. nóv. í Sjúkrahúsi Akraness. Vandamenn. Móðir okkar og tengda- móðir, Hólmfríður L. ólafsdóttir lézt laugardaginn 18. nóvem- ber. Jenny Bjarnadóttir, Ingvar Magnússon, Katrín Bjarnadóttir, Kristján Þór Kristjáns- son. Litli drengurinn okkar Pétur Ari Pétursson lézt 15. þ.m. að Landsspítal- anum. Útförin hefur farið fram. Þökkum sýnda samúð. Ragna Róbertsdóttir, Pétur Arason. Móðir okkar, Emilía Sighvatsdóttir andaðist 18. nóvember. Sighvatur Jónsson, Kristján Jónsson, Ólafur Jónsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Ágúst Jónsson. Útför móður okkar og tengdamóður Guðrúnar Þorgrímsdóttur sem andaðist 15. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni mi'ðviku- daginn 22. nóvember kl. 10:30. Guðrún Tómasdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Heba Jónsdóttir, Tómas Á. Tómasson, Ingibjörg Pálsdóttir, Þorgrímur Tómasson. systrum, þar til hann giftist. Ungur kom hann til bakara- náms til mín og lauk því árið 1926. Síðan fór hann til fram- haldsnáms til Kaupmannahafn- ar, eða árið 1928. Þar var hann í fagskóla og vann í 2 ár og kom hann þaðan með góðan vitnisburð. Upp frá því vann hann við iðn sína af frábærri trúmennsku og kunnáttu og var hann sérstaklega vel liðinn af samstarfsfólki, sem öðrum. Árið 1930 giftist hann Huldu Skúladóttur ættaðri frá ísa- firðí. Þeirra hjónaband var mjög farsælt og ástríkt, svo af bar. Þar var friðsælt heimilis- líf og gagnkvæmur skilningur ríkti á milli þeirra hjóna. Börn- um mínuim og barnabörnum þótti gott að koma þangað, þar var alltaf tími til þess að sinna unga fólkinu. Þau hjónin eignuðust fimm mar.nvænleg börn, Sigrúnu, sem er starfandi hjá Pósti og síma, Sigurð, húsgagnameistara, giftur Vilhelmínu Þórarinsdótt- ur, Herdísi, gift Guðmundi Magnússyni kennara, Guðmund Rúnar og Eyþór Örn, ógiftir í foreldrahúsum. Þessi börn bera Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur Sverrir Sigurðsson bóndi að Ljótarstöðum verður jarðsettur frá Grafar- kirkju laugardaginn 25. þ.m. Athöfnin hefst frá heimili hins látna kl. 11. f.h. Helga Bjarnadóttir, dætur og Sigurður Sverrisson. Útför Sigurðar Sigurðssonar frá Kolmúla í Reyðarfirði fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 22. þm. eftir hádegi. Fyrir hönd vina og ættingja. Valborg Haraldsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Elías E. Jónsson bifreiðarstjóri, Ásvailagötu 35.. verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni miðvikudaginn 22. nóvember kl. 1:30 e.h. Kristín Samúelsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Guðmundur Siggeir Gunnarsson trésmiður frá Eyrarbakka Háagerði 16. sem lézt 16. þm. verður jarð- sunginn frá Fossvögskapellu fimmtudaginn 23. nóv. kl. 10:30 árdegis. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. Kristrún Guðnadóttir, synir, tengdadætur og barnaböm. þess glöggt merki ,að þau eru alin upp af góðum foreldrum og var það sár söknuður þegar þau misstu móður sína, fyrir réttum fimrn árum og nú er aftur kveðin upp sár sorg í lífi þeiri-a systkina og litlu barna- barnanna átta. Mér hlotnaðist sú gæfa að kynnast Óskari (en svo var hann kallaður) frá imglingsár- um, og aldrei bar skugga á okk- ar samstarf og vináttu, sem ent- ist til dauðadags. Hann var slík ur mannkostamaður að engum hefi ég kynnst öðrum betri. Samstarf sonar míns Sigurðar og Óskars heitins, sem var í nærri 30 ár, var með þeim ágæt um að ekki var betra á kosið. Óskar gekk ekki heill til ekóg ar síðustu árin. Þjáðist hann af liðagigt síðastliðin 10 ár, en stundaði sína vinnu af slíkri karlmennsku, að fá eru dæmi tiL Kæri mágur minn, ég og fjöl- skylda mín kveðjum þig á þess- ari skilnaðarstund og þökkum þér fyrir yndislegar samveru- stundir og votta ég og kona mín eftirlifandi börnum, tengdabörn um og barnabörnum okkar inni legustu samúð í þeirra mikla missi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. J. S. Þökkum innilega samúð og vinsemd vegna andláts og jarðarfarar Jóhanns Pálssonar vélsmíðameistara, Höfðabraut 16. Ákranesi. Ragnheiður Jónsdóttir Valur Jóhannsson, Hanna Jóhannsdóttir, Elísabet Jóhannsdóttir. Alúðarþakkir fyrir auð- sýnda vinsemd og samúð vegna andláts og jarðarfarar mó'ður okkar Sigurbjargar Hálfdánardóttur Ingunn Arnadóttir, Guðrún Amadóttir, Kristín Amadóttir, Erla Aroadóttir. Þökkum öllum þeim sem auðsýndu samúð við fráfall og jarðarför, Guðlaugs Eiríkssonar frá Meiðastöðum, Garði. Sérstakar þakkír viljum við flytja Kjartani Ólafssyni, lækni, og læknum og starfs- liði Sjúkrahúss Keflavíkur. Björg Erlendsdóttir, synir, tengdadætur, og barnabörn. Karl Jóhann Gránz — Minning í DAG verður lagður til hinztu hvíldar að Breiðabólstað í Fljóts- hlíð, við hlið konu sinnar, Karl Johann Gránz húsgagna- og málarameisrtari Kirkjuvagi 5 á Selfossi, en hann varð bráðkvadd ur 14. þ.m. liðlega áttræður að aldri. Karl fæddist í Reykjavík 22. júlí 1887. Eins og eftirnafnið bendir til, var faðir hans Svíi, að nafni Olav Gránz, klæðskeri að iðn, hið mesta glæsimenni, eftir sögn þeirra er til þekktu. Af hjúskap varð ekki milli foreldra Karls. Móðir hans var Anna Guðmundsdóttir frá Stóra- Kambi í Breiðuvík á Snæfells- nesi, Bjarnasonar, er hér skammt til Magnúsar sýslumanns Dala- manna Ketilssonar. Móðir Önnu var Guðbjörg Jónsdóttir, Stóra- Kambi Hákonarsonar að Narf- eyri, sonar Hákonar í Brokey. Af þessari stuttu ættfærslu má sjá, að Karl var grein af styrkum stofni í móðurkyn, enda bar hann ekki með sér neinn auk- visahátt, hvorki til sálar né líkama. Anna móðir Karls var glæsi- leg, falleg og fjölgáfuð, skáld- mælt og listhneigð, enda át)ti hún eins og áður segir, til góðra að telja, m.a. 10. liður í beinan fcarl- legg frá Arngrími Jónssyni lærða á Melstað. Anna var lærð- ur klæðskeri, og saumaði m.a. einkennisbúninga. Karl ólst upp með móður sinni í Reykjavík. Er hann hafði ald- ur til hóf hann trésmíðanám hjá Guðmundi Jakobssyni, föður Þórarins fiðluleikara og þeirra bræðra. Karl var bráðþroska og því snemma hinn nýtasti starfs- maður, enda jafn hagur í hug og hönd. f Reykjavík lauk hann námi frá meistara- og iðnskóla. Meðal þeirra húsa í Reykjavík, sem enn sóma sér vel, og Karl vann að eru: Safnhúsið við Hverfisgötu og Kleppsspítalinn. Til Vestmannaeyja flutti hann 1907, tvítugur að aldri. Þar stund aði hann smíðar, au'k þess er hann vann að húsamálun er Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og út- för Ara Jónssonar fyrrv. héraðslæknis. Sigríður Soffía Þórar- insdóttir, Erna Aradóttir, Böðvar Jónsson, Ragnheiður Áradóttir, Sigurður Þ. Guðmunds- son. Innilegar þakkir til' allra fjær og nær, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför Einars Sigurðssonar Sleggjuiæk og fyrir sérstakan virðingar- vott, sem starfsfélagar hans sýndu honum látnum. Guð blessi ykkur öll. Eiginkona, foreldrar, systkin, tengdaforeldr- ar og aðrir ástvinir. hann síðar hlaut meistararétt- indi í eins og áður var að vifcið. 1912 gekk Karl að eiga Þóru Finnsdóttur úr Vestmannaeyjum. Þeirra sambúð varð skammvinin, og skildu þau samvistum. Þau eignuðust einn son, Ólaf, hinn mesta atgerfis- og efnismenn, listhneigðan, bezta dreng, hann lærði húsgagnasmiði hjá föður sínum og rak síðan eigin vinnu- stofu til dauðadags, en hann lézt fyrir 7 árum, öllum harmdauði. Ólafur rvar gif-tur Ástu Ólafsdótt- ur og eignuðust þau 6 börn. Ásta andaðist á næstliðnu vorL Á fyrstu árum Karls í Eyjum gerðist hann starfsmaður Lands- símans og annaðist viðhald síma- lina og áhalda um árabiL þetta vann hann sem aukastörf frá annarri vinnu, þvi hann var mik- ill starfs- og afkastamaður. Árið 1924 10. september, giftist Karl öðru sinni og gekk þá að eiga Guðrúnu Ólafsdóttur Sig- urðssonar írá Torfastöðum í Fljótshlíð. Guðrún var myndar- og ráð- deildarkona, þau hjónin sómdu sér vel í hópi sinna samferða- manna. í Vestmannaeyjum bjuggu þau til ársins 1942 að þau fluttu til Selfoss. Þá þegar byggði Karl húsið Kirkjuveg 5 og bjuggu þau þar síðan þar til leiðir skildu eftir 33 ára samibúð, en Guðrún lézt 2. janúar 1957. Þau eignuðust þrjá sonu, er allir lifa og eru allir listhneigðir dugnaðarmenn, Þeir eru: Áki Guðni málarameistari Ytri-Njarðvík giftur Guðlaugu Karvelsdóttur Oig eiga þau 5 börn. Herbert málaram. Selfossi giftur Erlu Jakobsdóttur, þau eiga 3 börn og Gunnar Karl mál- ari ógiftur á Selfossi. Þetta er í stuttu máli fjöl- skyldusaga Karls. Eftir er að minnast hans fjölþætta starfs- dags. Eins og að hefur verið vikið, var Karl óvenju fjölhæfur starfsmaður, og lagði þvi gjörva hönd á margt, enda þótt iðn- greinar hans væru jafnan hans aðalstarf. Allmörg hús reisti hann á fyrri árum sínum í Eyj- um, enda þótt hann stundaði málaraiðnina jöfnum hönduna. Síðar stofnsetti hann húsgagna- vinnustofu í félagi við einn vina sinna 1929 og rak hana allmörg ár ásamt húsgagnaverzlun. Á þessum árum kenndi hann nokkr um piltum húsgagnasmíði. Karl var lipur og góðviljaður meistari, enda léttur í umgengni Framhald á bls. 24 Ég sendi öllum þeim, bæði ættingjum og vinum, mínar hjartans þakkir fyrir mér auðsýnda virðingu og vináttu á sjötugsafmæli mínu hinn 16. nóvember s.l. Guð blessi ykkur öll. Óskar Jónsson, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.