Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓV. 19OT Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Rifstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. GENGISFELLINGIN ÍBRETLANDI C'tjórnmálamenn og efna- hagssérfræðingar áttu annríkt nú um helgina, ekki aðeins hér á íslandi, heldur um heim allan, og almenn- ingur beið fregna með ákafa, eftir að spurðist að Bretar hefðu fellt sterlingspundið. Gengi dollarsins og sterlings- ' pundsins hefur slík áhrif á viðskipti um víða veröld, að ráðamenn urðu hvarvetna að taka afstöðu til þess, hvað þeir gerðu er sterlingspundið var fallið. Sum ríki flýttu sér að fylgja í fótspor Breta, aðr- ir athuga málið gaumgæfi- lega og enn aðrir höfðu hrað- an á og tilkynntu, að þeir mundu ekkert aðhafast held- ur halda óbreyttu gengi. Þegar brezka pundið var síðast fellt 1949, varð afleið- ingin á skömmum tíma sú, að gjaldmiðillinn féll í fjölda þjóðlanda um víða veröld. Nú virðist hins vegar svo sem öll öflugustu ríki veraldar og fjöldi hinna smærri ætli að halda óbreyttu gengi, þrátt fyrir gengisfall pundsins og leiðir það að sjálfsögðu til þess, að Bretum verður geng- isfellingin að meira liði en ella. Þess vegna var þeim það mikilvægt að ríki eins og t. d. Bandaríkin og Japan skyldu þegar í stað lýsa yfir óbreyttu gengi. En önnur lönd, sem mjög eru háð mark aðnum í Bretlandi hafa þegar fellt gengi sitt eins og Dan- mörk og írland, og önnur hugsa nú ráð sitt, og í þeim hópi erum við íslendingar. Eins og fregnir blaðsins í dag og viðtöl við forsætisráð- herra og bankastjóra Seðla- bankans bera með sér hefur enn engin ákvörðun verið tek in í gengismálum íslendinga, önnur en sú að stöðva alla gjaldeyrisyfirfærslu og tolla- afgreiðslu og má gera ráð fyr ir að nokkra daga taki að afla nægilegra upplýsinga um áhrif gengisfellingarinnar á hag atvinnuveganna og alla okkar stöðu. Gengisfellingu Breta ber líka að á þeim tíma, þegar af- greiðsla efnahagstillagna til að bjarga okkur úr miklum vanda var að nálgast lokastig, tillagna, sem óhjákvæmilega þýddu kjaraskerðingu, en þó varð ekki hjá komizt, ef ekki átti að verða verulegur sam- dráttur í íslenzku athafna- lífi — og þar með atvinnu- leysi — eða þá að gengi ís- lenzku krónunnar yrði fellt. fslenzka ríkisstjórnin hafði mjög lagt sig í framkróka um að reyna að fá samstöðu um nauðsynlegar efnahagsaðgerð ir og sumir af forustumönn- um launþegasamtakanna lögðu sig einnig fram um lausn vandans, þótt önnur öfl reyndu að spilla því, sem spillt yrði. Menn gerðu sér enn vonir um það að sam- staða gæti náðst um nauðsyn- legar aðgerðir, en þá berast þau tíðindi, sem gera að litlu allt það mikla starf, sem í þessu efni hefur verið unnið. Gengisfelling pundsins hef- ur slík áhrif hér á landi að óhjákvæmilegt er að skoða allan efnahagsvanda íslend- inga frá grunni og meta á grundvelli slíkra upplýsinga, hvað hagkvæmast sé til að tryggja arðvænlegan rekstur íslenzkra atvinnuvega og gera hag landsmanna sem beztan. f dag veit enginn hver nið- urstaða þessara athugana og þeirra viðræðna, sem í kjöl- farið fylgja verður, annars vegar viðræðna ríkisstjórnar- innar við stjórnarandstöðuna og hins vegar viðræðna, sem stjórnarvöld, munu eiga við umboðsmenn launþegasam- takanna. En eins og málum er nú háttað virðast menn þó á einu máli um, að naumast geti hjá því farið, að íslenzka krónan verði felld, hvort sem svipuð gengisfelling og hjá Bretum verður talin nægileg eða ekki. Það hefur verið megin- kappsmál ríkisstjórnarinnar að forðast gengisfellingu og einmitt í þeim tilgangi voru þær efnahagsaðgerðir undir- búnar, sem nú átti að fara að reka smiðshöggið á. Þessar tillögur verður nú að taka til nýrrar yfirvegunar og endur- mats. ÁBYRGÐ OG MIKILL VANDI Ijótt við íslendingar höfum *■ undanfarnar vikur og mánuði staðið frammi fyrir miklum vanda, sem erfitt var að ráða fram úr, þá hefur nú enn verið á þann vanda aukið með gengisfellingu pundsins og vandamálin öll orðin flókn ari og erfiðari viðfangs en áður var og tíminn þar að auki örstuttur til að átta sig á þeim aðgerðum, sem nauð- synlegar eru. Það segir sig sjálft, að allir þeir, sem þessum mikla vanda verða að mæta, hljóta að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir — að leit- Gríski þjóðvörðurinn á Kýpur fylgir siærðum Kýpurbúa tyrkneSkum til slysavarðstofu í þorp inu Kophinou, suður aif Nicosia. Fyrir fáeinum dögum var barist grimmilegia í átta klukku- stundir í þorpinu og þorpinu Ayios Theodoros, en tyrkneskir Kýpurbúar reyndu að hindra lögregluvörð við störf sán í þorpinu. (AP-mynd). Kýpurdeilan magnast Herir Grikklands um brottvikningu Talsmcnn tyrknesku stjórnarinnar sögðu í gær, að ástandið á Kýpur væri nú orðið „mjög ótryggt“, og að það gæti leitt til meiriháttar átaka. Loft- varnarbyssum hefur verið komið fyrir umhverfis höf- uðborg Tyrklands, Ankara, og áreiðanlegar heimildir segja, að löng lest her- flutningabifreiða sé á leið frá Konya til Miðjarðar- hafsstrandar Tyrklands. Yfirmaður heraflans á Kýpur, George Grivas, kom til Aþenu á sunnudag til viðræðna við grísku herstjórnina. Segja óstað- festar heimildir, að Grivas verði vikið úr embætti. Tyrkneska stjórnin heldur enn fast við fyrri staðhæf- ingar sínar, að tyrkneskar flugvélar hafi ekki farið í könnunarferðir yfir Kýp- ur, þrátt fyrir frásagnir hermanna SÞ á Kýpur, sem segja, að þeir hafi séð þotur úr tyrkneska flug- hernum yfir Nicosiu, höf- uðborg Kýpur, og Larnaca. Flugu þær í lítilli hæð. Aðalritari SÞ, U Thant, upplýsti á sunnudag, að hann hefði beðið Tyrk- landsstjórn um að hætta að senda flugvélar yfir Kýpur. Fyrrverandi forsætisráð- herra, . Panajotis Pipinelis, sór í dag emíbættiseið sem ut anríkisráðherra grísku her- stjórnarinnar. Fyrirrennari Pipinelis, Economou-Gouras, og Tyrklands vigbúast — Sögusagnir Grivasar hershöfðingja sagði af sér í október sl. af heilsufarsástæðum. Pipinelis varð forsætisráðherra Grikk- lands um skamman tíma eftir að Karamanlis sagði af sér í apríl 1963. Hlutverk Pipine- lis sem utanríkisrá’ðherra verður, að sögn diplómata í Aþenu, mestmegnis fólgið í því að finna viðunandi lausn á Kýpurdeilunni og fást við þá erfiðleika, sem steðja að Grikkjum nú vegna þessarar deilu. Ástandið á eynni stórversn aði sl. miðvikudag, er 25 tyrkneskir þjóðernissinnar voru skotnir til bana í átta klst. bardögum í þorpinu Kophinou. í hefndarskyni hófu tyrkneskar leyniskyttur að skjóta á gríska borgara frá tyrkneska hluta Nicosíu. Tyrknesk blöð á eynni hafa krafizt þess, að her Tyrk- lands grípi ti'l sinna ráða þeg ar ístað. Eitt blaðið sagði, að tyrkneskir Kýpurbúar vænt- ust innrásar 1000 hermanna til að bjarga 120.000 samlönd- um sínum á eynni frá hinurn 17.000 manna gríska her. Kýpurstjórn segir, að á laug- ardag hafi tyrkneskar flug- vélar hvað eftir annað rofið lofthelgi eyjarinnar og stund- um flogið í einungis 500 fetá hæð. Grívas, hershöfðingi, kom til Aþenu á sunnudag skömmu eftir að útvarpið í Ankara hafði sagt, að honum yrði vikið úr embætti. Á þess ari fregn og öðrum svipuðum hefur engin staðfesting feng- izt enn. Liðsforingi úr gríska hernum tók á móti Griivasi á fluigvellinum, en enginn var þar til staðar úr yfirstjórn gríska ríkisins. Aðspurður hvot hann mundi snúa aftur til Nicosíu og hversu lengi hann mundi dveljast í Aþenu svaraði Grivas: „Það er ýmsu háð“. Grivas hefur þegar rætt við försætisráðherrann, Kanellopoulos og ýmsa aðra gríska ráðamenn. Talsmaður gríska utanrík- isráðuneytisins sagði á blaða- mannafundi í Aþenu á laug- ardag, að „endurteknar ögr- anir“ Tyrkja gætu haft al- varleg áhrif á stjórnmála- tengsl Tyrklands og Grikk- lands. Báðar þjóðirnar eru sem kunugt er meðlimir í NATO. Talsmaðurinn neitaði því, að Grivas, hershiöfðingja, hefði verið vikið úr embætti. Sagði hann að tilgangurinn með komu Grivasar til Aþenu væri sá, að reyna að minnka spennuna milli Tyrk lands og Grikklands, sem gæti leitt til alvarlegra 'átaka. Hann staðfesti, að herafli Grikklands væri reiðubúinn að mæta árás Tyrkja. Fregn- ir frá landamærahéruðum Grikklands í norð-austri hermdu, að tyrkneskir og grískir herflokkar hefðu tek- ið sér stöðu beggja vegna landamæranna. Fjögurra manna þingsendi- nefnd fór flugleiðis til New York á laugardagskvöld frá Ankara til að kynna afstöðu Tyrklandsstjórnar til Kýpur- deiLunnar á vettvangi Samein uðu þjóðanna. Formaður nefndarinar, Ertugrul Akca, sagði, skömmu fyrir brottför- ina, að styjöld vegna ástands- ins á Kýpu gæti hafizt á hverri stundu, Akca sagði, að nýafstaðin átök á eynni gætu neytt Tyrki til að beita „íhlut unarrétti" sínum til að vernda tyrkneska minnihlut- ann á Kýpur. Ef til styrjald- ar kæmi gæti engin ásakað Tyrkland, sagði Akca. ast við að leiða málin farsæl- lega og tryggja hag þjóðar- innar. Þar er auðvitað fyrst og fremst um ríkisstjórn og meirihluta alþingis að ræða, ásamt þeim embættismönn- um, sem stjórnin hefur sér til ráðuneytis og stjórnendum Seðlabankans, sem hafa geng isskráningarvaldið í samráði við ríkisstjórnina. En það eru margir fleiri, sem þurfa við þennan vanda að glíma og þeirra ábyrgð er einnig mikil. Er þar fyrst og fremst um að ræða forustu- menn í hinum öflugu laun- þega samtökum, sem að sjálf- sögðu munu leitast við að gæta sem bezt hagsmuna þátt takenda í verkalýðsfélögun- um og svo atvinnurekenda og þeirra samtaka, því að vissu- lega hljóta þær aðgerðir, sem nú verður gripið til, hverjar svo sem þær verða, að snerta mjög hag atvinnufyrirtækj- anna í öllum greinum. Vonandi tekst slíkt sam- starf með þessum aðilum að árekstralaust verði unnt að gera nauðsynlegar ráðstafan- ir í efnahagsmálum, og von- andi sýnir stjórnarandstaðan meiri ábyrgðartilfinningu en hún oft hefur gert, nú þegar slíkan vanda ber að höndum, tn ríkisstjórnin mun gera henni sem gleggsta grein fyr- ir allri aðstöðu þjóðarinnar. Er það eins og vera ber á miklum erfiðleikatímum og þegar óvænta atburði ber að höndum . Ef allir gera skyldu sína nú á þefisum næstu dög- um er engi i ástæða til að kvíða niður Jöðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.