Morgunblaðið - 08.12.1967, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DES. 1987
Ströng rafmagnsskömmt-
un á Laxársvæðinu
Klakastífla raskar daglegu lífi manna
á Akureyri og víðar
Akureyri, 7. desember.
KRAPASTÍFLA í Laxá brast í
gærkvöld og fyllti vélar orku-
versins, svo að þær stöðvuðust
og síðan hefur orkuvinnsla þar
verið mjög stopul og stundum
engin, svo að grípa hefur þurft
til mjög róttækrar rafmagns-
skömmtunar á öllu orkuveitu-
svæðinu, sem tekur yfir Eyja-
fjarðarsýslu, Akureyri og meg-
inhluta Suður-Þingeyjarsýslu.
Þetta hefur valdið miklum erf-
iðleikum, bæði í þéttbýli og til
sveita og torveldað atvinnu-
rekstur og heimilisstörf.
Rafnmagnsleysið kemur sér
sérlega illa vegna hörku tíðar-
farsins, en hér hefur verið í dag
norðaustan stormur með 12 stiga
frosti.
Um kl. 23.30 í gærkvöldi brast
mikil klakastífla, sem undan-
farna daga hefur verið að mynd
ast við Halldórsstaði í Laxárdal.
Feikimikið magn af ís og krapi
fyllti inntakslón orkuversins við
Laxá, aðrennslispípur og vélar.
Bráðlega tókst þó að koma vél-
um gömlu stöðvarinnnar í gang
með litlum afköstum þó, og að
viðbsettri orku dísilstöðvarinnar
á Akureeyri höfðu náðst rúm-
lega 10.000 kw orka um kl. 08
í morgun. Þetta nægði veitu
svæðinu sæmilega, en um kl.
08.30 fyllti allar vélar á ný, svo
að aftur varð rafmagnslaust.
Ástandið fór þó batnandi, þeg
ar kom fram á daginn, en kl.
15.45 fylltust vélarnar enn af
ís og krapi og þá varð gjörsam-
lega rafmagnslaust í rúman
hálftíma. Síðan hefur verið
hægt að halda áætlaðri skömmt
un og um kl. 20.30 í kvöld var
orkuvinnslan orðin heldur
meiri, en þurfti handa helmingi
orkuveitusvæðisins.
Samkv. upplýsingum Knúts
Otterstedt, rafveitustjóra á Ak-
ureyri, veldur ísinn og krapið,
sem safnazt hefur í inntakslón
ið mestum erfiðleikum. Hvenær
sem er getur komið afturkipp-
ur, en hins vegar standa meiri
vonir til þess, að orkan verði
heldur meiri á morgun heldur
en hún hefur verið í dag.
Hámarksálag fyrir hádegi und
anfarna daga hefur verið 13.000
til 14.000 kw, en meðalálag
heldur lægra. Munar þó ekki
miklu. í kvöld var orkan kom-
in upp í 9000 kw með 4000 kw
framleiðslu dísilstöðvarinnar á
Akureyri. Hámarksframleiðslu-
geta er 16.000 kilówött.
Rafmagnsskömmtuninni í dag
hefur verið hagað þannig, að
helmingur orkuveitusvæðisins
hefur haft rafmagn fjórar stund
ir í senn, en verið rafmagns-
laust aðrar fjórar stundir. —
Lengst af hefur verið unnt að
Mestu flöð í 60 ár
Bœir í Olfusinu umflofnir, bœndur flytja
mjólk á sleðum og bátum
ÖLFUSÁ flæddi yfir bakka sína
um síðustu helgri, og er vatns-
magnið svo mikið, að margir bæ
ir voru umflotnir, og fólkið kró-
að inni í nokkra daga, þannig
að ekki var hægt að koma sér frá
eða sækja afurðir. Börn kom-
ust ekki í skóla, og vatnið var
sumsstaðar svo djúpt, að ekki sá
á girðingarstaura. Ekki hafa þó
orðið verulegar skemmdir í flóð
unum, og vatn ekki komizt í
hús. Morgunblaðið hringdi aust-
ur í gær, og talaði við fólk á
nokkrum bæjum:
Markúsína Jónsdóttir, Egils-
stöðum, ölfusi:
— Þetta er nú heldur að
skána síðan frostið kom, en v;ð
lokuðumst alveg inni á sunnu-
daginn. Nú er ísinn orðinn vel
mannlheldur þannig, að við get-
um flutt mjólkina á sleða. Bær-
inn var alveg umflotinn svo að
við komumst ekkert frá fyrstu
dagana, en hann stendur það
hátt að vatnið náði ekki alveg
upp að honum. Við höfðum að-
eins einu sinni getað flutt mjólk
í vikunni, en það ætti að vera í
lagi úr þessu, þar til aftur hián
ar, þá er hætt við að sæki í
sama horf.
Þorbjörg Hallmundardóttir,
Króki í ölfusi:
— Það er allt búið að vera á
floti hér síðan á sunnudg, er
vatnið hefur þó ekki náð upp að
bænum. Það eru fjórir bæir hér
með tiltölulega stuttu millibili,
og gengt á milii þeirra, en svo
eru Egilsstaðir alveg emangrað-
ir. Það var ekki hægt að fara með
mjólk á mánudag, en á þriðju-
dag tókst að selflytja hana á sleð
um og bátum, og þá hjálpuðust
allir við það. Nú er vatnið lagt
og ísinn mannheldur svo að
hægt er að flytja, að og frá á
sleðum, en það eru sama vara-
samar vakir víða. Hér eru sex
böm sem ekki hafa getað sót*.
skóla alla vikuna, það er enn-
þá dimmt á morgnana þegar
þam þurfa að leggja af stað, og
ekki þorandi að senda þau út á
ísinn.
— Hafa orðið einhverjar
skemmdir á túnum eða girðírg-
um?
— Það er ekki gott að segja
fyrr en þau koma undan vatni.
Girðingarnar eru víða á bólakafi
svo að ekki sér í staurana, og nú
er ís yfir öllu saman. Það er
því líklegt að þær falli niður
strax og fer að hlána, ef þær
eru ekki þegar famar.
— Það hefur nú áður komið
fyrir að þið lengið í flóöum
þarna, finnst þér þau vera meiri
en venjulega núna?
— Já, þau eru mun meiri.
Maðurinn minn 'hefur búið hér í
ein sextíu ár og hann segist
aldrei hafa séð önnur eins
ósköp.
Eyþór Einarsson, Kaldaðar-
nesi:
— Þetta er nú í fjórða skipti
sem ég lokast hér inni, og hef
þó efeki búið hér nema í ein
fimm ár. Flóðin er þó óvenju-
mikil núna, og framan af var
ógerlegt að komast neitt frá bæn
um. Nú er ísinn orðinn það
traustur, að ég get flutt mjólk-
ina eftir honum, og vegurinn er
líka kominn upp úr þannig, að
þetta fer allt að lagast. Það er
lítið gagn að bát hérna hjá mér,
það er yfirleitt of grunnt, en þó
eru álar sumsstaðar, sem era
nokkuð djúpir. Þetta verður allt
í lagi meðan frostið helzt, en tf
hann gerir asahláku er haett við
að það verði blautt í Öífusinu.
halda þessar skömmtunaráætl-
un og mun svo verða, þar til
ástandið batnar, en hvenær það
verður er engin leið að sjá
fyrir.
Rafmagnsleysið hefur valdið
miklum óþægindum. Margir
vinnnustaðir hafa verið lítt eða
ekki starfhæfir og daglegt líf
manna hefur gengið úr skorð-
um að verulegu leyti. í þeim
húsum, sem kynt eru með raf-
magni, eða olíukyndingu, sem
gengur fyrir rafmagni, hefur
kuldi ásótt ibúaana og ljósleys-
ið verið til mikils baga. Menn
hafa dregið fram kerti og olíu-
lampa og prímusar og önnur
suðutæki frá sumarferðalögum
hafa komið í góðar þarfir. Þá
hafa orðið verulegar símatrufl-
anir vegna rafmagnsskorts. —
Rafmagnsleysið hefur verið sér
staklega bagalegt í sjúkrahús-
um og öðrum þeim stöðum, þar
sem starfsemi er sérstaklega
háð rafmagni.
— Sv. P.
Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir gamanleikinn „Sex-
umar“, eftir Marc Comoletti. Aðsókn hefur verið ágæt að leikn-
um. Myndin er af Birni Magnússyni og Auði Jónsdóttur í hlut-
verkum sinum. Næsta sýning leiksins er í kvöld í Kópavogsbíói.
Skortur á heitu vatni á ekki eftir
að endurtaka sig í vetur
segir Jóhannes Zoega hitaveitustjóri
MBL. hafði í gær samband við
Jóhannes Zoega hitaveitustjóra
og innti hann eftir því, hvers
vegna vatnsskorturinn í borg-
inni væri bundinn við gamla
bæinn og hvort svo yrði til fram-
búðar. Honum fórust svo orð:
— Gamli bærinn er eiginlega
á sérstöku kerfi, sem er tengt
beint við Öskjuihlíðargeymana.
Hann er því algjörlega hóður
vatnsmagninu, sem í þá kemur.
Það, sem gerðiist i þessu kulda-
kasti, var, að %amtímis fór vax-
andi þörf á neitu vatni og of
lítil up^hitun frá varastöð. Af
þeim eökium fór minna af
Reykjavíkurvatninu yfir í geym-
ana og þar með á gamla svæðið
en ella.
— Til þess að ráða bót á þessu
hefur mi verið byggð kyndistöð
í Árbæ með tveirn kötlum og
verður fyrri ketillinn tekinn í
notkun annað kvöld og sá síðari
á sunruudaginn samkvæimt áætl-
un.
— Ef ekkent bregður út af,
geri ég ráð fyrir, að verulega
dragi úr vatnsskortinum þegar
í fyrri hluta næsbu viku og að
fulínustu verði ráðin bót á
honum, eftir að nýju borholu-
dælurnar verða teknar í notkun,
sem ætti að verða í liok næstu
viku.
— Hitaveitan hér er miðuð við
6 stiga meðalfrost, sem þýðir
það, að við getum þolað raoifckra
daga af 10 stiga frosti, þegar
allt er í lagi, sem ekki er enn þá,
eins og ég hef áður lýst. Það er
þar, sem geymarnir grípa inn í
og geira okkur kleift að fullnægja
hitaþörfinni í nokkurra daga
kuidakasti, þótit meðalhitinn fari
niður fyrir 6 stig. Ef þeir hefðu
ekki verið í lagi, hefðum við
orðið vatnslaus meira eða minna
allt frá því í seinni hluita októ-
ber.
—- Það kemur ákaflega sjaldan
fyrir, að meðalhitinin sé neðan
við 6 stig nema örfáa daga í einu.
Ef þeim aðgerðum hefði verið
lokið, sem nú er að ljúka og
lokid verður við í næstu viku,
hefði ekki komið til neins vatns-
skorts núna. Fram að þessu hefði
kuldakastið með öðnuirn orðuim
ekki truflað okkur að nieinu
leyti. En eins og ég tók fram
í borgarráði s.L vetur, máttum
við búast við slíkium truflunuim,
þótt minna yrði um þær en s.l.
vetur. Gerði ég þó ráð fyrir, að
varastöðin yrði í lagi, en við
böfum ekki haft neima annan
Blikur mikið
skemmdur
— Óvíst hvar viðgerð fer fram
— Herðubreið tekur við flutningum
ÓLÍKLEGT er talið, að færeyska
strandferðaskipið Blikur fari í
fleiri ferðir fyrir jól, og ekki hef-
ur verið tekin ákvörðun um hvar
viðgerðin fer fram. Skipið fór í
gærkvöldi frá Húsavík áleiðis til
Akureyrar, en þar munu skemmd
ir kannaðar nánar, að því er
fréttaritari Mbl. á Húsavik tjáði
blaðinu. í fylgd með skipinu er
vitaskipið Árvakur. Guðjón Teits
son, forstjóri Skipaútgerðar ríkis-
ins, sagði Morgunbiaðinu i gær,
að skýrsla um skemmdimar
hefði ekki bprizt enn, en ljóst
væri að skrokkur skipsins væri
mikið skemmdur og að viðgerð
gæti tekið nokkuð langan tíma.
Hann sagði tafir, 9em af þessu
yrðu vera mjög bagalegar, á
Norðiir nct Austurlandí væri mik
ið af varningi, sem skipið hefði
átt að taka til Reykjavíkur, m.a.
mikill fjöldi bíla. Blikur var
væntanlegur til Akureyrar í
gærkvöldi, og á Herðubreið að
fara þangað og taka við flutn-
ingunum eftir því sem hægt er,
en Blikur var m.a. með um 40
tonn af vörum til Hornafjarðar.
Herðubreiðin er mun minna skip
en Blikur og því hætta á að ýmis
legt verði útundan, minnsta kosti
margir bílanna. Guðjón sagði, að
enn væri ekki vitað hvert skipið
færi til viðgerðar, eigendur skips-
ins, Útgerðarfélag Færeyja,
myndi taka ákvörðun um það í
samráði við tryggingafélag sitt
Mögulegt er að viðgerðin verði
boðin út, og þá væntanlega bæði
í Færeyjum og á íslandi.
kietilinn hingað biil og þó ekki
allan. Hmn ketillinn hefur verið
bilaður, en kamur í lag nú uim
miðjan mánuðinn.
— í fyrra kom oftar til skoirts
á heiitu vatni en nú. Og ég hygg,
að þá hafi einnig komið fyrir,
að vatnsskorturinn hafði verið
svipaður og nú. En eftir að þess-
um aðgerðum, sem ég hef nú
lýst, er lokið, á það ekki að end-
urtaka sig í vetur.
Svipað veður
BÚIST er við að norðaustlæg
átt og frost verði um allt land
fram undir helgi, að minns'a
kosti, og veðrið verði því svip-
að og það var í gæp, nema
kannski eitthvað kyrrara. í dag
var búist við bjartviðri á Suð-
ur- og Vesturlandi, en éljum
norðaustantil. Frost verður ]ik-
lega frá 8 stigum upp í 12-14
stig. _ _____
Leiðrétting
f GREIN Benedikts Bogasonar,
verkfræðings um Menntaimál í
Finnlandi, sem birtist í Morgun-
blaðinu 6. desember sl., koim
fyrir prentvilla, sem valdið gæti
leiðinleguim misskilningL Stóð
þar, að talið væri óæskilegt, að
menntaskóla finnskir „feldn"
meira en 300 neimendur en átti
að sjálfsögðu að vera „teldu“.
Lýst eftir
ökumanni
ÖKUMAÐUR, sem ók sex mnnaa
amerískum fóllksbíl aftan á Volks
wagen við Hótel Skjaidbreið á
níunda tímanum sl. miðvikudags
kvöld, er vinsamlegast beðinn að
gefa sig fram við rannsóknar-
lögregluna. Ökumaður Volks-
wagenbílsins hafði numið stað-
ar fyrir umferðinni, þegar
óhappið varð. Báðir öfcumennr-
irnir abhuguðu bílinn og sáu
þá ekkert athugavert, en við
nánari athugun kom í ljós að
höggvarinn á Volkswagenbílnuim
hafði gengið inn og dælað vél-
arhlífina.
AUGLYSIHGAR
SÍMI SS*4*8Q