Morgunblaðið - 08.12.1967, Page 22

Morgunblaðið - 08.12.1967, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DES. 1967 Björn Guðmundsson byggingam. - Kveðja Fæddur 11. ágfúst 1905. Dúinn 30. nóvember 1967. HAJNN Björn afi minn og nafni er horfinn. Ég veit ekki af hverju hann fór eða hveri hann fór. ATi minn, ég sakna þín mikið og þrái að þú komir aí’ur til mín. Bros þitt var svo fagurt, handtak þitt svo hlýtt og mildi þín svo innileg og hrein. Þegar litlu lófarnir mínir leituðu þinna stóru og vinnuhrjúfu, en traustu og hlýju handa, þá tókst þú svo ljúft á móti þeim og mér leið svo vel og ég var svo öruggur og glaður. Þegar ég sat á hnjárn þér og sögur þínar og frásagnir opnuðu mér nýja og áður ó- þekkta heima æfintýra og gam- ans, þá var svo gott að hlusta að hjúfra sig að brjósti þér. Afi minn ég skil svo lítið í tilverunni, kannski skil ég það þegar ég er orðinn stór. Hefðir þú ekki farið svona fljótt frá mér, er ég viss um að þú hefðir útskýrt þetta allt fyrir mér. Þá hefðir þú sagt mér svo margt, sem lítill drengur þarf og vill skilja og vita, með þinni miklu ró, fallega brosi og ást augum, ást til litla nafna þíns og að eilífu stóra vinar. Hann afi minn er horf'rn. en nafni hans er til. Ég ætla mér að láta þig vera til svo lengi Faðir minn, tengdafaðir og sonur Kristján A. Ágústsson prentari, andaðist 6. desember að heim- ili sínu Öldugötu 2. Ágúst Kristjánsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Agúst Jósefsson. Móðir mín Jónína Tómasdóttir fyrrum húsfreyja í Siglufirði, andaðist að kvöldi 5. þ.m. Jón Kjartansson. Maðufinn minn og faðir okk- ar Halldór Jónsson frá Munaðamesi, Strandasýslu, vefður jarðsunginn frá Föss- vogskirkju laugardaginn 9. des. kl. 10.30 árdegis. Jóna Jónsdóttir, Garðar Halldórsson, Jón Halidórsson. sem ég lifi, með því að lík.jast þér, vera góður og mildur, vinnusamur og heiðarlegur. Með þvi að byggja upp eins og þú, ef ekki stórar byggingar eða mannvirki, þá ætla ég >' þínu nafni að byggja upp allt sem er gott og fagurt, og mannbætandi. Ég vil vera, eins og þú, ríkur af góðvild, hjartagæzku o hjálpsemi og vinna öll mín verk í þögulli ró af drengskap og festu. Afi minn, ef ég efni allt þetta, má ég þá ekki áfram bera þitt fallega og karlmannlega nafn? vera áfram nafni þinn og taka upp merki þitt og bera það fram til sigurs? Og ég er sem ég sjái þitt játandi' svar í broímildu augunum þínum, fullum aí ást og samúð með litla drengnum þínum. Ég heyri eins og í fjarska óm af rödd þinni, hvetjandi mig til dáða og manndóms til fagurs lífs og vináttu við menn og mál- leysingja. Ég skal reyna afi imcn að feta í fótspor þín, enda þótt að mínir litlu fætur eigi í byrj- un erfitt með að feta í þín stóru spor, þá mun ég stækka og von- andi vaxa að vitzku og krafti þar til ég get staðið í þeim og fyllt þau. Afi minn, hvar sem þú ert og hvert sem þú ferð, megi sá er sólina skóp, vera verndari þinn og vinur, þess biður þinn ein- lægur dóttursonur Björn. Ólafur Ásgeirsson klæðskeri — Minning „EINS hef ég beðið Drottin, það eitt þrái ég (öllu fremur), að ég fái að búa í húsi (samfélagi) Drottins, alla ævidaga mína“. — Orð Davíðs. „Mig langar til að fara héðan og vera með Kristi, því að það væri miklu betra“. — Orð Páls. „Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð þar sem ég er“. — Orð Krists. Sú er huggun harmi’ostinna vina Ólafs Asgeirssonar: Frels- arinn hefur tekið hann til sín. Hann er farinn héðan til þess að vera með Kristi — eilíflega. Ólafur fæddist á ísafirði fyrsta apríl 1891. Foreldrar nans voru Kristín Benediktsd. og Ásgeir Ás geirsson, sjóomaður. Þegar bátur- inn, sem faðir hans var á forst með allri áhöfn, var Ólafur að- eins 6 ára gamall. Hann ólst upp hjá móður sinni. Þegar hann hafði aldur til tók hann að nema klæðskeraiðn á ísafirði. Ungur bjó hann sig undir ævistarfið og farnaðist vel. Tvítugur að aldrj sigldi hann til Skotlands og ílentist þar næsta áratug, 1911 til 1921. Hann Utför Jóns Þórðarsonar frá Höfn, Vestmannaeyjum. \ sem andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1. desember, fer fram frá Landakirkju laugardaginn 9. desember kl. 10.30 fyrir hádegi. Aðstandendur. Maðurinn minn Ásmundur Jónsson Dal, Borgarnesi, sem andaðist 4. þessa mánað- ar verður jar’ðsunginn frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 12 þ. m. kl. 13.30. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöð- inni, Rvík kl. 8.00. Jónína Kr. Eyvindsdóttir. Björn Guðmundsson trésmíðameistari, Skaftahlíð 8. sem andaðist 30. nóvember sl. verður jarðsunginn frá Há- teigskirkju í dag 8. desember kl. 10,30 f. h. Sigrún Kristjónsdóttir, Gerður Björnsdóttir, Guðrún Björnsdóttir. Jón G. Zoéga. var ósérhlífinn dugnaðar msður, vann einkum að iðn sinni en fór einnig til sjós og var í sigling- um á fyrr.i heimsstyrjaldar árum. Siglingar landa og heims^lafa á milli, voru þá hættulegur atvinnu vegur. Skipi, sem Ólafur var há- seti á var sökkt, en hásetar björg uðust með naumindum. Ólafur kom heim aftur til fs- lands 1921 og vann þá að iðn sinni um eins árs skeið á ísa- firði, en fluttist síðan til Reykja víkur. Þá réðist hann sem tilskeri hjá fyTirtæki Vigfúsar Guð- brandssonar og vann hjá honum um tíu ára skeið, eða þangað til hann stofnaði eigin saumastofu. Eftir að hafa starfrækt hana nofekur ár fluttist hann búferl- um til Akureyrar. Þar vann hann fyrst á saumastofu Gefjunar, en síðar sem tilskeri hjá Kaupfé- lagi Verkamanna. Ólafur Ásgeirsson var afar vinsæll maður enda ekki ofsagt að hann hafi verið hvers manns hugljúfi, þeirra sem honum kynntust. Þeir sakna nú vinar í stað. í sambandi við það ska! þoss getið, að hann komst ungur til lifandi trúar og að hann í sam- félagi trúaðra fann sér sam- hentan lífsförunaut og fjöimarga sinna beztu vina. Fyrsta sporið til trúarlegs aft- urhvarfs taldi hann sig hafs tek- ið í Edinborg. Það var á úti- samkomu KFUM manna að ung- ur maður skotskur tók hann tali, og hvatti hann til þess að ganga Jesú Kristi á hönd. Þegar þessi ókunni ungi maður kvaddi, sagði hann: Hér eftir mun ég biðja fyrir yður“. Þeim orðum gat Ólaf ur ekfei gleymt. Næsta sporið tók hann við messu í Dómkirkjunni í Reykja- vík. Það mun hafa verið nokkru eftir að hann fluttist til Reykja- víkur að hann vaknaði sunnu- dagsmorgun einn við mikla lík- amlega og sálarlega vaniíðan. Honum datt þá í hpg að leita sér fróunar í míssu hjá séra Bjarna. Og það brást ekki. Honum fannst sem hvert orð prestsins væri til sín talað og hann vera einn í kirkjunni. Þriðja sporið á leið Ó'afs Ás- geirssonar til lifandi trúar var það, að samstarfsmaður hans hjá fyrirtæfei Vigfúsar Guðbrands- sonar hvatti hann til þsss að koma með sér á samkomu hjá K.F.U.M. í Reykjavík. Það var upphaf þess að hann gekk í íé- lagið og síðar einnig Kristniboðs félag karla. Hann var í nokkur ár mikils metinn, virkur með- limur í þeim félögum báðum. Hann hafði ágæta söngrödd, trúr vitnisburður hans var heitur og einlægur. Sjómannastofan í Reykjavík var þá starfandi undir stjórn hins mikilvirka áhugamanns, Jó- hannesar Sigurðssonar. ólafut tók einnig þátt í því starfi. Og þar kyntist han eftirlifandi eigin konu eini, Sigrid, bróðurdóttir Jóns Helgasonar, prentara. Móðir hennar var norsk og í samfélagi trúaðara í Noregi hafði hún gef- izt Frelsara sínum. Ólafur kvænt ist henni 23. des. 1925. Fjöru- tíu og tvö ár lifðu þau í ham- ingjusömu hjónabandi, samhuga og samstarfi í kristilegu samfé- lagslífi, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þeim varð ekki b.arna auðið. En tvær stúlkur kornung ar íóku þau að sér og ólu upp sem sín eigin börn, við mikið ástríki. Þær voru á’.argeisli heimilisins. Önnur þeirra, Mar- grét dó ung, en hin, Svandís, lif- ir og syrgir nú hjartkærar, xöð- ur. Ólafur fluttist með fjölskyldu sinni aftur til Reykjavíkur 1949 Hann hóf skömmu síðar starf hjá klæðagerðinni Últími *n hætti þar í júní s.l. Ólafur gat ekki hugsað sér að hætta störf- um þótt aldur færðist yfir og þrekið minkaði. Hann hvarf aft- ur að verki hjá því fyrirtæki, seim hann hóf starf sitt hjá í fyrstu þar var honum fagnað. Með sínu ljúfa viðmóti ávann hann sér vináttu samverkamanna og forstjóra. Frú Sigrid Ásgeirsson bjó manni sínum og dætrum gott og fagurt heimili. Hjá þeim var g-est kvæmt. Hjónin góð heim að sækja. Hver heimsókn til þeirra varð ógleymanleg gleðistand. Ég er einn þeirra sem minnas* þess með þakklátum huga. Þar sem Drottinn blessar heimilið er gott að koma. Ólafur Ásgeirsson og Sigrid kona hans hafa í mörg ár verið virkir meðlimir í Hvítasunnu- söfnuðinum í Reykjavik, Fila- delfíu. Frá þeim söfnuði verða nú fluttar hinztu kveðjurnar yfir börnum hans. En allir trú- aðir, sem Ólaf þekktu, munu sameinast þakklæti til Guðs fyrir hánn og bæn um blessun eftirlifandi ástvinum til handa, — í Frelsarans Jesú nafni. Ólafur Ólafsson. Magnús Minning HANN andáðist snögglega á heimili sínu, Ingólfsstræti 7 A, þann 1. desember. Jarðarförin fer fram í dag frá Fossvogs- kirkju. Magnús fæddist 10. apríl 1915. Hann var eitt af börnum þeirra hjónanna Guðrúnar Magnús- dóttur og Þórðar Magnússonar bókbindara í Ingólfsstræti 7 (Of- anleiti). Þar ólst hann upp með systkinum sínum. Ekki fór Magnús alveg var- hluta af mótlæti lífsins. Árið 1929 misstu systkinin móður sína. Þá var Magnús 14 ára, og 3 árum síðar dó Páll bróðir hans, sem var elztur systkinanna, af slysförum, hinn mesti efnis- maður, og var það mikið áfall fyrir hann. Magnús var mjög vinnugef- inn og duglegur verkmaður á yngri árum, en þegar starfsork- an var að ná hámarki, veiktist hann af ólæknandi höfuðsjúk- dómi. Hann fór til Kaupmanna- hafnar til að leita sér lækninga, en það bar engan árangur. Von- svikinn kom hann heim. Var þá Ijóst að hverju stefndi. Þó kvart áði hann ekki, enda var hann dulur um tilfinningar sínar, og örlögum sínum tók hann með mestu stillingu. Magnús kvæntist Þóru Þor- steinsdóttur, en þau slitu sam- vistum fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust tvö mannvænleg böm. Þau eru: Páll, sem er að ljúka vélstjóranámi, kvæntur Jó- hönnu Rögnvaldsdóttur, og Lilja, gift Páli Bergssyni flugmanni. Þórðarson Magnús unni mjög fæðingar- stað sínum, Ingólfsstræti. í loft- herbergjunum í litla, vinalegá húsinu Ingólfsstræti 7 A, þar sem hann bjó, undi hann bezt sínum hag, þó að einstæðingur væri. Kæri mágur. Þú varst vanur að koma hingað á heimili mitt um hádegisbil á hverjum sunnudegi. Siðasta sunnudaginn komst þú ekki. Þú, sem varst svo árvakur, hafðir sofið yfir þig aldrei þessu vant, sofnað skyndilega svefninum langa í herbergjunum, sem þú hafðir lif- að í meginhluta ævi þinnar og þér þótti svo vænt um. Það var hljótt hér á heimilinu þennan sunnudag. Við söknuðum þín öll, og allir, sem þekktu þig bezt, munu áreiðanlega sakna þín á sama hátt. R. Þ. Njósnori fær að lora heim Haag, 6. desember. NTB. STARFSMAÐUR pólska verzlun arskrifstofunnar í Hollandi, Stef- án Staszczak, sem vísað var úr landi í Lúxenrborg og sendur til Hollands í síðustu viku, grun- aður um njósnir, er nú kominn til Varsjár, en fjölskylda hans er enn í Hollandi. Staszak var hand tekinn eftir að staðhæft hafði verið að hann hefði tekið við upp lýsingum frá óþckkturn manni um NATO-herstöð í Vestur- Þýzkalandi. Talsmaður innanr-íkisáðuneyt- isins í Hollandi sagði íynr helgi að hollenzika öryggislögreglan vissi, að maðurinn hefði tekið þátt í njósnastarfsemi í Hollandi, en ekki voru gerðar neinar ráð- stafanir með hann þegar hann kom til Hollands frá Luxemborg. Pólska sendiráðið í Haag segir að hér sé um „ögrun“ að ræða. Hjartanlegar þakkir fyrir auð sýnda samú'ð og vinarhug við andlát og jarðarför Helgu Einarsdóttur er fram fór 5. þessa mánaðar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Agnar Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.