Morgunblaðið - 08.12.1967, Síða 32

Morgunblaðið - 08.12.1967, Síða 32
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1967. Bombí Bitt bók fyrir tápmikla stráka ------- ■ --------- . ----- Ljóti ondar- unginn d Tjornmni í ÆFINTÝRI H. C. Ander- sen um Ljóta andarungann segir frá því er unginn fraus við ís og gamall og góðhjart- aður maður barg (honum m>eð Jrví að höggva hann upp. Reykvíkingar, sem leið áttu hjá Tjörninni í gær sáu svip- , . aðan atburð gerast þar. Þar voru tvær tjarnarálftanna frosnar við ísinn og lögreg.- an gegndi þar hiutverki gamla mannsins. Álftirnar höfðu í frost- hörkunum frosið fastar við ísinn. Þær voru á vakarskör- inni fyrir framan Búnaðar- félagsíhúsið og þótti lögregi- unni ekki fært að nálgast þær á ísnum. Var því vaðið út að álftunum og tókst lögreglunni að losa aðra, en hin sleit sig iausa af hræðsiu, er björgun- armennirnir nálguðust. í 'hitteðíyrra kom fyrir svipaður atburður. Þá barg lögreglumaður frosinni álft á sama stað. Síðan var hún flutt á lögreglustöðina, þar sem hún jafnaði sig unz hún varð fær í flestan sjó á ný. Jeppabifreiðin, þar sem hún lá eftir slysið í Gilsárgili í Skriðdal. (Ljósm.: Hraínkell Kárason). Slysið í Gilsárgili: Erfitt var að ná fóikinu upp úr klakabrynjuðu gilinu Siglfirðingar leita prests Siglufirði, 7. desember ALLVIÐTÆKAR undirskriftar- safnanir eiga sér stað hér á Siglu firði og er tilgangurinn að óska eftir því við sóknarnefnd Siglu fjarðar, að hún nái sambandi við séra Kristján Róbertsson, einn af þeim, sem sóttu um Hall grímsprestakal], og er nú stadd ur í Kanada, og fari fram á það að hann sæki um Siglufjarðar- prestakall. Kristján var prestur hér fyrir 13-14 árum. Undirskriftarsöfnun þessi gengur mjög vel og sýnir það, að almenningur óskar eindregið eftir komu hans. — Steingrímur AÐALFUNDI LÍÚ var haldið áfram í gær. Fundurinn hófst kl. 14. Kl. 15 ávarpaði sjávar- útvegsanálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, fulltrúa. Fundinum verður haldið áfram í dag. PILTARNIR tveir sean létust í bílslysinu við Gilsá, voru Víðir Ágústsson, 20 ára, Hlöðum í Fellahreppi, og Jónatan Clausen, 15 ára, frá Egilsstöðum. Tveir fé- lagar þeirra, Þorgeir Bergsson og Einar Valur Einarsson, frá Egilsstöðum, liggja stórslasaðir í sjúkrahúsinu á Neskaupstað og Landsspítalanum í Reykjavík. Fimmti pilturinn og þrjár stúlk- ur sem einnig voru í jeppanum, sluppu lítið meidd. Ekki er enn fullkunnugt um orsakir slyssins, sem varð kl. 24,12 aðfararnótt miðvikudags. Farartækið var nýlegur Rússa- jeppi með blæju. Hann fór út af veginum einn e'ða tvo metra frá brúarstólpanum, fór fram af gilbarminum og valt á hægri hlið. Þannig rann hann svo tutt- ugu metra niður í ána, og braut undan sér íslag sem á henni var. Hægra framhornið var und- ir vatni og náði það upp á miðja framrúðu, en afturhlutinn var á þurru að mestu leyti. Piltarnir, sem létust, sátu báð- ir aftur í jeppanum, Ihægra meg in. Þar sat einnig Þorsteinn Jök- ull Vilhjálmsson, en hann slapp svotii ómeiddur. Vinstra megin sátu tvær stúlkur, Kristín Jóns- dóttir og Þorgerður Fossdal, og sluppu þær einnig svotil ómeidd- ar. Við hlið ökumannsiiís sat Bergljót Bergsdóttir. Viðbeins- brotnaði hún og marðist. Þorgerður fór þegar út úr bíln- um, klifraði upp gilið og hljóp niður að Grímsárvirkjun til þess að sækja hjálp. Það tók hana um hálítima að komast þangað, og var þá brugðið skjótt við, hringt í lækni og björgunarsveitin á Eg- ilsstöðum var kölluð út. Á meðan hafði Þorsteinn Jökull komizt út úr bílnum, og þegar hafizt handa við að losa hin. Tókst honum að ná félögum sínum öllum og draga þá á þurrt, en talfð er að þeir Viðir og Jónatan hafi þá þegar verið látnir. Þorsteinn og Kristín klifu svo upp úr gilinu og lögðu af stað niður að virkjun eftir að hafa hlúð að hinum sem bezt þau gátu. Var Þorsteinn þá nokkuð þrek- aður, þvi að það hafði verið erf- itt að losa piltana fjóra úr bíln- Framhald á bls. 3. Aöalstöövar S.U.N. verði á Siglufirði 18% hækkun á hitaveitugjöldum — Annar ketill nýju kyndistöðvarinnar tekinn í notkun í kvöld — Hinn á sunnudag — Hœkkun hitaveitugjalda óumflýjanleg ~ til að bœta þjónustuna Frumvarp þingmanna allra flokka Á FUNDI borgarstjórnar í gær kom til umræSu tillaga um hækkun á gjaldskrá Hitaveitunnar um 18%. Borg- arstjóri, Geir Hallgrímsson, sagði í ræðu, að þessi hækk- un á hitaveitugjöldum væri nauðsynleg til þess að Hita- veitan gæti staðið við skuld- hindingar sínar og sinnt nauð synlegum framkvæmdum. Borgarstjóri sagði enn- fremur: „Það er Ijóst að erf- itt er að leggja til hækkun á hitaveitugjöldum á sama tíma og mörg heimili eiga við neyðarástand að búa vegna skorts á heitu vatni. Þótt skýringar kunni að vera til á því ástandi gagna þær ekki íbúum þeirra hverfa, sem þannig er ástatt um. Mér hefur verið tjáð, að 20 giga- kaloríur vanti til þess að nægilegur varmi sé fyrir hendi. Annar ketill nýju kyndistöðvarinnar í Arbæ verður tekin í notkun á morg un (föstudagskvöld) og veit- ir hann 15 gigakaloríu varma. Hinn ketillinn, sem er jafn- stór verður tekinn í notkun á sunnudagskvöld. Er þá von til að nægilegt hitamagn verði fyrir hendi“ í ræðu sinni sagði borgarstjóri að stjórn Veitustofnana hefði ein róma fallizt á fjárhagsáætlun Hitaveitunnar, sem byggð er á 18% hækkun gjaldskrárinnar. Þessi hækkun er m.a. nauðsynleg til þess að hægt sé að standa við þá skuldbindingu gagnvart Al- þjóðabankanum vegna lána hans til Hitaveituframkvæmda að Hitaveitan skili 7% arði en þetta skilyrði er sett til þess að tryggt sé að lántakandinn geti staðið skil á afborgunum. En jafn- vel þótt þetta skilyrði væri ekki Framlhald á bls. 3. í GÆR var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lög- um um síldarútvegsnefnd og er efni þess, að heimtli síldarútvegs nefndar, vamarþing og aðal- skrif.stofu skuli vera á Siglufirði. Alþingismenn úr öllum stjórn- málaflokkunum standa að flntn ingi frumvarpsins, þeir Jón Þor steinsson, Björn Jónsson, Ólafur Jóhannesson og Jónas G. Rafn- ar. f greinar.gerð frumvarpsms kemur m.a. fram, að sú ákvörð- un síldarútvegsnefndar, að flytja aðalstöðvar sínar til Reykjavík- ur muni mælast mjög illa fyrir á Norðurlandi og þung rök mæii gegn þeirri fyrirætlan. Flutning ur aðalskrifstotfunnar frá Siglu- firði byggist ekki á neinni sér- stakri nauðsyn, eða nýjum við- horfum. Með frumvarpd þessu væri lagt til að lögtfesta heímili og varnarþing nefndarinnar á Siglufirði, og jafnframt fella nið ur úr gildandi lögum ákvæði um breytilegan samastað nefndar- innar, eftir síldargöngum, enda hafi því ákvæði lítt verið fram- fyigt. Þá er í greinargerðinni rakjn ályktun fundar Fjórðungsráðs Norðlendinga er haldinn var að Hólum í Hjaltadal 19. ág. si. Þar segir: „Fundur í Fjórðungsráði Norð lendinga, haldinn að Hólum í Hjaltadal, laugardaginn 19. ágúst 1967, mótmælir harðlega samþykkt SÚN um flutning á aðalskrifstofu SÚN úr Norðlend ingafjórðungi til Reykjavíkur, sem fundurinn telur að gangi í berhögg við Tlgang og markmið stjórnarvalda varðandi Norður- landsáætlun og gefin heit hana varðandi. í stað þess að styrkja og efla Framhald á 'bls. 3. S DAGAR | TIL JÖLA | K

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.