Morgunblaðið - 20.12.1967, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DES. 1967
Samningatilraunir um hugsanlega
heimkomu Konstantíns konungs
— Konungshjónin enn í Róm
Aþenu og Róm, 19. des. AP-NTB
♦ STYLIANOS Patakos hers-
höfðingi, sem er varaforsætis-
ráðherra herforingjastjórnarinn-
ar í Grikklandi, lýsti því yfir
í Aþenu í dag að Konstantín
konungi væri heimilt að snúa
aftur heim til krúnu sinnar hve
nær sem honum þóknaðist. Hins
vegar sagði ráðherrann að það
færi eftir „ríkjandi andrúms-
lofti“ í Grikklandi hvenær
heppilegt væri fyrir konung að
koma heim.
♦ Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum í Aþenu að herfor-
ingjastjórnin muni fyrir áramót
tilkynna hvenær fyrirhugað er
að láta fara fram þjóðaratkvæða
greiðslu um nýja stjórnarskrá,
og jafnvel einnig að fram skuli
fara þingkosningar í Grikk-
landi fljótlega eftir þjóðarat-
kvæðagreiðsluna.
♦ Konstantín konungur og
drottning hans eru enn í Róm,
og þar ræddi Haralambos Poto-
mianos fyrrum hershöfðingi og
ráðgjafi Páls konungs, föður
Konstantíns, við konunginn. —
Sagði Potomianos við brottför-
ina frá Aþenu að hann færi í
einkaerindum til Rómar, en ekki
á vegum herforingjastjórnarinn
ar.
Varðandi hugsanlegar þing-
kosningar á næsta ári í Grikk-
landi er talið að áður en úr
þeim verður muni herforingj-
arnir, sem nú fara með völd í
landinu, segja sig úr hernum og
gerast óbreyttir borgarar til að
geta tekið þátt í kosningabar-
áttunni og boðið sig fram. Er
sagt að meðan á kosningaundir
búningi og kosningum standi
muni bráðabirgðastjórn fara
með völd í landinu.
Patakos vara-forsætisráðherra
boðaði um 20 fréttamenn til
fundar við sig í dag og skýrði
þar frá því að Konstantín fengi
sjálfur að ráða því hvort hann
sneri heim. Sagði hann að það
hefði verið Konstantín sjálfur,
sem tók ákvörðun um að hverfa
úr landi, en herforingjastjórnin
hefði engin afskipti haft af brott
förinni.
„Við höfum frá upphafi sagt
að konungur ráði sjálfur hve-
nær hann kemur, en með tilliti
til núverandi ástands fer það
einnig eftir því hvernig and-
rúmsloft er ríkjandi í landinu",
sagði ráðherrann. „Við reyndum
að finna einhvern meðlim kon-
ungsfjölskyldunnar til að gegna
ríkisstjóraembætti í fjarveru
konungs, en fundum engan, sem
staddur væri í landinu."
Patakos sagði, að ríkisstjórn-
in harmaði flótta konungs úr
landi, og að margir einstakling-
ar hefðu boðizt til að miðla mál-
um. „Við neitum ekki tiliboðum
þeirra, en við eigum held.ur
ekki frumkvæðið að tilraunum
til málamiðlunar, því við eig-
um enga sök á því hvernig kom-
ið er“. Hann sagði að afstaða
stjórnarinnar hefði mjög styrkzt
að undanförnu, og „við munum
eimbeita okkur að þvi að ná
settu marki“. Sagði hann, að
gríska þjóðin fengi brátt nýja
og þróttmikla stjórnarskrá.
Aðspurður um afsöðu grísku
stjórnarinnar til annarra ríkja,
svaraði Patakos: „Við viður-
kennum allar ríkisstjórnir, og
engin rikisstjórn hefur gefið til
kynna, að hún viðurkenni ekki
okkar stjórn". Hann sagði, að
allar ríkisstjórnir hefðu áfram
sendSherra sína í Aþenu, og
hefði engin breyting orðið þar
á.
Potomianos, fyrrum hershöfð-
ingi, sem kom til Rómar í dag ti1
að ræða við Konstantín konung,
var sem fyrr segir áður ráðgjafi
Páls Grikkjakonungs. Er talið,
að hann muni reyna að ná sam-
komulagi við konung um skil-
yrði fyrir heimkomu hans.
Einnig er sagt, að hann hafi haft
meðferðis tillögur herforingja-
Bent er á, að Konstantín hafi
ekki mikinn tíma til stefnu, því
í væntanlegri stjórnarskrá lands
ins, sem sennilega verður full-
samin fyrir næstu helgi, verði
staða konungsins ákveðin. Poto-
mianos ræddi við Konstantín í
þrjár og hálfa klukkustund í
dag, en hélt síðan heim til
Aþenu í kvöld. Við komuna
þangað sagði hann: „Ég er bjart
sýnn. Ég held, að unnt sér að
finna samkomulagslausn“. Poto-
mianos kvaðst ætla að gefa her-
foringjastjórninni skýrslu um
ferð sína, og hugsanlega færi
hann á ný til Rómar, en það
væri stjórnarinnar að ákveða.
Sænska tímaritið Teknikens Várld velur á hverju ári „bíl
ársins“ og skipar til þess dómnefnd sérfræðinga. f ár varð
fyrir valinu Fiat 125, en í fyrra var það Volvo 144.
Dómnefndin var óvenju sammála í vali sínu að þessu sinni.
Réði þar mest um vélin, hemlarnir og aksturshæfni Fiat 125,
en einnig kom fleira til. Myndin hér að ofan er af verðlauna-
bílnum.
Njósnamál í Noregi
Bodö, Noregi, 19. des. NTB | hefur í rannsókn frá því í vor.
í DAG var í Bodö kveðinn upp Var Norðmaðurinn Selmer Nil-
dómur í njósnamáli, sem verið I sen dæmdur til sjö og hálfs árs
-i fangelsisvistar fyrir að hafa
Vilja ekki nain
de Gnulles
Ottawa, Kanada, 19. des.
(NTB)
BORGARSTJÓRNIN í Ott-
awa, höfuðborg Kanada, hef-
ur fengið heimild dómsyfir-
valdanna til að breyta nafn-
inu á breiðgötu einni þar í
borg. Verður gatan hér eftir
kennd við hundrað ára af-
mæli Kanada og nefnist
„Centennial Boulevard“.
Breiðgata þessi hét áður
„Boulevard de Gaulle“, eft-
ir framkomu franska forset-
ans við heimsóknina til
Kanada sl. sumar, þegar hann
lýsti opimberlega yfir stuðn-
njósnað fyrir Sovétrikin alit frá
því skömmu eftir lok síðari
heimsstyrjaldarinnar.
Fjórir menn aðrir, þar á með-
al bróðir Nilsens, eru viðnðnir
málið. og má búast við að þeir
verði ákærðir á næstunni.
Selmer Nilsen er sjómaður og
búsettur í Bakfjord í Norður-
Noregi. Hann hefur viðurkennt
að hafa gengið í njósnaraskóla í
Murmansk og lært þar meðferð
talstöðva. senditækja og annarra
njósnatækja. Við húsleit hjá hon
um eftir að hann var handtek-
inn í vor fundust senditæki og
dulmálslyklar.
Kveikt ó
jólotrénn frd
Jakobstad
Næstkomandi fimmtudags-
kvöld kl. 8.00 verður kveikt á
jólatré því, sem vinabær Garða-
hrepps í Finnlandi, Jakobstad,
hefur sent hreppsbúum að gjöf.
Trénu hefur verið valinn staður
við Barnaskólann. Við þessa at-
höfn leikur Lúðrasveit barna úr
Kópavogi (um 50 börn) jólalög,
ræðismaður Finna á Islandi, Jón
Kjartansson forstjóri, flytur
ávarp og afhendir tréð. Finnsk
kona, búsett í Garðahreppi, frú
Maríta Garðarsson, kveikir á
trénu. Sveitarstjórinn Ólafur G.
Einarsson veitir trénu móttöku.
Kynnir verður Vilbergur Júlíus-
son skólastjóri, formaður Nor-
ræna félagsins í Gar’ðahreppi.
stjómarinnar um, að Irene prins ingi sínum við kröfur sam-
essa, systir Konstantíns, snúi nú taka frönskumælandi manna
þegar heim til Grikklands og um sjálfstæði Quebec-fhéraðs,
taki við ríkistjóraeumbætti þar hafa heyrzt háværar kröfur
til samið hefur verið endanlega
um skilyrði fyrir íheimkomu kon
ungs.
Drongar heldur uppi
ferðum í vetur
— Fjárveiting til vatnadreka við Skeiðará
Kvæðabók Hannesar breytl —
komin út hjd Helgafelli
KOMIN er út hjá Helgafelli
endurútgáfa af Kvæðabók
Hannesar Péturssonar, nokkuð
breyttri. Kvæðabók er sem
kunnugt er fyrsta bók Hannesar
Péturssonar, hann sendi hana frá
sér tuttugu og fjögra ára að aldri
1955. Hlaut sú bók mjög góðar
víðtökur og er vitnað til þess í
kynningiu endurútgáfunnar. Þar
segir:
„Hér var þroskaður listamað-
ur, sem orti strax svo vel, að
fáum tekst með lönguim aðdrag-
anda að ná slíku valdi á list
sinni. Form Ijóðanna var einatt
svo persónulegt, frjálslegt og
efnislægt, að það gat reyndar
leynzt fyrir mönnum, hve hátt-
bundin þau voru. Samhliða frjáls
leikanum fór sérkennilegur
hæfileiki til dramatískrar sam-
þjöppunar, persónuleg og örugg
hrynjandi, mjúkleg og sterk víg-
indi máls.........Ljóð Hannes-
ar........eru náttúblegur skjól-
reitur öllu því, sem tilfinning
hans snertir. Og víst fannst
mörguim ur.nendum ljóðlistar
hvað mest um það, þegar Kvæða
AU6LYSIN6AR
SÍMI 22'4*SO
bók kom fyrst út, hve sannur
frumleiki þessa skálds stóð djúp-
um menningarlegum rótuim“.
í þessari útgáfu hefur höfund-
ur breytt mörgum kvæðanna
eins og áður segir. Sums staðar
hefur hann fellt úr, bætt inn í
á öðrum stöðum eða ort um.
Framh. á bls. 31
Tillaga á Alþingi:
í RÆÐU formanns samvinnu-
nefndar samgöngumála, Sigurð-
ar Bjarnasonar, á Alþingi í gær
kom fram, að framlag til flóabáts
Fjórveiting til kaupa á
bókasaini Boga Ólaissonor
VIÐ þriðju umræðu fjárlaga í
gærkvöldi mælti Gunnar Gísla-
son fyrir tillögu, er hann flytur
ásamt þremur öðrum þingmönn-
um, um að ríkissjóður veiti
Karlakórinn Vísir
á Siglufirði
— hlýtur viðurkenningu tyrir
vinsœlustu plötu ársins
KARLAKÓRINN VÍSI á Siglu-
firði hefur verið boðið til mikill-
ar tónlistarhátíðar, sem haldinn
verður í frönsku borginni Cannes
í júnúar n.k. Þar verður kórn-
um afhent silfurplata, sem er
alþjóðlega viðurkenning fyrir að
hafa sungið inn á þá plötu ís-
lenzka. sem mestri sölu náði á
árinu. Jafnframt hefur kórnum
verið boðið að dveija vikuiangt
í Cannes — ókeypLs — og að
öllum líkindum mun kórinn
syngja opinberlega á þessari tón
listarhátíð.
Karlakórinn Vísir söng inn á
tvær plötur í fyrravor: önnur
þeirra er fjögurra laga plata og
syngur kórinn þar jólalög, en á
hinni, sem ber heitið: „Þótt þú
langförull legðir" syngur kórinn
14 lög og er það sú plata, sem
mestri sölu hefur náð af íslenzk
um plötum, miðað við tímabilið
1. júlí 1966 til 1. júlí í ár. Stjórn
andi karlakórsins Vísis er Geir-
harður Valtýsson.
600.000 krónur til kaupa á bóka-
safni Boga heitins Ólafssonar
yfirkennara. Kom fram í ræðu
Gunnars, að í bókasafninu eru
margar mjög merkar bækur í
frumútgáfu og hefur safnið ver-
ið metið á 1,8 millj. króna.
Ef af kaupum á safninu verð-
ur, er áformað að því verði kom-
ið fyrir í bókhlöðu forsetabústað-
arins að Bessastöðum.
ins Drangs, er gengur um Eyja-
fjarðarhafnir og til Ólafsfjarðar
og Siglufjarðar. hefur verið
hækkað um 250 þús. kr„ og er þá
ætlast til að báturinn haldi uppi
ferðum milli hafnanna, eftir því
sem þörf krefur. Sagði Sigurð-
ur Bjarnason, að gjörbreyting
hefði orðið á rekstraraðstöðu
bátsins með tilkomu Strákaganga
og Múlavegar, en frá Siglufirði
og Ólafsfirði, hefðu komið mjög
eindregnar óskir um að báturinn
héldi uppi ferðum í vetur.
í ræðu Sigurðar kom fram að
hækkun framlaga til flóabáta
nemur alls 10.465 millj. kr. og
hefur hækkað um 1.780 þús. kr.
Nefndin leggur m.a. til að veitt
verði 35 þús. kr. til vatnadreka
við Skeiðará og á hann að að-
stoða bifreiðar við að komast yf
ir ána. Þá var hækkuð fjárveit-
ing til reksturs Akraborgar um
500 þús. kr„ og til flóabátsms
Baldurs um 500 þús. kr.
Mikil hækkun til
hufnarlramkvæmda
f FRAMSÖGURÆÐU Jóns Árna
sonar fyrir breytingartillögum
meiri hluta fjárveitinganefndar
kom m.a. fram, að framlög tii
hafnarframkvæmda mundu
hækka samkvæmt tillögum
meirihlutans um 18,3 millj. kr.
frá fjárlagafrumvarpinu, en það
gerði ráð fyrir 10 millj. kr. hækk
un á fjárlögum yfirstandandi
árs.
Raunveruleg hækkun frá sl.
ári nemur því 28,3 millj. kr„ frá
yfírstandandi ári samkvæmt til-
lögum meirihlutans.
Jón Árnason lét þess m.a. get-
ið í þessu sambandi, að hér
gætti áhrifa nýju hafnarlaganna
og væru framkvæmdirnar byggð
ar á raunverulegri framkvæmda-
áætlun fyrir árið 1968.
Sagði hann, að hér væri án
vafa um eitt mesta hagsmunamál
fjölmarga byggðarlaga að ræða
og mundu hin nýju hafnarlög
tryggja það. að upplbygging fram
kvæmda yrði skipulegri og öfl-
un nauðsynlegs fjármagns trygg
ari. ,
Kvaðst hann vænta þess, að
þingmenn væru sammála um, að
hér stefndi í rétta átt.