Morgunblaðið - 20.12.1967, Page 10

Morgunblaðið - 20.12.1967, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DES. 1067 Jóhann Hjólmarsson skrifar um BÓKMENNTIR Þúsund og ein ndtt Jóhann Briem: TIL AUST- URHEIMS. Ferðaþættir frá Arabalöndum. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavik 1967. Ferðaþættir Jó'hanns Briems, ’hins kunna myndlistarmanns, eru með fræðilegu sniði. Jólhann gerir lítið af því að tala um sjálfan sig, í staðinn leiðir hann okkur inn í 'heim liðinna alda, segir okkur hitt og þetta um horfin stórmenni og dregur upp nákvæmar og glöggskyggnar myndir af umhverfi þeirra. Frásagnarméti Jóhanns Briems er þó ekki þurr eða um of upp- eldislegur; hann á sér þægii'egt tungutak, og víða glóir á guJl í lýsingum hans; hann getur þeg- ar best lætur, allt í einu tekið upp á því að segja okkur óvænt- an sannleik um hversdagslega hluti, eða bent okkur á það sem framhjá okkur 'hefur farið. Efni bókarinnar skiptist í eftir farandi kafla, og nöfn þeirra segja okkur töluvert um við- leitni höfundarins: Pýramídar og lótusblóm; Borgin með hundrað hlið; Á mörkuim Blá- lands; Ilmur af Líbanonsskógi; Baalbek og Damaskus; Súlna- borg í GíLeadfjöllum; Gröf A'brahans; og í eyðiimörk Sýr- lands. Jóhann Briem hlýtur að vera margfróður maður,, og um at- hyglisgáfu hans og eftirtekt, efast enginn sem átt hefur stund ir með þessari bók. Fróðleikur hennar hefur fátt nýstárlegt að segja þeim, sem fylgst hafa með rannsóknum fræðimanna, og gluggað í mannkynssögu. Bókin verður ekki lofuð fyrir það, að hún Jjóstri upp leyndardómuim; en það er alla vega ánaegjul'egt að fá að fylgjast með íslenskum leiðsögumanni um þessar slóðir, og einhvern veginn trúir maður því, að Jó'hann Br.iem sé hlut- verkinu vaxinn. Jafn forvitnilagt og það er að nemia hljóm fortíðarinnar í bók Jóhanns, er það ekki síður ánægjulegt að rekast á höfund- inn sjálfan einstöku sinnum, eins og til dæmis í Gerasa þegar skuggalegur maður fylgir hon- um og félögum hans eftir, og gerir sig líklegan til alls hins versta. Þá verður frásögnin óvænt spennandi, og lesandinn er svona hálft í hvoru að vona, að Skuggi þessi fari að láta ófrið- lega, svo að Seifshofið glati áhri'famætti sínum um stund en þjóðlifið birtist í allri sinni grimmd og tillitsleysi, eða mannlegri reisn. Jóhann segir okkur líka frá viðskiptum sín'um við minja- gripasala, og er sumt af því skemmtilegt frásagnarefhi og sjálfsagt raunsönn lýsing á hátt- um Araba. Það er nefnilega eitt sem ferðabókahöfundar mega ekki gleyma: Það er að gefa okk- ur forvitnum (og stundum ó'hátíðlegum) lesendum sínum innsýn í hina daglegu önn bak við stórviðburði liðins tíma og glæst mannvirki. Ferðabók, sem ekki tekur mark á smámunum, hinum hversdagslegustu atburð- um, er líkt og andvana fædd; ibeina fræðslu er oftast hægt að sækja með góðu móti í uppslátt- arrít. 9amt er ég ekki að óska eftir því til dæmis, að ferða- 'bókahöfundar skrifi lanigt mál um magann í sér, eins og einn 'þeirra gerði fyrir nokkrum ár- um; að vísu var sú bók furðulega góð mannlýsing og hafðli, sem betur fer, frá ýmsu fleiru mark- verðu að segja en heilsuleysi. Mér þykir Jóhann Briem giera oflítið af því að sýna okkur líf nútímans, vegna þess að þegar sá gállinn er á honum, tekst hon- um oft furðu vel að gæða frá- sögnina andblæ framandi ver- aldar. Bók hans er eins og stór- eflis bygging, full af öðrum byggingum smærri, styttum, myndum, kerum og múm'íum. Jóhann Briean Umhverfis þessa byggingu er svo skógur h.aðinn ofan á skóg, og virðist höfundurinn kunna skil á öllum trjátegundum og jurta. Þegar Jóhann hefur lýst ali- nákvæmlega (eins og hans er vandi) 17. aldar húsi ríkismanns í Damaskus, segir 'hann: „É'g hef lesið Þúsund og eina nótt mörg- um sinnum og haft meiri ánægju af þeirri bók en öðrum, sem ég hef kynnzt. En mig hafði al'drei dreymt um að koma inn í vistar- veru sem þessa, vissi ekki, að þær væru til nú á dögum. En í Damaskus verður Þúsund og ein nótt að veruleika. Þar er önn ur öld en á Vesturlöndum, ekki fornöld eins og. í Egyptalandi, en þar má enn ganga um garða og borgarstræti í kvöldskini mið- aldanna". Hér tekst Jóhanni að tala til lesandans á mjög skiljan legu máli, fá ’hann til að leggja við eyru. T’öfraorðið er Þúsund og ein nótt, bók sem flestir kannast við. Með því að vísa til hennar, er andrúmsloftið skap- að. Hér er fólgið þetta persónu- lega, sem ég hef verið að reyna að sýna fram á að gæfi frásögn hvað mest líf. Jóhann hefur að vonum mynd- skreytt bókina á þann hátt, að það eykur stórlega gildi hennar. Bæði teikningarnar og lituðu myndirnar eru afbragðs vel gerðar, magnaðar dul þess heim's, sem fáir Íslendingar þekkja nema úr bókum. Útlit Til austudheims, er með fédæm- um vandað, þannig að bókin væri eiguleg fyrir það eitt. En efni hennar mun heldur ekki svíkja neinn, sem vill af 'henni læra og hefur éhuga á þeirri veröld, sem hver upplýstur mað- ur verður í raun og veru að kunna einhver skil á til að skilja samhengi sögunnar. Ileimilislíf Svava Jakobsdóttir: VEIZLA UNDIR GRJÓTVEGG. Sögur Helgafell. Reykjavík 1967. Það verður að teljast lifsnauð- syn öUum skáldskap og endur- nýjast, leita á ókunnar sióðir, eða kanna gamlar með nýjum hætti. Þetta sjónarmið hefur verið áberandi í íslenskri ijóða- gerð lengi, en ekki að sama skapi hvað sagnagerðina varðar, þótt athyiglisverðar íilraunir hafi verið gerðar þar ’.íka, og sumar heppnast furðanlega vel. En nú seinustu árin er eins og veruleg hreyfing hafi komist á sagnagerðina, raunsæir höfund- ar eru farnir að læra af absúrd- istum (fjarstæðuhöfundum), þeir síðarnefndu af þeim fyrr- nefndu og svo framvegis. Og þá verður spurningin: Hverjir eru nýtískulegri absúrdistarnir eða raunsæis'höfundarnir? Svar mitt verður raunsæishöfundarnir, vegna þess að þeir hafa tileinkað sér ýmisleigt úr absúrdismanum, kunnað að notfæra sér hann án þess að lenda á vil'listigum. Það er ekki ætlun mín að nefna hér nöfn, skipa mönnum í sveitir. Tilefni þessara hugleiðinga er, að fyrir nokkrum dögum kom einmitt út bók, sem mér þykir sanna kenningu mína: Veizla undir grjótvegg, eftir Svöv-u JakobsdóttuT. Svava hefur auðsýnilega lært margt af absúrdistum, og kynnt sér verk þeirra gaumgæfilega, og þessa njóta sögur hennar en ekki igjalda. Einhverjir myndu kannski í ófróðleik sínum freist- a-st til að kalla hana furðusagna- höfund eða eittfavað þess háttar, og meina að hún væri sannkall- aður absúrdisti. En það er mis- skilningur. Að Vísu ber rwargt furðulegt við í sögum faennar, hversdagsleikinn er stundum afskræmdur. En aldrei til ann- ars en auka á raunsæi höfundar- ins, sálræna könnun hans á mianneskjunni og umlhverfi hennar. Sögur Svövu er.u tákn- rænar raunsæissögur úr lífi borgarbúans, einkum konunnar, því skiljanlega lætur henni best Svava Jakobsdóttir að túlka konur; aftur á móti er eins og veikleiki hennar sem höfundar komi einna helst í ljós þegar hún tekur karlmenn til meðferðar. Eftirtektarverðasta saga bók- arinnar, Saga faanda börnum, er einmitt gott dæmi um það sem ég hef verið að segja. Sagan lýs- ir á dál'ítið ófaugnanlegan, grót- eskan hátt móður, sem lætur allt eftir börnum sínum, og getur ekki einu sinni neitað þeim um að skera úr sér heilann þegar þeim dettur í hug einn daginn að bregða á þann leik. Hver kannast ekki við móður, kvalda af börnum sínuim; og þegar foúið er að faa'fa nægilegt gagn af h-enni, þá finnst börnunum sjálf- sagt að snúa við henni baki, láta sem þau hafi ekki tíma til að koma i heimsókn. „Frá því hún mundi eftir sér var hún ák’veðin í að vera eðli sínu trú og fórna heimili og börnum kröftum sínum.“, stendur í upp- hafi sögunnar. Raunsæishöfundur af eldri gerðinni, hefði sagt þessa sögu á annan hátt, hún hefði til dæmis í meðförum hans orðið of mór- ölsk og vandlætinigarfull; en Svava notfærir sér nýjan frá- sagnarmáta og tekur óhugnaðinn í þjónustu sína til að tjá það sem virðist sakleysislegt á yfirborð- inu, en er í raun og sannleika ógnvekjandi, nálgaist það að vera morð. Þessi saga þykir mér best, einkum fyrir þau óvenjulegu vinnubrögð, sem húin lýsir, en ekki fyrir siðaboðskapinn, sem er í sjálfu sér ágætur, en hiefði ekki nægt einn sér. Annars fjalla þessar sögur eimkum' um þann grjótvegg, sem prýðir íslensk heiimili nú á dögum, ’heiimili sem eiga að bera vott um ríkidæmi, dugnað og hugmyndaauðgi; þessi veggur gerir oft ejski annað en standa á milli 'hjóna, eyðileggja eðlilegt samiband þeirra, breyta mannin- um í þræl og hugsanaletingja en konunni í tildurdós og nöldur- skjóðu. Því það faeimili, sem einu sinni er búið að fá grjót- vegg, þarf meira, ef ekki sjón- varpstæki þá eittfavað annað. Og yfir ölLu glottir Skrattinn sjálfur í gervi víxils. HúSbóndinn í fyrstu sögunni, samnefndri bókinni, er dauð- þreyttur þegar veggurinn er kominn upp: „Grjótvegigurinn stóð þarna óhaigganlegur, misk- unnarlaus eins og varða yfir heimsku hans, illa staðsettur skjólveggiur þangað sem vindur- imn næði aldrei að blása“. í Veizlu undir grjótvegg, eru tiu sögur. Þær fjalla allar um iíf nútímafó.lks, vandam'ál þeirra í kapp'hlaupi um hégóma; vel- ferðarþjóðfélagið gefur þegnun- um í þessari foók ekki annað en áhyggjur vegna þess að þeir eru aðeins stór börn, yfirborðs- mennskan situr alltaf í fyrir- rúmi hjá þeim. Sögurnar eru varnaðarorð, hafa móralskan tilgang án þess að faann sé ihvim- leiður. Lesandinn hefur það ekki á tilfinningunni að verið sé að þröngva inn á hann eipu né neinu; aftur á móti imá vera, að það fíökri að sumium lesendum að verið sé að afhjúpa þá. Það er auðvitað ekki nýtt viðhorf gagnvart bó'kmenntum, og ekk- ert nema gott eitt um það að segja. Raunsæishöfundar 'hafa nú einu sinni gert rannsóknina að sérgrein sinni, og ef einhverj- ir vilja ekki kynnast þessum „skurðaðgerðum" þeirra, þá er að leita til rómantísk'u höfund- anna og absúrdistanna. En svo ■getur farið, að í ljós komi að þeir séu líka að burðast við að boða eitthvað, segja skoðun sína á því sem er hendi næst: vesalings les- andinn er aldrei öruggur, ekki einu sinni hjá klassíkerunium gömlu. S'vo er líka eitt hu,gsan- legt: að lesa sögur Svövu Jak- oibsdóttur sem furðusögur og láta boðskap þeirra lönd og leið. Það væri í sjálfu sér ágætt, ef eitthvað annað fengist út úr þeim en það sem þær eru sýni- lega að fást við, en það efast ég um. Oft getur verið erfitt að finna ritfaöfunda, sem ekki eru ádeilu- höfundar, móralistar að ein- hverju leyti. Ragnar Jónsson, útgefandi, virðist aftur á móti loggja sérstakan skilning í orðið ádeilulbók, en gerir sér senni- lega ekki grein fyrir því að með viðfaorfi sinu 'hefur hann skipað sér fremst í lið absúrdista, senni- lega er hann mesti absúrdisti á fslandi, vegna þess sem hann lætur ' hafa eftir siér um bók- menntir. Auglýsingar hans eru til dæmis ekki ófróð'Legra les- efni en „tímamótaverk“ þau sem hann sendir árlega á markað. Við skuLum taka eitt lítið dæmi úr Morgunblaðinu 17. þessa mánaðar. Þá segir faann um Veizlu undir grjótvegg: „Bók skrifuð af nútíimakonu fyrir nút'ímakonur“. Mér er spurn: Hefur S'vava ekki ætlað karl- mönnum hlutdeild í lestrinum? Væri ekki hægt að auglýsa Njálu á eftirfarandi faátt sam- kvæmt þessu: „Bók skrifuð af fornaldarmanni fyrir fornaldar- menn“. Um framlag Ragnars til bókmenntanna og bókmennta- legrar umræðu almiennt, verður sennilega skrifað margt í fram- tíðinni, og ætla ég efcki að fara út í þá sálma, þótt ég ihafi freist- ast til að drepa á þetta atriði hér í um'sögn um foók eftir Svövu, sem Ragnar gefur út. Það er umhugs'unarefni hve þær ádeilusögi^i, sem settar eru fram sem foein og skorinorð ádeila eru oft máttlausar, gleym ast fljótt. Góðar ádeiilusögtur eru einmitt þannig, að þær gera hið listræna viðfaorf ekki hornreka; lesandinn verður var við, að höfundinum er eittfavað niðri fyrir, e-n þó ekki fyrr en hann hefur móttekið kraft orðsins, íþrótt málsins og lýsingarinnar. Bestu ádeilusögurnar eru kannski þær, sem hafna algjör- lega þjóðfélagslegri um'vöndun á öðrum forsendum en listrænum. Þeim tekst alltaf að viekja hjá lesandanum samúð með hug- myndum sínum. Þótt sögur Svövu Jakofosdóttur verði eflaust ekki taldar til stór- viðburða 'í íslenskum 'bókmennt- um, eru þær með Iþví ánægjuleg- asta, sem fram hefur komið hér í sagnagerð seinustu árin; ekki síst fyrir öfgaleysi sitt eins og fyrr faefur verið drepið á, raun- verulega kunnáttu höfundar, sem ætlar sér ekki að komast auðveldlega frá verkefni sínu eða svíkja lesandann um vönduð vinnubrögð. Ekki er það síður frásagnarvert að þessi bók er eftir konu. Mjög hefur hal'Lað á kvenfólk á íslandi í bókmennta- legu tilliti. En þeim er ófaætt að tefla Svövu fram, gegn körlum í rithöfundastétt. Éig hef ekki les- ið forvitnilegri sögur eftir ís- lenska ko-nu síðan Ásta Sigurð- ardóttir var og hét. Jóhann HjálmarsBion. GRILL "CjriUfi* GRILLFIX grillofnarnir eru þeir fallegustu og fullkomn- ustu á markaðinum, vestur- þýzk framleiðsla. * INFRA-RAUÐIR geislar innbyggður mótor tAt þrískiptur hiti sjálfvirkur klukkurofi ic innbyggt ljós ★ öryggislampi ic lok og hitapanna að ofan fjölbreyttir fylgihlutir GRILLFIX fyrlr sælkera og þá sem vilja hollan mat — og húsmæðurnar spara tíma og fyrirhöfn og losna við steikarbræluna. Afbragðs §"fÍil||V jólagjöf | UI«I/l RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 ■nMMMcnmaanBi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.