Morgunblaðið - 20.12.1967, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.12.1967, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DES. 1987 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaístræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Snni. 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. AÐILD AÐ 4 llt frá lokum heimsstyrj- ** aldarinnar síðari hefur verið unnið að víðtækri al- þjóðasamvinnu á sviði efna- hags- og viðskiptamála. Stofn un Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans var liður í þeirri viðleitni, og starfsemi GATT miðar að sama marki. Markmið þessarar víðtæku alþjóðasamvinnu er að stuðla að auknum viðskiptum þjóða í milli og efla með þeim hætti atvinnuvegi og framleiðslu- greinar einstakra ríkja. Einn liður í þessu starfi hefur verið undirbúningur að gagnkvæmri lækkun tolla og má segja, að stofnun Efnahagsbandalagsins og Frí- verzlunarbandalags Evrópu sé þáttur í því starfi. En með þeim samtökum hafa aðildar- ríki þessara tveggja banda- laga samið um gagnkvæmar tollalækkanir sín á milli um leið og Efnahagsbandalagið hefur sameiginlega tolla út á við en Fríverzlunarbanda- lagið ekki. En Efnahagsbanda lagið er einnig að nokkru leyti andstætt hugmyndunum um almennar tollalækkanir, þar sem það byggir upp háa tollmúra gagnvart öðrum löndum. Þessi almenna tollalækk- unarstefna skiptir að sjálf- sögðu meginmáli fyrir þær þjóðir, sem fyrst og fremst lifa á útflutningi og er ísland í þeirra hópi. Þess vegna er eðlilegt að af fslands hálfu hefur verið lögð áherzla á að fylgjast með í þessum efn- um, jafnframt því, sem ís- lenzk stjórnarvöld hafa gert sér þess fulla grein, að skil- yrðislaus aðild íslands að efnahagsbandalögunum komu ekki til greina. Nú hefur verið lögð fram á Alþingi tillaga til þingsálykt- unar um aðild íslands að GATT — Hinu almenna sam- komulagi um tolla og við- skipti — en þau samtök eiga rót sína að rekja aftur til árs- ins 1947. Kennedyviðræðurn- ar, sem staðið hafa undanfar- in ár um gagnkvæma tolla- lækkun milli aðildarþjóða GATT hafa aukið mjög á þýð ingu þessara samtaka og þess vegna þáði íslenzka ríkis- stjórnin boð GATT um bráða- birgðaaðild að þeim samtök- um á árinu 1964. í krafti þeirrar bráðabirgðaaðildar tók ísland þátt í Kennedyvið- ræðunum og átti þess kost að koma sjónarmiðum sínum og hagsmunamálum á fram- færi við þjóðirnar innan GATT, en þeirra á meðal eru þýðingarmestu viðskiptaþjóð- ir okkar. Bráðabirgðaaðild GATT íslands að GATT var upphaf- lega til ársloka 1965, en var síðan framlengd til ársloka 1967 og í haust var undirrit- aður samningur um aðild ís- lands að GATT að áskildu samþykki Alþingis. Enginn vafi er á því, að að- ild okkar að Kennedyvið- ræðunum hefur þegar komið okkur að verulegu gagni. Þar er vettvangur, sem við getum og höfum notað til þess að berjast fyrir viðskiptalegum hagsmunum okkar. Full aðild íslands að GATT er í eðlilegu framhaldi af bráðabirgðaað- ild okkar og þátttöku í Ken- nedyviðræðunum og er ástæða til að fagna því að íslands verði nú væntanlega fullgildur aðili að þessum samtökum. Það er svo í samræmi við þá almennu tollalækkunar- stefnu, sem ríkir meðal helztu viðskiptaþjóða okkar, að ís- lenzka ríkisstjórnin hefur lagt áherzlu á að lækka tolla hérlendis, sem hafa verið mjög háir og tollalækkun sú, sem nú er í undirbúningi í framhaldi af gengislækkun- inni mun mjög auðvelda okk- ur samninga við aðrar þjóðir innan GATT um gagnkvæm- ar tollalækkanir til þess að greiða fyrir sölu á útflutn- ingsafurðum okkar. UTANRÍKISRÁÐ- HERRAFUNDUR Á ÍSLANDI F'yrir nokkru var frá því * skýrt í fréttum, að næsti utanríkisráðherrafundur Atl- antshaf sbandalagsr íkj anna mundi haldinn hér á íslandi næsta vor, nánar tiltekið í júnímánuði. Hér er um mik- il tíðindi og merkan viðburð að ræða. Alþjóðlegur fundur á borð við utanríkisráðherra- fund Atlantshafsbandalags- ríkjanna hefur ekki verið haldinn hér á íslandi áður. Á síðustu árum hafa fjöl- margar alþjóðlegar ráðstefn- ur verið haldnar hér á landi og tekizt með ágætum og minna má á Norðurlandaráðs- fundinn, sem haldinn var hér fyrir nokkrum árum og þótti allt skipulag hans fara ís- lendingum mjög vel úr hendi. U tanríkisráðherraf undur Atlantshafsbandalagsríkj - anna hér á landi næsta vor þýðir, að hingað koma ýmsir fremstu og áhrifamestu stjórn málamenn veraldarinnar, hingað munu flykkjast frétta- menn blaða, útvarps og sjón- Þeir voru nýbúnir að læra að nota eldspýtur FYRIK nokkrum vikum gerðu Viet Cong skærulið- ar í Suður-Vietnam árás á þorpið Dak Son, um 130 km frá Saigon. Þar voru búsettir um tvö þúsund manns af kynflokki er kall ast Montagnard. Hálft þriðja hundrað karla, kvenna og barna fórust í þessari árás, voru ýmist hörku þessa stríðs af beggja hálfu — en þessi árás Viet Cong skæruliða virðist skelfilegri en flest eða allt annað, sem þarna hefur gerzt. —★— fbúar þorpsins Dak Son í Suður-Víetnam lifðu fábrotnu lífi. Þeir höfðu nýlega lært að nota eldspýtur, svo að ógnar- M *?§< " ^ 'í;iiiil ™ Götumynd frá Dak Son eftir árásina. Fyrir árásina stóðu 30 lítil hús við þessa götu. Af þeim var ekkert eftir annað en askan. brennd lifandi inni í hús- um sínum og byrgjum eða skotin til bana. Myndirnar, sem fylgja þessari grein, gefa nokkra vísbendingu um aðkomuna í Dak Son eftir árásina. — Mun eflaust mörgum þykja nóg um að sjá slíkar mynd- ir en þær hafa birzt í blöð- um víða um heim — og Morgunblaðið telur sér ekki annað fært en að birta þær. Áður hafa birzt í blaðinu myndir, sem sýna vopn á borð við eldvörpur voru órafjarri hugmyndum þeirra. En dag einn fengu þeir að kynnast þessum leikföngum m,annkynsins. Á einni klukku- stund fluttu þau þeim meiri eyðileggingu, hörmungar og dauða en nokkur íbúanna hefði nokkru sinni getað gert sér í hugarlund. „Þeir köst- uðu eldinum á okkur“. sagði einn íbúanna og annar sagði: „eldurinn æddi um allt“. Þeir voru slíkri skelfingu lostnir, að þeir gétu tæpast lýst því, sem gerzt hafði. Einn þorpsbúa hafði misst tólf börn sín af þrettán og konan var særð. Á svipstundu gleypti eldur inn sextíu íbúðarhús. lítil hiús með stráþökum, sem byggð voru á síðasta ári ©g stó’ðu í snyrtilegum röðum. Þetta gerðist laust upp úr miðnætti. Þegar birti af degi gaf að líta ráðir kolbrenndra líka — karla, kvenna og barna. Þeim var öllum safnað saman undir eina trénu, sem sá fyrir ein- hverri forsælu. Mæður, feð- ur, börn. systkin, sem lágu enn í faðmlögum eins og þau höfðu funöizt — böm, sem höfðu leitað verndar hvert hjá öðru eða í móður- faðmi og mæður, sem höfðu leitazt við að varna eldinum aðgöngu að börnunum sínum, en án árangurs. Margir þorps búar höfðu leitað hælis í neð anjarðarbyrgium. en verið brenndir þar inni — og það tók langan tíma að grafa upp lík þeirra, brunnin og sund- urtætt af skotum. Um tvö hundruð og fimmtíu manns höfðu beðið bana í þess ari árás Viet Cong skæruliða, sem líklega er einhver svart- asti bletturinn á þeim svarta hildarleik, sem háður er í Viet nam. Má eflaust telja það kaldhæðni örlaganna, að þessi árás skyldi gerð um svipað leyti og svokallaður Russell- dómstóll sjálfskipaðra sfðferð- isdómara kvað upp úrskurð um sekt annars styrjaldarað- ilans um stríðsglæpi. Fyrir utan þá, sem fórust í árásinni voru fimmtíu manns með brunasár, þar af þrjátíu og þrír með þriðja stigs brunasár. Hundrað manns höfðu skæruliðar haft á brott með sér nauðuga og fimm hundruð var saknað. Kannski höfðu þeir flúi'ð eða lágu látn- ir einhvers staðar í skóginum. í þorpinu Dak Son bjuggu rúmlega tvö þúsund manns. Þeir eru af svonefndum Steng ættflokki, sem telzt til Monta gnarda, en þeir eru hirðingj- ar, sem flakkia um landið og A þessari mynd sjáum við lík heiliar fjölskyldu, sem árangurslaust reyndi að forða sér und- an Viet Cong skæruliðum. Þeir kveiktu í byrginu, sem fólkið hafði forðað sér inn í, með þess- um afleiðingum. i- varps frá ríkjum Atlantshafs- bandalagsins og öðrum ríkj- um. Þeir munu ekki aðeins senda fréttir til heimalanda sinna um fundinn og það sem á honum gerizt, þeir munu senda fregnir út um víða ver- öld um ísland, íslenzk mál og hvernig landið og fólkið kemur þeim fyrir sjónir. Hér er því í sannleika sagt um stórviðburð að ræða og með ákvörðun um þessi fund- arhöld hér á landi hefur ís- lendingum verið sýnt mikið traust. Vonandi verður utan- ríkisráðherrafundurinn að vori einnig til þess að efla tengsl íslands við Atlants- hafsbandalagið og önnur að- ildarríki þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.