Morgunblaðið - 20.12.1967, Qupperneq 17
MORGUNIBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DES. 1967
17
Eldvörpur voru
víðs fjarri hug-
myndum þeirra
Ung kona situr á rústum heimilis síns og grætur fjölskyldu sina.
Montagnard varðliði.
hafa sérstaklega verið á ferli
fram og aftur milli Suður-
Vietnam og Cambodiu. >eir
eru nú samtals um 20.000 og
meina en helmingur íibúa í
Phuoc Long héraði. Tölu-
verður fjöldi þeirra er undir
stjórn skæruliða.
Konur af kynþætti Mon-
tagnarda ganga ennþá með
brjóstin ber og karlar klæð-
ast eingöngu lítilli lendaskýlu.
Eru þetta einir frumstæðustu,
friðsamlegustu og saklausustu
íbúar Vietnam. Þeir lifa á fá-
breyttum búskap eða veiða
sér til matar með bogum og
örvum einum vopna.
Árum saman hafa skæru-
liðar notað þessa menn til að
bera fyrir sig hergögn og
vistir en á síðasta ári tókst
Saigon stjórninni að vinna
fylgi nokkurra þúsunda þeirra
og koma þeim fyrir í girtum
þorpum í námunda við bæ-
inn Song Be, sem er tæp-
lega 130 km norðaustur af
Saigon.
Meðal íbúa Dak Son voru
átta hundruð manns, sem
höfðu flúið frá yfirráðasvæð-
um skæruliða og er talið víst,
að árásin hafi meðfram verið
gerð í hefndarskyni fyrir það
og til þess að sýna þeim Mon-
tagnördum, sem enn voru
undir þeirra stjórn, að illa
mundi fara fyrir þeim ef þeir
reyndu að losa sig undan yfir-
ráðum þeirra. Jafnframt hafa
skæruliðar margoft látið í ljós
að þeir ætluðu áð ná hinum
aftur á sitt vald og hvað eftir
annað haft í hótunum við þá.
Sendimenn þeirra hafa komið
til þorpanna og sagt, að hús-
in yrðu brennd, ef þeir færu
ekki úr þorpunum og tækju
upp líf í frumskógunum að
nýju-
Skæruliðar höfðu áður gert
þrjár árásartilraunir. — Tvær
höfðu alveg mistekizt — í
þriðja sinn höfðu þeir náð að
brenna nokkur hús og fella
nokkra menn. En 120 manna
varnarlið þorpsbúa hafa
hrundið árásunum. A'ðrir
þorpsbúar voru vopnlausir —
og mikill hluti þeirra konur
og börn.
Talið er að um 600 skæru-
liðar haifi tekið þátt í síðustu
áriásinni. Þeir höfðu kalliað í
gjallarhorn til íbúanna. „Rým
ið húsin ykkar, þið verðið
að koma með okkur, rýmið
húsin ykkar“. Fjölmargir
flýðu út í myrkrið. aðrir leit-
uðu skjóls í kofunum sínum
eða byrgjuim undir þeim.
Árásin var, sem fyrr sagði,
gerð um miðnætti'ð. Vopnað-
ir vélbyssum, handsprengj-
um og eldvörpum ruddust
skæruliðarnir fram, æpandi
og argandi og skutu á hvern,
sem fyrir varð. Varðliðið var
fljótlega yfirbugað, umkringt
og einangrað og síðan gátu
skæruliðar látið greipar sópa
að vild. Það varð fijótt aug-
ljóst, að þeir ætlúðu sér alls
ekki að ná þorpinu í sínar
hendur, tilgangur þeirra var
miskunnarlaust blóðbað, að
drepa nógu marga á nógu
hryllilegan hátt.
Þorpsbúar voru brenndir
inni í húsum sínum eða lim-
lestir og skotnir. Skæruliðar
gættu þess að gleyma engu.
Þeir fóru hús frá húsi og
lögðu eld í hvað sem fyrir
varð, húsin, garðana, hænsna-
búin, grjónaskemmurnar, trén,
limgerðin.
Einn hinna eftirlifandi seg-
ir: „Ég heyrði þá kalla nafn
mitt og skipa mér að koma
út, en ég var of hræddur til
að hreyfa mig e’ða svara. Svo
sá ég skugga í dyrunum, síðan
blossaði upp eldur og eitt-
hvað þaut yfir bak mitt og
axlirnar og brenndi mig“.
Þegar húsið fór að loga*
skreið hann út, mikið brennd
ur. „Allt í kring voru menn
á hlaupum, og logar flugu
hvissandi um loftið.“ íbúarnir
í Song Re hinum megin í
dalnum sögðu. að þorpið
hefði virzt alelda á fáeinum
mínútum.
Hjá Song Be var fáliðuð
sveit S-Vietnam hermanna.
Þeir áttu að vera Dak Son til
varnar, en þær fáu þyrlur,
sem þeir höfðu til umráða
höfðu verið sendar á annan
stað, þar sem skæruliðar
gerðu einnig árás og þegar
hermennirnir komust á vett-
vang, — eftir erfiða ferð og
hættulega, þar sem þeir gátu
búizt við launsátri Viet Cong
manna við hvert fótmál —
var þorpi'ð logandi eldhaf.
Fólkið skreið með erfiðis-
munum yfir dalinn til Song
Be, alsett svíðandi brunasár-
um. Hjúkrunarkona, sem þar
tók á móti fólkinu segir: „Eg
hef aldrei séð nokkurn svona
óihreinan. Fólkið var atað
leðju. hafði skriðið í leðjunni
alla nóttina og sársaukinn
vegna brunasáranna varð
ennþá meiri vegna leðjunn
sem hafði setzt í sárin“.
Læknirinn, dr. Herbert
Rosenbleth tók undir orð
hjúkrunarkonunnar. Hann
sagði frá lítilli stúlku, sem
hann ætlaði að fara að sinna.
,.Ég tók litlu stúlkuna upp,
ætlaði að flytja hania af bör-
unum, þar sem hún hafði ver
ið lögð. En þegar ég lyfti
henni upp, hrundu brunnar
holdlflyksur af líkama henn-
ar: Hún var dáin“.
Héraðsstjórinn segir, að
þonpið verði byggt upp á ný.
.,Við verðum að sýna Viet-
cong skæruliðum, að þeim
muni ekki takast að fæla
fólkið burt. Montagnardarnir
eru hræddir núna, en þeir
vilja fara heim aftur og
byggja húsin sín upp að nýju.
Verði Dak Son ekki byggt
upp, missa íbúar hinna þorp-
anna alla von og þora ef til
vill ekki annað en leita til
kommúnista aftur. Þeir verða
að fá meiri vopn og meiri víg
girðingar. Lífið verður að
halda áfnam hjá þessu fólki“.
Þessi mynd þarf ekki skýringar við.
Guðm. G. Hagalín
skrifar um
BÓKMENNTIR
n
BIÍÐAM”
SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON:
Ljóð og æviágrip.
Arnór Sigurjónsson bjó til
prentunar.
271 blaðsíða.
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Akureyri, 1967.
„ORÐLISTINNI kemur ekki vel
saman við líkamlegt erfiði og
þreytu fremur en öðrum listum.
Og því getur oft farið svo, að
þreytt skáld finni ekki „annað
en tra, la, la“, og stundum ekki
einu sinni það,“ sagði Sigurjón
Friðjónsson í bréfi.
Þessi orð eru athyglisverð fyr-
ir þá sök meðal annars, að þau
sýnast eiga svo vel við skáld-
skap hans sjálfs. í sporum Sigur-
jóns hefur mörgum veitzt erfitt
að láta ekki baslið smækka sig.
Guðmundur á Sandi, bróðir
Sigurjóns, vissi líka af „bruna-
stingjum lúans“ (orðasambandið
er frá honum). Samt má geta sér
til, að Sigurjón hafi unað verr
hlutskipti sínu sem erfiðismaður.
Hugarheimur hans var meir í
ætt við draum, fjær hversdags-
leika og búsáhyggjum, viðkvæm-
ari, brothættari. Guðmundur var
baráttuglaður og virkur í skáld-
skap sínum. Sigurjón stefndi á
mið ljóðræns kveðskapar; hann
leitaðist við að tjá sig eins og
darumlynt skáld, en ekki eins og
stritandi bóndi: í þeirri tjáning
hans rakst skáldskapurinn á
veruleikann.
Þegar hann meðhöndlar ljóð-
ræn yrkisefni, er eins og fíngert
sigurverk sé handleikið með
hrjúfum og sigggrónum höndum:
viljann vantar ekki, því síður
alúðina, aðeins mýktina.^ Ég til-
færi sem dæmi kvæðið Árdegis-
stund. Fyrsta vísan í því er
svona:
Sumarmildur sunnanblær
sól og vor um dalinn leiðir.
Morgundöggin tindrar tær,
um tún og haga blómið frær.
Hörpu foss í hömrum slær
hótar, laðar, knýr og seiðir.
Sumarmildur sunnanblær
sól og vor um dalinn leiðir.
f vísu þessari er í aðaldráttum
notazt við þann efnivið, sem
gekk eins og rauður þráður gegn
um ljóðrænan kveðskap um síð-
ustu aldamót. Orð og setning,
hugsun og tilfinning — allt er
það alkunnugt úr þvílíkum kveð-
skap þeirra tíma: sunnanblær,
morgundögg, harpa, foss og svo
framvegis. En þarna eru líka að-
skotahlutir, sem skáldlega hugs-
andi fólk um aldamót hefði vafa-
laust talið til lýta, eins og sögn-
in knýja og þó öllu fremur sögn-
in hóta. Okkur er frjálst að kalla
þetta skort á hagmælsku. En
maður má líka geta sér til, að
þarna hafi grár hversdagsleikinn
gerzt meinlega ágengur í draumi
skáldsins. Ljóðrænn kveðskapur
um sveitasælu höfðar líka illa til
sveitamanna, heldur skírskotar
hann til borgarbúa, sem fara
ekki upp í sveit nema í góðu
veðri og þá til að spóka sig og
frílysta.
ídýlliskur kveðskapur er því
ávallt upprunninn í borgum, en
berst svo þaðan út til sveitanna
eins og önnur tízka.
Hér fer svo á eftir annað er-
indi sama kvæðis:
Sigurjón Friðjónsson.
Rennur á að sæ með söng.
Sólin skín um dalinn alian,
glansar flóð í gljúfraþröng,
gióir f jallsins ennisspöng.
Kerskin huida úr klettaþröng
kastar úða um bjargastallinn.
Rennur á að sæ með söng.
Sóiin skín um dalinn allan.
Hér er hið sama uppi á ten-
ingnum. Fjallsins ennisspöng —
það er að vísu fögur líking. En
sögnin glansa er jafnfráleit og
áðurnefndar sagnir í fyrri vís-
unni, að minnsta kosti, ef miðað
er við máltilfinningu nútíma-
manna. Þetta orð — glansa —
leiðir hugann hreint ekki að
neinni lýrískri á „í gljúfra-
þröng“, heldur að einhverju
glingri í búðarglugga, til dæmis.
En dæmin eru ekki tilfærð
hér til að sýna fram á, að Sigur-
jón Friðjónsson hafi verið lélegt
skáldr enda væri bæði ómaklegt
og fráleitt að halda slíku fram.
Hitt fer ekki á milli mála, að
vettvangur sá, sem hann kaus
sér sem skáld, hentaði honum
ekki sem bezt. Öllum skáldum
eru mislagðar hendur. Fyrr-
greindar vísur sýna aðeins, hvar
skórinn kreppti helzt að í kveð-
skap Sigurjóns.
Er þá líka jafnskylt að geta
þess, að honum tókst oft miklu
betur upp. Því til staðfestingar
skal hér tilfærð fyrsta vísa
kvæðisins Dagurinn líður:
Hauströðull hnigur.
Hljóðnar fugl á sundi.
Þrestir flögra og fela sig
í fölum skógarlundi.
Hrynur hið ytra
hrönn með sárum nið.
Dagurinn líður,
og dimman tekur við.
Hér blandast saman söknuður
vegna horfins dags og angur-
værð vegna þverrandi ævi. Get
ég þó til, að síðar nefnda atriðið
hafi verið skáldinu ofar í huga.
Sigurjón Friðjónsson hefur
aldrei verið talinn til höfuð-
skálda, og mun varla verða svo
hér eftir. Hann stóð líka að
nokkru leyti í skugga Guðmund-
ar, bróður síns.
Engu að síður var framlag Sig-
urjóns dýrmætt — á sinn hátt.
Framhald á bls. 25